Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990.
13
Lesendur
Á síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins. - Þar skýrðust pólitískar liruir meira en maður gat búist við.
Jafnaðarmenn,
sameinumst!
Alþýðubandalagsmaður hringdi:
Ég er í þeim hópi alþýðubandalags-
fólks sem fannst eitt það ánægjuleg-
asta við landsfund okkar í nóvember
sl. að þá skýrðust hinar pólitísku lín-
ur míklu meira en maður gat búist
við. - Það var eins og þarna kæmi
fram sterk tilhneiging til að finna
lausn á þeim vanda sem vinstri
flokkar hér á landi hafa vissulega
veriö í, einkanlega Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur.
Sennilega hefur ekki enn gróið um
heilt hjá sumum síðan þeir Ólafur
Ragnar og Jón Baldvin efndu til
hringferðalags um landið með það
fyrir augum að kynna sjónarmið sín,
hvernig vinstri menn gætu sameigin-
lega tekið á sínum málum í framtíð-
inni - og að reifa hugmyndir um sam-
einingu þessara afla sem þeir éru
formenn fyrir.
Það er annars merkilegt að ekki
skuli fyrir löngu hafa náðst samstaða
um betri tengsl milli þessara tveggja
flokka sem byggja á sömu skoðunum
og lifsviðhorfum. Játað skal að Al-
þýðubandalagið hefur verið talsvert
strangtrúaðra og sýnt meiri hörku
og ósveigjanleika í afstöðu til mála
sem snerta íslenska hagsmuni í
tengslum við erlenda aðila, t.d. í
vamarmálum, atvinnuuppbyggingu
með stóriðju og í utanríkismálum
sem varða fjármagnsviðskipti. - En
þetta er allt að breytast og menn
þurfa ekkert að vera undrandi þótt
ímynd stjórnmálaflokks breytist í
rás tímans. Það ætti að vera einkenni
þeirra, gagnstætt því að standa í stað
eins og raunin er of oft.
Ég sé að það fer fyrir brjóstiö á
býsna mörgum í mínum flokki að
formaðurinn skuli hafa gerst svo
djarfur að þreifa fyrir sér um sam-
vinnu og hugsanlega sameiningu
allra íslenska jafnaðarmanna í einn
flokk. Alhr sannir jafnaðarmenn
ættu þó frekar að fagna svona frum-
kvæði. Mér fmnst að við sem viljum
játast undir jafnaðarstefnu eins og
hún er framkvæmd f nálægum og
jafnvel fjarlægum löndum ættum að
leggja lið þeim forystumönnum okk-
ar sem vilja taka höndum saman og
sameinast. - Það verður okkur til
framdráttar og styrkir stöðu ís-
lenskra jafnaðarmanna.
Höfum kaupanda að MMC Pajero, lengri
gerð, 6 cyl., sjálfsk., árg. 1989.
BORGARBILASALAN
GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 83085 OG 83150 - SÆVARHÓFDA 2, SÍMI 575848
FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE
13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 22. janúar.
Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópum
og í einkatímum.
NÝTT: Námskeið í franskri listasögu, 16.-20. öld,
hefst 7. febrúar.
Innritum fer fram á bókasafni Alliance Francaise,
Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka
daga frá 15 til 19 og hefst þriðjudaginn 9. janúar.
Henni lýkur föstudaginn 19. janúar kl. 19.00.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870
á sama tíma.
Greiðslukortaþjónusta.
Fjármálaráðuneytið
- eignadeild -
Til sölu eru hlutabréf Ríkissjóðs íslands í hf. Raf-
tækjaverksmiðjunni (RAFHA). Nafnverð hlutabréf-
anna nemur kr. 10.800 þús. en það er sem næst 31 %
hlutafjárins. Kauptilboðum skal skilað til fjármála-
ráðuneytisins eigi síðar en 16. janúar 1990.
Upplýsingar eru veittar í fjármálaráðuneytinu, eigna-
deild.
Neyðarkall ekkjunnar
S.R.H. skrifar:
Rétt fyrir jólin las ég um neyðar-
kall einstæðrar 4 barna móður í DV
og sendi henni þá strax 2000 krónur,
sem mér fannst alveg lágmark. Ég
var alveg viss um að aðrir myndu
gera hið sama, en svo var ekki eins
og fram kom í DV hinn 19. des. sl.
Ég frétti það frá konunni sjálfri að
Hjálparstofnun kirkjunnar heföi
hafnað beiðni hennar um aðstoð og
að Fíladelflu-söfnuðurinn hefði kom-
ið til hennar en með tómar hendur.
Sleipnisformanni skríkar fótur:
Birgir Símonarson hringdi:
í kjallaragrein Magnúsar Guð-
mundssonar, formanns Sleipnis,
félags langferðabílstjóra, í DV 4.
þ.m. segir hann að engin reglu-
gerð sé til um vinnutíma bílstjóra
og að þess séu dæmi að þeir hafi
sjálflr neyðst til að setja sér regl-
ur og neitaö að aka lengur en 16
tíma á sólarhring.
Málið er hins vegar það að i
lögum er fyrirskipuð 10 tíma
hvíid og gildir að sjálfsögðu um
allar tegundir starfa. - Eg vinn
t.d. þannig starf að ég vinn oft til
kl. 22 að kvöldí en þá má ég held-
ur ekki mæta til vinnu fyrr en
kl. 8 að morgni.
Þetta er ekkert sem er i „samn-
ingum“ heldur eru þetta lög sem
gilda hér í landi sem víða annars
staöar. Þessu hefur formaður
Sleipnis sennilega ekki áttað sig
á. - Eða hvað?
- Hún sagði mér að ég hefði verið
eina manneskjan í Reykjavík sem
sendi henni peninga, í borg sem er
með yfir 90 þúsund íbúa!
Hvers konar fólk býr í þessu landi
sem getur ekki einu sinni aðstoðað
bágstadda hér um jóhn - ekkjur og
fóðurieysingja? - 200 milljónir upp í
loftið á einum klukkutíma um ára-
mótin, og hversu margar milljónir í
áfengi á éinum degi? Sýnir þetta ekki
að til eru nógir peningar?
Og hvemig stendur á því að þetta
neyðarkall ekkjunnar fór ekki fram
hjá öllum þessum dónum sem
hringdu í konuna til að bjóðast til
að sofa hjá henni? Er fólk hér með
steinhjarta í brjósti? - Ég hef ekki
orð yfir þetta og læt því Biblíuna tala.
- „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir
Guði og Föður er þetta; að vitja mun-
aðarlausra og ekkna í þrengingu
þeirra og varðveita sjálfan sig óflekk-
aöan af heiminum."
Athugasemd frá Tryggingaeftirlitinu:
Tjónareynslan
ræour
Erlendur Lárusson, forstöðum.
Tryggingaeftirlitsins, skrifar:
Nokkurs misskilnings virðist gæta
varðandi áhrif tilkomu virðisauka-
skatts í stað söluskatts á iðgjöld vá-
trygginga. - Klausa í DV 3. jan. sl.
undir fyrirsögninni „Tryggingaið-
gjöld hækka enn“ bendir m.a. í þá átt.
Staöreyndin er sú að 25% sölu-
skattur, sem áður var lagður ofan á
iðgjöld velflestra greina vátrygginga,
fellur nú alveg niður. - Á hinn bóg-
inn kemur nú virðisaukaskattur á
ýmsa þjónustu, sem innt er af hendi
þegar tjón hefur átt sér staðr t.d.
ýmsar viðgerðir sem áður voru án
söluskatts. Þetta hefur óhjákvæmi-
lega fyrr eða síðar áhrif á iðgjöld til
hækkunar, því að það eru iðgjöldin,
sem standa undir tjónakostnaði vá-
tryggingafélaga.
Einnig mun rekstrarkostnaður vá-
tryggingafélaga hækka lítillega af
þessum sökum, sem einnig hefur,
mestu
þegar fram í sækir, einhver áhrif á
iðgjöld til hækkunar að öðru
óbreyttu.
Útgjöld vegna kaupa á vátrygging-
um lækka þó verulega, þegar á heild-
ina er litið, að öðru óbreyttu, það er
áhrif virðisaukaskatts tfl hækkunar
eru miklu minni en áhrif þeirrar
lækkunar, sem niðurfelling sölu-
skatts hefur í fór með sér.
Ekki má þó gleyma verðbólgunni í
þessu sambandi. Iðgjöld munu
hækka að krónutölu í samræmi við
verðlagsþróun, eins og venja er tfl.
Það er forsenda þess að vátrygginga-
félög geti staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart hinum vátryggðu, þar
eð tjónakostnaður fylgir verðlagi. -
Eins og ávallt er það tjónareynslan,
sem mestu ræður um það hversu há
iðgjöld þarf að greiða fyrir þá vá-
tryggingarvernd, sem keypt er hjá
vátryggingafélögum.
1. leikvika - 6.desember 1989
Vinningsröðin: X11-22X-X22-212
HVER VÁNN ?
831.258- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
5 voru með 11 rétta - og fær hver: 49.875- kr. á röð
Tvöfaldur pottur -
um næstu helgi!!
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
AUGLÝSING
um styrki til leiklistarstarfsemi.
I fjárlögum fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir sér-
stakri fjárveitingu sem ætluð er til styrktar leiklistar-
starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda
fjárveitingu í fjárlögum.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af
þessari fjárveitingu. Umsóknareýðublöð fást í
ráðuneytinu.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 25. janúar næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 29. desember 1989