Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1990, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990. 23 Smáauglýsingar - Sími 27022 Menning ■ Varahlutir Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum mánudaginn 30. apríl 1990 á neðangreindum . tíma: Ekra, Reyðarfiiði, þingl. eign Reynis Gunnarssonar, kl. 14.00. Uppboðs- beiðendur eru: Fiskveiðasjóóur, Guð- mundur Kristjánsson hdl, og Gjald- heimta Austurlands. Eskiíjörður v. Dalbraut, Eskifirði, þingl. eign Hafsteins Guðvarðssonar, talin eign Bjama Björgvinssonar, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Búnað- arbanki íslands, Ttyggmgastofnun ríkisins, Guðjón Árinann Jónsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Selnes 20, Breiðdalsvík, þingl. eign Guðmundar Björgólfesonar, kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki ís- lands. Sýslumaður Suður-Múlasýslu Bæjarfógetmn á Eskifirði. „... safna auð með augun rauð, þá aðra brauðið vantar.“ MMC Pajero ’87, toppbíll, skipti mögu- leg á ódýrari. Uppl. í síma 91-43720 eftir kl. 19. ■ Bátar Sómi 600 '86 tii sölu, vél keyrð 510 klst., nýtt haffærisskírteini, vel tækj- um búinn. Til greina kemur að taka nýlegan bíl upp í kaupverð. Uppl. í síma 91-42390. Það getur verið snúið að komast á milli landshluta á íslandi, þó að í sumarbyrjun sé, og öll nútímafarar- tæki til reiðu. Galsi veðurguða tafði för margra um páskana og varð meðal annars til þess að ég komst ekki til að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á Fátæku fólki fyrr en á laugardaginn var, en verkið var frum- sýnt á miðvikudag i kyrru viku. Ætli mörgum manninum hafi ekki þótt nóg um að hírast klukkutímum saman í kolvitlausu veðri á heið- um uppi þó að í upphituðum bíl væri, og komast hvorki afturábak né áfram. Hugsaði þá kannski ein- hver til forfeðra okkar, sem urðu að brjótast fótgang- andi yfir þessa sömu fjallvegi, ef því var að skipta, til að ná í lífsbjörg handa sér og sínum? Og þegar betur er að gáð er ekki svo ýkja langt síðan því aö fjöldi núlifandi íslandinga þekkir af eigin raun þau kjör sem þjóðin bjó við um aldir. í æviminningum sínum segir Tryggvi Emilsson frá ævi og kjörum þeirra, sem bjuggu við þröngan kost á fyrri hluta aldarinnar, oft á nánast óbyggilegum kot- býlum fram til fjalla. Þegar fyrsta bindið, Fátækt fólk, kom út, árið 1976, vakti bókin strax mikla athygli fyrir persónulegan stíl og auðugt málfar höfundar, auk þess sem margir fundu í henni enduróm af eigin lífsreynslu. í frásögninni lifna við rammíslenskir draugar og náttúruvættir, þar er lýst vonlítilli baráttu við óblítt umhverfi og brugöið upp smámyndum af samferða- mönnum og aldarfari. Tryggvi hefur glöggt auga fyrir undrum náttúrunnar og fléttar ógleymanlegum mynd- um inn í frásögnina bæði blíöum og stríðum. En þó að tíminn mildi tilfinningar og dragi úr ólgu er það fyrst og síðast það óréttlæti, sem mennimir sjálfir skapa, sem svíður sárast og gegn því berst Tryggvi alla tíð. í öðm bindi æviminninganna, Baráttunni um brauð- ið, er meðal annars fjallað um verkalýðsbaráttuna á miklum umbrota- og krepputímum um og upp úr 1930 á Akureyri. Á þessum tveimur bókum er sýning L.A., Fátækt fólk, byggð. Böðvar Guðmundsson nálgast bækur Tryggva af mikilli virðingu við samningu leikgerðarinnar. Hann hefði mátt taka sjálfstæðari stefnu í fyrri hluta verks- ins, sem lýsir æsku og uppvaxtarámm Tryggva. Þessi hluti sýningarinnar var fyrst og fremst myndskreyting við söguna, röð smámynda, sem ekki tókst að tengja nægilega vel saman, þrátt fyrir viðvist sögumanns og litla smalans á sviðinu. Þeir leiða frásögnina og reiða fram minningabrotin líkt og í skuggsjá. Þetta er reyndar orðin nokkuð margnotuð aðferð við samningu leikgerða eftir þekktum og vinsælum skáld- verkum og hefur oft teldst mæta vel. En í henni er líka fólgin hætta á losaralegum tengingum og ómótuð- um persónulýsingum. Atriðin í fyrri hluta Fátæks fólks eru mörg hver stutt og bæta ekki öll miklu viðheildarmyndina. Sem dæmi um slíkt má nefna atriðin í baðstofu heiðarbýhsins, til dæmis ítrekaðar gestakomur, sem urðu mjög keim- líkar. Og í þessum fyrri hluta vantaði mikið á aö erf- iðleikarnir og himinhrópandi óréttlætið skiluðu sér nægilega skýrt. En þegar kemur að bakfiskinum í sýningunni, Barát- tunni um brauðið, (þegar Tryggvi er vaxinn úr grasi og það dregur til tíðinda í verkalýðsbaráttunni) er eins og kvikni neisti. Sýningin verður öll miklu leikrænni, framvindan skýrari og hnitmiðaðri og persónur lifna. Það er að vísu meðvituð aðferð í verkinu, að leggja fyrst og fremst áherslu á heildarmyndina, en ekki ein- stakar persónur, en engu að síður koma í þessum hluta verksins ljóslifandi fram á sviðið ýmsir eftirminnileg- ir baráttumenn, ásamt fulltrúum auðvalds og atvinnu- kúgunar. Framganga margra leikendanna var vaskleg og mik- ið byggist á vel unnum hópatriðum í seinni hlutanum. Þráinn Karlsson leikstjóri hefur náð að samhæfa stór- an hóp með misjafna reynslu en vegna þess hve fjöl- menn sýningin er þurfti að leita langt út fyrir raðir þeirra sem venjulega taka þátt í sýningum. Þetta hefur sem sagt tekist mæta vel en það er þó varla á neinn hallað þó að stóru tíðindin við þessa sýningu verði að teljast leikmynd Sigurjóns Jóhanns- sonar. Hún er ótrúlega rúmgóð, formsterk og lumar á fiölbreyttum lausnum, sem styðja framgang verksins. I rauninni eru þetta margar leikmyndir og mætti skrifa þar um langt mál þó að ekki gefist rúm til þess hér. Hvort sem atburðirnir gerast til fialla eða niðri á bryggju er umhverfi gefið til kynna með sterkum og afdráttarlausum hætti og skiptingar ganga hratt og örugglega á milli atriða. Sögmrni trúr, skapar Sigurjón ekki bara ömurlegt og harðbýlt landslag, heldur eru sumar náttúrumynd- irnar gullfallegar. Og bryggjan og bárujárnsskemm- umar eru gerðar af mikilli hind. Atriöi úr leikritinu „Fátækt fólk“, sem Leikfélag Akur- eyrar sýnir um þessar mundir. Leiklist Auður Eydal Sigurjón hefur líka séð um hönnun búninga. Þeir eru gerðir af raunsæi og trúir þeim tíma, sem verkið gerist á. í upphafi verksins situr lítill, fátæklegur drengur í brekku og grætur með þungum ekka þvi að hann hef- ur týnt einhveijum rolluskjátum úr kvíaánum. Þá kemur til hans lausamaður af bænum, sem huggar hann og hughreystir. Þeir félagar fylgjast svo álengdar með þroskaferh og baráttu aðalpersónunnar, sem í verkinu er leikinn af þremur leikurum. Ingvar Gísla- son leikur smalann á barnsaldri. Hann er skýrmæltur og ljúfur og vekur samúð með umkomulausum dreng, sem þráir betri daga. Amar Tryggvason leikur smal- ann á unglingsaldri og kemur einkar vel og þekkilega fyrir í hlutverkinu. Sigurþór A. Heimisson leikur svo unga verkamann- inn sem stofnar fiölskyldu, berst við berklaveiki og fátækt en lætur samt ekki bugast og skipar sér í fremstu röð þeirra sem berjast fyrir bættum kjöram. Sigurþór fullmótar myndina af aðalpersónunni, leikur á lágum nótum en sýnir engu að síður staðfestu og kjark þess sem ekki lætur kúga sig. Árni Tryggvason túlkar hlýju og hfsreynslu gamla ~ lausamannsins. Bjöm Karlsson er faðir smalans og Sunna Borg ráðskona hans. Bæði léku fremur í stíl gömlu þjóðháttaleikritanna, en þeim raunsæisstíl, sem almennt ghti í verkinu, og átti þetta reyndar við um ýmsa fleiri sem komu fram í örstuttum atriðum fyrri hlutans. Margar ágætlega skýrar persónur koma fram í seinni hlutanum þó að í stuttum atriðum sé. Einar Jón Bri- em, formaður verkalýðsfélagsins, Emh Gunnar Guð- mundsson, læknir og bankastjóri, Þórey Aðalsteins- dóttir hjúkrunarkona, Steinunn Ólafsdóttir, kona verkamannsins, forsprakki verkamannanna ogfleiri. Margir fiörlegir og hvetjandi baráttusöngvar sem kyijaðir hafa verið í gegnum árin krydda sýninguna og gefa kröfugöngum og baráttufundum rétt yíirbragð. Þessi sýning á vel heima á fiölunum í gamla Sam- komuhúsinu, þar sem atburðir gerðust alhr í næsta nágrenni. Þaö er alltaf vandasamt aö færa efni skáldverka á sviö, aö koma kjama bókmenntaverks til skha í svo gjöróhku formi sem heimur leiksviðsins krefst. Hér er farin sú leið að sýna bókinni mikinn trúnað, eins og fyrr var sagt. Framan af virtist of varfæmislega farið og galt sá hluti fyrir það. En þegar kom að verkalýðsbaráttunni virtist mér sem tækist mun betur að túlka efnið á máh leikhússins, að færa áhorfendum inntak bókar- innar í leikrænni útfærslu. Þar var ekki látið nægja að endursegja efni bókarinnar á sviðinu heldur kvikn- aði í verkinu sjálfstætt líf. Leikfélag Akureyrar sýnir: FÁTÆKT FÓLK Leikgerð eftir Böðvar Guðmundsson, byggö á endurminn- ingabókum Tryggva Emilssonar, Fátœkt fótk og Baráttan um brauöið. Leikstjórn: Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist og áhrifshljóð: Þorgrimur Páll Þorgrimsson. -AE Barnaskór. Sértilboð. Hvítir og svartir barnaleðurskór í st. 20-27. Verð 980. Full búð af barnaskóm. Póstsendum. Smáskór, sérversl. m/barnaskó, Skóla- vörðustíg 6, s. 622812. ■ Húsgögn Sóló-húsgögn, s. 622090, 35005. Framleiðum stækkanleg eldhúsborð af öllum stærðum og gerðum, spor- öskjulaga, hringlaga og ferköntuð. Harðplastplötur með viðarköntum. Litir e. eigin vali. Einnig margar gerð- ir eldhússtóla. Sendum í póstkröfu. • Sóló-húsgögn, Brautarholti 4, 105 Reykjavík, símar 35005 og 622090. ■ Bflar tfl sölu Nissan Patroi highroof '87 til sölu, ek- inn 84 þús. km, upphækkaður á nýjum dekkjum. Uppl. í síma 91-74495. MAZDA DEMPARAR TÍLBOÐ Almenna varahlutasalan hf. Sérverslun með KYB dempara og Autosil rafgeyma. Bestu kaupin. • Almenna varahlutasalan hf., Faxafeni 10 (húsi Framtíðar/við Skeif- una), 108 Rvík, sími 83240 og 83241. ■ Þjónusta K.E.W. Hobby háþrýstidælan. Hugvits- söm lausn á öllum daglegum þrifum. Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, sími 685554. Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. Ný traktorsgrafa. Uppl. í símum 75576 og 985-31030. Úrval - verðið hefur lækkað r Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.