Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Frakkland:
Ágreiningur meðal sósíalista
um eftirmann Mitterrands
Þessi mynd af Mitterrand Frakklandsforseta var tekin eftir aö hann vann forsetakosningarnar 1988.
Simamynd Reuter
Spurningin um þaö hver eigi að
taka við forsetaembættinu af Fran-
cois Mitterrand í Frakklandi verð-
ur eiginlega ekki aðkallandi fyrr
en eftir fimm ár. Það er að segja
ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur
fyrir. En nú þegar ríkir mikill
ágreiningur innan franska sósíal-
istaflokksins um hver eigi að verða
eftirmaður Mitterrands.
Það eru fyrrum forsætisráðherra
Frakklands og núverandi þingfor-
seti, Laurent Fabius, núverandi
kennslumálaráðherra og fyrrum
ílokksleiðtogi, Lionel Jospin, og
núverandi forsætisráðherra, Mic-
hel Rocard, sem harðast deila. í
fyrstu lotu er barist um embætti
leiðtoga sósíalistaílokksins en
landsfundur flokksins hefst í dag
Laurent Fabius, fyrrum forsætis-
ráðherra. Mitterrand viil að hann
taki við forsetaembættinu.
og stendur fram á sunnudag.
Farið hafa fram atkvæðagreiðsl-
ur í ýmsum deildum flokksins víðs
vegar um Frakkf and um þær tiflög-
ur eða stefnuyfirlýsingar sem lagð-
ar hafa verið fram af andstæðum
fylkingum innan hans. Fabius og
Jospin hafa hvor um sig fengið um
þriðjung atkvæða en Rocard hafn-
aði í þriðja sæti.
Laurent Fabius er sá sem Mitter-
rand vill að setjist í forsetastólinn.
Lionel Jospin nýtur stuðnings nú-
verandi flokksleiðtoga, Pierre
Mauroy, sem er fyrrverandi foT^
sætisráðherra. Jospin gæti samein-
ast öðrum öflum innan flokksins
og náð yfirhöndinni. Það myndi
einangra FabiuS og samtímis veikja
stöðu Mitterrands, að því er stjórn-
málafræðingar telja.
Michel Rocard forsætisráðherra
hefur aldrei verið vinsæll innan
flokksins og sagt er að hann muni
aldrei verða flokksleiðtogi. Það er
að segja ef flokkurinn breytir ekki
um stefnu og verður jafnaðar-
mannaflokkur en það er ekki á
döfinni.
Rocard er hefdur ekki í uppáhaldi
hjá Mitterrand. Kvisast hefur að
er ekki sagður vera í uppáhaldi
hjá Mitterrand.
Simamynd Reuter
Mitterrand myndi gjarnan vilja
skipta um forsætisráðherra ef
kringumstæðurnar leyfðu. Rocard
e'r hins vegar enn sá vinstri sinnaði
stjórnmálamaður sem er vinsæl-
astur meðal kjósenda, miklu vin-
sælli en Fabius og Jospin. Sextíu
prósent kjósenda tefja Rocard hæf-
an til að gegna embætti forsætis-
ráðherra og sextíu og eitt prósent
eru þeirrar skoðunar að Mitter-
rand sé hæfur tif að gegna embætti
forseta. Munurinn er of lítill til að
Mitterrand geti leyft sér það sem
hann hefur helst hug á, að því að
sagt er.
Mitterrand hefur látið fítið á sér
bera í baráttunni en unnið á bak
við tjöldin. Pierre Mauroy og aðrir
hafa reynt að koma á sáttum milli
andstæðra fylkinga en það er
valdajafnvægið í flokknum sem
verður hitamál á landsfundinum.
Staða forsetans verður háð valda-
jafnvæginu.
Auk Jospins, Fabius og Rócards
koma margir aðrir tif greina sem
forsetaframbjóðendur. Nefndur
hefur verið Jacques Delors, fram-
kvæmdastjóri Evrópubandafags-
ins, sem einnig er sósíalisti. Vegna
starfa síns á vegum Evrópubanda-
lagsins hefur hann ekki getaö haft
sig mikið í frammi.
í hita baráttunnar hefur hug-
myndafræðin orðið að lúta í lægra
haldi og enginn býst við hug-
myndafræðilegum kappræðum á
landsfundinum. Stríðið milli þeirra
stóru verður mikilvægast, að því
að talið er.
TT
Fyrirhugaðar kosningar í Ungverjalandi:
Svartsýni
ríkjandi
meðal kjósenda
Það ríkir svartsýni í Ungverja-
landi þessa daga, aðeins tíu dögum
áður en fyrsta umferð þingkosn-
inga á að fara fram þar í landi.
Ungverjar ganga til kosninga þann
25. mars, aðeins viku eftir að kosn-
ingar fara fram í Austur-Þýska-
landi.
Mikil ringulreið ríkir meðaf kjós-
enda í Ungverjalandi sem margir
hverjir vita ekki hvernig fyrir-
komulag kosningarnna verður. Þá
er einnig grunnt á vantrausti Ung-
verja á frambjóðendunum og segj-
ast margir ekki vita hverjum þeir
ætla að greiða atkvæði. Enn aðrir,
sem eru vonsviknir vegna slæmra
lífsskilyrða og fjörutíu ára stjórnar
kommúnista, tefja ekki að úrslit
kosninganna muni breyta nokkru
í þeirra lífi.
Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun í Ungverjalandi býst hátt
í helmingur þjóðarinnar, fjörutíu
og fimm prósent aðspurðra, ekki
við raunverufegu lýðræði í kjölfar
kosninganna. Fjörutíu og tvö pró-
sent kváðust telja að kosningaheit-
in yrðu rofin, hver sem færi með
sigur af hólmi. Færri en helmingur
‘telja að lífsskilyrði muni batna eftir
kosningar.
Fyrirhugaðar kosningar, sem
fara fram í tvennu lagi, 25. mars
og 8. apríl, verða fyrstu fjölflokka-
kosningarnar í þessu landi síðan
árið 1945. Kommúnistar hagræddu
úrslitum þingkosninga sem fóru
fram tveimur árum síðar, árið 1947.
Tólf flokkar keppa um sæti á hinu
386 sæta löggjafarþingi. Að auki
eru sextán flokkar til viðbótar sem
Fyrri hluti þingkosninga í Ungverjalandi ferfram þann 25. mars næstkom-
andi. Símamynd Reuter
bjóða einungis fram í sveitar- og mannaflokkurinn, sem reistur var
bæjarstjórnarkosningum. á .rústum gamla kommúnista-
Samkvæmt skoðanakönnunum ilokksins, nýtur um það bil helm-
fá þrír flokkar, Bandalag frjáls- ingi minni stuðnings en fyrrnefnd-
lyndra demókrata, Lýðræðislegur ir flokkar, eða um tíu prósent.
vettvangur og Bændaflokkurinn, Reuter
mest fylgi. Ungverski jafnaðar-