Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. PEBRÚAR 1990. Spumingin Áttu gæludýr? Brynjar Unnsteinsson, 8 ára: Já, lít- inn eins árs kettiing. Sigurður Sólmundarson, 12 ára: Já, tvo páfagauka sem heita Larry og Balki. íris Hrafnkelsdóttir, 17 ára nemi: Ekki núna en átti hamstur og fiska þegar ég var yngri. Ragnar Santos, 18 ára: Já, eina þrett- án ára læðu. Ásta Guðrún Jóhannesdóttir, 13 ára: Já, tveggja ára labradorhund sem heitir Boris. ám-7 Linda Ragnarsdóttir, 14 ára: Já, fimm fullorðna hamstra, níu unga og fress- kött sem heitir Bonsi. Lesendur i>v Hugmyndir á fundi Verslunarráðs: Eru þetta börn? Gísli Guðmundsson skrifar: Á aöalfundi Verslunarráðs ís- lands, sem haldinn var nýlega, var m.a. rætt um að tvöfalda þyrfti út- ílutning landsmanna nú strax fyrir áramót ef þjóðin ætti ekki að drag- ast aftur úr nágrannaþjóðunum. - Ekkert nema stöðnun er fram und- an á sviöi útflutningsverslunar landsmanna, samkvæmt skvrslu frá OECD. Á þessum fundi Verslunarráðs- ins var einnig mikið rætt um harðnandi samkeppni á heims- markaði og þá möguleika sem ís- land hafi til að bregðast við breytt- um aðstæðum. íslensk fyrirtæki gætu t.d. tekið aö sér aö selja og dreifa vörum til þriðja lands og gegnt þannig miklu hlutverki í al- þjóðaverslun á komandi árum - ekki síst vegna legu landsins milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þarna var enn einu sinni minnst á Keflavíkurflugvöll og nú sem vannýtta auðlind á þessu sviði. Þar mætti hugsa sér aö staðsetja eins konar alþjóöa fríhöfh sem hefði aðdráttarafl fyrir verslun og viö- skipti erlendis frá. - Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem minnst er á alþjóða fríhöfn á Keflavíkurflug- velli! En það er eins og þeir sem nú tala um þessa hluti hafi aldrei heyrt eða verið sagt frá flokki hér á landi sem heitir Alþýðubandalag og ræð- ur yfir eða hefur a.m.k. neitunar- vald í ríkisstjórn íslands um þessar mundir! Hafa aðilar innan Versl- unaráðsins ekki þá dómgreind til aö bera að sjá að hér verður ekkert gert í þessa veru á meðan kommún- istar í Alþýðubandalaginu (nú kall- aðir sósíalistar) eru kosnir á þing, rétt eins og þeir væru hver annar venjulegur lýðræðisflokkur? Trúa þeir í Verslunarráðinu því að við Islendingar getum að ein- hverju marki fetað í fótspor Lúx- emborgara sem hafa engan inni- byrgðan móral af þjóðemishroka eins og við - þjóð sem keppir við aörar nágrannaþjóðir um að lokka til sín erlent fjármagn til varð- veislu í bönkum og byggingum með aðsetri fyrir alþjóðastofnanir sem fá að starfa í Lúxemborg skatt- frjálst, með því skilyrði einu að ráða innlent vinnuafl í störf hjá þessum stofnunum. Allt þetta er fjarlægt hugsunar- hætti íslenskra ráðamanna (ekki fólksins í landinu) og verður áfram á meðan sú ónáttúra ræður hugum stjórnmálamanna (líka innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks) að hér megi engu breyta nema þaö þjóni hagsmunum ein- stakra manna og samtaka innan þessara flokka. Sennilega er það Alþýðuflokkur- inn sem í dag er hvaö fijálslyndast- ur í þessum efnum en hann má sín einskis gegn ofurvaldi Alþýðu- bandalagsins annars vegar og hræðslu Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks hins vegar. - Því er það eins og aö hlusta á börn - ef ekki „barnabörn" - á aðalfundi Versl- unarráðsins þegar rætt er í alvöru um aö efnahagslega einangrun ís- lands þurfi að ijúfa! Hana hefur verið reynt að rjúfa í áratugi án árangurs, og við það situr. Frá síðasta aðalfundi Verslunarráðs Islands. - Jean-Paul Schmit frá Lúxemborg í ræðustóli. Frá atkvæðagreiöslu í Dagsbrún um núlllausnina svokölluðu. Óánægja með núlHausnina: Orð í belg um tímatal Eysteinn G. Gíslason skrifar:. Undanfarið hafa sést greinar í blöð- um um það gamla deilumál hvenær aldamót séu. Óneitanlega sýnist þar stundum vera reynt að flækja einfalt mál til að fá fram ákveðna niöur- stöðu. Hér með skal bent á sjónarmið sem undirrituöum finnst óumdeilan- legt, og hafa þó sjálfsagt margir bent á það áður. Viö miðum tímatal okkar við fæð- ingu Krists, og ættu þá jól og áramót reyndar að vera á sama tíma eins og áður mun hafa tíðkast. Látum eins og svo sé enn. Einu ári eftir fæðingu Krists, þegar hann var ársgamall, hófst árið 2. í lok þess voru liðin 2 ár frá fæðingu hans - ekki í byrjun þess. Á sama hátt voru liðin 10 ár frá fæðingu Krists í lok ársins 10, hundr- að ár í lok ársins 100, eöa ein öld. Önnur öld byijaði þá á áramótum 100 og 101. Þúsund ár voru hðin frá fæðingu Krists, eða 10 aldir, við ára- mót 1000 og 1001. - Þá byijaði 11. öld- in. Á sama hátt verða liðnar 20 aldir frá fæðingu Krists við árslok ánð 2000, og tekur tuttugasta og fyrsta öldin þá viö. Skilin milli 20. og 21,ald- ar, þ.e. aldamót hljóta þá að vera um áramótin 2000 og 2001. Það skal viðurkennt að þessi stað- reynd kom flatt upp á mig á ungl- ingsárum þegar mér var ben't á hana fyrst. Mér haföi nefnilega alltaf fund- ist að skilin milli áratuga og alda lægju milli 9 og 0, en ekki 0 og 1, og þannig hefur fleirum farið. Að bjóða út fiskveiðarnar? Fáfræði í forustu Dagsbrúnar Sigurður skrifar: Eg er einn þeirra sem ekki voru ýkja ánægöir með núhsamningana svokölluðu. Ég er almennur verka- maður og hef verið í tæp 20 ár. Ég held ég geti sagt með sanni að þessir síðustu samningar, sem gerðir voru hér og á að flokka undir eins konar þjóðarsátt, séu vita vonlausir fyrir okkur verkafólkiö í landinu. Það voru margir sem létu í ljós óánægju með samningana á fundin- um þar sem þeir voru bomir upp til atkvæðagreiðslu. Málið er aö óá- nægjan með samningana var mjög almenn en fyrir geysilegan áróður fyrir því að fella ekki samningana og að nú yrði sérstaklega gert átak til að koma til móts við láglaunafólk- ið í staðinn voru margir sem létu til- ! leiðast og samþykktu þá. Ég verð að taka undir með þeim ■ sem nú em að láta í ljósi óánægju \ meö stöðu mála hjá verkafólki, ekki síst í fiskvinnslunni. Það er líkast því ; sem fomsta verkamannafélagsins Dagsbrúnar sé afar fáfróð um hagi alls þessa fólks og ég finn á mörgum að þeir telja sig hafa verið illa svikna með því að samþykkja þessa marg- umtöluðu núlllausn. Ég er ekki undr- andi þótt nú sé að koma fram krafa um nýtt og öflugt félag verkafólks svo að þetta fólk geti vænst þess að forustan a.m.k. standi alveg óskipt með sínum umbjóðendum. Ég bendi fólki á aö lesa grein Jó- hanns Jónssonar sem skrifar í Þjóð- viljann 22. febr. sl. og sem mér finnst endurspegla einmitt það sem fólk hefur verið að ræða um sín í milli og um áherslur hugsanlegs nýs fé- lags þar sem endanlega yrði sagt skihð við hina gömlu Dagsbrúnarfor- ystu. - Einnig hefur Þórarinn Vík- ingur fiskvinnslumaður skrifað grein í DV þann 15. þ.m. um svipaö efni og hefur sú grein e.t.v. orðið kveikjan að því að fleiri hafa farið aö hugsa um þá alvarlegu stöðu sem verkafólk almennt er að festast í hér á landi. Gisli Engilberts'son skrifar: Við ættum að hugleiða það hvort ekki sé tímabært að bjóöa út fiskveið- ar okkar íslendinga þannig að hvert byggöarlag fengi kvóta og sá er getur skilaö hverju tonni á land með fyrsta flokks gæðum og á ódýrastan hátt fengi að spreyta sig við veiðamar. Einnig væri hugsanlegt að erlendir aðilar fengju tækifæri á því að bjóða í veiðarnar á sama hátt og þeir hafa fengið að bjóða í smíðar íslenskra fiskiskipa, svo dæmi sé tekið. Félag farstöðvaeigenda Félagi í D-4 skrifar: í grein í DV þann 23. febr. sl. er félagsmaöur í FR að spyrja að því hvað orðið hafi um félagiö, - Þessar- ar spumingar gætu sennilega fleiri spurt og er leitt til þess að vita aö núverandi sljóm félagsins skuli ekki fyrir löngu vera búin að gera grein fyrir viöskhnaði síðustu stjómar en hann var vægast sagt ömurlegur og hörmulegur. Þótt þeir sem vom á seinasta árs- þingi viti hvemig þetta var er það í verkahring núverandi stjómar að gera félagsmönnum grein fyrir við- skilnaði síöustu stjómar og framtíð- arhorfum félagsins. Ég get upplýst að öll tæki og annar búnaöur félagsins, sem núverandi stjórn ekki nýtir sér á nýrri skrif- stofu félagsins, er varðveitt í góðri geymslu sem einn félagsmaður út- vegaði ókeypis. Skrif félagsmanns um D-4, yfir- töku, valdníðslu og annað í þeim dúr em í sjálfu sér ekki svaraverð; þau lýsa vanþekkingu félagsmanns á uppbyggingu félagsins í 20 ár. Okkur sem höfum starfað í félag- inu í mörg ár og reynt að láta eitt- hvaö gott af okkur leiða sárnar skrif sem þessi en herðumst um leið í bar- áttunni fyrir því aö félagið lifi. - Ég vil svo að endingu hvetja stjórn fé- lagsins til að láta frá sér heyra og leiða alla félagsmenn í sannleikann um stöðu félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.