Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990.
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1990.
17
íþróttir
Sport-
stúfar
Ólafur H. Ólafsson,
Erninum, varö ís-
landsmcistari öldunga
1990 f borötennis en
íslandsmótið var haldið í Ásgaröi
í Garðabæ fyrr í þessum mánuöi.
Hann sigraði Jóhann Ö. Sigur-
jónsson í úrslitaleik. Emil Páls-
son og Þóröur Þorvarðarson,
Eminum, urðu í þriðja til fjórða
sæti. í tvíliðaleik öldunga sigruðu
Ragnar Ragnarsson og Gunnar
Hall, Erninum, Jóhann Ö. Sigur-
jónsson og Þóröur Þorvarðarson,
Erninum, urðu í öðru sæti, og
Ólafur H. Ólafsson og Birkir
Gunnarsson, Erninum, í þriðja
sæti.
Mikill áhugi á
keilu iJapan
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Heirasmeistaramótið í keilu
hefst í Thailandi innan skamms
og í tengslum viö það hafa borist
fréttír af miklum keiluáhuga í
Japan. í Tokýo, höfuðborg lands-
ins, er staersta keiluhöll í heimi
en þar er aö finna 504 brautir á
fjórum hffiðum. Þar er mikið spil-
að og þegar höllin er opnuð,
klukkan sex á morgnana, er jafn-
an biöröö við dymar. Margir Jap-
anir hafa nefnilega tekið upp
þann síð að hefja daginn á keilu-
spili áður en þeir mæta í vinnuna.
Mót í minigoffi
á laugardaginn
Mót í minigolfi, opna Coca-Cola
mótiö, verður haldiö i Mínígolfi,
Ármúla 20 i Reykjavík, á laugar-
daginn kemur, 17. mars. Um er
að ræða holukeppni, tveir og
tveír dregnir saman og sá sem
tapar fellur úr keppni. Mótið er
opið öllum og tekið er við skrán-
ingu á staðnum og i síma 678120.
Arsenal-klúbburinn
með Lundúnaferð
Arsenal-klúbburinn á íslandi
gengst fyrir sinni árlegu fcrö til
London í vor, dagana 27. apríl til
3. maí, og er þetta sjöunda áriö I
röð sem klúbburinn fer utan.
Fylgst verður með tveimur leikj-
um Arsenal á Highbury, gegn
Millwall og Southampton, og
ennfremur sjá ferðalangarnir úr-
slitaleik deildabikarsins milli
Nottingham Porest og Oldham,
þar sem Þorvaldur Örlygsson
gæti orðið í sviðsljósinu. Upplýs-
ingar eru gefnar í sima 98-22499 á
kvöldin eöa á ferðaskrifstofunni
Ratvís í sima 91-641522.
Haan til Danmerkur
eða KV Mecheien?
Þórarirm Skjurðssan, DV, V-Þýskalandi:
Arie Haan, þjálfari vestur-
þýska knattspyrnuliösins Stuttg-
art, hefur fengiö nokkur tilboö
aö undanfórnu. Til dæmis frá
danska knattspyrnusambandinu,
þar sem honum stendur til boða
að þjálfa landsliö Dana, og frá
belgiska toppliðinu KV Meche-
ien. En Haan er samningsbund-
inn Stuttgart til vorsins 1991 og
ef hann vill losna fyrr þarf að
greiða Stuttgart þá upphæð sem
samin var um sem þjálfaralaun
hans fyrir tímabilið 1990-91.
Mjódd vinnurenn
Snóker í Mjódd jók enn forskot
sitt í 1. deildar keppni Samtaka
snókerstofa með því aö sigra Bill-
iard-stofuna, Klapparstíg, 4-2, í
5. uraferð. Á meöan tapaöi Fjarð-
arbilliard fyrír Ingólfsbilliard,
1-5. Kópavogur sigraöi Selfoss,
5-1, Suðurnes unnu Snókerhöl-
lina, 4-2, og Faxafen 12 vann BS
Billiard, 5-1. Snóker í Mjódd er
þá með 24 vinninga, Fjarðarbill-
iard og Ingólfsbilliard með 19
hvor en Billiardstoían Klappar-
stíg er í (jórða sæti með 16.
• Liam Brady ætlar að leggja • Tony Woodcock verður að hætta
skóna á hilluna eftir tímabilið. knattspyrnuiðkun vegna meiðsla.
Stúfar frá Englandi
Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi:
Tony Woodcock, fyrrum leikmaður
Nottingham Forest og Arsenal, hefur
þurft að leggja skóna á hilluna, 34
ára gamall. Woodcock hefur að und-
anförnu verið á mála hjá vestur-
þýska liðinu Fortuna Köln en sér-
fræðingar hafa nú ráðlagt honum að
hætta allri knattspyrnuiökun í kjöl-
far alvarlegra ökklameiðsla.
Nott. Forest vill
halda Des Walker
Nottingham Forest leggur nú allt
kapp á að halda í varnarmanninn
Des Walker, sem á eftir átján mánuði
af samningi sínum við félagiö. Forest
gerir sér vonir um að Walker skrifi
undir nýjan samning áður en úrslita-
leikurinn um deildarbikarinn fer
fram. Walker þykir nú líklegastur til
að verða valinn knattspyrnumaður
ársins í Englandi og hefur að undan-
förnu verið undir smásjá ítalskra
Uða eins og reyndar félagi hans Nigel
Clough. Stuart Pearce hefur enn-
fremur verið boðinn nýr samningur
en á eftir að skrifa undir.
Síðasta tímabilið
hjá Liam Brady
Liam Brady, leikmaður West Ham,
hefur ákveðið að leggja skóna á hill-
una að loknu þessu keppnistímabih.
Síðasti leikur Bradys verður svokall-
aður ágóðaleikur fyrir hann sjálfan
þegar Finnar sækja íra heim í maí.
Brady lék á árunum hjá Arsenal og
fór síðan til Juventus þar sem hann
vann ítalska meistaratitilinn í tví-
gang.
West Ham og Millwall
vilja fá Roberts
West Ham og Millwall eru nú bæði
á höttunum eftir harðjaxhnum Gra-
ham Roberts sem er kominn upp á
kant við forráðamenn Chelsea. West
Ham telur Roberts heppilegan leik-
mann til að koma liðinu í 1. deild en
Millwall til að halda sér þar.
Fram meistari
-12. flokki karla í handknattleik
Framarar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í 2. ílokki karla í handknatt-
leik um helgina er úrshtatörnin fór fram í Garðabæ.
Framarar tryggðu sér titilinn með því að vinna Gróttu í sínum síðasta leik,
en jafntefli í þeim leik hefði dugað Val til að hirða efsta sætið.
Mikil spenna var í upphafi leiksins og var nokkuð um mistök hjá leikmönn-
um beggja liða. Framarar náðu fljótlega forustunni en lið Gróttu, sem haföi
að litlu að keppa, hleypti Frömurum ekki langt frá sér. Staðan í hálfleik
var, 8-5, Fram í vil.
Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklu kappi og fyrstu tíu mínútur
seinni hálfleiksins gerðu þeir hvert markið á fætur öðru og breyttu stöðunni
í 15-7 sér í vil. Var þar með íslandsmeistaratitilhnn í höfn en síðustu mínút-
urnar skiptust Uðin á að skora og endaði leikurinn með stórsigri Framara,
18-10, og var fögnuður þeirra mikill er flautað var til leiksloka.
Valur varð í 2. sæti, jafn Fram að stigum, en Valur tapaði aðeins fyrir
Fram, 15-16, í æsispennandi leik og var sigurmarkið skorað er þijár sekúnd-
ur voru til leiksloka.
Nánar verður greint frá úrslitatörninni í 2. flokki karla í DV um næstu helgi.
-BS/HR
• íslandsmeistarar Fram í 2. flokki karla eftir sigurinn á sunnudaginn.
DV-mynd S
ÍBR _________________________ KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
í KVÖLD
KL. 20.30
ÍR - KR
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL
Sport-
stúfar
Þijú 1. deildar lið féllu
úr frönsku bikar-
keppninni á laugar-
daginn en þá var leikin
2. umferð. Sjö lið úr 1. deild féllu
strax í 1. umferð fyrir liðum úr
2. deild. Avignon, úr 2. deild, sem
vann Monaco í 1. umferð, sigraði
Brest, 0-1, og Valenciennes vann
Toulon eftir vítaspyrnukeppni.
Þá vann Nantes sigur á Auxerre,
2-1, í einu viöureign 1. deildar
liða til þessa í keppninni. Borde-
aux sigraði Saint-Lo, 0-8, og Mar-
seille vann Ajaccio á Korsíku,
1-3.
Stórsigur PSV
PSV Eindhoven styrkti á ný stöðu
sína í hollensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu á sunnudaginn
með því að sigra Sparta, 0-4, í
Rotterdam. Á meðan mátti Ajax
sætta sig við markalaust jafntefli
við Volendam á heimavelli og
Roda tapaði 0-1 fyrir Fortuna
Sittard. Staða efstu hða:
PSV........25 15 5 5 81-30 35
Ajax.......24 13 7 4 48-19 33
Roda.......25 12 8 5 38-27 32
Twente.....24 11 9 4 32-28 31
Vitesse....25 11 8 6 40-23 30
Feyenoord vann Willem II, 0-1,
og er komið upp í 12. sætið eftir
að hafa verið við botn deildarinn-
ar allt keppnistímabihð.
Kanarunnu Finna
Bandaríkjamenn, sem mæta ís-
lendingum í St. Louis í næsta
mánuði, sigruðu Finna, 2-1, í vin-
áttulandsleik í knattspyrnu á
laugardaginn. Leikið var í Tampa
í Flórída. Paul Caligiuri og Bruce
Murray gerðu mörk bandaríska
liðsins en Kimmo Tarkkio svar-
aði fyrir Finna, jafnaði þá, 1-1.
Örlagaríkt að
leika viðhundinn
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Belgíski knattspyrnumaðurinn
Marc Vandenhnden, sem leikur
með Anderlecht og belgíska
landsliðinu, varð fyrir kyndugum
meiðslum í síðustu viku. Hann
var úti að ganga með hundinn
sinn og ætlaði að kasta spýtu sem
sá ferfætti átti að sækja en ein-
hverra hluta vegna fór spýtan í
auga Vandenlindens. Sjónhimn-
an skaddaðist og ljóst er að hann
Ieikur ekki knattspyrnu strax.
Kaupir Anderlecht
Johnny Bosman?
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
Talið er líklegt að Anderlecht
festi kaup á hollenska landsliðs-
manninum Johnny Bosman fyrir
næsta keppnistímabil en hann
leikur nú með KV Mechelen. Aad
de Mos, þjálfari Anderlecht, sem
áður þjálfaði Mechelen, hefur
sagt að hann vilji fá Bosman til
sín fyrstan allra. Anderlecht fær
svigrúm til að kaupa útlendinga
fyrir næsta tímabil því að þá
verða bæði Keshi og Van Tigge-
len búnir að leika fimm ár í Belg-
íu og teljast ekki lengur til er-
lendra leikmanna.
Sex mörk Barcelona
Barcelona vann stórsigur á Celta,
6-0, í spænsku 1. deildinni um
helgina og komst með því í annað
sætið. Roberto skoraði 3 mark-
anna, Amor, Laudrup og Sahnas
eitt hver. Real Madrid vann Real
Sociedad, 3-0, með mörkum frá
Vazquez, Sanchez og Hierro. At-
letico Madrid mátti sætta sig við
markalaust jafntefli gegn Castell-
on á útivelli og Valencia gerði
jafntefli viö Osasuna á útivelli,
2-2. Real Madrid er með yflr-
burðaforystu, 48 stig, Barcelona,
Atletico Madrid og Valencia hafa
38 stig hvert og Real Sociedad 35.
11 Cl Idl y frá Bandaríkjunum sést hér fagna heimsmeistaratitlinum
í listhlaupi kvenna á skautum en heimsmeistaramótid fór fram í Halifax í Kanada
um síöustu heigi. Fyrrverandi heimsmeistari, Midori Ito frá Japan, varð að láta
sér silfurverðlaunin duga eftir mjög harða og jafna keppni við bandarisku stúlkuna.
Símamynd Reuter
Verður Chris Behrends
stigakóngur í körfu?
- UMFG og ÍR leika 1 kvöld 1 lokaumferð úrvalsdeildar
Allt bendir til þess að Chris Behrends,
þjálfari og leikmaður Vals, verði stiga-
kóngur úrvalsdeildarinnar í körfuknatt-
leik. Þegar öll lið eiga eftir einn leik, nema
Þór og Reynir sem hafa lokið keppni, er
Behrends með 38 stiga fórskot á Keflvík-
inginn Guðjón Skúlason. Tíu stigahæstu
leikmenn deildarinnar eru þessir:
Chris Behrends, Val...-............677
Guðjón Skúlason, ÍBK.............. 639
David Grissom, Reyni...............596
Guðmundur Bragason, Grind.........570
Patrick Releford, UMFN.............569
Dan Kennard, Þór...................548
Valurlngimundarson, Tind...........536
Jonathan Bow, Haukum...............532
Tommy Lee, ÍR......................514
Bo Heiden, Tindastóli..............491
• Fyrsti leikurinn í lokaumferð deildar-
innar fer fram í Grindavík í kvöld en þá
mæta heimamenn ÍR-ingum klukkan 20.
Þrír síðustu leikirnir eru á fimmtudags-
kvöld en síðan tekur við úrslitakeppnin
um íslandsmeistaratitilinn þar sem KR
mætir Grindavík og Keflavík mætir
Njarðvík í undanúrslitum.
-VS
íþróttir
Ragnar til
KR-inga
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Ragnar Margeirsson knattspyrnu-
maður hefur ákveðið að ganga til
liðs við KR og leika með Uðinu í
1. deild í sumar. Eins og DV skýrði
frá fyrir skömmu var Ragnar að
íhuga að ganga til liðs við KR eða
2. deildar lið Grindavíkur en nú
hefur hann sem sagt ákveðið að
leika með vesturbæjarliðinu.
Ragnar er því þriðji Keflvíkingur-
inn sem fer í KR því fyrir eru þeir
Gunnar Oddsson og Sigurður
Björgvinsson sem báðir léku með
Keflavík fyrir nokkrum árum.
„Ég er mjög feginn aö þessi mál
eru komin á hreint og ég hlakka
mikið til að spila með KR í sumar.
Ég hafði alltaf hug á að spila í 1.
deildlnni þar sem ég stefni á að
leika með landsliðinu og gaman að
vera kominn til KR-inga þar sem
ég þekki vel til nokkurra leik-
manna í liðinu,“ sagði Ragnar Mar-
geirsson í samtah við DV í gær-
kvöldi.
Ragnar Margeirsson lék með bik-
armeisturum Fram á síðasta sumri
og fór síðan til Austurríkis þar sem
hann lék með 1. deildar liðinu
Sturm Graz fram að áramótum.
• Ragnar
með KR í
Margeirsson
sumar.
leikur
Verðum við C-þjóð á morgun?
- ísland áfram B-þjóð. Forseti IHF hringdi og bað íslendinga afsökunar
Eftir mikla óvissu, japl, jaml og
fuður er það loksins orðið ljóst að
íslenska landsliðiö í handknattleik
verður að taka þátt í B-keppninni í
Austurríki árið 1992. Það er hreint
með ólíkindum hvernig mál hafa
þróast frá því að leikur íslendinga
og Frakka var flautaður af á laugar-
dagsmorgun í Prag.
Forráðamenn HSÍ eru ekki öfunds-
verðir þessa dagana. Eftir að Jón
Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ,
hafði lýst því yflr í samtali við blaða-
mann DV um síðustu helgi að ísland
væri áfram A-þjóð og haft það eftir
forseta IHF, aðalritara sambandsins
og formanni tækninefndar IHF, kom
í ljós að blessaðir mennirnir voru
bara að plata. Forseti IHF bað íslend-
inga afsökunar á öllu saman. Öld-
ungarnir hjá IHF vissu greinilega
ekki mikið í sinn haus. íslenska þjóð-
in hafði tekiö hluta af gleði sinni á
ný og leiðin virtist greiðfær til Sví-
þjóðar á HM 1993 er endanlega var
gengið fram af mönnum og konum í
gær.
Handbolti heimsins
er forystulaus
Það hefur komið fram á síðustu dög-
um að þeir menn sem sitja í forsvari
fyrir Alþjóða handknattleikssam-
bandið, IHF, eru ekki starfi sínu
vaxnir. IHF-maflan svokallaða hefur
enn einu sinni gert í buxurnar og
auðtrúa HSÍ-menn fengið að súpa
seyðið af því. Er nú svo komið að
álit almennings á handknattleik hef-
ur beðið hnekki enda handbolti
heimsins greinilega forystulaus í
augum flestra.
C-þjóð á morgun?
Fram hefur komið mikil gagnrýni á
HSÍ í kjölfar HM í Tékkóslóvakíu.
Og öruggt má telja að rólegra er á
mörgum bæjum þessa dagana. Erfitt
er þó að koma auga á sök HSÍ á at-
burðarás síðustu daga. Hjá HSÍ trúðu
menn greinilega mönnum sem afls
ekki var treystandi. Og það er háai-
varlegt mál fyrir íþróttagrein eins
og handknattleikinn þegar æðsti
maður hreyfingarinnar í heiminum
verður uppvís að slíkum þekkingar-
skorti sem raun ber vitni. Hvaö gera
þessir herrar næst? Verða íslending-
ar kannski orðnir C-þjóð á morgun,
hver veit? Hinu má þó ekki gleyma
að slakur árangur landshðsins á HM
á dögunum er auðvitað ástæðan fyrir
öllum þessum vangaveltum um A-
eða B-þjóð síðustu daga.
Bítum á jaxlinn
Það er sem sagt staðreynd að ísland
er B-þjóð í handknattleik og taka
verður því auðvitað sem hverju ööru
hundsbiti. Ekki er um annað að ræða
en láta atburði síðustu daga lönd og
leið og læra af mistökunum. Mikil-
vægast nú er að finna réttan eftir-
mann Bogdans Kowalczyk og hætta
öllu rausi um endurráðningu hans
eða áframhaidandi þjálfun landsliðs-
ins. Bogdan á stóran þátt í óförunum
í Tékkóslóvakíu ekki síður en leik-
menn íslenska liðsins. Hann hefur
því fyrirgert rétti sínum til áfram-
haldandi starfa með landsliðið. Bogd-
an er snjall þjálfari en hann gerði
mjög afdrifarík mistök í Tékkósló-
vakíu.
Hvað gerlr HSÍ?
Eftir að ísland hafnaði í 10. sæti í
Tékkóslóvakíu kemur upp sú spurn-
ing hvort það sé í raun slakur árang-
ur að eiga 10. besta landslið heims í
dag. Til hvers getum við í raun ætl-
ast af okkar landshðsmönnum? Eru
gerðar of miklar kröfur til landsliðs-
ins? HSÍ gerir miklar kröfur til al-
mennings og reynir sífellt aö seilast
í buddur landsmanna og það er ekki
nema eðlilegt að miklar kröfur komi
á móti frá almenningi.
Bogdan sagði eftir keppnina að ís-
lendingar hefðu gert sér alltof miklar
vonir um árangur í Tékkó. Sjálfur
spáði hann íslandi sigri gegn Kúbu
og Júgóslövum og jafntefli gegn
Spánverjum. Jón Hjaltalín Magnús-
son spáði íslenska liðinu sigri í öllum
leikjunum í forriðlinum í Zlín. Var
því ekki eðlilegt að aimenningur
væri bjartsýnn á gott gengi á HM?
Stefán Kristjánsson
Knattspyrnuskóli
KB í Belqíu
• Lubanski, hinn frægi leikmaður á
árum áður, kennir við skolann.
Knattspymuskóh KB í Lokeren í
Belgíu, sem tók til starfa á síðasta
ári, verður með sitt fyrsta námskeið
á þessu ári dagana 19.-27. mai. Skól-
inn er fyrir efnilega íslenska knatt-
spyrnumenn, 15 ára og eldri, og' er
íjöldi þátttakenda að þessu sinni tak-
markaður við 20.
Aðalkennarar í skólanum eru
þjálfarar 1. deildar hðs Lokeren, yfir-
þjálfarinn Emi Aeimaianthunis og
aðstoðarþjálfarinn Wlodek Lu-
banski, en Lubanski, sem er pólskur,
þótti á sínum tíma einn snjallasti
knattspyrnumaður í Evrópu og lék
með Lokeren þegar Arnór Guðjohn-
sen var að hefla atvinnuferil sinn hjá
félaginu fyrir rúmum áratug.
Æft er tvisvar á dag, og auk þess
eru sýndir leikir á myndböndum,
haldnir fyrirlestrar um meiðsli og
yfirsjúkraþjálfari Lokeren leggur
sérstaka áherslu á teygjuæflngar. í
lokin er útnefndur besti leikmaður
skólans, og daginn fyrir brottför
fylgjast nemendur með úrslitaleik
belgisku bikarkeppninnar á Heysel-
leikvanginum í Brússel.
Það er íþróttadeild Samvinnu-
ferða-Landsýnar sem er umboðsaðili
skólans hér á landi og veitir um hann
nánari upplýsingar. Tvö námskeið
voru haidin á síðasta ári og tókust
þaumjögvel. -VS
Selfyssingar eru nú nánast öruggir
með sæti í 1. deild eftir sigur á
Njarðvíkingum, 29-32, í 2. deild á
íslandsmótinu í handknattleik.
Liðið á aðeins eftir að leika gegn
UBK á heimavelli og með sigri eða
jafntefli leikur Selfoss í 1. deild. í
sömu deild töpuðu Haukar enn
einum leiknum nú gegn Ármenn-
ingum sem þegar eru fallnir í 3.
deild. Ármann sigraði, 19-18.
í 1. deild kvenna gerðu yíkingur
og Grótta jafntefli, 19-19. í 3. deild
karla voru tveir leikir, B-lið Gróttu
sigraði B-lið Ármanns, 26-33, og
B-lið Fram sigraði B-lið UBK í
miklum markaleik, 38-29.
-GH
Siggi skoraði
Sigurður Grétarsson skoraði mark beint úr
aukaspyrnu þegar Luzem og St. Gallen skildu
jöfn, 2-2, í úrslitakeppninni um svissneska
meistaratitilmn í knattspymu um helgina.
Hann kom Luzern yflr, 2-1, en Sl. Gallen, sem
hafðí misst mann af leikvelli, náði að jafna
úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok.
„Það var svekkjandí að ná ekki báðum stigun-
um því þá stæðum við vei aö vígi,“ sagöi Sigurð-
ur í samtali viö DV í gær,
Neuchatel Xamax vann Lugano, 0-5, á úti-
velli og hefur náð þriggja stiga forystu. Xamax
hefur 19 stig, en Luzern 14.
-VS
Þjálfar Kristján FH?
Svo kann að fara að Kristján Ara-
son, landsliðsmaður í handknatt-
leik, þjálfi 1. deildarlið FH næsta
vetur ásamt félaga sínum, Þorgils
Óttari Mathiesen, sem nú þjálfar
liðið. Kristján, sem nú leikur með
Teka í spænsku úrvalsdeildinni,
hefur mikinn hug á að flytja heim
eftir sex ára dvöl í Vestur-Þýska-
landi og á Spáni. Kristján er rótgró-
inn FH-ingur og lék meö Hafnar-
fjarðarliðinu þar til hann fór í at-
vinnumennsku fyrir 5 árum. -VS
• Kristján Arason leikur líklega á
ný með FH næsta vetur.
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu
hefst i kvöld á gervigrasinu í Laug-
ardal. Þaö eru ÍR og KR sem rnæt-
ast í fyrsta leik og héfst liann
klukkan 20.30. Næsti leikur er síð-
an á fimmtudaginn en þá eigast við
Fylkir ug Leiknir.
Þessi fjögur félög leika saman í
riðli enfimmta liðið í honum er Vík-
ingur. í hinum riölinum eru Fram
Og Þróttur, sem mætast á sunnu-
dagskvöldið, og ennfrenmi' Valur og
Ármann.
-VS
• Pétur Pétursson og KR-ingar
unnu Reykjavíkurbikarinn i fyrra.