Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Andri BA seldur: Tapið meira en 100 milljónir „Ég geri ráð fyrir að þessar ríflegu " ''hundrað milljónir, sem við lögðum í útgerðina, séu tapaðir peningar þótt við höfum ekki reiknaö það út ná- kvæmlega hve mikið tapið á útgerð- inni hefur orðið,“ sagði Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður út- gerðar Andra BA, í samtalið við DV. Norski PK-bankinn, sem átti lang- hæsta veðið í Andra BA, keypti tog- arann í gær þar sem hann liggur í höfn í Vancouver í Kanada. Áhöfnin fer frá borði næstu daga og eftir það hefur útgerðarfélagið ekkert með skipið að gera lengur. „Við höfum ekkert hugsað um hvort útgerðarfélagið ræðst í önnur verkefni. Það er óþarfl að stökkva yfir lækinn áður en komið er að hon- "^um. Við hefðum viljað að þetta færi á annan veg en það þýðir ekkert að liggja með flárfestingu sem engu skil- ar,“ sagði Haraldur. -GK Akureyri: Bíllinn lagðist saman Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: * Snjór fór víða á hreyfmgu á þökum húsa á Akureyri í hiákunni í gær og við elliheimilið urðu skemmdir á tveimur bílum er snjór á þaki heimil- isins fór fram af þakinu og hafnaði á tveimur bifreiðum. Önnur bifreiðin skemmdist mjög mikið, enda lagðist þak hennar sam- án, og fleiri skemmdir urðu en hin bifreiðin slapp betur. Mikill snjór er á þökum húsa á Akureyri og mun víða hafa tekið að leka af þeim sökum er hlánaði. Víða í bænum mátti sjá menn við snjó- komstur á þökum húsa sinna til að afstýra skemmdum. í morgun var hins vegar aftur komið frost á Akur- eyri og þetta ástand yfirstaðið. Eldur í íbúðarhúsi: Komust út á náttfötunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hjón með tvö börn forðuðu sér á náttfótunum er eldur kom upp í húsi við Ásabyggð á Akureyri um klukk- an sex í morgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var fólkið komið út og hafði ekki sakað. Eldurinn var í stigagangi á milli kjallara og jarðhæðar hússins en hann var ekki mikill. Talsverður reykur var hins vegar um allt húsið « * og urðu nokkrar skemmdir af hans völdum. LOKI Þau eru margvísleg umferðarvandamálin. Dómsmálaráðuneytið athugar grun um: Milljónasvik á meirapróf um talið að fládrátturinn geti numið á annan tug milljóna Dómsmálaráðuneytið hefur nú til meðferðar mál vegna gruns um að tveir starfsmenn við meirapróf ökuréttinda hafi náð til sín umtals- verðum peningum á liðnum árum. Talað er um að svikin geti verið á annan tug milljóna og að þau hafi staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt heimíldum DV höfðu mennimir þann hátt á að þeir lögðu þátttökugjöld, af námskeið- unum, inn á bankareikning á nafni annars þeirra. Reikningurinn er við Landsbankann í Árbæjar- hverfi. Mennirnir skiluðuþátttökugjöld- um til ríkisféhirðis tvisvar á ári, þrátt fyrir að gjöldin hafi verið greidd mun oftar til þeirra. Þegar þeir skiluðu peningunum greíddu þeir vaxtalaust - og tóku vextína til sín. Upp um þessi svik komst þegar dómsmálaráðherra skipaði nýjan forstöðumann yfir ökuprófunum. Forstöðumaðurinn óskaði þess að Ríkisendurskoðun færi yfir bók- hald og reikninga. Við þá vinnu mun hafa komist upp um svikin. Ríkisendurskoðun hefur lokið sinni vinnu í þessu máli, sam- kvæmt því sem Halldór V. Sigurðs- son rikisendurskoðandi . sagði í inorgun. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra sagði i morgun að hann kannaðist ekki við þetta mál. Hann sagðist ekki vita til þess að ráðu- neytinu hefði borist málið. Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi. og Sigurður Þóröarson vararíkis- endurskoðandi hafa báðir sagt, í samtölum við DV, að Rikisendur- skoðun hafi sent málið til dóms- málaráðuneytisins. Heimildir DV segjaað mikið kapp hafi verið lagt á að þetta mál færi ekki hátt og að mönnunum tveimur hafi veriö gefinn kostur á að endur- greiða en þar sem um mjög háar upphæðir er að ræða er talið óvíst að þeir geti endurgreitt peningana. Mennirnir tveir, sem eru grunaðir um flársvikin, hafa átt langt og náið samstarf. -sme Veörið á morgun: Víða snjó- mugga eða éljagangur Á morgun verður austanátt um norðanvert landið framan af degi en annars suðlæg eða suðaustlæg átt. Úrkomulítið norðaustan- lands en víða snjómugga eða élja- gangur í öðrum landshlutum. Frost um mestallt landið. sigur Norðurlanda Sveit Norðurlanda í stórvelda- slagnum er öll að koma til og í gær vann hún sinn fyrsta sigur þegar Bandaríkjamenn voru lagðir að velli, 6-4. Norðmaðurinn Simen Agdestein vann aftur sigur á Boris Gulkp á 1. borði en á 2. boröi gerði Helgi Ólafs- son jafntefli við Seirawan. Margeir vann Fedorowicz á 3. borði en Hell- ers gerði jafntefli á 4. borði. Jóhann náði að leggja Lein að velli á 5. borði en Jón L. tapaði slysalega fyrir Browne eftir mikið tímahrak Banda- ríkjamannsins. Þá má geta þess að Karl Þorsteins gerði jafntefli í sinni skák. Bretar sigruðu Bandaríkjamenn einnig 6-4. Fyrir síðustu umferð eru Sovétmenn með 26,5 vinninga, Bret- ar 26, Bandaríkjamenn 25 og Norður- landabúar 22,5. Það má því búast við spennandi umferð í dag en hún hefst kl. 14. -SMJ Færeyskur sjómaður: Félí í Hafnar- fjarðarhöfn Færeyskur sjómaður var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið í sjóinn við Norðurbakkann í Hafnarflarðar- höfn í nótt. Hann var að fara á milli togara í höfninni þegar hann féll í sjóinn. Manninum tókst af eigin rammleik að komast upp á bryggju og var hann þá orðinn töluvert þrek- aður. Maður um borð í íslenskum bát í höfninni tilkynnti lögreglu um maninn. Færeyingurinn var orðinn hress í morgunsárið eftir aðhlynn- ingu á slysadeild. _ÓTT Síld á loðnumiðunum: Búið að loka veiðisvæðinu Það þarf að beita höndunum mikið á Alþingi eins og borgaraflokksmenn sýna hér. Umhverfismálaráðherra legg- ur áherslu á mál sitt með handahreyfingu á meðan dómsmálaráðherra réttir upp hönd. Er það væntanlega i at- kvæðagreiðslu eða er hann kannski að biðja um orðið hjá formanni sínum? Ásgeir Hannes Eiríksson kýs hins vegar að krossleggja hendur íbygginn á svip. DV-mynd GVA Búið er að beita skyndilokun til að stöðva veiðar loðnubáta fyrir suð- austan land. Vart var við síld í afla bátanna og samkvæmt upplýsingum veiðieftirlitsmanns og í samráði við skipstjóra á loðnubátum var ákveðiö að loka veiðisvæðinu. Lokunin tók gildi á hádegi í gær og gildir í eina viku. Eitthvað af síld fannst í afla báta sem voru að landa. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hafrannsóknastofnun er ekki talið að um mjög mikið magn af síld hafi verið að ræða en óyggj- andi sé að síld hafi blandast aflanum. Nær allur loðnuflotinn var á veið- um á svæðinu sem nú hefur verið lokað. Bátarnir hafa fært sig véstar þar sem búist er að við að loðna færi sigþangað. -sme NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka ' 40 ár i BILALEIGA v/FIugvalIarveg 91-61-44-00 i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.