Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 10
10 Útlönd um mútugreiðslur Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Indlands, leggur blómsveig á leiði Nehrus, fyrsta forsætisráöherra Indlands, í tiiefni aldarafmælis hans. Reuter Stjórnarandstöðuflokkur á Ind- landi bar í gær fram nýjar ásakan- ir á hendur Rajiv Gandhi forsætis- ráðherra. Beiðni flokksins um rannsókn var hins vegar hafnað. Flokkurinn vitnaði í frétt sænska kvöldblaðsins Expressen þar sem haft var eftir fyrrverandi forstjóra austurrísks vopnafyrirtækis að það hefði greitt 40 milljónir dollara í mútur öl Indveija til að reyna ná samningi þeim sem sænska vopna- fyrirtækið Bofors náði svo. Ásak- anir um mútugreiðslur Bofors til Indlands er aðalvopn stjórnarand- stöðunnar í kosningabaráttunni á Indlandi. Expressen hefur það eftír for- stjóranum fyrrverandi, sem á yfir höföi sér réttarhöld vegna mútu- greiðslna í sambandi við vopnasölu tíl írans og íraks, aö ekki hafi liðíð sá dagur sem hann hafi ekki verið beðinn uni peninga. Það hafi hins vegar ekki veriö stjómmálamenn- imir sjálfir sem hafi komið heldur einhverjir sem þeir treystu. Gandhi og fulltrúar Boforsfyrir- tækisins vfsa á bug ásökunum um mútugreiðslur. Reuter ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. 'C'i t ^ ci V! i /(>n {í i -1) í Fyrirhugaður leiðtogafundur stórveldanna: Sameining Þýskalands ekki knýjandi umræðuef ni - segir talsmaður Bandaríkjaforseta Umbrotin í Austur-Þýskalandi síð- ustu vikur og mánuði sem og hrær- ingar í öðmm löndum A-Evrópu á þessu ári munu verða ofarlega á baugi á fyrirhuguðum leiðtogafundi stóveldanna sem haldinn verður í næsta mánuði. En Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði á blaðamannafundi í gær að umfjöllun um sameiningu Þýskalands væri ekki mest knýjandi þeirra málefna sem leiðtogamir mundu fjalla um. Síðan austur-þýsk stjómvöld veittu íbúum Þýska alþýðulýðveldisins fullt ferðafrelsi í síðustu viku og opn- uðu upp á gátt Berlínarmúrinn hefur framtíð beggja þýsku ríkjanna verið stjómmálamönnum víða um heim ofarlega í huga. En Fitzwater gaf í skyn að öll umræða um sameiningu Þýskalands nú væri ótímabær. Núna væri tímabært að íhuga önnur mál- efni og vandamál, s.s. framtið Nato, Atlantshafsbandalagsins, sagði hann. Reuter ■ OMBWTWHAIPm COPYflOn BY CMrOOíWS MC.KY. '"’Vr/n, IÍ222C.......... Skopmyndateiknarinn Lurie hefur þegar látið fara frá sér teikningar af fyrir- huguðum leiðtogafundi stórveldanna undan strönd Möltu í næsta mánuði. Teikning Lurie MYNDALEIKUR BYLGJUNNAR 0G DV PICTIONARY FINNDU ORÐIÐ EÐAORÐIN SEM MYNDINÁVIÐ. HRINGDU Á BYLGJUNA í SÍMA611111 í DAG MILLI KL.4 0G5. SÁ FYRSTI SEM HEFUR RÉTTSVAR FÆR í VERÐLAUN TEIKNISPILIÐ VINSÆLA, PICTIONARY. Kennaraverkfall í Svíþjóð Tíu þúsund sænskir kennarar hófu í gær verkfall. Um er að ræða félaga í Ríkissambandi kennara (hliöstætt HÍK á íslandi) sem kenna í efri bekkj- um grunnskólans og framhaldsskól- um í Stokkhólmi og nágrenni. Deilan snýst aðallega um vinnu- tíma kennara. Þeir eru andvígir lengri vinnuviku og skyldunám- skeiðum í sumarleyfinu. Einnig eru kennarar mótfallnir sömu launum fyrir alla kennara. Talið er að verk- fallið geti orðið langvarandi þar sem deiluaðilar ræðast ekki við og samn- ingamenn gáfust upp næstum því áður en þeir byrjuðu. Eftír viku munu nokkur þúsund kennarar til viðbótar fara í verkfall. Eru það kennarar í Gautaborg og nágrenni. TT Grikkland: Kommúnistar reyna stjórnarmyndun Grískir kommúnistar hafa nú fengið stjómarmyndunarumboð í hendumar eftir að Andreas Pap- andreou, leiðtoga sósíalista, mistókst að vinna þá og hægri menn á sitt band. Papandreou lét í gær af hendi þriggja daga umboð sitt til stjórnar- myndunar. Kommúnistar fá nú þrjá daga til að reyna stjórnarmyndun. Ólíklegt er talið að sterk samsteypu- stjóm verði samþykkt á næstunni. Kommúnistar höfnuðu samstarfi við hægri menn í síðustu viku og við sósíalista nú um helgina. Harilaos Florakis, leiðtogi komm- únista, kvaðst mundu einbeita sér að því að mynda þjóðarstjóm með aðild allra flokka. Leiðtogi’ hægri manna, Konstantín Mitsotakis, hefur sagt að skammtíma samsteypustjórn sem sett væri á laggirnar án tillits til pólitískra stefnumiöa stjórnmála- flokka væri eina leiðin tíl að koma Grikklandi á réttan kjöl á ný. Myndi sú stjórn sitja stutt eöa á meðan ver- ið væri að undirbúa kosningar sem líklega fæm fram snemma næsta árs. Nýafstaðnar kosningar em aðrar kosningar á þessu ári þar sem enginn einn stjómmálaflokkur náði meiri- hluta á þingi. Hægri menn, Nýi demókrataflokkurinn, hlaut 148 sætí af 300 þingsætum, sósíalistar 128 sæti og kommúnistar 21 sætí. Takist kommúnistum ekki að mynda stjóm fá stjómmálaflokkam- ir eitt tækifæri enn til að veita þjóð- arstjóm allra stærstu flokkanna fylgi sitt. Talið er að hægri menn og kommúnistar séu fylgjandi þjóðar- stjóm tíl skamms tíma en að sósíal- Andreas Papandreou, leiðtoga griskra sósialista og fyrrum forsætisráð- herra, tókst ekki aö mynda stjórn. Símamynd Reuter istar séu því aftur á móti mótfallnir. aö til kosninga á ný. Náist ekki samkomulag verður boð- Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.