Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Síða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANCAIÍ 1990.
DV
Ólyginn
sagði...
Roseanne Barr
- sem hefur einstakt lag á að vera
í fréttum slúðurblaða vestanhafs
- hefur hætt við að giftast gaman-
leikaranum Tom Arnold sem er
þungayiktarmaður eins og hún
sjálf. Ástæðuna segir hún vera
eiturfíkn heitmanns síns sem sé
svo yfirgengileg að hún sjái sér
ekki annað fært en að senda hann
á hæli. Það sem hafði úrslit á
ákvörðun hennar var þegar Arn-
old kom yfírfullur af kókaíni í
upptöku á Roseanne-þáttunum
og sló hana niður í gólfið og hót-
aði að lemja hvern þann í klessu
sem kæmi nálægt henni.
Eddie Murphy
- sem sagt hefur að aldrei skuli
hann láta plata sig í hjónabandið
- gæti orðið að draga þessi orð
sín til baka því sagan segir að
hann hafi fært unnustu sinni,
Nicole Mitchell, sem eignaðist
barn með honum í nóvember,
trúlofunarhring og lofað að gift-
ast henni. Vinir hans segja að
eftir að barnið fæddist hafi orðið
snögg breyting á honum. Áður
hafi hann hugsað um þaö eitt að
skemmta sér og til að geta
skemmt sér sem mest hafi hann
keypt hús handa unnustu sinni
og tilvonandi barni nokkuð langt
frá leikvelli sínum í Hollywood. 5
Um leiö og hann og hann hafi lit-
ið barniö aúgum hafi hann breyst
og hafi nú ekki meiri ánægju af
neinu fremur en að sitja fyrir
framan vögguna og horfa á af-
kvæmi sitt.
Jack Nicholson
er í skýjunum eftir mikla vel-
gengni í Batman. Hann er nú
ákveðinn í að láta draum sinn
rætast og leika Napóleon í kvik-
mynd. Ekkert virðist vera því til
fyrirstöðu því allir sem hann hef-
ur haft samband við vilja leggja
í púkkið. Aðeins vantar sam-
j. þykki „sambýliskonu hans“,
Anjehcu Huston, um að leika Jó-
sefinu. Nicolson vill enga leik-
konu fremur en Huston er ekki á
því að leika með honum í kvik-
mynd, að minnsta kosti ekki
þessa dagana. Hún er víst alveg
brjáluð yfir því að Nicholson er
nýlega búinn að geta bam við
>, óþekktri smástjömu.
Dóttir Pauls McCartney
er þunglyndissjúklingur
Dóttir Pauls McCartney liggur nú
á einkasjúkrahúsi fyrir þunglyndis-
sjúklinga.
Hin 26 ára Heather, sem er dóttir
Lindu, eiginkonu Pauls McCartney,
af fyrsta hjónabandi, þjáist af mikilli
vanmetakennd og á erfitt með aö
sætta sig við að lifa í skugganum af
hinum frægu foreldrum sínum.
Hún hefur nú dvaliö á Ticehurst
House, sjúkrahúsi sem er í um 20
mílna fjarlægð frá bóndabæ fjöl-
skyldunnar í Sussex í Englandi, síð-
astliðna sex mánuði.
Paul hefur verið undanfarna mán-
uði á hljómleikaferð um heiminn en
mjög gott samband hefur verið milli
hans og dóttur hans síöan hann ætt-
leiddi hana fyrir 20 árum. Hann hef
ur oft leigt þotu svo að hann geti flog-
ið sem oftast heim eftir tónleika og
heimsótt Heather á sjúkrahúsið.
Hann bauð henni að aflýsa tónleik-
um, sem fyrirhugaðir voru í Evrópu,
svo að hann gæti verið sem oftast við
hlið hennar. Heather neitaði boðinu
og sagði honum að halda sínu striki.
„Paul og Linda kona hans hafa leigt
sér þotu hvar sem þau hafa verið í
heiminum, sama hvort þau hafa ver-
ið í Þýskalandi, Noregi eða Hollandi.
Eftir tónleika hefur bíll iðulega beðið
þeirra og þau hafa ekið rakleiðis út
á flugvöll og flogiö beina leið heim
svo að þau geti eytt eins miklum tíma
með Heather og hægt er,“ segir vinur
þeirra hjóna.
„Svo hafa þau þotið af stað aftur á
næstu tónleika. Þau gera allt sem þau
geta til að styðja við bakið á dóttur
sinni,“ segir þessi sami vinur þeirra.
Þegar Paul giftist Lindu árið 1969
ættleiddi hann Heather og síðan hef-
ur hún búið hjá McCartney fjölskyld-
unni en saman eiga Paul og Linda
þrjú börn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Heather leggst í þunglyndi en þessi
sjúkdómur er algengur í foðurætt
hennar. Hinn raunverulegi faðir
hennar, landfræðingurinn Melville
See, hefur oft legið á sjúkrahúsi
vegna sama sjúkdóms.
Heather var fyrst lögö inn á sjúkra-
hús árið 1987 og þá varð hún að
dvelja þar næstum ár vegna þung-
lyndis. Þegar hún útskrifaðist hóf
hún nám viö háskóla í Arizona í
Bandaríkjunum og lagði þar stund á
listasögu og leirkeragerð. En sjúk-
Ian Charleson:
Heather McCartney þjáist af alvar-
legu þunglyndi.
Paul og Linda eru á stöðugum þönum um heiminn en reyna að heim-
sækja Heather sem oftast á sjúkrahúsið.
Stjarnan úr Chariots of
Fire deyr úr eyðni
Breski leikarinn Ian Charleson,
sem þekktastur er fyrir leik sinn í
óskarsverðlaunamyndinni Chariots
of Fire lést um síöustu helgi úr eyðni.
Er hann nýjasta fórnarlamb þessa
hættulega sjúkdóms er hefur lagt að
velli marga erlenda listamenn á síð-
ustu misserum.
Charleson, sem var fertugur þegar
hann lést, hafði barist hetjulegri bar-
áttu við sjúkdóminn og eru aðeins
níu vikur síðan hann lék Hamlet í
þjóðleikhúsi Breta við mikinn fögn-
uð áhorfenda. Þá hafði að vísu verið
talað um að hann liti illa út en eng-
inn gerði sér grein fyrir hversu langt
hann var leiddur.
Charleson fæddist inn í fátæka
skoska fjölskyldu í Edinborg. Hann
tók fyrstu spor sín á leiksviði aöeins
átta ára gamall. Hápunktur ferils
hans var þegar hann lék skoska trú-
boðann Eric Liddell í hinni frægu
kvikmynd, Chariots of Fire. Þá má
geta þess að hann lék hlutverk í ann-
arri óskarsverðlaunamynd, Gandhi,
en þar lék hann prestinn Charlie
Andrews sem var um tima besti vin-
ur Gandhis. Þá á Charleson að baki
leik í nokkrum sjónvarpskvikmynd-
um og sjónvarpsseríum og er
skemmst að minnast leik hans í
Bragðabruggi (Codename Kyril),
-sjónvarpssseríu sem sýnd var í ríkis-
sjónvarpinu rétt fyrir áramót.
lan Charleson í hlutverki rússneska
njósnarans Kyrils i sjónvarpsser-
iunni Bragðabruggi sem nýlega var
sýnd i ríkissjónvarpinu.
Þekktasta hlutverk lans Charleson var hlutverk Erics Liddels í Chariots of
Fire. Hér er hann borinn út sem sigurvegari i spretthlaupi á ólympíuleikum.
Lengst til hægri er Ben Cross sem lék annað aðalhlutverkið i myndinni.
Sviðsljós
Paul gerir hvað hann getur til að
hjálpa dóttur sinni.
dómurinn tók sig fljótlega upp aftur.
Að sögn vina Heather er hún yndis-
leg manneskja og hæfileikarík og
ætti að geta náð langt sem listamað-
ur. En hún á erfitt með að gera sér
grein fyrir því hvert hlutverk hennar
í lífinu er. Vinir hennar segja að hún
spyrji sjálfa sig í sífellu: Hver er ég?
Móðir mín er gift einum frægasta
manni heims og ég lifi í skugganum
af þeim. Því er svo erfitt að gera sér
grein fyrir því hvaða hlutverki mér
er ætlað að gegna hér á jörð.
Svo er bara að vona að heilsa stúlk-
unnar fari batnandi en að sögn
lækna hennar eru litlar líkur á að
svo verði í bráð.
íslendingar kunna vel að meta húm-
or Eddie Skoller.
Eddie
Skoller til
íslands
Þegar hinn þekkti, danski
skemmtikraftur og grínisti, Eddie
Skoller, kom til landsins fyrir tveim-
ur árum fór hann létt með að fylla
íslensku óperuna þrisvar og er ekki
ofsögum sagt að hann hafi sigrað
landann. Skoller er nú væntanlegur
aftur til landsins og mun halda
tvenna tónleika í íslensku óperunni,
20. og 21. janúar.
Eddie Skoller er danskur þótt það
geti verið umdeilanlegt því faðir
hans er rússneskur gyðingur og
móðir hans sænsk og hann fæddist
í Bandaríkjunum. En hann ólst upp
í Danmörku og húmor hans er óve-
fengjanlega danskur. Það er kannski
uppruna hans að þakka hversu auð-
velt hann á með að apa eftir fólki og
þá sérstaklega auðvelt með mállýsk-
ur ýmiss konar.
Allt frá því hann hóf að skemmta
fólki fyrir tuttugu árum í Tívolí hefur
hann þeyst heimshomanna á milli
og eru það ekki margir norrænir
grínistar sem hafa getið sér betra orö
en Eddie Skoller. Telja margir hann
feta í fótspor hins fræga samlanda
síns, Victors Borge.