Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. 17 íþróttir Stúfar frá Englandi Guntiar Sveinbjdmason, DV, Englandi: £ Derby County á nú í miklum flárhagserfið- leikum og tapaði félag- ið meira en milljón pundum á síðasta reikningsári. Ian Maxwell, varastjórnarfor- maður félagsins, segir að ekki séu margar leiðir til úrbóta. Ann- aðhvort taki íbúar Derby við sér og ölmenni á vðliinn, þ ví félagiö þurfi að minnsta kosti 20 þúsund manns á heimaleiki liðsins, eða félagið verði að seija bestu leik- menn sína, þar á meðal Mark Wright og Ðean Saunders. Nigel Spackman óhress Nigel Spackman hjá QPR var settur út úr liðinu fyrir heimsókn Li- verpool á laugardaginn. Spackman gagnrýndi Trevor Francis, fram- kvæmdastjóra liðsins, í biaðagrein og þaö féll þeim síðarnefhda ekki í geö. Spackman mun ræða við Francis í vikunni um framtíð sxna hjá félaginu. Cottee líka óánægöur Tony Cottee var tekinn út af í leik Everton og Chelsea um helgina. Cottee sagði eftir leikinn aö hann væri mjög óánægður meö skipt- inguna en hefði ekki óskað eftir sölu og ætlaði sér að bíða og sjá til. Talbot mun hætta Brian Talbot, leikmaður og fram- kvæmdasljóri WBA, hefux; ákveðið að leggja skóna á hilluna í íok þessa keppnistímabils. Taibot, sem er orðinn 36 ára, tilkynnti þessa ákvörðun sina eftir stórsigur sinna manna á Barnsley, 7-0, og bætti við að álagið væri of mikið til aö sinna báðum störfunum. Jones aftur heím Andy Jones, framherji Clxarlton, hefur ákveðið að snúa á heimaslóð- ir á ný og ganga til liös við Port Vale. Atkinson spreðar Ron Atkinson, stjóri Sheffield Wed- nesday, er enn með tékkheftið á loftí. Ávisunin er að þessu sinni ætluð Norwich fyrir 21 árs kant- maxm, Ruel Fox. Enn ósamið um Ford Newcastle og Crystal Palace eiga enn eftir að komast að samkomu- lagi um kaupverðið á Andy Ford. Þegar það er í höfn ætlar New- castle aö nota peningana til að kaupa Gavin Maguire frá Ports- mouth. Ólætin halda áfram Ólæti í enska boltanum virðast seint ætia að deyja út. Tugir lög- regluþjóna máttu hafe sig alla viö tíi að hafa herail á áhangendum West Ham x leik liösins við New- castle um síðustu helgi. Enginn slasaðist á leiknum sem var stöðv- aður um stxmdarsakir á rneðan lög- regian kom stjóm á skrílinn. Dalglish styrkir hópinn Kenny Ðalglish, stjóri Liverpool, hefur ákveðlð að styrkja leik- maxmahóp sirm í kjölfar fjögurra ósigra x síðustu fimm leikjum. Dalglish er með Mark Ward hjá West Ham í sigtinu en hann er metinn á eina milljón punda. Ward er 27 ára og hóf feril sinn hjá Ever- ton. Þaðan iá leiðin til Oldham en siðustu fimm árin hefur Ward ver- ið í herbúðum West Hara. Enn kaupir Souness Graerae Souness, stjóri Glasgow Rangers, er enn að sanka að sér leikmönnum. Souness hefur í tví- gang fylgst með Scott Sellars, mið- vailarspilara Blackburn Rovers. Souness sér Sellars sem heppilegan arftaka Ray Wilkins. Bitist um Bryan Gale Chelsea og Crystal Palace eru nú á höttunum eftir Bryan Gale, varn- arraanni Manchester City, Gale er á lausu eftir að City keypti Colin Hendry frá Blackburn Rovers. Harvey sagöi nei Howard Wilkinson, stjóri Leeds United, teiur Graeme Sharp, fram- herja Everton, heppilegan leik- mann til að styrkja Leeds í topp- baráttu 2. deildar. Colin Harvey, stjóri Everton, sagði hins vegar við WilMnson að Sharp væri ekki til sölu Seaman hæfti við David Seaman, markvörður QPR, hefur dregið sig út úr landsliðshópi Englendinga gegn ítölum vegna raeiðsla. Seanxan átti að verja raark Englendinga í leik B-liðanna sem fram fer í Brighton. Tranmere hafnaöi boði Tranmere Rovers hefur hafnaö 100 þúsund punda boði Nottingham Forest í varnarleikmannmn Shaun Garnett sem er 19 ára. Porterfield til Reading? lan Porterfield, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Chelsea, er nú talínn líklegastur til að taka við stjórnmni hjá Reading. Porterfield var áður hjá Aberdeen, Sheffield United og Rotherham. Porterfield var enn- fremur leikmaður og markaskorari Sunderland árið 1973 þegar liðið sigraöi Leeds United, 1-0, í eftir- minnilegum bikarúrslitaleik. Wilson vilifund Clive Wilson, úthexji Chelsea, er óánægður hjá félaginu eftir að hafe misst stöðu sína í byrjunarliðinu. Wilson hefur óskað eftir fundi með Bobby Campell, stjóra liðsins, eftir að hafa ekki einu sinni komist á varamannabekkinn gegn Everton á laugardag. Peter Nicholas, félagi Wilsons hjá Chelsea, hélt upp á þrítugsafmæli sitt með sigri í áður- nefndum leik. Everton spáír í „Úlf“ Everton hefur augastað á Mark yenus, vamarleikmanm Úlfenna. Áhugi Everton á hinum 22 ára Ven- us er tilkominn vegna meiðsla lyk- ilmaxma liðsins. Ratcliffe, Watson, Snodin og Whitesido eiga allir við meiösli að stríöa. Stoke vill ekki Ball Stoke City hefur ekki áhuga á Alan Bali sem framkvæmdastjóra liðs- ins til frambúðar. Stjómarraenn Stoke renna hýru auga til Peter Reid, QPR, Mark Lawrenson, Pet- erboro, og Bryan Horton hjá Qx- ford Urnted. B-landsliö Engiendinga Enska B-landsliðið, sem mætir B- liði ítala í kvöld i Biighton, verður þannig skipað: Markvörður er Dave Beasant, Chelsea, aðrir leik- menn: Parker, QPR, Dorigo, Chelsea, Adams, Arsenal, verður fyrirlíði, Pallister, Man. Utd, Batty, Leeds United, Thomas, Arsenal, Gascoigne, Tottenham, Wise, Wimbledon, Bull, Wolves, og New- ell, Everton. V Kúba mótherji Islands - 1 A-keppnirmi í handknattlelk Kúbumenn sigmðu um helgina í handknattleikskeppni PanAm-leik- anna sem haldnir vora á heimavelli þeirra og hafa þar með tryggt sér þátttökurétt í A-heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu á næsta ári. Brasilía varð í öðra sæti og Bandaríkjamenn máttu sætta sig við • Frá leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í fyrrinótt. Adrian Dantley í liði Dallas reynir að finna leið framhjá Mycal Thompson. Símamynd/Reuter Fimmti sigurinn hjá Lakers í röð - Indiana Pacers kemur mest á óvart Los Angeles Lakers vann sinn fimmta sigur í NB A-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt er liðið sigraði Dallas Mavericks með 107 stigum gegn 98 en leikurinn fór fram á heimavelh Los Angeles Lakers, For- um. Lakers hefur leikið sex leiki til þessa og aðeins tapað einum. Washington Bullets hefur sama vinningshlutfall og Lakers en í fyrri- nótt vann liðið Portland Trail Blazers með 104 stigum gegn 95. Þá sigraði Seattle Supersonics nýliðana Minne- sota Timberwolves með 108-97. Það lið sem hvað mest hefur komið á óvart í deildinni er Indiana Pacers, liðið hefur unnið allar fjórar viður- eignir sínar fram þessu og er eina taplausa liðið. Chicago Bulls, sem leikur eins og Pacers í miðríkja-riðl- inum, hefur tapað tveimur leikjum en liðið lék til úrslita í fyrra. Staðan í deildinrú, fyrst unrúr leik- ir, síðan tapaðir leikir og loks vinn- ingshlutfall í prósentum. Atlantshafsriðill: Washington...............5 1 83,3% NewYorkKnicks............3 2 60% New JerseyNets...........3 2 60% BostonCeltics..........3 Philadelphia 76ers.....2 MiamiHeat..............2 Miöríkjariðill: IndianaPacers..........4 ChicagoBulls...........4 Milwaukee Bucks........3 DetroitPistons.........3 Orlando Magic..........2 AtlantaHawks...........1 Cleveland Cavaliers....1 Miðvesturriðill: UtahJazz................3 Denver Nuggets..........3 Houston Rockets.........3 San Antonio Spurs.......2 Dallas Mavericks........1 MinnesotaTimberwolves. 1 Charlotte Homets........0 Kyrrahafsriðill: Los Angeles Lakers.....5 Portland Trail Blazers.4 Seattle Supersomcs.....3 Phoenix Stms...........2 Sacramento Kings.......2 Golden State Warrios...2 Los Angeles Clippers...1 50% 50% 33% 100% 66,7% 60% 50% 40% 25% 20% 75% 60% 60% 50% 20% 20% 0,0% 83,3% 66,6% 50% 50% 40% 40% 25% -JKS „Læknarnir hjá Spurs voru miklir fúskarar“ - segir Pétur Guðmundsson sem fer til Evrópu eða í CBA-deildina „Það er að koma betur og betur í ljós hve miklir fúskarar læknarxúr voru hjá San Antorúo Spurs þegar ég var þar. Lækxúrinn sem hefur annast mig að undanfórnu á varla til orð yfir þá með- ferð sem ég var beittur hjá Spurs,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Pétur Guð- mundsson í samtali við DV í gær. Pétur hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuðina og átt við erfið meiðsli að stríða. Fyrir tveimur vikum gekkst Pétur enn á ný undir uppskurð vegna meiðsla í hné, sem hann varð fyrir þegar hann lék með SA Spurs, og er nú á batavegi. „Ég er að vísu að ganga í gegnum endur- hæfingartímabil en því lýkur brátt og þá taka erfiðar æfingar við,“ sagði Pétur í gær. • Pétur Guðmundsson stefnir á að komast að hjá evrópsku liði. „Skynsamlegast að fara til liðs í Evrópu“ Hvað tekur við hjá þér þegar þú verður orðinn góður og kominn í æfingu á ný? „Þetta er erfið spurning. Ég er ekki samningsbundinn hjá neinu liði sem stendur. Skynsamlegast væri ef til vill að reyna að komast að hjá liði í Evrópu. Þar eru leikimir færri og álagið ekki eins mikið og í NBA-deildinni.“ - Þér tókst ekki að komast að hjá Milwaukee Bucks og Minnesota? „Nei, það gekk ekki. Ég féll á læknis- skoðun hjá Bucks og þegar ég kom tii Minnesota kom í ljós að forráðamenn liðsins vildu umfram allt byggja hðið sitt upp á litlum og snöggum leikmönn- um. Þó að ég sé snöggur passaði ég ein- faldlega ekki inn í þá mynd. Eins og ég sagði áðan er Evrópa efst á blaði hjá mér sem stendur en það kemur líka til greina að ég leiki með liði í CBA-deild- inni sem er eins konar undirbúnings- deild fyrir NBA-deildina.“ Lakers tók þotu á leigu í vetur Um keppnina í NBA-deildinni í vetur og hugsanlega meistara sagði Pétur í gær: „Það er erfitt að spá í þessi spil en þeir eru margir sem halda því fram að gömlu erkifjendurnir, Lakers og Bos- ton, muni berjast um meistaratitilinn. Enginn afskrifar þó Detroit Pistons, meistarana frá í fyrra, en þeir hafa byrj- að illa. Það verður allt gert til að Lakers nái titlinum á ný. Eigendur liðsins hafa tekið stórglæsilega þotu á leigu í vetur sem mun flytja leikmenn Lakers-liðsins í útileiki," sagði Pétur. -SK Alþjóðlegt handknattleiksmót í Tékkóslóvakíu: Góður sóknarleikur en vandræði með vömina - þegar ísland sigraði úrvalslið frá Austur-Þýskalandi, 25-23 Islenska landsliðið í handknattleik sigraði úrvalslið norðurhéraða Aust- ur-Þýskalands, 25-23, í fyrstu um- ferðinni á alþjóðlegu móti sem hófst í Tékkóslóvakíu í gær. ísland var tveimur til fjórum mörkum yfir nær allan leikinn og leiddi 10-7 í hálf- leik. „Sóknarleikurinn var góður en við vorum í vandræðum með vömina. Annars eru þetta góð úrslit því það voru margir landshðsmenn í austur- þýska liðinu og þetta er skráður A- landsleikur hjá þeim. Geir Sveinsson átti stórgóðan leik, bæði í vörn og sókn, og Héðinn Gilsson, sem var valinn maður leiksins, skoraði mörg glæsileg mörk. Guðmundur Hrafn- kelsson varði markið vel en annars stóðu allir vel fyrir sínu og ekki rétt að gera mikið upp á milli manna," sagði Guðjón Guðmundsson, liðs- stjóri íslenska hðsins, í samtali við DV í gærkvöldi. Mörk Islands skoruðu: Héðinn Gilsson 6, Óskar Ármannsson 6/3, Geir Sveinsson 4, Júlíus Jónasson 4/1, Bjarki Sigurðsson 3 og Sigurður Gunnarsson 2. ísland mætir Túnis í dag, Hvíta- Rússlandi á morgun, B-hði Tékka á fimmtudag, og B-hði Tékka á föstu- dag, en heimamenn hafa greinilega sett það upp sem úrslitaleik mótsins. -VS • Geir Sveinsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins i gærkvöldi. Varnarmenn Anderlecht skástir - Amór í myndatöku í gær vegna meiðsla í baki Arnór meiddist í leiknum og fór í myndatöku í gær en ekkert alvarlegt kom í ljós. í spjalli við DV í gær sagð- ist hann væntanlega geta farið að æfa á miðvikudag og ætti aö vera leikfær um næstu helgi. Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Varnarmenn Anderlecht þóttu skástir í liði Anderlecht er það tapaði svo óvænt fyrir Gent í 1. deildinni í knattspymu um síðustu helgi og fengu hagstæðustu einkunnir í blöð- um. Het Nieuwsblad gaf Van Tigge- len 3, Amór Guðjohnsen, De Wilde og Keshi fengu aÚir 2 en aðrir leik- menn hðsins lægstu einkunnina, eða 1. Samningur HSÍ og Landsbanka íslands kynntur í gær: Tuga milljóna virði - HSÍ sækir um að fá að halda HM piltalandsliða árið 1993 þriðja sætið. Kúba verður því í riðli með íslandi í lokakeppninni og verður án efa mjög erfiöur mótherji. Liðið er að mestu skipað sömu leikmönnum og kepptu í úrslitum HM í Sviss árið 1986 en þá þótti þaö mjög efnilegt. -VS „Þessi samningur er að mínu mati mjög áhugaverður fyrir HSÍ og ánægju- legt til þess að vita að Landsbanki ís- lands skuli sýna landshðum HSÍ svo mikinn stuðning. Sámningurinn er mjög stór og gildir til næstu sjö árasagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, í gær en þá var kynntur samningur á milli HSÍ og Landsbanka íslands sem felur í sér margvíslegan stuðning bankans við HSÍ. Að sögn Jóns Hjaltalín gerir þessi samningur HSÍ kleift að undirbúa lands- lið okkar á þann veg fyrir HM 1995 hér á landi að til sóma verði landi og þjóð. Aðilar samningsins stefna að eflingu handknattleiksíþróttarinnar á íslandi og undirbúningi og kynningu á A-heims- meistarakeppni karla á íslandi árið 1995 og kynningu á þjónustu og starfssemi Landsbanka íslands. Auglýsingasamn- ingur þessi gildir til 31. desember 1995 með forgangsrétti Landsbanka Islands á sviði fjármálastofnana til að nota lands- liðsmenn í handknattleik í auglýsingum sínum. Þá mun Landsbankinn aðstoða HSÍ við framkvæmd landssafnana svo og landshappdrætta til stuðnings lands- liðinu HSÍ hefur rekið þá stefnu að gera fáa en stóra samninga við bakhjarla. Samn- ingurinn við Landsbankann er fimmti stóri samningurinn en forráðamenn HSÍ og Landsbankans fengust ekki til að nefna neinar krónutölur. Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði þó í gær á blaðamannafundi að samningurinn væri HSÍ tugmilljóna virði. Mikið er framundan hjá HSÍ. Næsta stórverkefni er vitanlega HM í Tékkósló- vakíu í byijun næsta árs og síðan tekur HM liða undir 21 árs við í Grikklandi árið 1991. Síðan er HM karlaliða í Svíþjóð 1993 og HM hér á landi 1995. DV skýrði frá því sl. sumar að HSÍ hygðist sækja um að fá að halda HM piltalandsliða undir 21 árs hér á landi árið 1993. í gær sagði Jón Hjaltalín: „HSÍ hefur ákveðið að sækja um þessa keppni. Ég kynnti málið á fundi Evrópusambanda á Kýpur fyrir skömmu og fékk þessi umsókn HSÍ mjög góðan byr á fundinum. Ég tel mjög raunhæfa möguleika á því að okkur verði falið að halda keppnina 1993 og yrði það kærkominn undirbúningur fyrir móts- haidið 1995.“ Þess má geta að vegna HM hér á landi 1995 mun HSÍ gangast fyrir samkeppni um merki keppninnar og geta alhr tekið þátt. Gögn og upplýsingar varðandi merkið er hægt að fá hjá Olafi Jenssyni í Byggingaþjónustunni en hann er trún- aðarmaðurdómnefndar. -SK • Fulltrúar Landsbanka Islands og HSI við undirritunina í gær. Frá vinstri: Brynjólfur Heigason, Landsbankanum, Jón Hjaltalin Magnússon, formaður HSÍ, Sverrir Hermannsson, Landsbankanum, Valur Arnþórsson, Landsbankan- um, og Ólafur Jónsson, HSÍ. DV-mynd S íþróttir • Þorgils Öttar Mathiesen komst ekki út með landsliðinu á sunnudag og var veðurtepptur í Englandi í gaer ásamt þremur Valsmönnum. Prófkjor og þoka ~ veiktu landsliö íslands 1 gær Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirhöi íslenska landsliðsins í handknattleik, gat ekki leikið með gegn Austur-Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu í gær- kvöldi. Haim var veðurtepptur í Manchester á Englandi ásamt Valsmönn- unum Jakobi Sigurðssyni, Valdimari Grímssyni og Einari Þorvarðar- syni, en þeir fóra að heiman í gærmorgun, sólarhring á eftir hinum lands- liðsmönnunum. Valsmennimir komust ekki fyrr vegna Evrópuleiksins gegn Raba ETO á sunnudagskvöldið en Þorgils Óttar komst ekki utan á sunnudag af öðr- um ástæðum. Harrn tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar- stjómarkosningarnar í Hfenarfirði næsfe vor og gat af þeim sökum ekki farið fyrr en í gærmorgun. Fjórmenningarnir eru væntanlegir til Tékkóslóvakíu í dag, svo framar- lega sem þokunni sem grúfði yfir Norður- ög Mið- Evrópu léttir en hún lék ílugsamgöngur mjög grátt í gær. NM drengja í fLmleikum: Guðmundur náði 5. sæti í stökki íslendingar áttu tvo keppendur á Noröurlandamóti drengja í fimleik- um sem fram fór um liðna helgi á Laugarvatni. í enstaklingskeppni varð Guð- mundur Brynjólfsson í 23. sæti af 29 keppendum og hlaut samanlagt 42,90. stig. Jón Finnbogason varð í 27. sæti með 39,05 stig. Norðurlandameistari varð Finninn Jari Mönkkönen og hlaut hann 51,90 stig. í liðakeppni urðu Finnar Norður- landameistarar og hlutu samtals 248,45 stig. Svíar urðu í öðru sæti með 241,50 stig og Norðmenn þriðju í röðinni með 233,70 stig. Danir urðu í íjórða sæti með 226,30 stig og íslend- ingar fimmtu með 81,95 stig en í ís- lenska hðinu voru aðeins tveir kepp- endur. • í keppni á einstökum áhöldum varð Jón Finnbogason í sjöunda sæti í gólfæfingum og hlaut fyrir æfmgar sínar 8,35 stig. Magnus Rosengren frá Svíþjóð varð meistari og hlaut 9,35 stig. • Guðmundur Brynjólfsson varð í fimmta sæti í stökki og hlaut 8,325 stig. Meistari varð Magnus Rosen- gren frá Svíþjóð með 9,025 stig. -SK Pálmar og Guð- mundur frábærir - þegar landsliöiö vann öflugt háskólalið íslenska landsliðið í körfuknatt- leik er nú á æfinga- og keppnis- ferðalagi í Bandaríkjunum. Liðið verður um hálfan mánuð í ferðinni og leikur níu leiki við sterk há- skólalið. íslenska hðið hefur leikið tvo leiki, sá fyrsti tapaðist en annar leikurinn vannst á glæsilegan hátt. Á fóstudagskvöldið tapaði ís- lenska landsliðið fyrir University of New Hampshire með tíu stiga mun. íslenska liðið lék langt undir getu og átti háskólaliðið ekki í vandræðum með að vinna sigur. Virtist sem einhver ferðaþreyta hefði komið niður á leik liðsins. Á laugardeginum gekk íslenska liðinu hins vegar allt í haginn og sigraði hið sterka háskólalið Nort- heastem University, 92-89. Að sögn Kolbeins Pálssonar, formanns körfuknattleikssambandsins, sem er í íor með liðinu vestra, var þetta einn besti leikur íslenska landsliðs- ins um langan tíma. Allt lagðist á eitt, vamar- og sóknarleikur var mjög góður. Pálmar Sigurðsson og Guðmundur Bragason áttu báðir stórleik, Guðmundur hirti fjölda frákasta og skoraði auk þess grimmt. Northeastem University er sterkt á háskólamælikvarða, lið- ið komst í úrslitakeppnina í fyrra og í háskólakeppninni 1985 afrek- aði liðið að komast alla leið í und- anúrslitin. í dag leikur íslenska liðið gegn Iona College sem lék til úrslita í keppninni í fyrra. Síðan rekur hver leikurinn annan og síðasti leikur hðsins verður 20. nóvember. Heim til íslands kemur liðið síðan 23. nóvember. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.