Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1989, Blaðsíða 32
 F I Jr\k Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989. Fékk vodka- kassa í drættinum ^ Kjartan Pétursson, bóndi í Areyj- “rim í Reyðarfirði, fékk heldur óvenju- legan drátt á línu rétt fyrir helgina, heilan vodka-kassa með 12 flöskum. Kjartan lagði eina línu, beitta síld, fyrir framan höfnina á Reyðarfirði í botni fjaröarins. Svo þegar hann fór að vitja um fékk hann nokkra fiska en einnig eina körfu og í hana var bundinn kassi. Þegar Kjartan bóndi opnaði kassann kom dropinn dýri í ljós. Engum getum skal að því leitt hvemig karfan með kassanum góða lentiífirðinum. -hsim Dómur í bæjarþingi: ■ Ríkið greiði auglýsinguna Ríkissjóöi hefur veriö gert að greiða hönnun og birtingu á auglýs- ingu frá ljósmyndastofunni Skyndi- myndum. Eigandi Skyndimynda stefndi viðskiptaráðherra og fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, vegna auglýsingar sem ráðuneytið gerði vegna verðkönnunar á ferm- ingarmyndatökum. Eigandi Skyndi- "rnynda taidi að ráðuneytið hefði látið hjá líða að taka fram í auglýsingunni að ekki væri aðeins verðmunur milli auglýsingastofa heldur einnig mun- ur á gæðum ög þjónustu. Eigandi Skyndimynda lét gera fyrir sig auglýsingu og birti hana á heii- síöu í blaði. Hann stefndi fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að greiða auglýsinguna - það er bæði vinnu við hönnunina og eins birting- una. Borgardómur féllst á kröfu eig- andans og gerði ríkissjóði að greiða á þriðja hundrað þúsund króna. Aðstoðarmaður herra ráðinn LOKI Er þá kominn SS-maöur í dómsmálaráðuneytið? Hafskipsmálið flutt úr landi? Frávísunarkröfumar í Hafskips- málinu eru nú til meðferðar í Hæstarétti. Klukkan níu í morgun hófst málflutningur og gert er ráð fyrir að hann standi í allan dag - ogjafnvelmábúast við aðdagurinn dugi ekki til. Veriendumir firam, sem kröfðust frávísunar á málinu, hafa lagt áherslu á að rannsókn málsins sé ábótavant - að þeirra mati. Saka- dómur Reykjavíkur, sem hafnaöi að taka kröfumar til greina, tók undir hluta af gagnrýni veriend- anna. í dómi Sakadóms segir meðal annars: „. . . rannsókn málsins sé í mörgu ábótavant. Hefði máttmun betur að henni standa og yfirheyra ákærðu og vitni ftarlegar og mark- vissar. Þá hefði átt að afla frekari gagna. Sakadómur taldi vankantana ekki svo alvarlega að ekki mætti bæta þar úr við dómsrannsóknina, meðal annars með þvi að fela Rann- sóknarlögreglu ríkisins að vinna að rannsókninni. Verjendumir munu, við mál- flutninginn fyrir Hæstarétti, hafa uppi orð um að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu - komist Hæstiréttur að sömu niður- stöðu og Sakadómur - það er hafni frávísunarkröfunum. Verjendum- ir segja aö ef Sakadómur ætlar að stýra rannsókn málsins sé hlut- leysi hans stefht í hættu. Á Þeim forsendum leiða þeir hugann að því aö kæra málið til Mannrétönda- dómstóls Evrópu. Hvort Hafskips- málið á eftir að fara til Mannrétt- indadómstóls Evrópu ræðst af því hvort Hæstiréttur tekur frávísun- arkröfumar til greina eða ekki. -sme Óli Þ. Guöbjartsson dómsmálaráð- herra hefur ráðið til sín aðstoðar- mann. Sá er Sigurður Jónsson, fyrr- um starfsmannastjóri Sláturfélags Suðurlands. Sigurður er fjórtándi aðstoðarmað- ur ríkisstjómarinnar. Flestir ráð- herranna hafa einn aðstoðarmann en Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson eru með tvo og Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur þrjá sér til aðstoðar. Auk þess hefur Stefán Valgeirssonhaftaðstoðarmann. -gse Jón Magnússon, lögmaður Ragnars Kjartanssonar, brá sér í skikkjuna áður en hann hóf málflutning um frávísunarkröfur í Hafskipsmálinu fyrir Hæstarétti í morgun. DV-mynd GVA Veðriö á morgun: Frostlaust alls staðar Á landinu ætti víöast hvar að sjást til sólar einhvemtíma dags- ins á morgun. Spáð er hinu ágæt- asta vetrarveðri með suðvestan- átt og frostlausu um allt land. Skúrir verða vestantil á landinu en víða léttskýjað um austanvert landið. Hitinn verður 1-3 stig. Virðisaukaskatturiim: Verðum að kasta okkur til sunds - segir forsætisráðherra „Ég er ekki hrifmn af því að fresta málinu. Við höfum sett stefnuna á að taka upp virðisaukaskattinn um áramótin. Eg óttast að þótt við frest- um því þá verði einhverjir til að segja að undirbúningurinn sé ekki nægur þegar þar að kemur. Ég held að við verðum bara að kasta okkur til sunds,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, þegar hann var spurður áhts á því að fresta upptöku virðisaukaskatts, en tillög- ur þar að lútandi hafa komið frá Al- þýðuflokknum. „Það er búið að vinna gífurlega mikið í þessu síðustu vikurnar. Eg viðurkenni að það má lengi segja að fyrr hefði mátt vera og ennþá betur unnið. Það voru margir sem héldu að allt of lítill tími væri til að taka upp staðgreiðslukerfið en það tókst nú ágætlega svo að ég er ekki eins hræddur við að undirbúningur sé ekki nægur. Hins vegar eru fáein atriði sem eru ekki fullleyst, eins og hvort eigi í reynd að vera tvö þrep á matvæli eða greitt niður á öðru stigi. Það eru svona ákvarðanir sem á eftir að taka og það er á þeim sem stendur nú fyrst og fremst. Það verður að taka þessar ákvarðanir hvort eð er þannig að það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði forsætisráðherra. -SMJ Dyravörður sleginn Gylfi Kristjánsson DV, Akureyri: Ungur maöur sló dyravörð í Sjall- anum á Akureyri um helgina með þeim afleiðingum að tvær tennur í munni hans brotnuðu. Tveir ungir menn komu í Kjallara Sjallans og átti að vísa öðrum þeirra út vegna þess að hann var of ungur til að vera þar inni. Kom til ryskinga dyravarðar og mannanna tveggja með þessum afleiðingum: Tvö innbrot eru óupplýst á Akur- eyri eftir helgina. Þau voru framin í Smurstöð Shell þar sem um 30 þús- undum í peningum var stolið og einnig Rico myndbandsupptökuvél. Þá var brotist inn í Matvörumarkað- inn og stolið þar um 30 þúsund í pen- ingum. Um hádegi á laugardag var ekið á kyrrstæða jeppabifreið við Borgarbíó. Sá sem þar var að verki stakk af og óskar rannsóknarlögregl- an efdr upplýsingum sjónarvotta. Um allan heím alla daga ARNARFLUG •SSf KLM Lágmúla 7, Austurstraeti 22 <2“ 84477 & 623060 e^'BÍLASrö0 ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.