Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989. 23 • Héðinn Gilsson leikur stórt hlutverk í FH-liðinu en á morgun leika FH og Grótta í Hafnarfirði á Islandsmótinu í handknattleik. Hörkuleikir víðast hvar Helgin sem nú gengur í garð er nokkuð viðburðarík á sviði íþrótta. Ekkert verður leikið í kvöld en á laugardag og sunnudag verða höruleikir. 1. deild karla í handknattleik Fíórir leikir verða á laugardag í 1. deild karla og hefjast þeir allir kl. 16.30. HK og KA leika í Digránesi. Norðanmenn hafa enn ekki hlotið stig í deildinni til þessa en HK- menn hafa á hinn bóginn sigrað í einni viðureign. Má því ætla að þessi viðureign liðanna í Kópavogi verði jöfn og spennandi og ekkert gefið eftir. FH og Grótta eigast við í íþrótta- húsinu við Strandgötu. Hafnfirð- ingarnir eru í öðru sæti eftir íjórar umferðir, hafa aðeins tapað einu stigi. Gróttu hefur hins vegar ekki gengið eins vel og er með þrjú stig. Grótta er upprennandi lið og á góð- um degi getur liðið komið FH- ingum í opna skjöldu. FH hefur sýnt það í leikjunum til þessa að liðið verður í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn. Víkingur og ÍR leika í Laugar- dalshöllinni en félögin standa jöfn að vígi í 1. deild, bæði með þrjú stig. Miklu var búist við af Víking- um í upphafi keppnistímabilsins en fram að þessu hefur liðið ekki ver- ið nógu sannfærandi í leikjum sín- um. ÍR-ingar eru með ungt og skemmtilegt lið og geta á góðum degi velgt Víkingunum undir ugg- um. Miðað við stöðu þessara liða ætti þessi leikur að geta orðið besta skemmtan fyrir áhorfendur. Eyjamenn taka á móti KR- ingum og þar gæti oröiö um hörkuviður- eign að ræða. Eyjamenn eru erfiðir heim að sækja og tapa ekki oft leikj- um á heimavelli. KR-ingar hafa spræku liði á að skipa og þurfa örugglega að hafa fyrir hlutunum í Vestmannaeyjum á morgun. Leik Vals og Stjörnunnar hefur verið frestað vegna þátttöku Vals- manna í Evrópukeppninni um helgina. Valur leikur gegn ung- verska liðinu Raba Eto Györ og veröur viðureignin í Ungverja- landi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik Fjórir leikir verða í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag. Grindavík og Valur leika í Grinda- vík, Njarðvíkingar, sem eru ósigr- aðir í deildinni til þessa leika gegn Haukum í Njarðvík. Báðir leikirnir hefjast kl. 16. Um kvöldið kl. 20 verða tveir leik- ir, annars vegar viðureign KR og Þórs á Seltjarnarnesi og hins vegar leikur ÍBK og Reynis. Blak Fram og Þróttur frá Neskaupstaö leika í 1. deild í blaki í Hagaskóla á laugardag kl. 14. Á sama stað kl. 15.15 leika ÍS og HK. Tveir leikur verða í 1. deild kvenna, ÍS og HK leika í Hagaskóla kl. 16.30 og í Digranesi leika UBK og Þróttur frá Neskaupstað. -JKS Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarflrði, s. 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis í útibúinu Álfabakka 14, Reykjavík, eru til sýnis myndir eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. Sýningin stendur til 10. nóvember nk. og er opin frá mánudegi til fimmtu- dags frá kl. 9.15-16 og fóstudaga frá kl. 9.15-18. Sýningin er sölusýning. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Árna Magn- ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriöjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Ilverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulinslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. í Bogasal stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina „Ljósmýndin 150 ára - saga ljósmyndunar á íslandi". Sýn- ingin stendur til nóvemberloka og er að- gangur ókeypis. Myntsafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, s. 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Rafn Stefánsson sýnir í Bókasafni Kópavogs í Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á blýantsteikningum og málverkum Rafns Stefánssonar. Á sýningunni em 17 myndir og er hún opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga til föstudaga kl. 10-21 og á laugardögum kl. 11-14 út nóv- embermánuð. Myndlistarsýning á Landspítalanum Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir á göngum spítalans til 11. nóvember nk. Helgi er fæddur 1923 og byrjaði snemma að fást við myndlist og naut um skeið tilsagnar Kristins Péturssonar, var í Myndlistarskóla Félags íslenskra frí- stundamálara (síðar Myndlistarskóla Reykjavíkur) á fyrstu ámm skólans og hefur á síðari árum verið þar nemandi í ýmsum greinum. Slunkaríki, ísafirði Guðbjartur Guimarsson sýnir í Slunka- ríki. Myndirnar á sýningunni em ýmist hreinar grafíkmyndir eða þær em unnar með blandaðri tækni. Allar em myndirn- ar handþrykktar með silkiprenttækni. Sumar þeirra em síðan handlitaðar með vatnslitum, akril- eða pastellitum. Mynd- irnar 30 em allar til sölu. Sýningin stend- ur til sunnudagskvölds 19. nóvember. Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 TAFLFÉLAG SELTJARNARNESS AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember kl. 14.00 í Valhúsaskóla. Félagsmenn eru hvattir til að mæta stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ný stjórn kjörin og rætt um starfsemi félagsins í vetur. LANDVARI ALMENNUR FÉLAGSFUNDUR verður haldinn að Hótel Holiday Inn, Reykjavík, föstudaginn 10. nóvember næstkomandi og hefst kl. 19.30. Á dagskrá eru almenn félagsmál. Fundinum verður framhaldið kl. 10.00 að morgni laugardagsins 11. nóvember á sama stað en þá mun fulltrúi ríkisskattstjóra gera grein fyrir lögum og regl- um um virðisaukaskatt. Stjórn Landvara VIÐBOTARHAR sem er sérhannað fýrir þig. Þú syndir, þværð þér um hárið, þurrkar það og greiðir - svo eðlilegt sem þítt eigið hár. Leitið upplýsinga án nokkurra skílyrða og i fullum trúnaði. Verð frá kr. 15.000,- Hársnyrtistofan $ ö Hringbraut 119 Sími 22077 Basar verður haldinn á Sólvangi í liafnarfirdi (anddyri) á morgun, laugardag, kl. 14. Þar verða á boðstólum fallegarjólagjafir og margt fleira. Allt unnið af vistmönnum Sólvangs. BLAÐ BURDARFÓLK t, ■■ Laufásveg Óðinsgötu Njálsgötu Eiríksgötu Barónsstíg Skaftahlíð Úthlið Bólstaðarhlíð , Aragötu ft n ft Hörpugötu Fossagötu Rauðalæk Kleppsveg Kleppsholt Sporðagrunn Selvogsgrunn Hólmgarð Hæðargarð Réttarholtsveg í\ í\ í\ ÞVERHOLTI 11 AFGREIOSLA SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.