Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1990, Síða 28
28
(■ KRIÐJUÐAGUR 13.fMARSÍlá90.
Andlát
Helga Jóakimsdóttir, Háaleitisbraut
105, lést 10. mars.
Skúli Þorleifsson frá Þverlæk í Holt-
um, til heimilis á Grandavegi 47,
Reykjavík, lést á sjúkrahúsi á Beni-
dorm 10. mars.
Anna Jónsdóttir Meðalholti 12, and-
aðist sunnudaginn 11. mars á heimili
sínu.
Hrefna Júlíusdóttir, Bjarkarbraut 1,
Dalvík, lést í sjúkrahúsi Akureyrar
sunnudaginn 11. mars.
Jarðarfarir
Happdrætti
Almanakshappdrætti Lands-
samtakanna Þroskahjálpar
Vinningurinn í janúar kom á miða nr.
6726 og vinningurinn í febrúar á nr. 2830.
Tónleikar
Háskólatónleikar
verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn
14. mars kl. 12.30. Flytjendur eru: Brynd-
ís Pálsdóttir fiðluleikari og Helga Brynd-
ís Magnúsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá
eru verk eftir Jón Nordal og Maurice
Ravel.
Fundir
Kvennadeild Barðstrendinga-
félagsins
heldur fund aö Hallveigarstöðum í kvöld,
13. mars, kl. 20.
KR-konur
Munið fundinn í kvöld, 13. mars, kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona.
Félagsfundur
JC Víkur
verður haldinn á Laugavegi 178 í kvöld
kl. 20.30. Ath: breyttan fundartíma.
Tapað fundið
Jenný M. Eiríksdóttir lést 5. mars sl.
Hún fæddist í Reykjavík 14. septemb-
er 1941, dóttir hjónanna Jennýjar P.
Friðriksdóttur Welding og Eiríks K.
Jónssonar. Eftirlifandi eiginmaður
Jennýjar er Gísli Þorkelsson. Eign-
uðust þau tvo syni. Útför hennar
veröur gerð frá Fella- og Hólakirkju
í dag kl. 15.
Eggert Tómasson, bóndi, Miöhóli,
Sléttuhlíð, sem lést 4. mars sl„ verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 16. mars kl. 15.
Sigurður Július Sigurðsson, Fífu-
hvammi 9, Kópavogi, verður jarð-
sunginn miövikudaginn 14. mars kl.
15 frá Kópavogskirkju.
Ingeborg Kristjánsson, Úthlíð 7,
Reykjavík, sem lést í Hafnarbúðum
7. mars, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu fimmtudaginn 15. mars
kl. 13.30.
Einar Guðmundsson, Hrafnistu,
Reykjavík, áður til heimilis að
Jmyrlahrauni 6, Hafnarfiröi, yerður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði í dag, þriðjudaginn 13. mars,
kl. 13.30.
Ástríður Árnadóttir, Suðurgötu 115,
Akranesi, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 14.
mars kl. 11 árdegis.
, '4
Hallur týndur
Hann er 4 ára gamall smávaxinn kisi og
á heima í Engjaseli 83. Hann er svartur
með rauða hálsól með rauðu merki-
spjaldi. Hann fór frá heimili sínu á
fimmtudagskvöldið sl. og hefur ekki sést
síðan. Ef einhver hefur orðið var við
Hall eða veit hvar hann er niöurkominn,
þá vinsamlegast látið vita í síma 72548
eða í síma Kattavinafélagsins 76206 og
75692. Fólk í nágrenninu er beðið um að
kíkja í ruslakompur, kjallara eða bíla-
geymslur.
Þakkir
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, hlý-
hug og vináttu við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður og fósturmóður,
KATRÍNAR SIGRÚNAR
ÁGÚSTSDÓTTUR,
Smáratúni,
Vatnsleysuströnd.
Guðbergur Sigursteinsson,
Ágúst Þór Guðbergsson,
Steinar Smári Guðbergsson,
Magnús ívar Guðbergsson,
Guðfinna Guðmundsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns, sonar, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Benedikts Brunsted Róbertssonar.
Bergljót Þórarinsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir
Elísabet Benediktsdóttir
Jóhanna G. Benediktsdóttir
Þóra G. Benediktsdóttir
Jóhann Eðvald Benediktsson
Oddur Guðjónsson
Jóhannes Pálsson
Stefán B. Ingvarsson
Ásgeir Guðmundsson
og barnabörn.
foreldra og börn þeirra. Þar geta foreldr-
arnir, sem eru heimavinnandi eða eiga
morgunstund aílögu, komið og fengiö sér
kafflbolla, spjallað saman, kynnst og
jafnvel föndrað með börnunum. Opið hús
verður síðan á hverjum miðvikudegi kl.
10-12 fram til vors a.m.k. og stefnt er aö
því að hafa erindi um eitthvað sem að
barnauppeldi eða umönnun barna snýr.
Tilgangurinn meö þessu er m.a. að koma
til móts við einstaklinga sem eru heima-
vinnandi. Þetta er upplagt tækifæri til
að koma með börnin með sér og hitta
annaö fólk og spjalla. -
Hallgrímskirkja
Samvera aldraðra í safnaðarsalnum mið-
vikudaginn 14. mars kl. 14.30. Séra Lárus
Halldórsson sér um dagskrána.
Ekki æfingabúðir
eða stökkpallur
- athugasemd við grein Sigrúnar Óskarsdóttur
Vegna greinar Sigrúnar Óskars-
dóttur, fulltrúa Röskvu í Háskóla-
ráði, sem birtist í DV 8. mars síðast-
liðinn, telur undirritaður sér skylt
að koma ákveðnum leiðréttingum
á framfæri. Sigrún gerir að umtals-
efni í grein sinni bréf sem barst
guðfræðinemum og var samið af
undirrituðum ásamt Bjarna Ár-
mannssyni. Hún segir: „í bréfinu
eru kynnt ýmis mál sem eignuð eru
Vöku á misvafasömum forsendum.
Klykkt er út með því að eigna Vöku
heiðurinn af því að nú fáum við
hugsanlega aö taka haustmisseris-
prófin í desember í stað janúar áð-
ur.“ Hér fer Sigrún með rangt mál
og birti ég máli mínu til stuðnings
orðrétt það sem stendur í lok bréfs-
ins (ég hefði kosið að birta allt bréf-
ið en ekki v.ar pláss til þess):
„Vökumenn í stjórn Stúdentaráðs
stóðu fyrir skoðanakönnun um
desemberpróf. Þar kom í ljós að
73,7% stúdenta í guðfræðideild
voru fylgjandi því að próf í janúar
yrðu færð fram í desember. Það
myndi þýða að þú myndir hefja
nám fyrr á haustin og ljúka því
fyrr á vorin. Vaka telur eðlilegt að
framfylgja meirihlutavilja stúd-
enta og þegar hefur verið hafit sam-
band við deildarforseta þinn og
hann beðinn um að taka málið upp
innan deildarinnar."
Stjórn SHÍ fram-
kvæmdi könnun
Ekki ætlum við Vökumenn að
eigna okkur hluti sem við höfum
ekki gert enda gerum við það ekki
í bréfinu. Staðreyndin er hins veg-
ar sú að Vökumenn í stjóm Stúd-
entaráðs framkvæmdu þessa skoð-
anakönnun og áttu framkvæðið að
því að tala við deildarforseta allra
deilda. Enginn er að neita því að
Sigrún hafi unnið að þessum mál-
úm innan sinnar deúdar. Annað
KjaHarirm
Sigurður Arnarson
guðfræðinemi
undirritaður hafi aðeins stundað
nám í deildinni eitt misseri. Síðan
gefur hún í skyn að undirritaður
hafi skrifað umrætt bréf „án þess
að kynna sér hlutina".
Þessum staðhæfingum er svarað
á þá leið að ég skrifa ekki undir
neitt sem ég hef ekki kynnt mér.
Sömu kröfu geri ég til annarra.
Auk þessa tek ég skýrt fram að ég
hugsa mér ekki „stúdentapólitík-
ina sem æfingabúðir og stökkpall
út í landsmálapólitíkina" (saman-
ber grein Sigrúnar) heldur vil ég
vinna að hagsmunamálum stúd-
enta.
Aldrei datt mér í hug að ég ætti
eftir að stunda ritdeilur í fjölmiðl-
um í því skyni að leiðrétta rang-
færslur um skoðanir mínar, hvað
þá sem nemi í guðfræðideild við
„Staðreyndin er hins vegar sú að Vöku-
menn 1 stjórn Stúdentaráðs fram-
kvæmdu þessa skoðanakönnun og áttu
frumkvæðið að því að tala við deildar-
forseta allra deilda.“
væri líka óeðlilegt þar sem hún er
einn þriggja fulltrúa guðfræðinema
á deildarfundum.
í grein Sigrúnar kvartar hún yfir
fjarveru minni á almennum félags-
fundi guðfræðinema þar sem próf-
málin voru rædd. Því er til að
svara, kæra Sigrún, að af viðkom-
andi félagsfundi vissi ég ekki fyrr
en degi síðar og svo var einnig um
fleiri félagsmenn.
Þekkingarleysi Sigrúnar
Áfram heldur Sigrún og talar um
þekkingarleysi mitt á málunum
sem hún rökstyður með því að
annan guðfræðinema. Ég er vanur
því að ræða persónulega við fólk
um skoðanir mínar og viðhorf og
leysa málin þannig. Hefði mér því
þótt við hæfi að Sigrún hefði komið
að máli við mig og skýrt sín sjónar-
mið. Ég tel mig þvi knúinn til að
svara henni á sama vettvangi. Að
lokum, Sigrún, heiti ég Sigurður
Arnarson og er sonur Arnar en
ekki einhvers Arnars.
í framhaldi óskar undirritaður
Sigrúnu gæfu og gengis í framtíð-
inni.
Sigurður Arnarson
Páfagaukur tapaðist
Blár selskapspáfagaukur tapaðist 11.
mars sl. Ef einhver hefur oröið var við
hann eða veit hvar hann er niðurkominn
er hann vinsamlegast beðinn um að
hringja í síma 680780 milli kl. 9 og 18 eða
í hs. 628010.
Kettlingur tapaðist
Grábröndóttur kettlingur tapaðist frá
Rjúpufelli sl. fimmtudag. Ef einhver hef-
ur orðið var viö hann eða veit hvar hann
er niðurkominn er hann vinsamlegast
beðinn að hringja í s. 79483.
Parker-penni tapaðist
Svartur Parker-penni með gulri hettu
tapaðist í miðbænum. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 17183 eftir kl. 18.
Fundarlaun.
Tilkyimingar
Milljóna-happdrætti Hand-
knattleikssambandsins
9. mars sl. var dregið í Milljóna-happ-
drætti HSÍ. Eftirtalin númer drógust út:
kr. 4 milljónir á miða nr. 20906, kr. 2
milljónir á nr. 9747 og nr. 46336. Hand-
knattleikssamband íslands þakkar
stuðninginn við landsliö okkar og minnir
á að sami miði gildir aftur 6. apríl nk.
Opið hús fyrir foreldra með
börn sín í Gerðubergi
Miðvikudaginn 14. mars kl. 10-12 verður
í fyrsta sinn í Gerðubergi opið hús fyrir
Fjölmidlar
Svona skntnar soyur
Fy rsti þátturinn af nokkrum sem
dægurmáladeild rásar 2 sér um bírt-
ist á skjánum í gær. Þekktir út-
varpshaukar æfðu vængjatökin á
skjánum og reyndu á ná þættinum
á það flug sem þeir eru þekktir fyrir
áöldumljósvakans.
Það tókst eiginlega ekki. Leitin aö
vorinu uti í Gróttu var áður en varði
dottín í þjóðlegan fróðleik í líki
myndskreyttrar draugasögu en Páll
Bergþórsson barg því sem bj argað
varð með sínum fróðleik.
Sviðsett hrossakaup tveggja
þekktra þingmanna voru klaufaleg.
Svavar og Páll hafa eflaust vit á
hestum en áhorfendur fengu eigin-
lega aldrei að sjá hrossiö almenni-
lega. Það lygndi bara augunum og
teygði álkuna framan í gleiðhorns-
linsuna og virkaði ekki sérlega gæð-
ingslegtfyrírvikið.
Þaðvarrætt viö íslenskan upp-
finningamann og það var farið raeð
peningasekk til Magna á Laugaveg-
ínum og hann yfirheyrður um verð-
mæti mynta. Rúsínan í pylsuendan-
um var svo skemmtiatriöi tveggja
klæðskiptinga sem sungu gamalt
revíulag.
Hvert efni fy rir sig hefði eflaust
getað verið hluti af ítarlegri umijöll-
tm en þetta virkaði ósköp sam-
hengislaust og tætingslegt. Það var
ems og útvarpsmennirnir fyndu
ekki sjálfa sig á skjánum. Þeir lögð.u
að vanda ofuráherslu á hið talaða
orð og tóku fyrir vikið orðið af
myndavélinni sem samkvæmt
venju á að leika aöalhlutverkið í
þáttagerð sem þessari. Þaö heföi
verið strax betra ef einn umsjónar-
maður heföi séð urn þáttinn í stað
Qögurra.
Auk þess legg ég til að vandaö
verði til prófarkalesturs á afkynn-
ingar- og kynningartextum í sjón-
varpinu. Það heyrir til stakra und-
antekninga ef þeir eru ekki löörandi
i villum.