Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 27
MÁNtJDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. 35 LífsstHL Verðlag á pitsustöðum: Laukurá 1.500 krónur ldlóið Pitsustaöir bjóða flestir ýmsa kosti hvað varðar útálát á pitsur. Vilji við- skiptavinir velja sérstaklega hvað er ofan á pitsunni er hver liður fyrir sig verðlagður. Það kostar á bilinu 45-75 krónur að fá lauk ofan á pitsuna. Kílóið af lauk, sem veitingastaðirnir kaupa í heildsölu, kostar um 40-45 krónur. Samkvæmt upplýsingum mat- reiðslumanna þarf um 50 grömm af söxuöum lauk ofan á 10 tommu pitsu. Það þýðir að verö á útseldu kílói af lauk er á bilinu 900-1.500 krónur á pitsustöðum. Veitingamenn á pitsustööum, sem DV ræddi við, sögðu að við verðlagn- ingu á pitsu væri horft á heildarverð- ið en ekki einstaka hði. -Pá URVALS SALTKJÖT Verð kr. 495 kg Gulrófur kr. 96 kg Gular baunir kr. 92 kg Ath., aftur heitur matur í hádeginu Kaupið þar sem úrvalið er mest KJÖTBÚÐIN BORG LAUGAVEGI 78 Laukurinn ofan á pitsunni er á sumum veitingastöðum keyptur inn á 40 krónur kiióið en seldur út á 1.500 krónur kílóið. DV-mynd KAE Enginn dekkjaþvottur í vetur - veldur mikilli mengun „Það er alveg ljóst að verði þessi aðstaða sett upp aftur þá verður að ganga ööruvísi frá henni en í fyrra. Þá olli þetta talsverðri mengun á umhverflnu því terpentínan barst með bílunum út á götur og síaðist niöur í jaröveginn í nágrenninu. Terpentína er hættulegt mengunar- valdandi efni,“ sagði Tryggvi Þóröar- son heilbrigðisfulltrúi í samtali við DV. Auk þess veldur terpentínan skemmdum á malbikinu þar sem hún er leysiefni. Samkvæmt sam- þykkt borgarstjórnar Reykjavíkur verður sett upp aðstaða til þess að tjöruþvo dekk bifreiða í hverfis- bækistöðvum gatnamálastjóra í vet- ur eins og gert var í fyrra við góðar undirtektir. „Ég get ekki séð að þessi aðstaða veröi tekin í gagnið í vetur þótt borg- arráð vilji það,“ sagði Ingi Ú. Magn- ússon gatnamálastjóri í samtali við DV. „Það þarf að hanna þetta i sam- ræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda. Síðan þarf borgarráð að samþykkja að í þetta verði ráðist. Kostnaðurinn, sem var 1,5 milljónir alls í fyrra, verður fyrirsjáanlega miklu meiri í ár eða trúlega 5-6 milljónir miðað við jafnmargar stöðvar og í fyrra,“ sagði Ingi. Vilji menn reyna tjöruþvott á dekkjum heima við fást brúsar með White Spirit og burstar á næstu bens- ínstöð. Einnig er rétt að benda á að minni loftþrýstingur í dekkjum getur gert sama eða svipað gagn og tjöruþvott- ur sem sumir halda fram að endist ekki nema 10 km. -Pá Borðapantanir í síma 29670 Terpentína veldur mengun við dekkjaþvott og það er meginástæða þess að trúlega verður ekki sett upp slík aðstaða á vegum gatnamálastjóra í vetur. í Klúbbnum, Borgartúni 32 Nyjar spumingar um kynlíf og hjónaband Úrval tímarit fyrir alla Kynning á hugbúnaði fyrir VAXi frá Computer Associates Miðvikudaginn 28. febrúar verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum (bíósal) um nýjungar í hugbúnaði fyrir Digital / VAX-kerfi. Kynntur verður margvíslegur hugbúnaður frá Computer Associates, og sagt verður frá notkun hans hérlendis. Meðal annars verður fjallað um: • Gagnagrunnskerfi • Tölvugrafík • Þróunartól'(4GL) • Verkefnastjórnun • Kerfis- og netstjórnun Ráðstefnan hefst kl. 930 og lýkur kl. 16 Þátttaka tilkynnist í síma 91-2 41 20 □□KRISTJÁN Ó LlJSKAGEJÖRÐ HE 10 (aOMPUTER® Æssociates

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.