Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUÐMHJR'IS. MAKS 1900.
Viðskipti____________________________________ pv
Miklar umræður 1 viðskiptaMnu um Eimskip:
Ekki sóst eftir stjórnar-
formennsku í Flugleiðum
- segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og varastjórnarformaður Flugleiða. Verður hann næsti stjórnarformaður
Fiugleiða? „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það. Ég hef hér ágæt verkefni og hef hugsað mér að sitja
hér áfram á meðan menn eru þokkalega sáttir við það.“
Miklar umræöur eru nú í viðskipta-
lífinu um Eimskip og hlutabréfaeign
þess í öörum fyrirtækjum, ekki síst
eftir haröort Reykjavíkurbréf Morg-
unblaösins í garö félagsins síöastliö-
inn sunnudag. Aöalfundur Eimskips
veröur áfimmtudaginn. Og þann 22.
mars verður aöalfundur Flugleiöa.
Samkvæmt ábyrgum heimildum DV
hefur sá kostur veriö hugleiddur inn-
an nokkurra æðstu stjórnenda Eim-
skips, langstærsta hluthafans í Flug-
leiðum, að forstjóri Eimskips, Hörö-
ur Sigurgestsson, taki viö stjórnar-
formennsku í Flugleiðum af Siguröi
Helgasyni - ef ekki þetta áriö þá á
næsta ári.
Engar ákvarðanir teknar
um stjórnarformennskuna
í Flugleiðum
Um þetta atriði sagöi Höröur Sigur-
gestsson, forstjóri Eimskips og vara-
formaöur stjórnar Flugleiða, við DV
í gær: „Það hafa engar ákvarðanir
verið teknar um það. Ég hef hér ágæt
verkefni og hef hugsaö mér að sitja
hér áfram á meðan menn eru þokka-
lega sáttir viö þaö.“
- Þú leitar þá ekki eftir því aö veröa
næsti stjómarformaður í Flugleiðum?
„Nei, ég leita ekki eftir því.“
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins á sunnudaginn segir meðal ann-
ars um viðskipti á hlutabréfum í
Eimskipafélaginu áður en hluta-
bréfamarkaður varð til hérlendis
fyrir nokkrum árum: „Árum saman
töldu eigendur hlutabréfa aö hluta-
bréfaeign væri að sumu leyti íjár-
hagsleg byrði vegna ákvæða skatta-
laga. Af þessum sökum pr ekki ólík-
legt að samþjöppun á eignaraðild aö
Eimskipafélaginu hafi orðið með
þeim hætti á löngum tíma að eigend-
ur hlutabréfa hafi komið á skrifstofu
félagsins og óskað eftir því að félagið
keypti bréfin sem hafa svo verið seld
aftur ýmsum af núverandi forráða-
mönnum fyrirtækisins. Á þessum
tíma hafa seljendur vafalaust ekki
gert sér grein fyrir því hversu verð-
mæt þessi bréf gætu orðið í framtíð-
inni, eins og nú er komið á daginn,
enda engin viðmiðun án verðbréfa-
markaðar."
Fengu forráðamenn Eimskips
hlutabréf fyrir spottprís?
Um þessi orð Morgunblaðsins segir
Hörður Sigurgestsson: „Áður en hér
myndaðist markaður með hlutabréf
var verðiö á bréfunum það sem menn
treystu sér til að kaupa og selja þau
á hverjum tima. Eimskipafélagið gaf
út ný hlutabréf í fyrirtækinu fyrir
nokkrum árum sem allir hluthafar
áttu kost á að kaupa. Þessir sömu
hluthafar höfðu aðgang að reikning-
um Eimskips og vissu hvað þarna
var á bak við og svo framvegis. Það
var algengt að það var ekki nema
hluti af þessum bréfum sem hluthaf-
amir keyptu. Um þetta lágu fyrir
aUar opinberar upplýsingar. Það er
vafalaust að Eimskipafélagið hefur í
einhverjum tilvikum keypt af hlut-
höfum bréf og selt þau síðan aftur.
Við teljum að þetta hafi verið gert á
þeim grundvelh sem þá tíðkaðist um
kaup og sölu á bréfum. Ég veit dæmi
þess að menn úti í bæ á þessum tíma
keyptu bréf undir nafnverði þannig
að það markaðsverð á bréfunum er
þaö verð sem bréfin eru keypt og
seld á á hveijum tíma.“
Hef keypt hlutabréf á sama
grundvelli og aðrir
- Hefur þú keypt sem forstjóri Eim-
skips hlutabréf með þeim hætti að
fólk hafi komið með bréf til sölu á
skrifstofu Eimskips?
„Ég hef keypt bréf af Eimskipafé-
laginu í hlutafjárútboði og ég hef líka
keypt bréf sem Eimskipafélagið hef-
ur á einhverjum tíma átt hér. Ég hef
þá keypt þau á sama grundvelli og
aðrir gátu keypt þau á.“
í Reykjavíkurbréfinu er vikið að
því að Eimskip hafi undanfariO verið
tilbúið til að kaupa öll fáanleg hluta-
bréf í Sjóvá-Almennum og hafi jafn-
vel boðið áttfalt nafnverð bréfanna.
Og þar sem skráð sölugengi sé sex-
falt sé ljóst að Eimskip bjóði mun
hærra verö en skráð sölugengi bréf-
anna er.
Síðan segir orðrétt: „Þá fer ekki
lengur á milli mála að hér er ekki
um eðlileg fjárfestingarsjónarmið að
tefla heldur baráttu um völd. Raunar
upplýsti helsti forsvarsmaður Eim-
skipafélags íslands á stjórnarfundi
fyrir skömmu að fyrirtækið byði svo
hátt verð í þessi bréf þar sem trygg-
ingafélagið hefði keypt verulegan
hlut í skipafélaginu.“
Eru forráöamenn Eimskips
að veita Sjóvá ráðningu?
- Eru kaupin í Sjóvá-Almennum
fyrst og fremst liður í valdabaráttu
og í leiðinni veriö að veita fyrirtæk-
inu ráðningu fyrir að hafa keypt
hlutabréf í Eimskip og náö að verða
stærsti hluthafl þar?
„Eimskipafélagið hefur haft áhuga
á að kaupa hlutabréf í Sjóvá-Almenn-
um vegna þess að við teljum þau til
lengri tíma litið góða fjárfestingu.
Það er fyrst og fremst það sem fyrir
okkur vakir. Okkur er ekki ljóst
hvaðan höfundi Reykjavíkurbréfs
kemur sá vísdómur að þetta sé ó-
skynsamlegt verð. Sjóvá-Almennar
hafa 30 prósent hlutdeild í trygginga-
markaðnum, hlutdeild þeirra fer
stækkandi, þetta er vel rekið fyrir-
tæki og menn hafa trú á forystu-
mönnum fyrirtækisins. Þaö ræðst að
sjálfsögðu af afkomu fyrirtækisins á
næstu árum hvemig arðsemin verð-
ur af þessum bréfum. En við teljum
að hún verði í lagi.“
- Þið hafið þá boðið áttfalt nafnverð
fyrir hlutabréfin í Sjóvá-Almennum?
„Við höfum það fyrir reglu að ræða
aldrei um það hvað við höfum keypt
af bréfum, af hverjum við höfum
keypt bréf eða á hvaða kjörum."
- Hvað um það að þið séuð að veita
Sjóvá-Almennum ráðningu fyrir að
hafa keypt svo mikið af hlutabréfum
í Eimskipafélaginu sem blaðið segir
að upplýst hafi verið á stjórnarfundi
í félaginu?
„í fyrsta lagi er ég nú búinn að
svara því að við erum að kaupa þessi
bréf vegna þess að við teljum þau
skynsamlega fjárfestingu. í öðru lagi
hef ég það fyrir reglu aö ræða aldrei
það sem kann að hafa verið rætt á
stjórnarfundum í Eimskip, nema ég
sé sérstaklega beðinn að gera grein
fyrir því.“
Tel ekkert óeðlilegt við
eign Eimskips I Flugleiðum
- Hvað um þá gagnrýni að 15 hlut-
hafar eigi 40 prósent í Eimskipafélag-
inu og þar sem félagið sé jafnframt
stærsti hluthafi í Flugleiöum, eigi
þar 34 prósent alls hlutafjárins, sé
nú svo komið að samgöngur íslend-
inga séu komnar á fárra hendur. Má
ekki telja óeðlilegt hvað Eimskip á
stóran hluta í Flugleiðum þar sem
bæði fyrirtækin eru helstu flutninga-
fyrirtæki landsins?
„Ég tel að þessi hlutur Eimskips í
Flugleiðum sé mjög eðlilegur og ekk-
ert við hann að athuga. Þessi kaup
hafa meira og minna verið gerð fyrir
opnum tjöldum. Menn vita um það
hver er staða Eimskips í Flugleiðum.
Ég tel að Eimskip geti aðeins látið
gott af sér leiða á þessum vettvangi
og ég tel að þó að bæði þessi fyrir-
tæki beri heitið samgöngufyrirtæki
þá starfi þau sitt á hvorum markaön-
um sem lúti mismunandi lögmál-
um.“ -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 3-5 LB.Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 4-6 Ib
6mán. uppsögn 4,5-7 Ib
12mán. uppsögn 6-8 Ib
18mán. uppsögn 15 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sp
Sértékkareikningar 3-5 Lb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb
Sterlingspund 13,5-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb.ib
Danskar krónur 10,5-11,2 Bb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 18,5-19,75 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18,5-19 Íb.Bb,- Sb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 17,5-19,5 Ib
SDR 10,95-11 Bb
Bandarikjadalir 9,95-10 Bb
Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb
Vestur-þýsk mörk 10,15-10,25 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 30
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mars 90 22,2
Verðtr. mars 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 2806 stig
Lánskjaravisitala mars 2844 stig
Byggingavisitala mars 538 stig
Byggingavisitala mars 168,2 stig
Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,759
Einingabréf 2 2,608
Einingabréf 3 3,141
Skammtimabréf 1,619
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,094
Kjarabréf 4,716
Markbréf 2,510
Tekjubréf 1,968
Skyndibréf 1,415
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,287
Sjóðsbréf 2 1,716
Sjóðsbréf 3 1,601
Sjóösbréf 4 1,352
Vaxtasjóósbréf 1,6160
Valsjóðsbréf 1,5200
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 600 kr.
Eimskip 500 kr.
Flugleiðir 164 kr.
Hampiðjan 175 kr.
Hlutabréfasjóður 172 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr.
Skagstrendingur hf. 371 kr.
Islandsbanki hf. 158 kr.
Eignfél. Verslunarb. 158 kr.
Olíufélagið hf. 400 kr.
Grandi hf. 160 kr.
Tollvörugeymslan hf. 116 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.