Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990. 11 Havel til íslands: Vill heldur skapa kóng en vera kóngur Václav Havel, forseti Tékkóslóvak- íu, kemur til íslands í dag í boöi Þjóð- leikhússins. Tilefniö er frumsýning á leikriti hans, Endurbyggingu, sem hann samdi áriö 1987. Forsetinn, sem fram til þessa hefur verið þekktastur fyrir leikverk sín og andóf gegn stjórnvöldum, var stofnandi og tals- maður mannréttindasamtakanna Carta 77 og hefur oftsinnis sætt of- sóknum og fangelsun fyrir skoðanir sínar. Síðast var hann látinn laus úr fangelsi í maí sl. Leikrit hans hafa verið bönnuð í heimalandinu síðan innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu 1968 en þá kom hann fram í útvarpi og gagnrýndi innrásina. Þau hafa verið gefin út leynilega og smyglað úr landi eftir alls konar leiðum. Leikritið Endur- bygging var fyrst frumsýnt í Sviss í september á síðasta ári en ísland er annað landið sem tekur verkið til sýningar. í Þjóðleikhúsinu mun Ha- vel sjá þetta verk sitt í fyrsta sinni á sviði. Sækistekki eftir vegtyllum Havel er 53 ára gamall og þykir afar hógvær maður. Hann tók við forsetaembættinu 29. desember sl. þrátt fyrir að hann hefði oft lýst því yfir að hann sæktist ekki eftir veg- tyllum. í samtali skömmu fyrir kjör- ið sagði hann: „Ef, guð hjálpi okkur, það reynist eina þjónustan, sem ég get veitt landi mínu, að taka við for- setaembættinu þá mun ég að sjálf- sögðu gera það." Þessi hógværð hans þykir lýsa manninum vel og hefur hann sagt að starf forseta sé tíma- bundið, einn góðan veðurdag muni hann snúa sér að sinni eigin köllun, leikrituninnh. Það voru einmitt leik- rit hans sem meðal annars kyntu undir frelsishugmyndir í Tékkósló- vakíu á sjóunda áratugnum sem blómstruðu vorið 1968 en voru síðan kæfðar með innrás Sovétríkjanna 20. ágúst 1968. Leikhúsið við grindverkið Hann fæddist í Prag þann 5. októb- er 1936. Foreldrar hans voru vel stæðir, betri borgarar í Tékkóslóvak- íu og skorti hann ekkert í uppvextin- um. Þegar kommúnistar komust til valda árið 1948 var fjölskylduauður- inn gerður upptækur. Fimmtán ára gamall, árið 1951, hóf hann störf á efnafræðistofu og gekk samhhða því í kvöldskóla. Hann byrjaði á fullu í námi í tækniháskólanum í Prag 1955 en hvarf frá því tveimur árum síðar þegar hann gekk í herinn. Herþjón- ustu gegndi hann í tvö ár og að henni lokinni hóf hann störf við ABCJeik- húsið í Prag. Árið 1961 hóf hann störf sem leiklistar- og bókmenntaráðu- nautur við framsækna leikhúsið, „Leikhúsið við grindverkið", og var þar til 1968. „Leikhúsið við grind- verkið" færði upp nokkur verka Havels áður en höftin voru sett á. Sterk bókmenntahefð Jón R. Gunnarsson, lektor við Há- skóla íslands, hefur þýtt þrjú leikrit eftir Havel, Mótmælin, Viðtalið og nú síðast Endurbyggingu. Jón var við nám í samanburðarmálfræði í Prag á árunum 1960-62 og lýsir þeim árum sem tímum umburðarlyndis, miðað við það sem síðar varð, og uppbyggingar í Tékkóslóvakíu. Mjög Václav Havel og eiginkona hans, Olga Havlova, fædd Splichalova, eftir embættistökuna i desember. Þau giftu sig árið 1964 og hefur hún staðið við hlið manns síns í gegnum þykkt og þunnt. Ein bóka hans, Bréf til Olgu, er skrifuð í fangelsi og er tileinkuð henni. Havel nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu og sjást veggspjöld af honum VÍða. Símamyndir Reuter Rithöfundurinn og andófsmaðurinn Havel áður en hann tók við embætti. Eftir embættistökuna sést hann vart öðruvísi en klæddur jakkafötum. sterk bókmenntahefð er í landinu og því ekkert skrítið að margrir sam- starfsmenn Havels eru skáld og rit- höfundar, segir Jón. Tékkarlíkir Norðurlandabúum „Mér hafa alltaf fundist Tékkar mjög líkir Norðurlandabúum og þá sérstaklega Dönum. Kímnigáfa þeirra er svipuð og þjóðfélagið er til- tölulega stéttlaust líkt og á Norður- löndum, andstætt því sem gerist víð- ar annars staðar í A-Evrópu," segir Jón R. Gunnarsson. „Almenningur er vel menntaður og upplýstur, lestr- arkunnátta mjög góð og því hafa bók- menntir andófsmanna höfðað mjóg sterkt til fjöldans. Þegar ég var við nám þarna þekktu flestir eitthvað til íslands, þorskastríðið, Nonni og Manni og eldfjöllin og fleira mætti nefna. Þjóðerniskennd Tékka er ekki ólík okkar, það er að segja að land þeirra er eins og lítil eyja, umkringt stórþjóðum, en þeir vUja hafa áhrif á heiminn í kringum sig. Þeir halda fast í tungumál sitt, eru miklir mál- hreinsunarmenn og smíða tékknesk orð yfir allmörg hugtök í stað þess að taka upp erlend heiti." Neitaði að fara í útlegð Jón hefur fylgst grannt með þróun mála í Tékkóslóvakíu í gegnum árin. Margir rithöfundar fluttust úr landi eftir innrásina, aðallega til Vínar og Rómar, og stjórnuðu andófi þaðan. Havel var boðinn farmiði til Austur- ríkis - aðra leiðina - en hann afþakk- aði. í stað þess tók hann að sér ýmis verkamannastörf, meðal annars í bruggverksmiðju í Prag. Meinleysislegir andófsmenn í leikritinu Viðtalinu er einmitt aðalpersónan rithöfundur sem settur hefur verið í vinnu í brugghúsi. For- stjórinn kallar hann til sín og í sam- tali þeirra kemur fram að yfirmaður- inn telur hlutskipti sitt engu betra. „Rithöfundurinn í leikritinu er náttúrlega Havel sjálfur. Það er áber- andi að andófsmaðurinn er afar hóg- vær og meinleysislegur maður og enginn hryðjuverkamaður. Þetta er hin dæmigerða andhetja sem er ríkj- andi í verkum Havels. Enginn hetju- skapur einkennir hann heldur allt að því feimni," segir Jón. Samviskuátök í leikritinu Mótmælunum hittast tveir rithöfundar, annar er í náðinni hjá stjórnvöldum en hinn ekki. Þeir höfðu varið samherjar í vorinu í Prag árið '68 en leiðir skilið þegar annar gekk á mála hjá valdhöfum. Sá kvelst af samviskubiti og vill gefa andófs- mönnum peninga en ekki skrifa und- ir mótmælaskjalið. Að lokum flytur hann heljarmikla ræðu sem réttlætir afstöðu hans. „Svona samviskuátök eru dæmigerð fyrir Havel en hann málar aldrei í hvítu og svörtu," segir Jón. „Það er spurning um mörg leik- rita Havels hvort þau halda gildi sínu eftir að breytingar hafa orðið í Tékkóslóvakíu. En í Endurbyggingu tekur hann öðruvísi á málunum, þar er ástandið í Tékkóslóvakíu frekar aukaatriði og atburðarásina má heimfæra alls staðar. Annars vegar er ofbeldið og hins vegar þetta kyrrl- áta ofbeldi, það er að segja valdið sem snýst gegn fólki. Fólkið bregst síðan við á sundurleitan hátt, sumir hálf- partinn, aðrir eru klofhir af sam- visku, enn aðrir snúast gegn því. Havel hefur alltaf verið andsnúinn ofbeldi í hvaða mynd sem er og það er rauði þráðurinn í verkum hans." •\ Metur rithöfunda- ferfl sinn mikils Það hefur verið sagt að Havel mundi kjósa nóbelsverðlaunin í bók- menntum fram yfir friðarverðlaun Nóbels, svo alvarlega tekur hann rit- hófundarferil sinn frekar en stjórn- málaferil. Hann nýtur gífurlegrar hylh í heimalandi sínu og stappar það nærri persónudýrkun. Sjálfur segist hann fremur vilja skapa kon-- ung en vera það sjálfur. Heimildir Reuter, NTB og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.