Alþýðublaðið - 11.07.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 11.07.1921, Page 1
Alþýðublaði O-efflLO uit a.1 Alþýðuflokkaum. 1921 Mánudagian 11. júlí. 156. tölubf. Leirvörur og búsáhöld eru seld í útsölu á Laugaveg 43. Verðið er fægsta heildsöluverð. Vörurnar keyptar inn með lægstá markaðsverði og komu í þessum mánuði. — Mikið úriral. — Komið í 1 j ö tt. IJtsalan Laiigayeg 43. Spánarsamningurinn. Álit bindindisþings Norðurlanda. Khöfn, io. júlf. Tíunda norræna bindindisþingið, er kom saman í Kaupmannahöfn dagana 7.—10. júlí með fulltrúum frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, hefir samþykt svohijóðandi ályktun: Sérhvert sjálfstætt menningarríki hefir óskerðanlegan rétt til þess, að ráða eitt löggjöf sinni í sið- ferðilegum, heilbrigðislegum og fé- lagslegum málum og verður þess- vegna að vfsa á bug öllum af- skiftum annara rfkja á þessum sviðum. Áfengislöggjöfin er mikils varðandi liður í þessari löggjöf. Áíengir drykkir haía f för með sér hættu íyrir heilbrigði og sið- ierði manna og verður því ekki sett á bekk með almennum vöru- tegundum í verzlunarsamningum raiili landanna. Sérhver þvingun af hálfu ríkja, er flytja út áfengi, gagavart þeim ríkjum, sem vinna á móti áfengisnautn, er óhæfileg skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Þinginu hefir nú borist sú leiða fregn, að ísland og Noregur hafi orðið fyrir slfkum þvingunartiiraun- um, og skorar það á stjórnir og þing þessara ríkja að neyta sjáífs- ákvörðunarréttar síns til gagns fyrir sínar þjóðir og aðrar. Þíngið mæiist til þess, að aðal- nefnd bindindisstarfseminnar á Norðurlöndum sendi þessa ályktun tii stjórna hinna norrænu rfkja með ástæðum, sem henni þykja við eiga. Eonfremur mælist þingið til þess við alþjóðaskrifstofu bind- indismanna, að reyna að koma þessari ályktun til stjórna og al- mennings í Bandaríkjunum í Ame rfku, Portugal, Frakklandi og á Spáni og til 16. alþjóðaþings bind- indismanna. írlandsmálin. Vopnahlé. Friðarhorfur. Khöfn, 9. júlí. Svar Valera, við ósk Lloyd George, sem í nafni bresku stjórn- arinnar, lætur í ljósi að hún vilji binda enda á hina eldgömlu deilu milli íbúa eyjanna [Bretlands og írlands] og koma á samræmi milli nábúanna, er það, að þetta sé einmitt ósk írsku þjóðarinnar. Eg hefi, segir Valera, ráðgast um við félaga mína og leitað upp lýsinga hjá fulltrúum minnihluta þjóðar vorrar viðvfkjandi boðinu. Eg vil skýra frá þeim óskum, er þeir sendu mér sem svar; eg er reiðubúinn til að finna yður að máli og semja við yður á hverj- um þeim grundvelli sem í raun og weru má gera ráð fyrir, að leiði til æskilegra úrslita. Vopnahlé f trlandi var kunn- gert miklum mannfjölda af borg- arstjóranum í Dublin, fyrir utan hús hans. Tilkynningin vakti feyki- legan gauragang og ólæti. Húrra voru hrópuð af miklum móði. írskir þjóðsöngvar kváðu við hvaðanæfa. Þegar de Valera kom frá borgarstjórahúsinu ætlaði alt af göflum að ganga af gleði, svo hann komst varla til bifreiðar sinnar. Símað frá London, að vopna- hléð í írlandi vekji gleði mikla í Engiandi og írlandi. Botnía kom f gærkvöldi frá útlöndum með fjölda farþega. érlenð simskeyti. Khöfn, 8 júlí. Friðarsamband! Sfmað er frá London, að Bret- ar hafl opinberlega stungið upp á því við Ameríku að ganga l friðarsamband Breta ogjapana. Bretar og Kemalistar. Kemálistarnir hafa sent Eng- landi óskýr friðarboð og hefir því yfirmaður Englendinga í Konstan- tínópel lagt af stað til fundar við Kemal Pasha til þess að fá nán- ari vissu fyrir uppástungunni. Skaðabótakröfnrnar. Wolffs fréttastofa hefir það eftir þýzka ríkiskanzlaranum, að hann telji ómögulegt að uppfylla fjár- greiðslurnar til bandamanna, ef Frakkiand haldi áfram að halda helstu iðnaðarhéruðunum. Frá Upp-Sohlesín. Sjálfsvarnarliðið þýzka hefir horfið á burtu úr Upp-Schlesfu og verið lagt niður. Frá Bússlandi. Haft er eftir Prawda, að sfðasta manntai í Rússlandi sýni að fbú- ar Rússiands séu nú 121 miljón, en voru 133 miljónir 1914. [Hér ber að athuga, að siðan 1914 hafa Eystrasaitslöndin og Pólland skilið við Rússland og eru því ekki talin með nú. Tölurnar því ekki sambærilegar f raun og veru]. íbúarnir í Moskva eru 1058011 en voru 20443000 árið 1917. Tala embættismanna í Moskva

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.