Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR .13; MARS 1990.
6
DV
50 „ódýrir Ungverjaru reisa stálstangaverksmiðju 1 Kapelluhrauni:
Fréttir
Stóran
þarf
hluta hráefnis
að flytja inn
- Eimskip kannar stækkun skipaflotans vegna mikilla flutninga
Fimmtíu ungverskir iönaðarmenn
vinna nú viö uppsetningu á stórri
verksmiöju fyrir Islenska stálfélagið
í Kapelluhrauni sunnan við álverið
í Straumsvík. Ungverjarnir taka um
sex hundruð krónur á tímann fyrir
vinnu sína - tæpum eitt þúsund
krónum minna en íslenskir kollegar
þeirra almennt gera.
Ungverjarnir buðust til að annast
uppsetningu verksmiðjunnar þar
sem þeir hafa mikinn áhuga á að afla
sér gjaldeyristekna. Sami hópur tók
sams konar verksmiðju niður í Hpl-
mot í Frakklandi á síðasta ári. ís-
lenska verktakafyrirtækið Fura sér
um steypuvinnu og undirstöðugerð.
Verksmiðjan mun framleiða stál-
stangir úr brotajárni með stórvirk-
um járnsteypuvélum sem þegar eru
komnar til landsins. Að sögn Gísla
H. Guðlaugssonar staðartæknifræð-
ings næst best framleiðslunýting
með því að fá 60-80 þúsund tonn af
brotajárni til framleiðslunnar á ári.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að aðeins
fást um 20 þúsund tonn á ári hér á
landi - því veröur að flytja inn
stærstan hluta hráefnisins ef nýta á
verksmiðjuna til fulls.
Aðaleigandi íslenska stálfélagsins
er breska fyrirtækið Ipasco en aðal-
Keflavík:
Stórsamningur um
kaupleiguíbúðir
Ægir Már Kárason, DV, Suöumes:
„Átta umsækjendur voru um
hverja íbúð af félagslegum kaup-
Kristján Gunnarsson framkvæmda-
stjóri. DV-mynd Ægir Már
leiguíbúðum og leiguíbúðum sveitar-
félaga í Keflavík,“ sagði Kristján
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Verkamannabústaða Keflavíkur og
Njarðvíkur, í samtali við DV og bætti
við: „Við erum búnir að sækja um
40 íbúðir til Húsnæðisstofnunar rík-
isins og vonumst eftir svari fljót-
lega.“
Nýlega var gerður 80 milljón króna
samningur um verkamannabústaði.
Þar af voru sjö félagslegar kaupleigu-
íbúðir, fjórar í raðhúsi, tvær í fjór-
býlishúsi og ein þriggja herbergja
blokkaríbúð - og sex leiguíbúðir
sveitarfélaga. Fjórar þeirra eru
þriggja herbergja blokkaríbúðir og
tvær tveggja herbergja íbúðir. Sam-
tals verða það því 1253 m2 sem munu
bætast við húsakostinn í Keflavík á
næstunni.
Skagamenn vilja álver
„Við erum hálfóhressir með það
hér á Akranesi að enginn skuli nefna
Hvalfjörðinn sem hugsanlegan stað
fyrir nýtt álver. Staðarvalsnefnd hef-
ur áður komist að því að þetta sé
einn besti staðurinn á landinu,"
sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, í samtali við DV.
„Öll stemmningin virðist vera fyrir
Eyjafirði eða Reyðarfirði en það eru
fleiri staðir sem koma til greina. Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur
talað um að meiri stóriðja hér gæti
raskað of mikið atvinnulífinu sem
er fyrir en það ætti þá ekki síður að
eiga við um Reyðarfjörð.
Þaö kæmi sér vel á þessu svæði við
Hvalíjörðinn að fá nýjan kraft í at-
vinnulífið á sama tíma og hvalurinn
virðist úr sögunni og mikið á að
draga saman umsvif vegna olíu-
stöðvarinnar í Hvalfirði.með tilkomu
nýrrar stöðvar í Helguvík," sagði
Gísli. -GK
Selfoss:
Sjálfstæðismenn kaupa húsnæði
Regina Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég frétti nýlega að Sjálfstæöisfélagið
Óðinn á Selfossi hefði keypt 214 m2
hæð á þriðju hæð að Austurvegi 38
hér á Selfossi á sex milljónir króna
af Samtökum sunnlenskra sveitarfé-
laga. Hæöin hefur verið á söluskrá
frá því í fyrrasumar og enginn gerði
tilboð í hana fyrr en Oðinn nú.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
flytja um næstu helgi í mun stærra
húsnæði í gamla KÁ-húsinu'sem var
byggt 1945 og samtökin keyptu 19.
júlí 1988 ásamt Selfossbæ. Hlutur
þeirra í þeim kaupum vgr 19,8 millj-
ónir króna.
Þess má geta að lyfta er ekki í hús-
inu að Austurvegi 38. íslandsbanki
er á 1. hæð og forráðamenn hans
vildu ekki kaupa 3. hæðina vegna
þessa lyftuleysis.
Það má nú segja að ekki er sama
hvar þessi 250 þúsund manna þjóð á
íslandi á húseignir. Nýlega var seld
97 m2 íbúð, 22ja ára gömul, í góðu
ástandi á 6,2 milljónir króna í
Reykjavík. í tilefni sölunnar bauð
Hjörtur Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga, öllum sem vinna að Austur-
vegi 38 í kaffi og rjómatertu frá
Guðnabakaríi.
Ungversku iðnaðarmennirnir taka um eitt þúsund krónum minna á tímann
fyrir vinnu sína en íslenskir kollegar þeirra. Skammt frá verksmiðjunni eru
vinnubúðir þar sem Ungverjarnir búa. DV-mynd Brynjar Gauti
eigendur þess fyrirtækis eru sænskir
aðilar. íslendingar eiga minnihluta í
fyrirtækinu. Heildarhlutafé verk-
smiðjunnar er 46 milljónir króna.
Áhugi erlendu aðilanna á fram-
leiðslu á stálstöngum hér á landi er
til kominn vegna hagstæðs raforku-
verðs.
Gert er ráð fyrir að fimmtán menn
verði ráðnir við verksmiðjuna þegar
hún hefur framleiðslu næsta sumar.
Auk þess munu nokkrir aðilar koma
til með að sjá um öflun hráefnis.
Heimsmarkaðsverð fyrir stálstangir
er um átján þúsund krónur fyrir
tonnið en gangverð á tonni af brota-
járni hér á landi er um 500 krónur
tonnið. Fob-verð á brotajárni erlend-
is er um 100 dollarar, um sex þúsund
krónur, og á þá eftir að leggja við
flutningskostnað til íslands. Miðað
við framleiðslu á 20 þúsund tonnum
af stálstöngum verður útflutnings-
verðmæti um 360 milljónir króna en
1,8 milljarðar miðað við fulla afkasta-
getu með 80 þúsund tonnum af inn-
fluttu hráefni.
íslenska stálfélagið hefur þegar
gert samning við stórflutningadeild
Eimskipafélags íslands um flutninga
á brotajámi til íslands og á stálstöng-
um frá landinu. í ráði er að umskip-
unarhafnir verði í Straumsvík, Hafn-
arfirði eða Reykjavík. Eimskip kann-
ar nú möguleika á að útvega skip til
viðbótar eða í staðinn fyrir ms. Lag-
arfoss sem siglir með hráefni og ál
fyrir íslenska álfélagið í Straumsvik.
-ÓTT
0FISHER
Fermingargjöf - framtíðareign
S FISHER ’90 hljómtækjalínan
Toppurinn í dag!!
system M-82
* Magnari 2x70 W músík * Tónjafnari, 5 banda
* Hálfsjálfvirkur plötuspilari * Þráðlaus Qarstýring
* Stafrænt útvarp * Tvöfalt segulband
m/24 stöðva minni m/Auto reverse
* Surround System * Hátalarar, 2x70 W músík
Verð kr. 49.900,- stgr. án geislaspilara.
Verð kr. 71.500,- stgr. m/geislaspilara
SJÓNVARPSMESTÖÐIN HF
Síðumúla 2, sími 68 90 90