Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Side 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Eddie Murphy
er vinsæll gamanleikari en ekki
eru allir á eitt sáttir um ágæti
hans. Annar kunnur gamanleik-
ari, Billy Crystal, lét svo um
mælt í viðtali við Playboy fyrir
tæpum tveimur árum að honum
fyndist Eddie Murphy vondur
gamanleikari. Hefur Murphy síð-
an lagt hatur á Billy Crystal. Og
þegar Playboy bað um viðtal við
Eddie Murphy fyrir febrúarblað-
ið var stund hefndarinnar runnin
upp og lét hann Crystal hafa það
óþvegið. En hann gætti sín ekki
og fór yfir markið og ritsjóm
Playboy varð að klippa út um-
mæli hans um Billy Crystal.
David Bowie
er að halda í heimsreisu og ætlar
að halda tónleika í flestum
stærstu borgum heimsins. Á
blaðamannafundi nýlega sagði
hann að í þessari hljómleikaferð
væri síðasta tækifæri fyrir aðdá-
endur hans að heyra gömul vin-
sæl lög sem hann hefði gert fræg.
Sagði að tími væri kominn til að
leggja þau á hilluna. Fá hljóm-
leikagestir að panta uppáhaldslag
um leið og miöar eru keyptir og
mun Bowie taka tillit til óska
áhorfenda á hverjum tónleikum
fyrir sig. Þegar hann var spurður
hvort tónleikarnir yrðu mikil
ljósasýning svaraði hann: „Þeir
sem þekkja mig vita að ég er mik-
ið fyrir leiksýningar."
Amold Schwarzenegger
studdi George Bush af miklum
myndarskap í síðustu forseta-
kosningum. Bush hefur nú laun-
að greiðann með að tilnefna
Schwarzenegger formann nefnd-
ar sem á að auka heilbrigðara lí-
ferni Bandaríkjamanna og auka
almennan áhuga á íþróttum.
Schwarzenegger, sem er fyrrver-
andi hr. heimur, sagði það vera
takmark sitt að fá alla Banda-
ríkjamenn, unga sem gamla, til
aö gera líkamsæfmgar reglulega.
Þegar hann var spurður um lík-
amsástand Bush, sagði hann að
forsetinn væri í finu formi.
Það má sjá eftirvæntingu í svip barnanna enda er það engin smáterta sem
bíður þess að viðstaddir gæði sér á henni. Það var Jón Pétursson, Fram-
ari og bakari, sem færði skiðadeildinni tertuna í tilefni vigsiunnar.
Fram-skálinn í
Bláfjöllum vígður
Meðal gesta Framara á laugardaginn var Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sem sést hér flytja ávarp.
Á laugardaginn vígðu Framarar
nýjan skíðaskála sem stendur í Eld-
borgargili í Bláfiöllum, á skíðasvæði
sem Fram hefur haft í mörg ár.
Skíðaskálinn, sem er 330 fermetrar,
er allur hinn glæsilegasti og geta þar
gist 70-fiO manns og er ætlunin að
skólar geti fengið afnot af gistingu
og skíðasvæðinu.
Skíðaskálinn var formlega tekinn
í notkun á laugardaginn og var boðiö
tfl hátíðar sem um það bil 300 manns
sóttu. Voru það meðlimir í skíðadefld
Fram og aðrir Framarar og velunn-
arar félagsins.
Hinn nýi Skíðaskáli Framara hefur hlotið nafnið Eldborg.
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnað-
arráðherra, er hér fyrir framan
skíðaskálann ásamt Gunnari Andr-
éssyni, formanni Skíðadeildar Fram.
Fyrir ofan þá er nafn skálns skráð
i forláta skilti sem Sjóvá-Almennar
gáfu skíðadeildinni.
Þorrablót í Valhöll
Svangir sjálfstæðismenn standa í biöröð við hlaðborðið þar sem kræsing-
arnar blöstu við gestum.
Davið Oddsson, borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæöisflokksins, nælir
sér í hangikjötssneið. Eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, stendur hon-
um á vlnstri hönd. Á myndinni er einnig Guðmundur Óskarsson fisksali.
DV-myndir KAE
Nú er þorrinn og þá um leið tími
þorrablótanna. Einstaka veitingahús
hafa tekið sig tfl og hafa þorramat á
boðstólum og svo er enginn maður
með mönnum nema hafa fariö á aö
minnsta kosti eitt þorrablót.
Yfirleitt eru þetta um fimmtán teg-
undir matar sem boðið er upp á, og
að sjálfsögðu rammíslenskur matur.
Mismunandi er hvað fólki finnst lyst-
ugast. Umdeildasti rétturinn er og
verður hákarlinn sem margir boröa
með bestu lyst en aðrir fá klígju aö-
eins af lyktinni. Þá eru ekki allir sátt-
ir við aö maturinn sé súr en flestir
láta sig hafa súrsaöan mat með öðru.
Sjálfstæðismenn eru engir eftirbát-
ar annarra í að blóta þorrann og var
þeirra árlega þorrablót haldið í Val-
höll um síðustu helgi.