Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Side 13
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990. Lesendur Reglugerð Tryggingastofnunar: Núll fyrír hvern? Sigríður Gunnarsdóttir skrifar: Lengi hef ég beðið eftir einhverj- um viðbrögðum frá „krónískum" sjúkhngum vð breytingu á reglu- gerö Trygingastofnunar sem tók gildi 15. febr. sl. og lendir nú með fullum þunga á þeim sem lítið höfðu fyrir og skulu nú hafa enn minna. - Hvernig stendur á því að fólk tekur þegjandi við þessu órétt- læti? Er það orðið svona langkúgað að það reynir ekki einu sinni að rísa upp? - Vera menn? Heilbrigðisráðherra hefur ekki góða ráðgjafa, ef ekki eru gerðar neinar ráðstafanir til þess að draga á einhvern hátt úr 100% hækkun gjalda hjá stórum hópi fólks með alvarlega og langvinna sjúkdóma, sem neyðast til að fara reglulega til sérfræðings til meðferðar og eft- irlits. - Hinn hrausti, sem hefur fulla vinnugetu og laun, og fer ef til vill tvisvar á ári til læknis með minniháttar kvilla, hann þarf ekki að greiða neitt... Heimilislæknar eru ekki sér- fræðingar á öllum sviðum og taka ekki að sér að veita meðferð og líta eftir, t.d. alvarlegum bandvefssjúk- dómum eða sykursýki. Þessir sjúk- dómar valda ekki aðeins skertri vinnugetu og þjáningum, heldur geta þeir reynst banvænir, ef þeim er ekki sinnt. Aðeins lítill hluti fólks með ólæknandi sjúkdóma eru 75% öryrkjar eða ellilífeyrisþegar, og aðeins þeir eiga rétt á lækkun læknis- og lyfjakostnaðar. - Konur í sambúð fá t.d. sjaldan slíkt mat og ég skora á þá sem ekki trúa slík- um staðhæfingum að kynna sér hve mörg prósent í þeim örorku- flokki eru konur. Svo ég komi með raunhæfar tölur þá var ég í sprautumeðferð í fyrra í 12 vikur. Hver tími kostaði þá 630 kr. (það var viðtal og skoðun hjá sérfræðingi, sprauta, blóðprufa og stundum þvagprufa). Þetta gerði alls kr. 7.560 og var þó aðeins hluti af mínum lækniskostnaði á árinu 1989. - Nú myndi samsvarandi meðferð kosta kr. 900, hvert viðtal, blóðprufa kr. 300, sprauta kr. 300, þvagprufa kr. 300. - Sem sé a.m.k. 1500 í hvert sinn, og jafnvel kr. 1800.- - Kostnaður þá samtals a.m.k. 18.000 krónur. Ég er opinber starfsmaður í hálfu starfí og fékk 1,25% í launahækkun í síðustu 0-samningum og það lof- orð með að ekki yrðu hækkanir á opinberri þjónustu. - Hvar eru efndirnar? Ég skrifa þetta undir nafni og hvet fólk til að láta í sér heyra. Velferðarsamfélag felst í því að hinir hraustu hjálpa þeim veiku til sjálfshjálpar og í þannig samfélagi viljum við búa. - Og maður líttur þér nær - þú gætir orðið næstur. P.S. Hækkunin á gjaldinu fyrir við- tal hjá sérfræðingi, kr. 270, er minnsti hlutinn af hækkun á lækn- isþjónustu. Það er rannsóknar- gjaldið sem hleypir kostnaðinum upp - og það svo um munar. Linda Pétursdóttir i sundbol. - Væri ekki eðlilegra að nota hlýja íslenska ull þegar myndað er utanhúss? er spurt hér. í 15 stiga frosti - fyrir ísland? Kona skrifar: í síðustu viku var það í fréttum m.a. að Linda Pétursdóttir alheims- fegurðardrottning stæði í ströngu og sæti fyrir hjá erlendum ljósmyndur- um í íslenskri náttúru. Þar var-sagt frá aö hún sýndi mikla hreysti þar sem hún sæti jafnvel fyrir í sundbol í 15 stiga frosti. Ég get ekki orða bundist yfir þessu. Hvers konar meðferð er þetta á kon- unni? Hvenær væri svona meðferð á dýri leyfð án þess að kært yrði til dýraverndunarsamtaka? - Ég vil vekja athygli á að Linda er „notuð“, í þessu tilfelli sem hlutur en ekki manneskja. Er ef til vill komin þörf fyrir lög til verndar manneskjunni eins og dýra- verndunarlögin? Hversu lágt þurfa fegurðardrottningar að leggjast í nafni fegurðar? Getur það talist góð auglýsing fyrir ísland að hátta konur í 15 stiga frosti og taka af þeim myndir? - Væri ekki eðlilegra að klæða hana í hlýja ís- lenska ull? Tékkhefti Isiandsbanka Þar sem allir sem ég veit um (og þeir eru nokkuð margir) kvarta yfir þessu, vil ég skora á íslands- banka að breyta heftunum í það form sem þau voru áður hjá Al- þýðubankanum - eða hafa þau einnig þannig, svo að fólk geti valið á milli. Ég veit að þeir sem eru með fyrir- Tékkahafi skrifar: Ég sé mig tilneydda til að skrifa þetta bréf þar sem allir tala um þetta en enginn gerir neitt í því að koma þessum skilaboðum áfram. Þannig er mál með vexti, að ég var með tékkhefti í Alþýðubankan- um, og er þar af leiðandi með hefti í íslandsbanka núna. Ég þarf yfir- leitt að skrifa skýringar með hverju blaði sem úr tékkheftinu fer en verð nú aö skrifa þær á blað og setja inn hverju sinni er ég fylli út tékka. Það er oft erfitt að greina þessar skýringar í sundur og verð ég einn- ig að viðurkenna að ég get ómögu- lega skilið hvernig þeir hjá íslands- banka fara að því að skrifa inn í hefti sín. Margir vilja hafa þann hátt á að skrifa skýringar innan á svuntu viðkom- andi tékka, og til þess vitnar bréfritari. tæki láta ekki eina einustu ávísun út frá sér nema skrifa við þær skýr- ingar, sem ekki er hægt með þess- um mjög svo hvimleiðu svuntum, sem íslandsbanki notar nú í tékka- heftunum. Vona ég að fleiri láti frá sér heyra um þetta, þar sem ég er „úti á landi“, og vonast til þess að þeir hjá íslandsbanka sjái sér þó í það minnsta fært - eins og ég hefi minnst á - að leyfa fólki að velja. Starfskraftar (helst hjón) óskast til að þrífa prentsmiðju á kvöldin e. kl. 20. Óskað er eftir vönu fólki. Þeir sem hafa áhuga leggi inn skriflegar umsóknir til auglýsingadeildar DV, merkt „Prentsmiðjuþrif", fyrir kl. 14 á laugard. 17. mars, með upplýsingum um fyrri störf. Al- gjör reglusemi er skilyrði. Forstöðumaður leikfangasafns Við ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisstjórnar á Akureyri er laus staða á leikfangasafni. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf sem gefur möguleika á ýmiss konar nýbreytni, þróun og þverfaglegri samvinnu. Umsækjendur skulu hafa menntun á uppeldissviði og reynslu af vinnu með 0-6 ára börn. Skriflegar umsóknir, er greina frá menntun og starfs- reynslu, sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar, Stór- holti 1, 600 Akureyri, fyrir 27. mars nk. Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar á skrifstof- unni og í síma 96-26960 alla virka daga kl. 09.00- 16.00 Forstöðumaður ráðgjafar- og greiningardeildar. HMC FERINGARMOMMUR - FERINGARÖMMUR Kápur - dragtir - kjólar Glæsilegt úrval V/LAUGALÆK, SIMI 33755 Nú er hægt aó hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. Þú gefur okkur upp: nafn þitt og heimilisfang, síma, kennitölu og gildistíma og númer greiðslukorts. Hámark kortaúttektar í síma kr. 6.000,- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.