Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Qupperneq 14
141, Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Við töpum og töpum „Þaö er alveg ljóst, að við erum enn að tapa í stríðinu við gróðureyðinguna,“ sagði Ingvi Þorsteinsson, deild- arstjóri landnýtingardeildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, í viðtali við DV á laugardaginn. Hann sagði, í viðtalinu, að landeyðingin væri „hrikaleg“. Talið er, að nú sé eftir um helmingur af gróðurlend- inu, sem var hér við landnám. Fyrir nokkrum árum var gizkað á, að árlega töpuðust 1000 hektarar gróðurs. Það er heildartalan, þegar búið er að draga frá landvinn- inga, sem óneitanlega má sjá á nokkrum stöðum. Ingvi benti þó á, að víða gengi hraðar að bæta landið en búist hefði verið við og munaði miklu, þegar létti af beit. Nefndi hann sérstaklega þróun gróðurs í Skafta- fellssýslum. Hann lagði áherzlu á, að þetta sýndi, hvað sauðfjárbeitin hefur mikil áhrif á gróðurfar. Rannsóknir á jarðvegi hafa staðfest orð hinna gömlu sagna, að Ísland hafi verið viði vaxið milli fjalls og íjöru. Leifar kolagerðar frá landnámsöld hafa fundizt á Kili, svo að gera má ráð fyrir, að kjarr hafi náð upp í fjöll og að landshlutarnir hafi verið grónir saman yfir Kjöl. Áður en landnámsmenn komu til skjalanna, voru náttúruöflin að verki í landinu. Eldgos voru ekki fátíð- ari fyrir landnám en eftir. Samt draup smjör af hverju strái í upphafi landnáms. Ekki er því hægt að kenna náttúruöflunum um, hvernig-komið er fyrir landinu. Með landnámsmönnum kom sauðféð og öxin. Fram á þessa öld var eldiviðartaka mikill þáttur í landeyðing- unni, en á tuttugustu öld hefur sauðféð verið að mestu eitt um hituna. Sums staðar er ástandið orðið svo slæmt, að land heldur áfram að fjúka, þótt sauðfé hverfi. Brýnasta umhverfisverndarmál íslendinga er að friða afréttir á viðkvæmu móbergssvæði landsins fyrir ágangi sauðfjár. Þetta eru afréttir Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Þingeyjarsýslna og hluti afrétta í ýmsum öðrum sýslum, einkum fyrir norðan Kjöl. Svo langt eigum við í land, að meirihluti þjóðarinnar telur eðlilegt, að skattgreiðendur og neytendur verji árlega um fimmtán milljörðum króna til að viðhalda ofbeit í landinu, svo að allt landið megi haldast í byggð, eins og sagt er titrandi rómi á hátíðastund. Svo langt eigum við í land, að sveitarstjórnir á Reykja- nessvæðinu nota ekki heimild til að banna lausagöngu búfjár. í staðinn er ætlazt til, að ríkið láti girða 50 kíló- metra leið fyrir 25 milljónir króna, svo að frístunda- bændur geti haft kindur á beit á þessu illa leikna landi. Svo langt eigum við í land, að Landgræðsla ríkisins hleypir á vorin sauðfé Mývetninga á gróðurnálar afrétt- arinnar milh vatns og Jökulsár, þótt landgræðslunni hafi verið trúað fyrir þessu svæði. Þannig er landinu einnig nauðgað af þeim, sem ráðnir eru því til verndar. Það er engin furða, þótt forsætisráðherra okkar þyk- ist geta barið sér á brjóst og skipað nefndir, sem eiga að undirbúa forustu íslands í alheimssamtökum um- hverfisverndar, þar á meðal áð skipuleggja ferðir út- lendinga til að skoða ómengað land norður í hafi. Forsætisráðherra ímyndar sér bara eins og meiri- hluti þjóðarinnar, að hún sé ekki með allt á hælunum í umhverfismálum. Hann og meirihlutinn gera sér enga grein fyrir, að ástandið er svipað hér og víða í Afríku, þar sem ofbeit eyðir landi með sama hraða og hér. Nær er að efna til hópferða útlendra til að skoða þjóð- arheimskuna, sem felst í að verja 15 milljörðum til við- halds búskap, sem er að fara með landið til fjandans. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR T,T. MARS Aðgerðir til að draga úr launamun kynjanna Umræður um launamun kvenna og karla eru mjög ofarlega á baugi þegar rætt er um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Um- ræðan og ekki síst gagnrýnin kem- ur upp nokkuð reglulega og eink- um í tengslum við tölfræðilegar upplýsingar um launaþróun sem birtast reglulega bæði frá kjara- rannsóknarnefndum aðila vinnu- markaðarins, Þjóðhagsstofnun og íleirum. Ýmsar skýringar hafa komið fram eins og styttri launaður vinnudagur kvenna, minni fag- menntun og starfsval. Ég ætla ekki í þessari grein minni að bera á móti þessum fullyrðingum. En skýra þær að fullu þann mun sem er á kjörum kvenna og karla? Al- mennt er talið að svo sé ekki. Eftir stendur því launamunur sem að- eins er hægt að skýra með því að könur fái, vegna þess að þær eru konur, lægri laun á vinnumarkaði en karlar. En hvað er hægt að gera til að draga úr launmun kvenna og karla? Um miðjan febrúar sat ég ásamt fomanni Jafnréttisráðs fund norrænna jafnréttisráða í Finn- landi. Á fundinum var m.a. fjallaö um aðgerðir stjórnvalda til að draga úr launamun kvenna og karla. Aukin menntun kvenna Það eru einkum tjórar leiðir sem taldar eru færar og að mati fundar- manna þarf aö fara þær allar. í fyrsta lagi þarf aö fjölga konum með starfsmenntun. Aö hvetja kon- ur tíl að mennta sig er leið sem farin hefur verið á öllum Norður- löndunum og hún hefur skilað verulegu. í því sambandi má benda á nýlega könnun jafnréttisnefndar BHM á launakjörum félagsmanna. Þar kemur fram að þó svo launamunur milli hákskólamenntaðra kvenna og háskólamenntaðra karla sé enn mikill þá er hann þó minni heldur en í mörgum öðrum stéttum. Jafnframt hefur aukin starfs- menntun kvenna fest þær í sessi á vinnumarkaði. Þær eru ekki leng- ur varavinnuafl þegar samfélagið þarf á starfsorku þeirra að halda. Aukin menntun kvenna hefur þó hvergi á Norðurlöndum skilað þeim jafnrétti og jafnri stöðu á við karla, hvorki í launum né á öðrum sviðum. Að brjóta niður kyn- skiptinguna á vinnumarkaði Konur velja ákveðnar náms- brautir, karlar velja aðrar. Kyn- skiptur vinnumarkaður er stað- reynd hér á landi sem annars staö- ar. Víða á Norðurlöndum hefur markvisst verið unnið að því að fjölga konum í hefðbundnum starfsgreinum karla og öfugt. Þessi leið hefur skilað árangri á mörgum sviðum. Hér á landi er almennt viður- kennt að brjóta þurfi niður múrana á vinnumarkaði kvenna og karla. Lítið hefur þó verið unnið á þessu sviöi enda krefst þessi leið aðgerða á mörgum sviöum í senn og þar með fjármagns. Á Norðurlöndum hafa ýmsar að- gerðir verið settar í gang, bæði inn- an skólanna og á vinnumarkaði. Sem dæmi má nefna áróður og hvatningu til stúlkna til að velja óhefðbundið, t.d. iðn- og tækninám, kynjakvóta í skólum, markvissan stuðning til þeirra sem velja óhefð- bundið og kennslu, einkum í raun- greinum, í hópum aðgreindum eftir kyni. Aðgerðir af þessu tagi hafa sætt nokkurri gagnrýni hér á landi á allra siðustu árum. Bent hefur ver- ið á að með þessu sé jafnréttis- baráttan að lítilsvirða þau störf sem konur velja sér. Nægilegt sé að samfélagið geri það með mati sínu á veðmæti þessara starfa. Jafnframt hefur því verið haldið fram að áhugasvið kvenna sé ann- að en karla og því ekkert óeðlilegt Kjallarinn Elsa S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs eða rangt við það að konur velji annars konar störf en karlar. Þessi gagnrýni á aö hlúta til rétt á sér. Umræðan um kynskiptan vinnu- markað hefur fyrst og fremst snú- ist um að fjölga konum í hefð- bundnum starfsgreinum karla en ekki öfugt. Þetta hefur leitt til þess að hefðbundin kvennastörf eru tal- in síðri, jafnvel ómerkilegri, en hefðbundin karlastörf. Hvað varðar mismunandi áhuga- svið kvenna og karla þá eru þeir fáir sem halda því fram að það sé meðfætt. Kynin eru mótuð strax frá fæðingu inn í hefðbundin hlutverk sín. Sú mótun felur í sér misrétti fyrir bæði konur og karla, stelpur og stráka. Þrátt fyrir að framangreind gagn- rýni eigi að hluta til rétt á sér þá réttlætir hún ekki að þessari leið sé alfarið hafnaö. Það er mikilvægt að hvetja drengi inn í hin ýmsu umönnunarstörf og það er mikil- vægt að hvetja stúlkur í ýmis iðn- og tæknistörf. Norræna verkefnið „Brjótum múrana", sem unnið er að á Akureyri, er nú á lokastigi. Tilgangur þess verkefnis er að þróa og prófa leiðir til að brjóta niöur kynskiptinguna á vinnumarkaði. Mikilvægt er að árangur þess starfs verði metinn og aðgerðum haldiö áfram sem víöast. Skattakerfið Þriðja leiðin, sem rætt var um á fundinum í Finnlandi, er að þróa félagslega tryggingarkerfið og skattakerfið til að ná fram jöfnun í tekjum kvenna og karla. Það eru einkum Svíar sem hafa farið þessa leiö. í máli þeirra kom fram aö um 17% af tekjum kvenna í Svíþjóð koma í gegnum félagslega keríið, t.d. sem barnabætur og leigubætur. Hér á landi er lítiö rætt um þá möguleika sem skattalög fela í sér til að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Frumvarp til nýrra skattalaga voru á árum áður send Jafnréttis- ráði til umsagnar og í jafnréttis- baráttunni var áhersla lögð á að hjón skuli teljast tveir sjálfstæðir einstakhngar gagnvart skattkerf- inu. Þegar núgildandi lög um tekju- og eignaskatt voru sett, en þau fela m.a. í sér staðgreiðslu skatta, var horflð frá þessari meginreglu. Frumvarpið var ekki sent Jafnrétt- isráði til umsagnar og eftir því sem ég best veit voru engin jafnréttis- gleraugu sett upp þegar það var samið. Sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf Með staðfestingu ýmissa alþjóða- sáttmála um stöðu kvenna og karla hafa íslensk stjórnvöld skuldbund- ið sig til aö vinna að því að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Ákvæði, sem lýtur að þessu, er síðan lögfest í lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Ákvæðið er nokkuð erfitt í fram- kvæmd og á það einkum við um hvernig skuli meta hvaða störf telj- ast jafnverðmæt og sambærileg. Lítið hefur reynt á ákvæðið fyrir Jafnréttisráði. Á árinu 1988 barst þó ein kæra þar sem óskað var eftir áliti ráðsins á því hvort ákvæði kjarasamnings um lægri laun ófaglærðra verka- kvenna en ófaglæröra verkakarla hjá sama fyrirtæki bryti í bága við framangreint lagaákvæði. Störfin, sem þessir hópar unnu, voru ólík en voru þau sambærileg og jafn- verðmæt? Þetta mál er nú í bið- stööu hjá Jafnréttisráði og verður því ekki rakið frekar hér. Norðmenn hafa gert mikið átak í aö jafna launkjör kvenna og karla með beitingu sambærilegs ákvæðis í norsku jafnréttislögunum. Jafn- framt kom fram á fundinum að Danir eru að feta í sömu fótspor. Kærur til norska jafnréttisumboðs- mannsins og kærunefndar jafnrétt- ismála vegna meintra brota á þessu ákvæði voru 42 á árinu 1988 og fóru upp í 49 á árinu 1989. Fræðsla og áróður eru þau tæki sem Norðmenn beita. Myndbandi um stööu kvenna á vinnumarkaði hefur verið dreift víða, gefinn hefur verið út bæklingur um launamis- rétti kynjanna og í gangi er í norska sjónvarpinu þáttaröð um launa- mál. Sú forsenda, sem Norðmenn gefa sér við mat á því hvaða störf teljast jafnverðmæt og sambærileg, er að þegar kona og karl með svip- aða menntun eða skólagöngu, vinnutíma, ábyrgð, starfsaldur og vinnuaðstæður hafa ólík laun þá er um kynbundið launamisrétti að ræða. Norðmenn leggja jafnframt áherslu á að til að draga úr launa- mun kvenna og karla verði einnig að skoða uppbyggingu launakerfis- ins. Eitt einkenni á hefðbundnum kvennastarfsgreinum sé að mögu- leikar til launahækkana séu minni en í hefðbundnum karlastarfs- greinum, þ.e. framamöguleikar í kvennastörfum eru minni. Kynbundnu launamisrétti þarf að útrýma í þessari grein hefur verið reynt að kynna í stuttu máli þær aðgerð- ir sem gripið hefur verið til hjá nágrannaþjóðum okkar til að koma á launajafnrétti kvenna og karla. Launakjör ráða miklu um mögu- leika okkar í samfélaginu og þau hafa ekki síöur áhrif á það hvernig við upplifum okkur sjálf og þau störf sem við vinnum við. I nor- rænni jafnréttisáætlun til fjögurra ára, sem norrænu jafnréttisráð- herrarnir samþykktu í byrjun árs- ins 1989, er gert ráð fyrir viðamiklu norrænu verkefni á þessu sviði. Á síöasta ári var safnað saman upplýsingum um launakjör kynj- anna á Norðurlöndum. Næstu þrjú árin skal unnið að því að leiðrétta þennan launamun. Þau mál eru nú th skoðunar og hafa m.a. verið rædd á sameiginlegum fundum fulltrúa félagsmálaráðuneytisins og Jafnréttisráös. Það er svo sann- arlega kominn tími til að við viður- kennum að kynbundið launamis- rétti er staðreynd og að gripið verði til markvissra aðgerða til útrýma þeim bletti á samfélaginu. Elsa S. Þorkelsdóttir „Það er svo sannarlega kominn tími til að við viðurkennum að kynbundið launamisrétti er staðreynd og að gripið verði til markvissra aðgerða til að út- rýma þeim bletti á samfélaginu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.