Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
9
Utlönd
Sendiherra Páfagarðs skokkar í garði sendiráðsins í Panamaborg á meðan
nunna sópar. Noriega hershöfðingi heldur enn kyrru fyrir í sendiráðinu.
Simamynd Reuter
Endara vill að
Bandaríkjamenn
grípi Noriega
Eftir að hafa dvalið níu daga í
sendiráði Páfagarðs í Panamaborg á
Noriega hershöfðingi ekki annarra
kosta völ en að gefa sig fram við yfir-
völd í Panama eða í Bandaríkjunum,
að því er erkibiskup kaþólskra í Pa-
nama sagði í gær.
Forseti Panama, Guillermo End-
ara, hvatti í gær Páfagarð til að láta
Noriega fara úr sendiráðinu til að
bandarískir hermenn gætu tekið
hann. Svo virðist sem hvatning for-
setans gangi þvert á orð dómsmála-
ráðherrans sem á sunnudaginn sagði
að hann myndi biðja Páfagarö um
að afhenda Noriega til að hægt yrði
að láta réttarhöld fara fram yfir hon-
um í Panama.
Bandaríkjastjóm tilkynnti í gær-
kvöldi að nokkrir af þeim 13 þúsund
hermönnum sem sendir voru til Pan-
ama til viðbótar þeim 12 þúsund sem
fyrir voru hefðu verið sendir heim
til Bandaríkjanna. Til Bandaríkj-
anna héldu einnig 19 af þeim 20
bandarísku stjórnarerindrekum sem
reknir vom frá Nicaragua í hefndar-
skyni fyrir árás á bústað sendiherra
Nicaragua í Panamaborg. Einn
stjórnarerindrekanna var í heim-
sókn í Bandaríkjunum þegar Daniel
Ortega, forseti Nicaragua, tilkynnti
um brottreksturinn.
Bandarískir hermenn sögðust hafa
álitið að húsið, sem þeir leituðu
vopna í, hefði ekki verið opinber
bústaður sendiherra Nicaragua og
þess vegna hefði diplómatísk frið-
helgi ekki náð yfir það.
Reuter
Grænland:
Myrti fimm á
nýársdagsmorgun
Átján ára gamall maöur frá Narsaq
á Grænlandi, sem á nýársdagsmorg-
un myrti fimm manns og særði þrjá,
var í gær dæmdur í fjögurra vikna
gæsluvarðhald. Maðurinn hefur áð-
ur lent í kasti við lögin.
Hann viðurkenndi að hafa lent í
rifrildi við átta manns í klúbb í
Narsaq, fariö heim til sín og náð í
riffil, snúið aftur til klúbbsins og
hleypt af. Hin myrtu, tvær konur, 19
og 26 ára, og þrír karlar, 18,33 og 34
ára, vom skotin í hnakkann. Tvær
konur, 18 og 26 ára, eru í lífshættu
eftir árásina. Önnur fékk skot gegn-
um augað en hin bak við eyrað.
Sá þriðji, sem lifði af skotárásina,
22 ára gamall maðúr, var skotinn
gegnum munninn. Hann gat greint
lögreglunni frá hver morðinginn
væri þegar hinir myrtu og særðu
fundust á mánudagsmorgun. Riffill-
inn hafði verið skilinn eftir á morð-
staðnum. Lögreglan fann morðingj-
ann sofandi heima hjá móður sinni.
Ritzau
\fauDro\?
Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og
„Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska,
standard og gömlu dansana.
Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar dagana 2.-6. janúar
kl. 13-19 í síma: 64 1111.
Kennsluönnin er 18 vikur, og lýkur með balli.
/
FID Betri kennsla - betri árangur.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Til viðskiptamanna sparisjóðanna:
Um breytingu á
kjörum Trompbóka.
Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands 24. nóvember s.l. er
innlánsstofnunum óheimilt að bjóða viðskiptavinum sínum óbundna
innlánsreikninga með skiptikjörum taliðfrá 1. janúar 1990. Því munu
sparisjóðirnir breyta kjörum Trompbóka 1. janúar 1990 þannig að
lœgsta óhreyfð innstœða í sex mánuði, miðað við 30. júní og 31.
desember, verði verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu auk vaxta
samkvœmt ákvörðun sparisjóðsins. Aðrar innstœður á Trompbók
bera hins vegar óverðtryggða vexti. Þar eð samanburður óverðtryggðra
og verðtryggðra kjara er samkvœmt ofansögðu ekki lengur heimilaður
á óbundnum innstœðum munu sérfrœðingar sparisjóðanna fylgjast
náið með verðbólguþróun frá mánuði til mánaðar í því skyni að
aðlaga óverðtryggð kjör verðtryggðum kjörum og tryggja þannig
Trompbókareigendum sem besta ávöxtun sparifjár síns, héreftirsem
hingað til.
Sparisjóðirnir þakka viðskiptavinum sínum samskiptin á árinu 1989
um leið og þeir óska þeim og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári.
n
SPARISJÓÐIRNIR
-fyrir þig og þína
Kodak
Express
3
MÍNÚTUR
Opnumkl. 8.30.
Cm TlTTn
LJ
rmnn
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11