Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 26
34 EIMMTUDAGUR 16..MA'RS 1990. Afmæli Jóhannes Arason Jóhannes Arason útvarpsþulur, Þórsgötu 25, Reykjavík, er sjötugur ídag. Jóhannes fæddist aö Ytralóni á Langanesi í Noröur-Þingeyjarsýslu en flutti meö fjöldskyldu sinni til Þórshafnar 1930 og þaðan til Reykja- víkur 1935. Jóhannes gekk í Samvinnuskól- ann viö Sölvhólsgötu og útskrifaðist þaðan 1937. Hann stundaöi framan af árum verslunar- og skrifstofu- störf, fyrst hjá Pöntunarfélagi verkamanna og KRON, síðar hjá Grænmetisverslun ríkisins og í fjölda ára hjá Áfengisverslun ríkis- ins. Lengst af stundaði hann þó þul- arstörf við Ríkisútvarpið eða frá 1956. Jóhannes hefur lagt gjörva hönd á margt. Auk ofangreindra starfa má nefna sveitavinnu, vegavinnu og beitningu á yngri árum en síðar meir t.d. byggingavinnu, veiðar, bókband, prófgæslustörf og próf- arkalestur. Hann hefur sungið með blönduðum kórum frá tvítugsaldri. Jóhannes kvæntist29.12.1945 El- ísabetu Einarsdóttur, f. 8.6.1922. Foreldrar hennar voru Einar Hall- dórsson, bóndi og hreppstjóri á Kárastöðum í Þingvallasveit, f. 18.11.1883, d. 19.12.1947, ogkona hans, Guðrún Sigurðardóttir, f. 7.7. 1892, d.25.2.1955. Börn Jóhannesar og Elísabetar eru: Ása fóstra, f. 18.6.1946, Ari Jón, yfirlæknir á Akranesi, f. 26.7.1947, og Einar klarinettuleikari, f. 16.8. 1950. Foreldrar Jóhannesar voru Ari Helgi Jóhannesson, f. 5.12.1888, d. 20.7.1938, kennari í Sauðaneshreppi og síðar starfsmaður hjá Skattstof- unni í Reykjavík, og kona hans, Ása Margrét Aðalmundardóttir hús- móðir. Arivarsonur Jóhannesar, b. í Ytritungu, síðar á Ytralóni, Jóhann- essonar, hreppstjóra í Saltvík, síðar b. í Fellsseli, bróður Þorkels, b. á Syðrafjalli, afa Indriða Indriðasonar ættfræðings og Þorkels Jóhannes- sonar háskólarektors. Systir Jó- hannesar var Sigurbjörg, móðir Sig- urjóns skálds, alþingismanns og oddvita að Litlulaugum, fóður Halldóru skólastjóra, móður Krist- ínar Halldórsdóttur, starfskonu Kvennalistans og fyrrv. alþingis- konu, en meðal annarra barna Sig- urjóns má nefna Arnór, skólastjóra og rithöfund, Braga, fyrrv. alþingis- mann, ráðherra og ritstjóra, Dag skólastjóra og Unni, móður Inga Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stéttarsambandsbænda. Sigurbjörg var einnig móðir Guðmundar skálds og b. á Sandi í Aðaldal, föður Bjart- mars alþingismanns og Heiðreks skálds. Jóhannes var sonur Guðmundar, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Síla- læk, Indriðasonar „gamla“, b. á Sílalæk, ættföður Sílalækjarættar- innar, Árnasonar, b. í Torfunesi, Jónssonar, b. á Gvendarstöðum, Þórðarsonar, ættföður Jóns Þórðar- sonar-ættarinnar. Móðir Jóhannesar á Ytralóni var Jóhanna, systir Sigurjóns, óðalsb. á Laxamýri, föður Jóhannesar á Laxamýri, afa Benedikts Árnasonar leikstjóra. Sigurjón var einnig faðir Jóhanns skálds og Snjólaugar, móð- ur Siguijóns, fyrrv. lögreglustjóra. Jóhanna var dóttir Jóhannesar, ætt- föður Laxamýrarættarinnar, bróð- ur Jóns í Sýrnesi, langafa Jónasar frá Hriflu. Jóhannes var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jósepssonar, b. í Kast- hvammi, Tómassonar, b. í Hvassa- felli, ættföður Hvassafellsættarinn- ar, bróður Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar Hallgrímssonar. Móðir Ara Helga var Þuríður Þor- steinsdóitir, prests á Þóroddsstað, bróður Sólveigar á Gautlöndum, móður Kristjáns háyfirdómara, al- þingismanns og ráðherra, afa Pét- urs Eggerz sendiherra. Sólveig var einnig móðir Péturs, alþingsmanns ográðherra, Steingríms, bæjarfó- geta og alþingismanns, og Rebekku, móður Haraldar Guðmundssonar, alþingismanns og ráðherra. Bróðir Þorsteins var Jón, þjóðfundarmað- ur á Lundarbrekku, afi Árna, al- þingismanns í Múla, föður Jónasar, rithöfundar og fyrrv. alþingis- manns, og Jóns Múla, tónskálds og útvarpsmanns. Annar bróðir Þor- steins var Benedikt, b. og smiður á Refstað, afl Geirs Hallgrímssonar, seðlabankastjóra og fyrrv. forsætis- ráðherra. Þorsteinn var sonur Jóns, prests í Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíðar- ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Þuríðar var Guðbjörg Ara- dóttir, b. á Skútustöðum, hálfbróður Friðriku, móður Jóns í Múla. Ari var einnig hálfbróðir Þuríðar, móð- ur Sigurðar, b. og ráðherra í Ysta- felli, afa Jónasar búnaðarmála- stjóra. Ari var sonur Helga, b. á Skútustöðum, ættföður Skútustaða- ættarinnar, Ásmundssonar. Ása Margrét var dóttir Aðalmund- ar, b. á Eldjárnsstöðum á Langa- nesi, Jónssonar, b. þar, Þorsteins- sonar, b. þar, Jónssonar, b. þar. Móðir Aðalmundar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Hraunfelli í Vopna- firði, Jónssonar og Valgerðar Sig- Jóhannes Arason. urðardóttur. Móðir Ásu Margrétar var Hansína Benjamínsdóttir, b. á Brimnesi á Langanesi, Ásmundssonar, frá Hallgilsstöðum, Sölvasonar. Móðir Hansínu var Guðný, systir Þórdísar, langömmu Elísabetar, móður Ingi- bjargar Albertsdóttur sem varð hundrað ára í nóvember 1988. Guöný var dóttir Eymundar, b. í Fagranesi, Eymundssonar, b. í Skál- um, Ólafssonar, b. í Skoruvík, Finn- bogasonar, b. á Haugsstöðum í Vopnafirði, Steinmóðssonar, Árna- sonar, prests í Vallanesi, Þorvarðar- sonar. Móðir Árna var Ingibjörg Árnadóttir, b. á Burstarfelli, ætt- föður Burstarfellsættarinnar, Brandssonar. Jóhannes er að heiman á afmælis- daginn. Stéfán Kristinn Teitsson Stefán Kristinn Teitsson, fram- kvæmdastjóri Akurs hf., Bjarkar- grund 6, Akranesi, er sextugur í dag. Stefán er fæddur á Akranesi og þar ólst hann upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi 1947, loftskeytaprófi 1948 og tók sveinspróf í húsasmíði 1953. Á árunum 1948-53 stundaði hann sjómennsku, var háseti og loft- skeytamaður í afleysingum á b/v Bjarna Ólafssyni og loftskeytamað- ur í afleysingum á b/v Akurey. Stef- án vann síðan nokkur ár að húsa- smíði með fööur sínum, en stofnaði trésmiöjuna Akur hf. 1959 og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan. Hann var slökkviliðsstjóri Akraness 1964-84, sat í skólanefnd Iðnskóla Akraness 1969-77, í at- vinnumálanefnd 1972-76 og í bygg- inganefnd 1978-85. Stefán kvæntist þann 20.5.1950 Fríðu Lárusdóttur tónlistarkenn- ara, f. 6.1.1931. Foreldrar hennar voru Lárus Halldórsson, skólastjóri í Mosfellssveit, og Kristin Magnús- dóttir. Börn Stefáns og Fríðu eru: Teitur, f. 23.6.1949, framkvæmda- stjóri Heimaskaga hf., búsettur á Akranesi, kvæntur Ásgerði ísfeld, starfsmanni Járnblendifélagsins hf. á Grundartanga, og eiga þau eina dóttur. Örlygur, f. 10.1.1953, verslunar- stjóri hjá Versluninni Bjargi hf., búsettur á Akranesi, kvæntur Ástu Gísladóttur verslunarmanni og eiga þautvo syni. Hulda, f. 29.6.1954, húsmóðir og starfsmaður Samvinnubankans í Reykjavík, búsett á Álftanesi, gift Sigurði Vali Ásbjarnarsyni, sveitar- stjóra Bessastaðahrepps, og eiga þauíjóra syni. Halldór, f. 29.12.1961, tæknifræð- ingur hjá Akri hf., búsettur á Akra- nesi, býr með Petreu Pétursdóttur og eiga þau eina dóttur. Þórgunnur, f. 11.10.1966, skrif- stofumaður hjá Akri hf., búsett á Akranesi, gift Pétri Ingólfssyni, verslunarstjóra hjá Akri hf., og eiga þaueinnson. Hálfbróðir Stefáns er Örlygur Þor- valdsson, f. 4.4.1926, starfsmaður Flugleiða, búsettur í Njarðvík, kvæntur Ernu Agnarsdóttur og eiga þau sex börn. Foreldrar Stefáns voru Teitur Stefánsson trésmíðameistari, f. 9.3. 1880, d. 9.5.1958, og Hulda Jóns- dóttir, f. 4.7.1903, d. 19.8.1965. Foreldrar Teits voru Stefán Bjarnason, b. og hreppstjóri í Hvíta- nesi, og Kristjana Teitsdóttir. Hulda var dóttir Jóns, formanns í Tjarnarhúsum á Akranesi, Jóns- sonar, sjómanns í Króki á Akra- nesi, Benediktssonar, b. síðast í Stefán Kristinn Teitsson. Sandabæ, Bjarnasonar. Móðir Jóns í Króki var Dýrfmna Aradóttir. Móðir Jóns í Tjarnar- húsum var Sigrún Guðmundsdóttir, vinnumanns á Ytrahólmi, Jónsson- ar og Sigríðar Jónsdóttur, vinnu- konuáYtrahólmi. Móðir Huldu var Halldóra Guð- laugsdóttir, b. á Höll í Þverárhlíð, Jónssonar, b. á Stálpastöðum í Skorradal, Erlendssonar. Móðir Guðlaugs var Guðlaug Jónsdóttir. Móðir Halldóru var Oddrún Pálsdóttir, b. í Ártúni á Kjalarnesi, Magnússonar og Hall- dóru Jónsdóttur, b. í Kjarnholtum í Biskupstungum, Gíslasonar. 75 ára Kristinn O. Ólafsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Friðrika Sigurbjörnsdóttir, Starrahólum 8, Reykjavík, Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 17.3. á heimili sínu milli klukkan 17 og 19.00. Haraldur Hansson, Kópavogsbraut 67, Kópavogi. Þórður Gestsson, KálflióliII, Skeiðahreppi. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. 40ára 50 ára Einar Benedi ktsson, Lerkiiundi 2, Akureyri. Gísli Gíslason, Heiðarvegi 26, Vestmannaeyjum. Helga S. Pétursdóttir, Hringbraut 54, Keflavík. Sigmundur Felixson, Skipageröi 2, Vestur-Landeyjum. Benedikt Eggertsson, Nauteyri, Nauteyrarhreppi. Sigrún Stefánsdóttir, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Bry nj úlfur Erlingsson, Logafold 65, Reykjavxk. Stefán Steingrímsson, Eyjabakka 20, Reykjavík. Valur S. Kristinsson, Gyðufelli 16, Reykjavík. Páll Ölafsson Ragnar Emil Avenarius Ragnar Emil Avenarius, Milton í Florida í Bandaríkjunum, um þess- ar mundir að Kársnesbraut 19 í Kópavogi, verður fimmtugur á morgun, 16. mars. Ragnar er fæddur Þórarinsson og er íslendingur í báðar ættir en hann fluttist ungur með móður sinni, Sal- björgu Ástrósu Ragnarsdóttur, og tveim systrum til Bandaríkjanna. Þar giftist móðir hans Bill Avenar- ius og bjó með honum á Long Island í New York til dánardægurs en hún lést fyrir fáum árum. Ragnar gekk ungur í bandaríska herinn og gerðist atvinnuhermaður. Hann ferðaðist á vegum hersins um allan heim. Enn starfar hann hjá hernum, ekki sem hermaður, held- ur yfirflugvirki í deild sinni við flug- her flotans í Pensacola í Florida. Ragnar er kvæntur Jo Avenarius og eiga þau þrjú börn: Emil, sem er kvæntur, og stúlkurnar Susan og Lísu. Ragnar á flestöll skyldmenni sínáíslandi. Ragnar er nú staddur hér á landi og mun taka á móti gestum á laugar- daginn, 17. mars, milli kl. 17 og 21 i félagsheimili Sjálfstæðisflokksins á Seltjamamesi, Austurströnd 17, þriðju hæð. Ragnar Emil Avenarius. Páll Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalamesi, verður sextugur á morg- un, 16. mars. Páll er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Brautarholti. Hann varð gagn- fræðingur 1947 og búfræöingur frá Hvanneyri 1948, og var við verknám í Noregi og Svíþjóð 1950-51. Hann hóf búrekstur að Brautarholti 1954 og hefur búið þar síðan. Páll stofn- setti Graskögglaverksmiðjuna að Brautarholti 1963 ásamt Jóni bróður sínum og hefur hún verið rekin þar síðan. Hann sat í stjórn Ungmenna- sambands Kjalarnesþings 1954-64, þar af formaður þess í sex ár. Einn- ig hefur hann setið í stjórn Búnaðar- sambands Kjalarnesþings frá 1972 og verið formaður þess í fimm ár. Páll hefur setið á Búnaðarþingi frá 1978 og verið Stéttarsambandsfull- trúi frá 1987. Hann hefur verið hreppstjóri Kjalarneshrepps frá 1970 og sat í sýslunefnd Kjósarsýslu 1971-88. Hann var í yfirkjörstjórn Reykjanesumdæmis 1978-86. Páll situr í stjórn Landssambands fóður- bænda og er formaður þess. Einnig hefur hann setið í jarðanefnd Kjós- arsýslufrál980. Páll kvæntist þann 30.3.1963 Sig- ríði Kristjönu Jónsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 30.7.1936. Hún er dóttir Jóns Gauta Jónatanssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Börn Páls og Sigríðar eru: Guð- rún, f. 29.9.1963, lyfjafræðingur; Ásta, f. 15.2.1965, stúdent; Þórdís, f. 4.3.1968, nemi; Ingibjörg, f. 24.3. 1969, nemi; Bjarni, f. 25.5.1972, nemi, og Ólöf Hildur, f. 19.3.1977, nemi. Systkini Páls em: Bjarni, f. 26.4. 1926; Ingibjörg, f. 24.7.1927, hjúkr- unarfræðingur; Ólafur, f. 11.11.1928, læknir; og Jón, f. 26.4.1932, bóndi. Foreldrar Páls voru Ólafur Bjarnason, b. í Brautarholti, f. 19.9. 1891, d. 13.2.1970, ogÁsta Ólafs- dóttir, f. 16.3.1892, d. 8.4.1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.