Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Page 15
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
15
íslenski barnaskólinn
„Barnaskólar skulu leitast viö að
haga störfura i sem fyllstu sam-
ræmi viö eðli og þarfir nemenda
sinna, hjálpa þeim aö öðlast heil-
brigð lífsviðhorf og hollar lífsvenj-
ur, vera á verði um líkamshreysti
þeirra og veita þeim tilsögn 'í lög-
skipuðum námsgreinum, hverjum
eftir sínum þroska."
Þetta er markmiðsgrein íslenskra
fræðslulaga sem lögfest voru 1946.
Eins og greinin ber með sér er
barnið sjálft þungamiðjan, þarfir
þess og þroski á að ráða ferðinni
og fullorðnum falið að standa vörð
um hvort tveggja jafnhliða því að
veita börnum þá fræðslu sem nauð-
synleg er miðað við menningu og
þjóðfélagsgerð.
Andi mannúðar og réttlætis svíf-
ur þarna yfir vötnum enda segja
fróðir menn að þessi fræðslulög
hafi verið ein hin bestu og framsýn-
ustu í Evrópu á sínum tíma og þó
að víðar væri leitað.
Kjarni markmiðsgreinar grunn-
skólalaga frá 1974 er nánast sá sami
en það er jafnframt sú grein lag-
anna sem oftast er vitnað til. Því
má ef til vill spyrja hver hafi verið
þörfin á að setja landinu ný
fræðslulög, hvort hin eldri hefðu
ekki dugað fullvel með einhverjum
breytingum.
Samskóli
Þegar nýstefnunnar í skólamál-
um tók að gæta hér á landi fyrir
aldarfjórðungi var gagnrýnin, sem
gamli skólinn sætti, tvenns konar.
Annars vegar beindist hún að sið-
um skólans og hefðum (börnin eins
og litlir hermenn í rpðum, óvistleg-
ar skólastofur, ósveigjanleg upp-
röðum í skólastofunni o.fl.) og hins
vegar að fræðilegum forsendum
Kjallarinn
Helga Sigurjónsdóttir
námsráðgjafi
hans, námsefni og kennsluaðferð-
um.
Hvað hið fyrra varðar kom gagn-
rýnin „neðan“ frá. Frá mannvin-
um í kennarastétt og ekki hvað síst
frá kennslukónum sem flykktust í
stéttina um þær mundir. Öðru
máli gegndi hvað varðar hið síðar-
nefnda. Þar kom gagnrýnin „ofan“
frá - frá vísindamönnum. Sú sátt
sem hafði ríkt um skólann - ís-
lenska alþýðuskólann - frá upphafi
vega var þar með rofm og gjá
myndaðist milli foreldra og kenn-
ara, almennings og skólans.
Með nýjum hugmyndum og
kenningum í félagsfræði, uppeldis-
fræði og sálfræði var ætlunin að
bæta bæði kennslu og kennslu-
hætti og auka þar með námsafköst
nemenda ásamt því að gera skól-
ann að góðum vinnustað þar sem
öllum liði vel og allir nytu sín.
Fyrst og fremst átti skólinn þó að
verða eins konar jöfnunartæki þar
sem félagslegt og efnahagslegt mis-
rétti yröi leiðrétt. Eða eins og dr.
Wolfgang Edelstein segir í bókinni
Skóli - nám - samfélag: „Með um-
bótunum átti að móta aðstæður og
aðferðir svo að menntun yrði tæki
til að bæta upp misréttið sem fé-
lagslegar aðstæður sköpuðu“ (bls.
260).
Hugmyndin um samskóla - í
anda virknihyggjumanna (W.E.
bls. 159) - hafði sem sagt litið dags-
ins ljós. Þessi skóli var líka „vís-
indalegur" skóli þar sem vísinda-
legum kennsluaðferðum skyldi
beitt og námsefni samið í anda
ákveðinna vísinda og fræða. Þar
voru lagðar til grundvallar kenn-
ingar í hugfræði, þroskasálfræði
og félagslegum málvisindum.
Kennsluaðferðir og kennsluefni
skiptu því meginmáli um fram-
kvæmdina og skilyrði fyrir góðum
árangri var „mótun viðeigandi og
árangursríkra kennsluhátta - ekki
síst þeim til góða sem minna máttu
sín“ (W.E. bls. 258).
Örlög gamla skólans
Fullvíst má telja að margt í starf-
semi íslenska skyldunámsskólans
hafi færst til betri vegar á umliðn-
um 20 til 25 árum, einkum í yngstu
bekkjunum. Hinu er ekki unnt að
horfa fram hjá að nýjungamenn
hafa áreiðanlega ofmetið mátt
kenninganna og bundið of miklar
vonir við nýtt námsefni. A.m.k.
hefur grunnskólinn ekki orðið það
félagslega jöfnunartæki sem að var
stefnt. Jafnvel hið gagnstæða. Og
fátt bendir til þess að samskóli á
framhaldsskólastigi muni gera það
heldur að öllu óbreyttu.
En eins og jafnan vill verða þegar
hugsjónaeldur fer um byggðir og
borg og nýr „sannleikur" lítur
dagsins ljós er hið gamla látið fyrir
róða næsta skeytingarlaust. Þann-
ig fór fyrir gamla skólanum í hita
leiksins. Honum og „gamaldags"
kennurum hans var fundið flest til
foráttu. í gamla skólanum - sögðu
gagnrýnendur og nýjungamenn -
var börnum hvorki kennt að hugsa
né áhersla lögð á skilning heldur
fólst kennslan einvörðungu í utan-
bókarlærdómi. Kennararnir í
gamla daga gerðu því lítið annað
en að hlýða yfir og prófa. Þess utan
leiddist öllum í skólanum og leið
þar illa.
Nú vill svo til að fjölmargt fólk á
miðjum aldri hefur ekki þessa sögu
að segja af gamla skólanum sínum,
á ekki slæmar minningar þaðan og
er vel menntaö þrátt fyrir gamal-
dags kennslu. Sjálf minnist ég
margra frábærra kennara minna í
barna- og gagnfræðaskóla. Kenn-
„Fyrst og fremst átti skólinn þó að
verða eins konar jöfnunartæki þar sem
félagslegt og efnahagslegt misrétti yrði
leiðrétt.“
ara sem luku upp fyrir mér leynd-
ardómum helstu fræðigreina sem
eru undirstaða frekara náms - og
hefur dugað vel. Kennara sem
vissulega töluðu við nemendur eins
og vitibornar verur, útskýrðu það
sem flókið var, leiðbeindu um
skynsamleg vinnubrögð, lögðu
áherslu bæði á þekkingu og skiln-
ing en gerðu jafnframt kröfur um
samviskusemi og vönduð vinnu-
brögð. Allt þetta held ég að hafi
einmitt verið aðalsmerki íslenska
skyldunámsskólans frá fyrstu tíð.
Gamla, íslenska barna- og ungl-
ingaskólans sem, að minum dómi,
hefur legið of lengi óbættur hjá
garði. Þeim skóla og kennurum
hans á ég mikið að þakka.
Gamlar nýjungar?
Já, þannig vill einatt fara - að
barninu er kastað út með baðvatn-
inu og nú held ég að íslenskir skóla-
menn ættu að fara að skyggnast
um eftir blessuðu barninu og at-
huga hvernig því líður - ef það er
ennþá á lífi. Til dæmis að forða frá
glötun mörgum góðum kennslu-
bókum frá fyrri tíð. Hreinum gim-
steinum. Þess utan er rétt að hafa
í huga að „nýju kenningarnar",
sem íslenski grunnskólinn er reist-
ur á, eru orðnar gamlar. Þær eru
komnar vel á fimmtúgsaldurinn og
úreltar í mörgum greinum.
Ekki má samt skilja orð mín svo
að ég telji gott allt sem var - því fer
fjarri. Gamalt og nýtt er bæði gott
og slæmt eins og hvaðeina í tilver-
unni. Við skólamenn, sem fræðin
kunnum, skulum því biðja þess að
við megum eiga svo viturt hjarta
og hafa til að bera þá dómgreind
sem þarf til að greina þar á milli.
Helga Sigurjónsdóttir
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. - Sendi Rúmenum 600 tonn af gömlu
kjöti og kallar „gjöf frá íslensku þjóðinni“, segir greinarhöfundur m.a.
krata fyrr á dögum. Það eru nærri
þrír áratugir liðnir síðan. Bent var
á að við myndum spara stórfé með
því að halda bændum í vellysting-
um suður á Mallorca árið um kring
en flytja inn í staðinn erlendar af-
urðir. Þá gekk allt af göflum.
En nú eru bændum greiddar
svimandi fjárhæöir fyrir að nota
ekki svonefndan fullvirðisrétt, sitja
auðum höndum og hætta að fram-
leiða búvörur þannig að svæsnustu
samlíkingar fyrri daga eru orðnar
að beiskum veruleika. Því miður
er doktor Gylfi hættur í pólitík.
Hann hætti fyrir aldur fram,
kannski af því að það var ekki
hlustað á hann. í hans stað er kom-
inn sniðugur krati sem gefur Rúm-
enum 600 'tonn af gömlu kinda-
kjöti, sem enginn hér vill leggja sér
til munns, svo hann þurfi ekki að
aka því á öskuhaugana.
Væri ekki ráð að senda Rúmen-
um 600 íslenska bændur með kjöt-
intf og spyrjast fyrir um hvort aðr-
ar þjóðir austantjalds vilji ekki fá
álíka sendingu til þess að nýta þar
fullvirðisrétt og verða bjargálna-
menn í landbúnaði?
Baldur Hermannsson
Sendum Rúmen-
um 600 bændur
Jón Sigurðsson krati hefur sent
Rúmenum 600 tonn af gömlu kjöti
og kallar „gjöf frá íslensku þjóð-
inni“. Það er fallegt að víkja matar-
bita að svöngu fólki en íslendingar
geta gert betur.
Nú leggur hver reiknimeistarinn
af öðrum fram óyggjandi tölur sem
sanna að við hér á íslandi erum
þvingaðir til þess að borga árlega
fyrir búvörur 15 milljörðum króna
meira en væri ef Jón krati myndi
heimila okkur að flytja inn erlend-
ar landbúnaðarafurðir.
465 milljarðar
15 milljarðar er engin smáupp-
hæð. Það er 60.000 krónur á hvert
mannsbarn í landinu, unga sem
aldna. Ef íslendingar hefðu brugð-
ist við af skynsemi þegar fyrst var
bent á þessa staðreynd þá værum
við núna velllauðug þjóð í stað þess
að nú rambar hér allt á horfótum.
Ég man vel eftir skrifum um þessi
mál árið 1976. Þá lögðu greindir
menn fram öll nauðsynleg sönnun-
argögn, en það var ekki hlustað' á
þá. A íslandi þykir ekki hlýða að
hlusta á vitra menn fyrr en það er
um seinan. Fremstur fór Jónas
Kristjánsson og hann ætti að fá
fálkaorðuna fyrir baráttu sína, það
hafa margir fengið orðu af smærra
tilefni.
Ef við hefðum leyft innflutning
landbúnaðarafurða í byrjun árs
1976, lagt inn árlegan sparnað á
reikning með 10% raunávöxtun þá
væri munur að vera íslendingur
núna.
Hvað hefði þjóðin þá átt mikla
innstæðu um síðustu áramót?
Svarið er: 465 milljarða króna,
KjaUarinn
1 jká"
Baldur Hermannsson eðlisfræðingur
nærri tvær milljónir á hvert
mannsbarn.
12 og 6 milljónir
Ég þekki reykvísk dugnaðarhjón
sem eiga ijögur mannvænleg börn.
Þrátt fyrir þrotlaust strit hefur
þeim ekki tekist að eignast eigið
þak yfir höfuð, heldur mega þau
hírast í dýru leiguhúsnæði og líður
alltaf hálfllla. Ef menn hefðu hlust-
að á skynsama menn í stað þess
aö láta stjórnast af kjánum þá hefði
þessi sex manna fjölskylda getað
tekið út sínar 12 milljónir króna 1.
janúar síðastliðinn. Hún hefði get-
að borgaö út í hönd stóra sex her-
bergja íbúð, sumarbústað og tvo
nýja bíla.
Eg þekki líka ung hjón sem börð-
ust í bökkum, bjuggu í bílskúr með
kornabarn sitt og höfðu ekki ráð á
öðru, voru þó reglusöm og piltur-
inn forkur að skaffa. Gamla fólkið
sagði að þegar neyðin berði að dyr-
um skytist ástin út um gluggann,
og sú varð því miður reynd, því
konan unga gafst upp á baslinu,
sleit sambúð og fluttist heim til
pabba og mömmu.
Um síðustu áramót hefði verið
hægt að afhenda þessu duglega
góða fólki 6 milljónir króna og segja
því að kaupa sér vandaða íbúö, föt
á litla barnið, japanskan bíl og
skreppa síðan í sólarlandaferð til
þess að gleðja ungu frúna.
Þrír áratugir
Fyrstur manna til þess að sýna
fram á að landbúnaður er orðinn
snara um háls þjóðarinnar var
doktor Gylfi Þ. Gíslason, foringi
„Hvað hefði þjóðin þá átt mikla inn-
stæðu um síðustu áramót? - Svarið er:
465 milljarða króna, nærri tvær millj-
ónir á hvert mannsbarn.“