Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1990, Blaðsíða 1
Stöð 2 á föstudag, laugardag og sunnudag: Dæmdur ævilangt Dæmdur ævilangt (For the Term of his Natural Life) er mínisería í þremur hlutum sem sýnd verður á Stöð 2 á fóstudaginn langa, laugardag og páskadag. Fjallar myndin um Richard Devine sem gerður er arflaus og brottrækur frá Englandi þegar upp kemst um rétt faðemi hans. Hann er sagður vera Rufus Davis og ásakaður um að hafa myrt raunverulegan fóður sinn. Hann er fluttur í skyndi til Ástrahu og fá hvorki móðir né unn- usta hans að vita hvað hefur orðið um hann. Við fylgjumst síðan með réttar- höldum yfir honum í Ástralíu, flótta hans og miklum ævintýrum sem hann lendir í. Breytingin sem verður á þessum áður áhuggjulausa manni er mikil áður en yfir lýkur. Það eina sem heldur við mannlega þættinum í honum er ung stúlka sem hann verð- ur hrifinn af. Fleiri persónur koma við sögu, persónur sem Devine á bæði grátt að gjalda og stendur í þakkarskuld við. Það er hinn þekkti leikari Anthony Perkins sem fer með aðalhlutverkið. Perkins, sem er þekktastur fyrir að leika geðsjúklinginn Norman Bates í Psyhco og framhaldsmyndum af þeirri mynd, hefur einnig leikið róm- antísk hlutverk og í hlutverki Ric- hard Devine sameinar hann þessa hæfileika sína til að leika ólíkar per- sónur. Aðrir þekktir leikarar eru Samantha Eggar, Diana Cilento og Patrick Macnee. Á páskadagskvöld verður sýndur gerðu sér grein fyrir hvað um var l. hluti framhaldsmyndar í fjórum aðveraenhann talaðifyrirdaufum hlutum sem segir sanna sögu af eyrum. Það var meðal annars þess hjónunum Bill og Tess Shirer. Er vegna sem hann hélt dagbækur handritið unnið úr dagbókum sina svo veröldin fengi að vita það þeirra sem var smyglað frá Þýska- síðar. landi nasismans 1941 og er saga um Um ieið og þáttaröðin Ógnarárin þjóðsemvarrifmísundurafáróðri sýnir árin þegar Hitler réð öllu í og fólsunum nasista. Það var eng- Þýskalandi og fréttamennsku það- inn annar en Bob Woodward, an er myndin ekki siður hugsanir blaðamaðurinn þekkti, sem skrif- gáfaðs einstalings sem sér að Evr- aði All the President’s Men sem ópa er að verða bráö bijálæðings skrifaði handritið að myndaflokkn- og reynir að koma öðrum í skilning um. um sanrdeikann að baki nasista- Ógnarárin gefa nýja og glögga kenningunni. Þá er myndin einnig mynd af hinni snöggu þjóðfélags- ástarsaga. Shirer er mjög háður breytingu sem varð í Þýskjaklandi sinni austurrísku eiginkonu sem þegar uppgangur nasista hófst. stendur staöfóst við hlið mannsins Shirer var fréttaritari CBS og var sins en skilningur hennar er samt i sambandi við háttsetta menn í öðruvísi en eiginmannsins. ríkisstjórn Hitlers. Dagbækur hans í aðalhlutverkum eru Sam Wat- eru mjög persónulegar og lýsa vel erston, sem leikur Shirer, og viðhorfum hans til nasismans og Marthe Keller sem leikur eigin- þeirra manna sem hann hafði sam- konu hans. Aðrir leikarar eru Ron- band við og þeim hryliingi sem ald Pickup, Kurtwood Smith, Fran- heltekur hann eftir þvi sem hann ces'Barber og Peter Jeffrey. Leik- kemst að fleiri leyndarmálum. stjóri er Anthony Page. Shirer reyndi að segja heiminum -HK frá ógnum nasismans áður en aðrir Rás 1 á páskadag og annan í páskum: Svartfugl Páskaleikrit útvarpsins verður Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Leikritið verður flutt í tveimur hlut- um og verður fyrri hlutinn á dagskrá klukkan 14.00 á páskadag en hinn síðari annan dag páska klukkan 13.55. Leikgerðina vann Bríet Héð- insdóttir og er hún jafnframt leik- stjóri. Sagan byggist eins og kunnugt er á svonefndum Sjöundármálum, sannsögulegum atburðum sem gerð- ust í byijun síðustu aldar. Þá kom upp sá orðrómur að Bjarni bóndi á Sjöundá í Rauðasandshreppi, sem þá var tvíbýli, og Steinunn, eiginkona Jóns bónda þar, hefðu rutt mökum sínum úr vegi til þess að þau gætu fengið að njótast. Ungur sóknarprestur, Eyjólfur Kolbeinsson, blandaðist í málið sem leiddi að lokum til þess að þau Bjarni og Steinunn voru dæmd til dauða. í sögunni rifjar séra Eyjólfur upp þessa atburði mörgum árum síðar, þar sem hann glímir við samvisku sína og sektarkennd. Svartfugl var sýndur í sviðsgerð Bríetar í Iðnó 1986 og eru leikarar í Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir fara með hlutverk Bjarna og Steinunnar. útvarpsgerðinni flestir þeir sömu og þar komu fram. Með hlutverk séra Eyjólfs fara þeir Þorsteinn Gunnars- son og Jakob Þór Einarsson. Bjarna og Steinunni leika þau Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Gísli Rúnar Jónsson fer með hlutverk Guðmundar Schevings sýslumanns. Fjöldi annarra leikara tekur þátt í flutn ingi verksins. Draugarnir inni i húsi Jaka við borð af veisluföngum. Sjónvarp á föstudaginn langa: Vikivaki Það er víst óhætt að segja að um stórviðburð sé að ræða í íslensku tónlistarlífi þegar sjónvarpsóperan Vikivaki eftir Atla Heimi Sveins- son verður frumsýnd á föstudags- kvöld. Verður óperan frumflutt á öllum norrænu sjónvarpsstöðvun- um þetta kvöld nema í sænska sjónvarpinu sem sýnir verkið ann- an í páskum. Þetta er fyrsta óperan fyrir sjónvarp sem allar Norður- landaþjóðirnar standa saman að. Aðdragandinn að Vikivaka er orðinn langur. Fyrst kom upp sú hugmynd að útbúa fyrir sjónvarp óperu Atla Heimis, Silkitrommuna, sem mikla athygh vakti fyrir nokkrum árum. Það varð þó úr að réttara þótti að skapa nýtt verk. Fyrir valinu varð hin sérkennilega saga Gunnars Gunnarssonar sem samin var 1932 en hún hafði lengi sótt á Atla. Þar segir frá rithöfundi sem býr í voldugu húsi á afskekktum stað og eru þangað ógreiðar samgöngur. Hins vegar eiga ýmsir svipir fortíð- ar greiðari aðgang að honum, full- trúar lands og þjóðar frá ýmsum öldum og þannig er þessi saga upp- gjör og þroskasaga heimsborgara sem er að festa sig í eigin mold og sögu. Norrænt listafólk frá öllum lönd- unum tekur þátt í flutningnum. Leikstjóri er Hannu Heikinheimo, leiklistarráðunautur er Gunilla Jensen. Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leikur undir stjórn Petri Sakari. Aðalhlutverkið, skáldið Jaka Snorrason, er sungið af Kristni Sig- mundssyni en leikið af Helga Skúlasyni. Söngvararnir eru flnn- skir og íslenskir en allir leikarar eru íslenskir. Meðal söngvaranna eru Signý Sæmundsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Viðar Gunnarsson, Eiður Gunnarsson, Garðar Cortes og Gynnar Guðbjörnsson. Meðal leik- enda eru Bríet Héðinsdóttir, Borg- ar Garðarsson, Róbert Arnfinns- son, Margrét Ákadóttir. Pétur Ein- arssson, Hanna María Karlsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Myndin var að mestu leyti tekin upp við Geysi. Framleiðslustjóri var Hrafn Gunnlaugsson. Óperan er samtímis send út á rás 1 í stereo. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.