Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990. ; á dv Fréttir Það vilja margir heiðra Fúsa sjötugan, enda er hann einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. DV-mynd GVA Sigfús Halldórsson sjötugur í haust: Margir vilja heiðra höfund Litlu flugunnar Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari með meiru, verður sjötug- ur 7. september næstkomandi. Marg- ir vilja heiðra höfund Litlu flugunnar á afmælisárinu og hefur viðamikil útgáfa verið ákveðin. í tilefni af- mælisins verður útgáfa á sérstökum afmælispakka með bók og hljóm- plötu og annarri hljómplötu að auki. Bókaútgáfan Reykholt mun gefa út stóran afmælispakka tileinkaðan Sigfúsi. Þar verður myndarleg bók með æviágripi eftir Jónas Jónasson útvarpsmann og einnig verður birtur mikill fjöldi mynda eftir Sigfús. Með bókinni verður hljómplata með öll- um helstu lögum Sigfúsar og eins nýjar upptökur af áður óbirtum lög- um. Hljóðritanir á þekktustu lögum Sigfúsar verða bæði nýjar og gamlar. Bókin og hljómplatan koma út í einum pak.ka í haust og verða seldar þannig. Á afmælisdaginn verða fyrstu eintökin af þessum veglega afmælispakka komin út og kynnt. Reykjavíkurborg mun styrkja útgáf- una með kaupum á ákveðnum fjölda eintaka. En það eru fleiri sem vilja heiðra Sigfús á afmælisárinu. Bæjarráð Kópavogs hefur nýlega samþykkt að fela bæjarstjóranum að undirbúa útgáfu á hljómplötu með lögum Sig- fúsar. Sigfús hefur verið búsettur í Kópavogi síðustu áratugi en er bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. „Ég er fæddur og uppalinn á Laugaveginum en hef búið lengi í Kópavogi. Það má segja að ég hafi verið með fyrstu mönnum sem gerð- ust Stór-Reykvíkingar. Annars er þetta svo samgróið - og svo sér mað- ur Esjuna úr Kópavogi. Það yljar manni,“ sagði Sigfús í spjalli við DV í gær. Undirbúningur að þessari hljóm- plötu er rétt hafinn og því lítið vitað um hvernig hún verður en hún kem- ur aðeins seinna út en fyrrnefndur afmælispakki. Að sögn Sigfúsar á hann mikið af lögum og því verða plöturnar ekki eins. Loks mun Sigfús sjálfur halda stóra sölusýningu á verkum sínum á Kjarvalsstööum í september. -hlh Landgræðsla: Aburðarverksmiðjan býður 20% afslátt Að sögn Arna Gunnarssonar al- þingismanns hefur Áburðarverk- smiðja ríkisins gefið vilyrði fyrir því að selja verulegt magn af áburði til Landgræðslu ríkisins með afslætti. Landgræðslan kaupir nú um 1630 tonn af áburði á ári og miðast tilboð Áburðarverksmiðjunnar við að veita 20% afslátt á heildsöluverð. Það verður þó aðeins á þann áburð sem sem keyptur er umfram 1630 tonn og bundið við að að minnsta kosti séu keypt 1000 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Aburðarverksmiðjunni hefur sala á tilbúnum áburði dregist verulega saman. Er hún nú á milli 53.000 til 56.000 tonn á ári á meðan fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er 70.000 tonn. Telja forráðamenn verksmiðj- unnar að frekari samdráttur sé við- búinn og því sé það mikilvægt fyrir nýtingu verksmiðjunnar að geta selt meira. Þetta kom fram við umræðu um þingsályktunartillögu um að efla landgræðslu sem þingmenn allra flokka standa að. Er gert ráð fyrir því í tillögunni að landbúnaðarráð- herra verði faliö að hlutast til um að gerð verði markviss áætlun um að stöðva eyðingu jarðvegs og gróðurs á íslandi. Árni gagnrýndi mjög ástand mála í dag og sagði að þjóðargjöfin 1974 ■hefði komið að sáralitlu gagni. Þá sagði hann að því hefði verið haldið fram við hann að jarðvegseyðingin hér væri meiri en í ýmsum löndum Afríku þar sem vandamálin væru gífurleg. -SMJ Hofsós: Skuldirnar minnka Eins og fram kom í DV í síðustu viku var Hofsós skuldsettasta sveit- arfélag landsins í árslok 1988. Þá námu skuldir sveitarfélagsins um 1 milljón og 70 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á núvirði. Samkvæmt nýuppgerðum reikning- um fyrir árið 1989 hefur staða sveit- arfélagsins skánað til muna. Nú nema skuldir Hofsóss um 580 þúsund krónum á hverja fjölskyldu á sama verðlagi. Niðurfærsla á skuldum hreppsins á síðasta ári nemur því um 490 þúsund krónum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 1988 voru skuldir sveitarfélagsins um þrisvar sinnum hærri en árstekj- umar. Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár tæki það Hofsós um eitt ár og átta mánuði að greiða niður skuldirnar ef allar tekjur rynnu til þess. Ástæða þessara miklu breytinga er fjárhagsleg endurskipulagning sveit- arfélagsins þar sem lánardrottnar þess felldu niður og lengdu lán. -gse Matvöruverslunin Hafnarkjör að Hafnarbraut 1 í Neskaupstað brann til kaldra kola aðfaranótt mánudags en veitingastofan Við höfnina, sem var í öðrum enda hússins, stendur enn uppi þótt tjón hafi einnig orðið þar mik- ið vegna reyks og vatns. í versluninni brann allt sem brunnið gat og er tjón eigandans, Bergljótar Bjarkadóttur, verulegt. Þar var talsverður vöru- lager og nýlegt kæliborð. Slökkvistarf var mjög erfitt þvi að eldur var mik- ill þegar slökkviliðið kom á staðinn. Útkalislúður brást og gekk seint að koma boðum til slökkviliðsmanna, þurfti að hringja í þá. í gær unnu sima- menn að rannsókn þess máls en niðurstöður liggja ekki fyrir, heldur ekki hvers vegna kviknaði í versluninni. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson ráðherra heim- sækir Japan Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra fór til Japan á mánudaginn og dvelur þar fram á laugardag í boði japanskra stjórnvalda. Ráð- herra mun í viðræðum við japönsk stjórnvöld leggja áherslu á aukin við- skipti landanna. Japan er þegar einn mikilvægasti markaður fyrir ís- lenskar sjávarafurðir. Jafnframt verður fjallaö um samvinnu þjóð- anna á sviði sjávarútvegsmála, með- al annars um verndun og skynsam- lega nýtingu hvalastofna. Halldór skoðar að auki stofnanir og fisk- vinnslufyrirtæki. Þá heimsækir hann íslenska sýningardeild á mat- vælasýningunni Foodex 90 í Tokýo. Á heimleið kemur ráðherrann við á hinni árlegu sjávarafurðasýningu í Boston. Þrjár íslenskar sýningar- deildir verða á þeirri sýningu. í Bandaríkjunum hittir Halldór for- svarsmenn íslenskra fyrirtækja og skoðar verksmiðju Iceland Seafood í Harrisburg. ___________________-JH EndurskÍRgS í skamffi>En Við hækkum bifreiðastyrkinn ykkar í 200 þúsund krónur Vegna þátttöku almannatrygginga 1 bifreiðakaupum fatlaðra höfum við hjá Jöfur hf. ákveðið að hækka styrkinn ykkar um 20 þúsund krónur ef þið kaupi Favorit eða Peugeot 205 Favorit 136 L Staögrverð Styrkur til bifreiðakaupa Afsl. Þú borgar Peugeot 205 jr. Staðgrverð Styrkur til bifreiðakaupa Afsl. Þú borgar kr. 264.800 kr. 593.700 kr. 180.000 kr. 20.000 kr. 393.700 kr. 464.800 kr. 180.000 kr. 20.000 JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.