Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. 5 DV Ráðstefna um fiskveiðistjómun: Auðlindaskattur rétt látasti skatturinn Fréttir - segir Rögnvaldur Hannesson, prófessor í sjávarútvegsfræðum Ráðstefna um fiskveiðistjórnun á vegum sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands v^r haldin í gær. Meðal þeirra sem þar töluðu var Rögn- valdur Hannesson, prófessor í sjáv- arútvegsfræðum. Kenningar hans hafa vakið mikla athygli hér heima ekki síður en erlendis. Erindi Rögnvalds fjallaði um fisk- veiðirentu og auðlindaskatt. Niður- staða hans var sú að leggja beri á auðlindaskatt í sjávarútvegi eða selja kvóta. Hann fullyrti að skattur á kvótann væri réttlátasti skattur sem hægt væri að setja á og hann hefði engin óhagkvæm áhrif. Hann væri betri og réttlátari en flestir aðrir skattar sem þekkjast. Rögnvaldur velti upp þeirri spum- ingu hverjir ættu að borga og hvaðan ætti að taka peninga fyrir auðlinda- skatti. Hann sagði að viðurkennt væri að fiskiskipastóllinn væri alltof stór. Við auðlindaskatt mundi hann minnka niður í þá stærð sem er hag- kvæmust til að ná þeim afla sem veiða má hveiju sinni. Þá sagði hann að illa rekin fisk- vinnslufyrirtæki myndu leggja upp laupana og þau vel reknu fá meiri afla til vinnslu á efdr. Allt myndi þetta auka hagkvæmnina í veiðum og vinnsu á þann hátt að fyrirtækin gætu greitt auðlindaskattinn. Rögnvaldur fullyrti einnig að auð- lindaskattur eða sala á kvóta yrði til þess að ná fram hagstæðastri afla- nýtingu. Hann varaði aftur á móti við að selja kvóta varanlega vegna þess að það gæfi ekki nema brot af réttum ábata. Hann benti hins vegar á að sala eða leiga á kvóta til langs tíma samkvæmt tilboðum frá útgerð- arfyrirtækjum kæmi vel til greina. Það myndi aldrei ofbjóða greiðslu- getu fyrirtækjanna. Þá mætti líka búast við því að uppboðsmarkaðir yrðu virkir hér á landi. Árlegur skattur á útgerðina gæti hins vegar hugsanlega ofboðið greiðslugetu hennar þótt engin vissa væri fyrir því. Þá benti hann á að hægt væri að nota hluta af þessum auðlinda eða kvótaskatti til að búa til sveiflujöfn- unarsjóð fyrir útgerðina. Með því móti væri hægt að jafna út þær sveiflur sem alltaf eiga sér stað í sjáv- arútvegi. Víst er um það að hugmyndir Rögnvalds eiga sér formælendur fáa í útgerð á íslandi. Aftur á móti hefur þessari kenningu mjög verið haldið á lofti af hagfræðingum, bæði hér og erlendis. -S.dór Söluskattur af vátryggingum fyrir næsta ár: Verður endurgreiddur - segir Ólafur Ragnar Grímsson Söluskattur, sem greiddur hefur veriö af vátryggingum eftir áramót, verður endurgreiddur og hefur fiár- málaráðherra beint þeim tilmælum til tryggingafélaganna og ríkisskatt- stjóra að þaö veröi gert. Olafur Ragn- ar Grímsson fiármálaráðherra sagði hann hefði óskað eftir því að trygg- ingafélögin önnuðust þessa endur- greiðslu til viðskiptavina sinna. Síð- an munu fiármálaráðuneytið og rík- issjóður gera upp við tryggingafélög- m. Þetta kom fram við utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær en það var Jóhann Einvarðsson sem fór fram á umræðuna til að fá á hreint ýmis vafaatriði varðandi söluskatt af tryggingum. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fiármálaráðherra er söluskattstíma- bil af vátryggingum aðeins til loka þessa árs. Þess vegna hefði verið eð- ililegt hjá tryggingafélögum að inn- heimta söluskatt af tryggingum að- eins til næstu áramóta. Tryggingafé- lög hafi hins vegar innheimt sölu- skatt fyrir tímabil eftir áramót, inn á það tímabil sem virðisaukaskattur- inn verður allsráðandi. Áætlað hefur verið að hér sé um að ræða upphæð á bilinu 100 til 150 milljónir króna sem verður endurgreidd með þessum hætti. -SMJ Anker Jörgensen, fyrrum forsætisráöherra Dana, segir: Fríverslunarbanda- lagið Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn; Anker Jörgensen, fyrrum forsætis- ráðherra Dana, hefur látið hafa það efiir sér í blaðaviðtali að Fríverslun- arbandalagið sé einskis nýtt. „Það er dauð stofnun og ætti því að leggja niður,“ sagöi Anker Jörg- ensen. Hann er formaður dönsku sendinefndarinnar í Norðurlanda- ráði en það heldur aukaþing á Álandseyjum um þessar mundir. Á dagskrá eru Norðurlönd og Evrópa. „Það veldur mér vonbrigðum að á Norðurlöndum er álitið að allir einskis samningar við Evrópubandalagið eigi að fara fram í gegnum EFTA,“ sagði Anker Jörgensen í viðtali viö Berlinske Tidende í gær. „Fríversl- imarbandalagið hefur minnkað og nú eru aðeins Austurríki og Sviss í bandalaginu auk Norðurlandanna fiögurra, Svíþjóðar, Noregs, Finn- lands og íslands. Fríverslunarbanda- lagið er í raun og veru Norðurlönd því Austurríki er komið meö fótinn í EB en Sviss hagar bara seglum eft- ir vindi nú sem endranær. Þess vegna finnst mér að Norðurlöndin eigi að semja viö EB sem ein heild," nýtt segir Anker Jörgensen. Jörgensen álítur fundinn á Álands- eyjum mikilvægan norrænu sam- starfi og bendir á aö við lifum ekki lengur í einangruðum heimi. Á Álandseyjum er reiknað með því að fulltrúar Norðurlandaráðs leggi til við norrænu ráðherranefndina að tollmúrar Noröurlanda verði hægt og rólega afnumdir og fiarlægðir að fullu fyrir 1992. „Við viljum gjaman að Norðurlönd séu eins konar út- víkkaður innri markaður í beinu framhaldi af innri markaði EB,“ sagðiAnker Jörgensen. -SMJ Áhrif umrótsins í A-Evrópu á EFTA-viöræöumar: Afram forgangsverkefni að Ijúka samningum við EB - segirjpíón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ,Þrátt fyrir drama tmdanfarinna daga er staðan óbreytt. Ríki Fríversl- unarbandalagsins hafa lýst þvi yfir að forgangsverkefni þeirra sé að ljúka samningum við Evrópubanda- lagið og eyða óvissu sem um það er,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra þegar hann var spurður að því hvort atburðir undan- farinna daga hefðu einhver áhrif á samningaviðræður EFTA og EB. Jón Baldvin kvað það ekki vera og sagði hann að innan EB væri sama áhersla á að ljúka samningum þrátt fyrir umrót undanfarinna daga. Það væru helst hugmyndir um sameiningu Þýskalánds sem vektu óvissu. Að sögn Jóns er spumingin um sameiningu Þýskalands sérstakt mál og eftir að tilfininngahitinn hefði mnnið af mönnum væri farið að tala um það af meiri varfæmi og ekki á þeim nótum að það gerist á næstu dögum. „En ef þýsku ríkin koma til með að sameinast þá er það auðvitað rétt sem haft hefur verið eftir Delore, for- seta Evrópubandalagsins, að þannig sé opnuð leið fyrir sameinað Þýska- land innan EB. A-þýskaland gengi þá inn 1EB bara í gegnum sameinað Þýskaland." Jón Baldvin sagði að öðru máli gilti með önnur ríki Mið- og Austur- Evrópu. Sum hafi þegar óskað eftir nánara og formlegra sambandi við Fríverslunarbandalagið, meðal ann- ars vegna þess að vitað er að EB mun ekki taka við fleiri aöildarríkjum. Utanríkisráðherra sagði að margir væru að velta því fyrir sér hvort Pólland og Ungveijaland gætu leyst vandamál sín með því að ganga ann- aðhvort í EFTA eða fá fríverslunar- samning við EFTA. Það væri nokk- urs konar biðleikur gagnvart EB. -SMJ Frá aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra á Dalvík. DV-mynd Geir Alver í Eyjaf jörð- varavöll í Aðaldal :l-sí Geir A. Guösteinsson, DV, Dalvík: Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra var haldinn á Dalvík 28. október sl. í langri stjómmálaályktun, sem samþykkt var í fundarlok, er stofmm, Háskólans á Akureyri lýst sem einu mikilvægasta skréfi í byggðamálum sem stigið hefur verið; hvatt til að frumkvæði Náttúrufræðistofnunar Norðurlands verði nýtt til að efia náttúru- og umhverfísrannsóknir; hraðað verði umbótum í samgöngu- málum milli Eyjafiarðarbyggða og Skagafiarðar annars vegar og Aust- urlands hins vegar; hafinn verði undirbúningur að því að reist verði álver í Eyjafirði þar sem stækkun álversins í Straumsvík mun hafa í för með sér mikla byggðaröskun; og að aðalvaraflugvelli landsins verði val- inn staður í Aðaldal. Formaður kjördæmisráðs var kjör- inn Sigurður Bjömsson, Ólafsfirði. Gjafír frá íslendingum: Baðstofumunir fóru vestur um haf Safni norrænnar arfleifðar í Se- attle í Bandaríkjunum áskotnuðust margir óvæntir baðstofugripir eftir viðtal við fyrrverandi forseta félags- ins á rás 2 í sumar. Sýning var opnuð þar í síðustu viku og er þar m.a. sýnt svonefnt íslenskt herbergi í gömlum baðstofustíl. Margir hlutanna, sem era á sýningunni, vora gefnir af ís- lendingium hér sem bragðust skjótt við er útvarpsviðtalið var tekið við Vestur-íslendinginn Sigurbjöm Johnson sem er fyrrverandi forseti félagsins. Hlutimir í baðstofuna bár- ust víða af landinu. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.