Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. 27 A&næli Amór Pétursson Amór Pétursson, Stífluseli 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Arnór er fæddur í Kópavogi og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hann fluttist til Akraness. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1966 og stýrimannaprófi frá fiski- mannadeild Stýrimannaskólans í Rvík 1971. Arnór var sjómaður á ýmsum bátum á Akranesi 1966-1971 og seinna stýrimaður. Hann slasað- ist í bílslysi 13. ágúst 1971 og hefur verið'í hjólastól síðan. Amór var á Landspítalanum í níu mánuði eftir slysiö og síöan í sex mánuði í endur- hæfingu á Fysigisk Hospital í Holbæk í Danmörku. Hann hefur unnið hjá Tryggingastofnun ríkis- ins frá 1974 og er nú fulltrúi í lífeyr- isdeild. Arnór lék knattspyrnu með íþróttabandalagi Akraness áður en hann slasaðist. Hann var einn af stofnendum íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík 1974, formaður 1974-1985 og 1986-1987. Arnór hefur verið for- maður byggingar íþróttahúss ÍFR frá því í mars 1988. Hann á íslands- met í tveimur flokkum í lyftingum, 56 kg flokki 125 kg og í 60 kg flokki 127,5 kg, sem er miklu betri árangur en náðst hefur hjá ófotluðum. Arnór keppti fyrir hönd íslands í spjót- kasti og lyftingum á ólympíuleikum fatlaðra 1980 og var kjörinn íþrótta- maður fatlaðra 1978 og 1981. Hann hefur verið sæmdur gullmerki ÍF og gullmerki ÍSÍ og var formaður ólympíunefndar ÍF fyrir ólympíu- leika fatlaðra í Bandaríkjunum 1984 og er í ólympíunefnd fatlaðra fyrir ólympíuleika fatlaðra á Spáni 1994. Arnór var í forsvari fyrir jafnréttis- göngunni 1978 ásamt Magnúsi Kjartanssyni og Rafni Benedikts- syni. Hann hefur verið í miðstjóm Alþýðubandalagsins og í stjórn Al- þýðubandalagsins í Reykjayík. Arn- ór hefur verið varamaður í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur frá 1978 og varamaður í umferðarnefnd Reykjavíkur 1986-1987 en sagði þá af sér. Hann hefur starfað í Kiwanis- hreyfingunni frá 1975 og var forseti Kiwanisklúbbsins Esju 1982-1983 og þá gekkst Esjan fyrir landssöfnun- inni „Birta fyrir blinda". Arnór er kvæntur Áslaugu Magn- úsdóttur, f. 29. desember 1950. For- eldrar Áslaugar em: Magnús Sig- urðsson, sem er látinn, verkamaður í Rvík, og kona hans, Lilja Sigríður Guðlaugsdóttir verkakona. Dóttir. Amórs og Áslaugar er Magný Ósk, f. 26. október 1968, sambýlismaður hennar er Þór Kristjánsson, múrari í Rvík. Sonur Magnýjar er Björgvin Viktor Þórðarson, f. 27. október 1985. Systkini Arnórs eru: Guðfinna Gróa, f. 2. janúar 1951, kaupmaður í Kópavogi, gift Smára Vilhjálms- syni kaupmanni; Guðjón Pétur, f. 30. ágúst 1953, bifvélavirkjameistari á Akranesi, sambýliskona hans er María Sigurbjörnsdóttir, gjaldkeri í Landsbankanum; Arinbjöm, f. 21. maí 1955, stýrimaður í Aby í Smá- löndum í Svíþjóð, kvæntur Jóhönnu Jónasdóttir og Þorsteinn, f. 27. júlí 1960, rafsuðumaður á Akranesi, sambýhskona hans er Gerður Bjarnadóttir verkakona. Foreldrar Arnórs era; Pétur Guð- jónsson, bifvélavirkjameistari á Akranesi, ogkonahans, Sigrún Clausen, formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Pétur er sonur Guðjóns, b. á Gaul í Staðar- sveit, Péturssonar, b. á Hróbjargar- stöðum í Hítardal, Péturssonar, b. í Hrísdal í Staðarsveit, Guðmunds- sonar. Móðir Péturs í Hrísdal var Þórlaug, systir Jóns, sundsmanns, er bjó í Baulárvöllum þegar sagt var að skrímslið kæmi upp úr vatninu 1847, og Kristínar, langömmu Hólm- fríðar, móður JúUusar Sólnes ráð- herra. Móðir Guðjóns var Ingibjörg Vigfúsdóttir. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Sigurðardóttir, útvegsb. í Brandsbúð, bróður Brands, langafa Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, fóður Sigurðar prests á Selfossi. Sig- urður var sonur Sigurðar, b. í Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, Brandsson- ar, b. í Jörfa, Brandssonar, bróður Sigurðar, langafa Kristínarvömmu Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Móðir Sigurðar í Brandsbúð var Steinunn Sigurðardóttir, systir Jóns, langafa Kristjáns, afa Kristj- áns Eldjárns forseta. Jón var einnig langafi Sigríðar, ömmu Sigurðar Helgasonar, stjórncuformanns Flugleiða. Móðir Péturs Guðjónssonar er Una Jóhannesdóttir, b. á Slitvinda- stööum í Staðarsveit, Guðmunds- sonar. Móðir Jóhannesar var Anna, systir Jóhanns, afa Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar. Anna var dóttir Jóhannes- ar, b. á Stakkhamri, Þórðarsonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ætt- föður Hjarðarfellsættarinnar, afa Kristjáns, afa Gunnars Guðbjarts- sonar á Hjarðarfelli og Alexanders Stefánssonar alþingismanns. Þórð- ur var einnig langafi Katrínar, ömmu Svavars Gests og langömmu Vilborgar, móður Marðar Árnason- ar. Sigrún er dóttir Arinbjörns Clau- sen, vélvirkja á ísafirði, Jenssonar Peters Clausens, vélvirkja á ísafirði, af kaupmannaættum í Kaupmanna- höfn. Móðir Arinbjarnar var María Arnór Pétursson. Þorsteinsdóttir, systir samfeðra Þórðar á Sæbóli. Móöir Sigrúnar er Jóhanna Jóhannesdóttir, verslun- armanns á ísafirði, Jóhannessonar, verslunarmanns á ísafirði, Guð- mundssonar, b. á Eyri í Mjóafirði, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar á Eyri var Salvör Þorvarðardótt- ir, b. í Eyrardal, Sigurðssonar, b. í Eyrardal, Þorvarðarsonar, ættföður Eyrardalsættarinnar. Móðir Jó- hönnu var Margrét Sigmundsdóttir, b. í Sútarabúðum í Grunnavík, Hagalínssonar og konu hans, Elínar Arnórsdóttur, systur Kristínar, móður Sigurðar, föður rithöfund- anna Jakobínu og Fríðu. Móðir Elínar var Bjargey Einarsdóttir, systir Friðriks, afa Jakobínu og Fríðu Sigurðardætra. Amór er er- lendis á afmælisdaginn. Kristín Soffía Jónsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir, Vestur- bergi 138, Reykjavík, er áttræð í dag. Kristín er fædd á Brekku í Gils- firði og alin þar upp í foreldrahúsum í átta systkina hópi til tvítugs. Hún fór til Reykjavíkur með fjölskyld- unni og hefur verið þar síðan. Hún stundaði sauma í húsum og hefur lengst af saumað með heimihnu. Kristín stofnaði saumastofu árið 1934 og rak hana í þrjú ár. Áriö 1935 giftist hún Pétri Péturs- syni, f. 10.3.1895, d. 1986, lengst af húsasmiður og síðan verkstjóri í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pét- ur Árnason, b. í Miðdal í Kjós, og Margrét Benjamínsdóttir. Kristín á sex börn og fimm stjúp- böm. Kristín átti sjö systkini sem öll komust upp. Tvær eldri systur eru látnar. Systkini hennar: Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, látin; Mar- grét Theodóra, húsmóðir í Reykja- vík, látin; Eggert Theodór, hús- gagnasmiður í Reykjavík; Jón Kom- elíus, úrsmiöur í Reykjavík; Ragn- heiður, húsmóðir í Kópavogi; Kristrún Soffia, húsmóðir í Reykja- vík; Anna Guörún, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru Jón The- odórsson, f. 20.5.1880, d. 4.2.1960, b. á Brekku í Gilsfirði, og kona hans, Elín Guðrún Magnúsdóttir, d. 20.8. 1960. Jón var sonur Theodórs, b. á Efri- Brunná, Jónssonar, prests í Stór- holti, Halldórssonar. Móðir Theo- dórs var Margrét Magnúsdóttir. Móðir Jóns var Margrét Eggerts- dóttir, b. á Kleifum, Jónssonar, b. í Króksfjarðamesi, Ormssonar. Móðir Eggerts var Kristín Egg- ertsdóttir. Móðir Margrétar var Anna Einarsdóttir frá Stóru-Borg í Húnaþingi, Skúlasonar. Foreldrar Elínar Guðrúnar vora Magnús Guðmundsson, b. á Þiðriks- völlum, og Guðrún Ormsdóttir. Kristín tekur á móti vinum og vandamönnum í safnaðarheimih Fíladelfiu, Hátúni 2, á afmæhsdag- inn,milhkl. 17og20. Sigurður Ingi Svavarsson Sigurður Ingi Svavarsson, Unu- felh 21, Reykjavík, er fertugur í dag. Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hóf störf til sjós 1964, þá aðeins 14 ára gamah, fyrst sem háseti og síðar sem matsveinn frá Reykjavík og síðan frá Súganda- firði th ársins 1974 er hann flutti til Eyrarbakka þar sem hann starfaði sem fangavörður á Litla-Hrauni th 1981. Þá hóf hann störf hjá Eim- skipafélagi íslands og starfaði sem verkstjóri þar th hann hóf sjálfstæð- an atvinnurekstur sem bifreiða- stjóri á Sendibílastöðinni hf. í mars 1988. Sigurður á fimm böm. Þau eru: Ragnheiður Guðlaug, f. 2.9.1969; Svavar Konráð, f. 21.12.1971; María Ósk, f. 11.2.1975; Amar Ingi, f. 22.11. 1976; og Rakel Rut, f. 20.5.1980. Sambýhskona Sigurðar er Guðný Pálsdóttir og býr dóttir hennar, Ólína, f. 6.10.1977, hjá þeim. Foreldrar Sigurðar voru Svavar Sigurðsson og Sólveig Guðmunds- dóttir. Sigurður er næstelstur af sex systkinum. Sigurður Ingi Svavarsson. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. 90 ára 50ára Þorgeir Sigurðsaon, Hrafnistu, Kleppsvegi, Reykjavik. Andritsaksson, Hjahabrekku 14, Kópavogi, Björn Þorvaldsson, Vesturströnd 9, Seltjarnamesi. Guðmundur Guðbrandsson, Saurbæ, Áshreppi. Guðrún Álfgeirsdóttir, 80 ára Margrét Guðmundsdóttir, Barmahfið 23, Reykjavik. Eyjabakka 3, Reykjavík. Halldór Ingi Hannesson, Gunnarssundi 10, Hafnarfirði. Jón Jónsson, Mýrargötu20, Neskaupstað. 70 ára Kristin Georgsdóttir, Ihugagötu 73, Vestmannaeyjum. Finnur S. Sigurjónsson, Hátúni 10, Reykjavík. 40 ára Elisabeth Hrafnhildur Einars- 60 ára dóttir, Árholtil3, ísafirði. Dagný Karlsdóttir, írabakka 24, Reykjavik. Guðjón Siguijónsson, Gustav Adolf Olafsson, Reykási3, Reykjavík. Hafsteinn Aðalsteinsson, Víðivangi 15, Hafnarfirði. hreppi. Ingibjörg Hjörleifsdóttir, Heinabergi 9, Þorlákshöfn. Ingimundur Jónsson. Lindarhvammi 12, Hafiiarfirði. Jane María Ólafsdóttir, Noröurgarði 3, Keflavík. Ragnar Þ. Guðmundsson, Sólheimum 50, Reykjavík. Barmahlið4, Sauöárkróki Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Steinholtsvegi 12, Eskifirði. Lára Halla EKnbergsdóttir, Skipasundi 66, Reykjavík. Magnús Nordgulen, Miðskógum 1, Bessastaðahreppi. Petrea Jónsdóttir, Vaharbraut 6, SeltjarnamesL Sverrir Gíslason, Fiskakvísl 7, Reykjavík. Andreas Gall Andreas Gah, pípulagningamaður og starfsmaður hjá Koening und Bauer í Vestur-Þýskalandi, sem nú starfar hér á landi við viðbótarapp- setningu á prentvél Morgunblaðs- ins, th heimhis í Wurzburg í Vest- ur-Þýskalandi, er fertugur í dag. Andreas fæddist í Búdapest í Ung- veijalandi. Hann var í iönnámi hjá Koening und Bauer og hefur starfað hjá fyrirtækinu sl. sjö ár. Foreldrar hans: Maria Gall hús- móðir, fædd í Ungverjalandi, og Andreas Gah, fæddur í Þýskalandi enernúlátinn. Andreas Gall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.