Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Útlönd
Simamynd Reuter
Kosningabaráttan á skrið í Grikklandi
Andreas Papandreou, leiðtogl grískra sósíalista.
Sósíalistar og kommúnistar í Grikklandi hafa tekið höndum saman í
kosningabaráttunni og stofnað kosningabandalag. Þessi ákvörðun gæti
hæglega orðið til þess að hægri menn fái ekki hreinan meirihluta á þingi
í kjölfar fyrirhugaðra kosninga, þann 8. aprd næstkomandi. Yrði það í
annað sinn á stuttum tíma að vinstri öflin meina hægri mönnum hreinan
þingmeirihluta eftir kosningar.
Það voru kommúnistar sem lýstu því yflr að þeir myndu styðja sameig-
iniegt framboð með sósíalistaflokki Andreasar Papandreous í þeim kjör-
dæmum þar sem um eitt sæti er að keppa. Slík kjördæmi eru aðeins fimm.
Nýr leiðtogi kommúnista í Mongólíu
Forysta kommúnistaflokks Mongólíu, stjórnarflokks landsins, kaus í
gær nýjan leiðtoga flokksins, umbótasinnan Gombojavyn Ochirbat. Ör-
fáum minútum áður en kosning fór fram hafði forysta flokksins fallist á
afsögn fyrrum leiðtoga, Zhambyn Batmunkh, sem og allra félaga í stjórn-
málaráði flokksins.
Á fundi miöstjórnar flokksins í gær var kosið nýtt stjórnmálaráð flokks-
ins. Fastlega er búist við að miðstjórnarmenn rauni leggja til að valdaein-
ræði flokksins veröi afnumið og feti þar með í fótspor flestra annarra
kommúnistarikja, þar á meðal Sovétríkjanna.
Níu ára móðír
Níu ára tyrknesk stúlka ól svein-
barn fyrr í vikunni. Telpunni, sem
er yngsta móðir sem vitað er um í
Tyrklandi, líður vel og barninu,
sem tekiö var meö keisaraskurði,
heilsast einnig vel.
Móöirin unga var komin átta
mánuði á leið þegar iárið var mcð
hana á sjúkrahús og la;knarnir
ákváðu að taka barniö með keis-
araskurði. Aö sögn læknisins, sem
tók á móti barninu, er ekki vitað
um að yngri stúlka hafl alið barn
á Tyrklandi. Hann kvaðst þó tclja
að annars staðar hafi mun yngri
stúlka, fimm ára gömul, alið barn. Þessi níu ára gamla tyrkneska
Lögregla á Tyrklandi kannar nú stúlka eignaðist bam nýverið en
með hvaða hætti telpan varð þung- hún er yngsta móðir sem vitað er
OÖ. urn ÍTyrklandi. Simamynd Reuter
Efnahagslegt sjálfstæði gæti reynst erfitt
Það gæti tekið langan tíma fyrir Litháa, sem á sunnudag lýstu því yfir
að Litháen væri fullvalda og frjáls þjóð, að slíta efnahagsleg tengsl lýðveld-
isins við ríkjasamband Sovétrikjanna. Samkvæmt nýlegri könnun á veg-
um litháiska þingsins framleiða Litháar, sem eru alls 3,6 milljónir, nægan
mat til að fæöa alla íbúa lýðveldísins en eru aftur á móti háðir hinum
lýöveldum Sovétríkjanna hvað varðar olíu til að halda iðnaði þess gang-
andi. Ef stjórnvöld í Moskvu tækju þá ákvörðun á morgun aö setja Litháa
í efnahagsbann myndí framleiðslamargra útflutningsverðmæta lýðveldis-
ins stöðvast. Efnahagur Litháens hefur verið samþættur efnahag ríkja-
sambandsins alveg frá árinu 1940 þegar lýðveldið var innlimað i Sovétrik-
in. „Ég er fullviss um að flóknasta málefnið verði varðandi efnahagslíf-
ið,“ sagði Algirdas Brazauskas, leiðtogi kommúnista i Litháen.
Sovésk yfirvöld hafa gefið i skyn að Litháar þurfi aö borga fyrir sjálf-
stæði sitt vegna fjárfestinga og lána frá Moskvustjórninni til yfirvalda í
Litháen. Halli á viðskiptum Litháen viö hin fjórtán lýðveldi Sovétríkj-
anna nemur 1,4 milljörðum rúbla eða sem svarar til 2,3 milljörðum dollur-
um, að sögn Brazauskas. Að auki hafa embættismenn í Moskvu látið að
þvi liggja að ef Litháar hyggjast gera alvöru úr sjálfstæöisyfirlýsingu sinni
þurfi þeir að greiða fyrir ýmislegt annað, s.s. fyrir tjárfestingar Moskvu
i lýðveldinu, alls sem svarar til um um 27 milljörðum dollara.
Yngsti forseti Brasilíu
I dag tekur Fernando Collor de Mello við forsetaembættlnu í Brasillu
og verður þar með yngsti maður til að gegna þvl embættl. Margir íbúar
Símamynd Reuter
DV
Sovétríkin:
Gorbatsjov
kjörinn forseti
Áður en gengið var til atkvæða um
forseta urðu snörp orðaskipti á þingi
milli stuðningsmanna tillagnanna
um aukin völd til forseta og þeirra
sem töldu að tillögurnar færðu þjóð-
arleiðtoganum of mikil völd. Á þing-
inu mátti heyra einhverja þá harð-
orðustu gagnrýni sem Gorbatsjov
hefur sætt á fimm ára valdatíma sín-
um. Nokkrir þingfulltrúar lögðu
ábyrgðina á slæmu ástandi í efna-
hagslífinu á herðar forsetanum nýja.
„Eftir fimm ár af perestrojku er enn
ekkert hægt að kaupa,“ sagði Anna
Komarovskaya kennari.
Hið nýja embætti er mun valda-
meira en forsetaembætti Sovétrikj-
anna hefur verið hingað til. Forseti
hefur nú framkvæmdavald í fyrsta
sinni í sögu Sovétríkjanna og eru
völd hans á við þau sem forsetar
Bandaríkjanna og Frakklands hafa.
Hann getur m.a. sett á neyðarlög,
herlög, lýst yfir stríði, beitt neitunar-
valdi á þingi og undirritað alþjóða-
samninga.
Mikhail S. Gorbatsjov hefur verið
kjörinn forseti Sovétríkjanna með
1.329 atkvæðum gegn 495 að því er
fram kom í fréttum Tass, hinnar op-
inberu fréttastofu Sovétríkjanna, í
morgun. Atkvæðagreiöslan, sem var
leynileg, fór fram á fulltrúaþingi Sov-
étríkjanna í gærkvöldi eftir að þing
hafði fellt tillögu um að forseti yrði
kosinn af þjóðinni. Gorbatsjov var
einn í framboði til þessa embættis
sem felur í sér mun meiri völd en
forseti Sovétríkjanna hafði áður.
Júrí Osipyan, formaður kjörnefnd-
ar fulltrúaþingsins, tilkynnti um úr-
slit atkvæðagreiðslunnar við upphaf
þingfundar í morgun. „1 samræmi
við úrslitin lýsi ég því hér með yfir
að Gorbatsjov hefur verið kjörinn
forseti," sagði formaðurinn þing-
fundi en honum var sjónvarpað
beint. Eftir að úrslit lágu fyrir sór
Gorbatsjov embættiseið forseta.
Gorbatsjov hlaut mun fleiri en þau
Mikhail Gorbatsjov hefur verið kjörinn forseti Sovétríkjanna.
fimmtíu prósent atkvæða þing-
manna sem hann þurfti til að hljóta
kosningu. Alls sitja 2.245 fulltrúar á
Símamynd Reuter
þingi en forsetinn hlaut 1.329 at-
kvæði.
Auk Gorbatsjovs voru forsætisráð-
herra landsins, Nikolai Ryzhkov, og
innanríkisráðherrann, Vadím Ba-
katín, voru einnig útnefndir til emb-
ættisins á þingi í gærdag. Þeir drógu
framboð sín aftur á móti til baka og
lýstu yfir stuðningi við Gorbatsjov.
Moskvubúi leitar fregna af fundi fulltrúaþingsins. Simamynd Reuter
Fyrir atkvæðagreiðsluna bar Gor-
batsjov titilinn forseti, var forseti
þingsins, og hafði þar með skyldur
þjóðarleiðtoga. En völd hans voru
mun takmarkaðri en nú er gert ráð
fyrir að hann hafi. Gorbatsjov mun
útnefna forsætisráðherra fljótlega en
því emþætti gegnir Ryzhkov nú.
Ryzhkov hótaði að segja af sér í gær
í kjölfar ásakana um aðild að ólög-
legri vopnasölu. Hann sagði að stjórn
sín gæti vart setið áfram undir slík-
um árásum.
Reuter
Eldur í líbýskri verksmiðju
Yfirvöld í Líbýu staðfestu í morgun
að eldur hefði komið upp í verk-
smiðju í Rabta, um áttatíu kílómetra
suður af Trípólí, höfuðborg Líbýu,
en í gærkvöldi skýrðu bandarísk
yfirvöld frá að eldur hefði kviknað í
verksmiðjunni. Bandaríkin hafa sak-
að ráðamenn í Líbýu um að fram-
leiða efnavopn í umræddri verk-
smiðju og samkvæmt heimildar-
mönnum í Vestur-Þýskalandi hafa
fimmtíu smálestir af sinnepsgasi ver-
ið framleiddar þar. Þessu vísa líbýsk
yfirvöld á bug.
Bandarískir embættismenn höfðu
það eftir stjórnarerindrekum í Líbýu
að landamærum Líbýu hefði veriö
lokað. Þetta vildi talsmaður hinnar
opinberu fréttastofu, Jana, ekki stað-
festa í viðtali við fréttamann Reuter-
fréttastofunnar í nótt. í fréttum ABC,
bandarískrar fréttastofu, var haft
eftir ónafngreindum heimildar-
mönnum að verksmiöjan hefði
brunnið til kaldra kola.
Talsmaður Jana-fréttastofunnar
sagði að eldurinn hefði kviknað í
gærmorgun. Aðspurður um kring-
umstæðurnar sagðist hann ekki vilja
útiloka „skemmdarverk af hendi
Bandaríkjanna eða ísraels". í síðustu
viku sökuðu Bandaríkin stjórnvöld í
Líbýu um að framleiða efnavopn í
verksmiðjunni í Rabta og útilokuðu
ekki að hervaldi yröi beitt í landinu.
En Bush Bandaríkjaforseti hefur
neitað að Bandaríkin eigi hér aðild
að. Hið sama gildir um ísraelsk
Stjórnvöld. Reuter