Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1989, Blaðsíða 8
24 FÖSTUÐAGUR 3. NÓVEMBER 1989. ★★ ám Bamalegir ræningjar COHEN & TATE Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri og handritshöfundur: Eric Red. Framleiðendur: Anthony Rufus Isaacs og Jeff Young. Tónlist Bill Conti. Aóalhlutverk: Roy Scheider, Adam Baldwin, Harley Cross. Bandarisk 1988. 86 mín. Bönnuö yngri en 16 ára. Það virðast ætla að verða örlög þessarar myndar að standa ekki undir þeim vonum sem til hennar eru gerðar. Þó að hér safnist saman hörkuiið sem vanalega hefur getað búið til bærilega þrillera þá skortir margt upp á að myndin smelli sam- an. Myndin segir frá tveim glæpa- mönnum sem ræna ungum pilti til þess að koma honum í hendur ann- arra glæpamanna sem vilja fræðast af honum. Mennirnir tveir eru kal- driijaðir morðingjar en þar með er samlíkingunni lokið. Ferðalagið tekur á taugarnar og uppgjör er óumflýjanlegt. Það er einfaldlega ekkert nýtt í þessari mynd og sá fjarstæðu- kenndi hörkuheimur sem Red byggir upp (og hefur áður gert í The Hitcher) gengur ekki upp. Þrátt fyrir að innilokunarkennd svífi að áhorfendum eftir tveggja tíma bíltúr með hálfgeðveikum moröingum og barni þá upphefst aldrei almennileg samúð með barninu enda stendur sá stutti sig illa í hlutverkinu. Það er helst leik- ur Scheiders sem er einhvers virði en hann má muna sinn fífil fegurri. -SMJ Mynd- bönd Umsjón. Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Sjaldan hefur eins mikill stöðug- leiki verið á toppnum eins og þessa vikuna. Fimm efstu myndirnar ha'.da allar sínum sætum. Það er aftur á móti enginn stöðugleiki þar fyrir neðan. Tvær nýjar myndir, sem líklegar eru til vinsælda, koma inn á listann. Báðar eru sakamála- myndir, þótt ólíkar séu. Róman- tíska spennumyndin Tequila Sun- rise með Mel Gibson í aðalhlut- verki fer í 6. sætið og hin rómaða mynd Alan Parkers, Mississippi Buming sem segir frá sönnu saka- máli, fer í 8. sætið. Þá kemur inn á hstann óvænt aftur gamanmyndin Overboard er stingur sér inn á milli nýju myndanna. DV-LISTINN 1. (1) A Fish Called Wanda 2. (2) Twins 3. (3) Die Hard 4. (4) Willow 5. (5) The Accused 6. (-) Tequila Sunrise 7. (-) Overboard 8. (-) Mississippi Burning 9. (6) Dead Ringers 10. (7) Cocktail ★★Í4 Leiddur í gildru ■tHBmil BIG TOP PEE WEE Utgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Randal Kieiser. Aðalhlutverk: Pee-Wee Herman, Kris Kristofferson og Susan Tyrrell. Bandarisk, 1988 - sýningartími 90 min. Pee-Wee Herman er þekktur grínisti í Bandaríkjunum sem slær um sig í kvikmyndum eftir að hafa gert það gott á sviði. Það getur ver- ið að Bandaríkjamönnum fmnist þessi uppskrúfaði náungi fyndinn en undirritaður gat varla kreist fram bros yfir myndinni sem fjallar um mislukkaöan sirkusferil Pee- Wee. Kris Kristofferson leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. Hann má muna sinn fífil fegri en hér leik- ur hann sirkusstjóra sem giftur er nokkurra sentímetra hárri konu. -HK ONASSIS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Warris Hussein. Aðalhlutverk: Raul Julia, Jane Seymo- ur, Francesca Annis og Anthony Quinn. Bandarisk, 1988 - sýningartimi 180 min. (2 spólur). Leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. Onassis var um tíma talinn rík- asti maður heimsins. Og vegna þess hversu mikið hann barst á var hann ávallt mjög umdeildur mað- ur. Saga Onassis-fjölskyldunnar er engin gleðisaga. Þetta er saga um einstakling sem notaði allar að- ferðir til að verða ríkur og tróð á fólki í eigin þágu. í þessari tveggja hluta kvikmynd sem heitir Onassis og hefur undir- titilinn The Richest Man in the World er meiri áhersla lögð á kon- umar í lífi hans og samband hans við þær en hvemig hann fór að því að verða ríkasti maður heims. Besti hluti myndarinnar er í byrj- un þegar hann er ungur og kæru- laus og hefur ekki áhyggjur af neinu. Þaö breytist þegar Tyrkir gera innrás í Grikkland og öll hans fjölskylda er handtekin, meira að segja faðir hans sem hafði þó reynt að haga samböndum sínum þannig að enginn myndi græða á að hand- taka hann. Vegna kynna sinna af tyrkneskum liðsforingja sleppur Ónassis við fangelsisvist. Hann flýr til Argentínu þar sem hann græðir sína fyrstu milljón. Upp frá því fáum við aðeins óljósa hugmynd um það hvers vegna On- assiss varð eins ríkur og raun bar vitni. Aðaláhersla er lögð á að sýna samskipti hans við fyrstu eigin- konu sína sem var dóttir ríks skipa- eiganda, hið stormasama samband hans við Mariu Callas og síðast en ekki síst hjónaband hans og Jac- queline Kennedy sem allur heim- urinn stóð á öndinni út af á sínum tíma. Enginn efast um peningavit On- assis. Hann varð ótrúlega fljótt rík- ur, en það nægði honum ekki, hann þurfti ávallt að fá það sem enginn annar gat gert sér vonnir um. Eftir að hafa sigrað Mariu Callas var hann ekki ánægður fyrr en enn stærri biti varð hans, ekkja forseta Bandaríkjanna. Ólíkt því sem mað- ur hafði búist við er ekki farið mild- um höndum um Jacqueline Kennedy. Hún hefur sína galla eins og allir aðrir er koma við sögu. Það er samt aðeins í byrjun sem persónurnar eru lifandi, sérstak- lega á Anthony Quinn góðan leik í hlutverki föður Onassis. Eftir því sem líður á myndina verða persón- umar fjarlægari og þegar mynd- inni lýkur er manni nokkurn veg- inn sama um örlög þeirra. Einn galli við myndina er Raul Julia í hlutverki Onassis. Þeir sem þekkja til vita að hann var mjög lítill mað- ur.en hinn myndarlegi Julia gefur okkúr falska mynd af Onassis. -HK 3RD DEGREE BURN Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Aðalhlutverk: Treat Williams og Virginia Madsen. Bandarisk, 1988 - sýningartími 97 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. 3rd Degree Burn sækir mikið í meistara sakamálamyndanna, Al- fred Hitchcock, og undir styrkri leikstjóm Roger Spottiswooode, sem meðal annars gerði Under Fire, skapast rafmagnað andrúms- loft sem helst alla myndina. Aðalpersónan er einkalöggan Sam Weston sem getur sjálfum sér rnn kennt að vera í mikilli ónáð hjá lögreglunni þar sem hann starfaði áður. Ekki er alltof mikið að gera hjá honum og því grípur hann feg- inshendi starf sem eiginmaður fyrrverandi konu hans lætur hann fá, en það er fólgiö í að fylgjast með fagurri eiginkonu riks manns sem fer ein í frí. Eiginmaðurinn gmnar hana um að halda framhjá sér og vill að fylgst sé með henni. Það sem eiginmaðurinn veit ekki er að Weston er sérstaklega veikur fyrir fallegum konum og er það ástæðan fyrir misjöfnu gengi hans í starfi. Enda fellur Weston strax fyrir eiginkonunni og áður en hann veit af er hann ákæröur fyrir morö á eiginmanni hennar.... 3rd Degree Burn er hinn ágætasti þriller/ Söguþráöurinn er flókinn en þó aldrei svo að áhorfandinn geti ekki rennt grun í endinn. Treat Williams er vanur löggu- hlutverkum og bætir hér ágætri persónu við safn sitt. Weston er veikur á svellinu og engin sérstök hetja þótt haröur sé og heiðarlegur og Virginia Madsen er tælandi og fögur og leikur ekkjuna vel megnið af myndinni en vantar nokkuð á aö vera sannfærandi í lokin. -HK BURNING SECRET Útgefandi: Arnarborg. Leikstjóri: Andrew Birkin. Aðalhlutverk: Fay Dunaway, Klaus Maria Brandauer. Bresk. 103 mín. öllum leyfö. Myndin gerist á heilsuhæli í Austurríki skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þar hitta sendi- herrafrú og sonur hennar dular- fullan aðalsmann sem þau bæði hrífast af. Hann á eftir að hafa mik- il áhrif á líf beggja. Það eru ekki mikil átök í kringum þessa mynd sem byggist á kyrra- lífsmyndum og fógru landslagi öðru fremur. Þó að Brandauer og Dunaway séu fær um að spenna upp hlutverk (alveg fram í ofleik) halda þau aftur af sér í þessari mynd og veita hlutverkum sínum fyrst og fremst fágun. Hlutverkin verða þó engan veginn forvitnileg sem er í raun einkenni myndarinn- ar í heild. Hún ber þó yfir sér þokka og er greinilegt að áhrifa Merc- hant/Ivory-hópsins gætir hér. -SMJ BAGDAD CAFE Útgefandi: Myndbox. Leikstjóri: Percy Adlon. Handrit: Percy og Elanor Adlon. Aðalhlutverk: Mar- ianne Sagebrecht, Monica Calhoun, George Aquilar, C.C. Pounder. V-þýsk, 1988. 90 mín., öllum leyfö. Það er sérkennilegt andrúmsloft sem bærist í þessari mynd enda ekki nema von þegar þess er gætt að Þjóðverjar eru komnir til Amer- íku að gera mynd. Myndataka og lýsing er oft hin furðulegasta og ýtir það undir þann fjarstæðu- kennda frásagnarmáta sem hér má finna. Eftir rifrildi við eiginmann sinn ákveður hin þéttvaxna Jasmin að freista gæfunnar í eyðimörkinni. Henni skolar fljótlega upp að litlu kaffihúsi þar sem furðulegt fólk hefur safnast saman. Þrátt fyrir tortryggni í upphafi tekst henni að vinna traust og ást flestra að lok- um. Bagdad Café mun vera fyrsta mynd leikstjórans Adlon á ensku sem ekki á nein þekkt afrek að baki fyrir utan mynd að nafni Sug- arbaby (ef einhver skyldi kannast við hana). Hann leggur hér af staö út í það erfiöa ferðalag að lýsa ólík- um heimum og ólíku fólki. Það tekst bærilega enda hefur hann fengið ágæta leikara í hð með sér. Framvinda myndarinnar er óvenjuleg en þó þannig að hún vek- ur ávallt forvitni. Persónurnar eru ýkjukenndar en falla skemmtilega að þeim furðuheimi sem hér er kallaður fram. -SMJ ★★ O Ríkur og ófyrirleitinn lA f framandi kaffihúsi Ófyndinn Pee Wee ★★ Ást á heilsuhæli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.