Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Page 11
MÁNUDAGUR 26. PRBRÚAR 1990. Sviðsljós 11 Ólyginn sagði... Cheryl Ladd er einhver vinsælasta sjónvarps- leikkona í Bandaríkjunum og getur valið úr hlutverkum. Það mætti því halda að hún gæti lifað án þess að hafa áhyggjur af peningum, en svo er nú ekki. Þrátt fyrir að mánaðar- tekjur hennar séu áætlaðar 2,7 milljónir króna þá hefur hún lýst sig gjaldþrota. Sem sagt skuldir eru meiri en eignir. Ladd, sem ekki hafði hugmyndum hve illa var komið fyrir henni, kennir eigin- manni sínum um en hann sá um fjármálin. Brian Russel heitir hann og er titlaður framleiðandi en vinn- ur víst lítið. Hún er samt ekki alveg saklaus sjáif, segja kunnugir, því bruðlið í þeim hjónum hefur verið með ólíkindum og var svo komið að eyðslan var orðin þriðjungi meiri en tekjur og er nú allt í óefni hjá henni. Mel Gibson sýndi um daginn að hann hefur hjartað á réttum stað. Var hann staddur á góðgerðarsamkomu í Lós Angeles þegar einn maður stökk upp á sviðið og sagðist ætla að drepa sig fyrir framan alla sem þama voru. Gibson ávarpaöi manninn og byijaði þar með mara- þonsamræður við hann og gat róað manninn niður. Maðurinn, sem kvaðst heita Lonny, sagði að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Gihson lét sér ekki nægja að fá Lonny af sjáifsmorðsáætlun sinni heldur tók manninn heim með sér til fjölskyldu sinnar bauð honum í mat og gaf honum pening í vega- nesti þegar hann taldi að hættan væri liðin hjá. Telly Savalas getur þakkað það Kojak, persón- unni sem hann skapaði, að hann skuh vera ómeiddur eftir bílferð í Harlem seint að kvöldi. Bíllinn bil- aði á heldur skuggalegum stað í hverfinu og einkabílstjórinn neit- aði alfarið að fara út og í nálægan götusíma. Savalas varð því sjálfur að fara í símann. Hann var ekki kominn langt þegar skuggalegur flokkur manna nálgaðist en þegar þeir sáu hver maöurinn var heyrð- ist: „Hæ, strákar, þetta er Kojak,“ það var eins og við manninn mælt, viðhorfið breyttist og í stað þess að ráðast á hann stóðu þeir vörö um hann meðan hann beið eftir hjálp. Fergie í brjálaðri megrun Hertogaypjan af York er í brjálaðri megrun. Hún nærist vart á öðru en ávöxtum og grænmeti og læknar hennar, eiginmaður og öll breska Konungsfjölskyldan eru orðin dauð- hrædd um að megrunaræði hennar bitni á ófæddu bami hennar. Fergie er nú komin á áttunda mán- uð meðgöngunnar en vegur einungis 72 kíló en þegar hún var gengin jafn- langt með Beatrice vó hún 15 kílóum meira. Vinir Fergie telja ástæðuna fyrir þessu megrunaræði hennar vera þá samkeppni sem ríkir milii hennar og Díönu prinsessu um aö líta sem best út. Enda lét Fergie hafa eftir sér ekki alls fyrir löngu aö hún ætlaði sér að vera grennri og glæsilegri þegar hún kæmi heim af fæðingardeildinni en Díana var þegar hún sneri heim eftir að hafa alið prinsinn Harry. „Ég leit út eins og blaðra þegar ég gekk með Beatrice og þegar ég kom heim var ég akfeit. í dag hef ég ekki hugsað mér aö endurtaka leikinn og ætla að vera grönn og glæsileg eftir fæðinguna," hefur einn af vinum Fergie eftir henní'. Hún borðar ávexti í morgunmat, hrátt grænmeti og örlítinn ost í há- degismat, síödegis fær hún sér ávexti og á kvöldin borðar hún svo örlítið hrátt grænmeti og skinku. Hafa læknar hennar þungar áhyggjur af ófæddu barni hennar og eru hræddir um að megrunaræði hennar bitni á því og það fæðist fyrir tímann. Andrew eiginmaður hennar hefur margbeðið hana að borða svolítið meira en hún lætur sig ekki. Fergie er komin með megrun á heilann lét vinur hennar hafa eftir sér. Það er ekki aö sjá á Fergie að hún sé komin langt á leið. NU ERUM VIÐ FLUTTIR Á LAUGAVEGINN — Ný og betri húsakynni — — Aukin og bætt þjónusta — — Aldrei meira úrval bíla — STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.