Alþýðublaðið - 12.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1921, Blaðsíða 4
4 A L Þ,¥ ÐUBLAÐIÐ * • ÍSLANDS A ° ' UP E.s. Suðuriánd fer til Vestýjarða um miðja þessa viku, ef hæíiíega mikiii flutningur fæst. Viðkomustaðir verða þá: Stykkiskóimur, Patreksfjörður, Bíldudalur, Dýrafjörður, ísafjörður og fleiri hafnir ef með þarf. Leirvörur og búsáhöld eru seld i útsölu á Laugaveg 43. Verðið er lægsta heiidsöluverð. Vörurnar keyptar inn með iægsta markaðsverðí og komu í þessum mánuði. — Mikið úrval. — K omið íl j cót t. Útsa 1 an Laugaveg 43. Nýkomið- Niðursuðuvörur: 5kófatriaður 1 dag og næstu viku selja Kaupféiögin á Laugav. 22 og í Gamia bankanum skó- fatnað með 20% afslætti: Kvenstigvél, Karlmannastig- vél, Verkamannastfgvél, Drengjastigvél, Barnaskór. Alt er þetta mjög góður varn- ingur og með betra verði en menn eiga að venjast hér. — Lax, Sardínar, Síld, Pernr og Aprxcots. Sérlega ódýrt í Kaupfélagi Reykvikinga Laugaveg 22 A. S í m í 7 2 8, Heimilisiðnaðarsýning’in er nú opin daglega ki. i—-io. Verður henni iokað á fimtudagskvöld. Þéir, sem muni eiga á sýningunni, geri svo vel og vitji þeirra á íöstudag. Sýningarnefndin. Jmk Lmdðn'. ÆSxxtýrl. „Á þennan hátt getum við haldið þeim frá ströndinni á báða bóga,“ mælti hann við Jóhönnu. „Sílí gamli mun siga öllum þorpsbúum sínum á þá.“ Tahitimenn Jóhönnu voru þeir fyrstu, sem gengdu merkinu; auðséð var á þeim að þeir höfðu hlaupið af öllum mætti. Sumir verkamennirnir, þeir sem lengst voru í burtu, mundu verða heila klukkustund að kom- ast heim. Sheldon fekk sjómönnum Jóhönnu vopn, skotfæri og handjárn. Adarpu Adam var settur til að gæta hvala- bátanna. Noa Noah átti ásamt Matapuu að taka á móti verkamannahópunum jafnóðum og þeir komu, og sjá um að þeir gerðu ekki upphlaup. Hiuir fimm Tahiti- menirnirnir áttu að fylgja þéim Jóhönnu og Sheldon gangandi. „Það var gott að við skyldum vera búinn að finna felustað þeirra,“ sagði Sheldon, þegar þau fóru af stað. Þegar þau voru komin skamt frá girta svæðinu, mættu þau flokki Kwaques en Sheldon sá hann hvergi. „Hvar er Kwaque, því er hann ekki með ykkur?“ hrópaði Sheldon. Heill hópur af reiðum röddum svöruðu honum. „Þeigið þið,“ skipaði hann. Hann talaði hörkulega við þá, því hann mundi þá reglu, að hvítur maður þurfti alt af að vera strangur og skipandi. „Komdu hérna Babatani, og opnaðu kjaftinn.“ Babatani gekk fram, hreykinn af því, að vera valinn úr hópnum. „Gogoomy hefir drepið Kwaque,“ mælti hann. „Hann tók höfuð hans ög hljóp til vítis.“ Með fáum orðum og löngum þögnum, sagði hann hvernig morðið hafði verið framið, og Sheldon og Jó- hanna héldu áfram. í grasinu á staðnum, þar sem ráðist hafði verið á Jóhönnu, fundu þau litla, hrukkótta karlinn, sem hún hafði riðið um koll. Hann lá þar enn þá, gretti sig og veinaði. Hesíurinn hafði stigið ofan á hann og meitt hann svo í öklauum að hann varð að hætta við að flýja. Seinasta sveitin, sem kom, fékk skipun um að taka hann með sér heim að húsinu. Mílufjórðungi lengra í burtu, þar sem slóð flótta- mannsins lá beint inn í skóginn, fundu þau lík Kwaque Höfuðið hafði verið höggvið af, og var horfið. Hann hafði bersýnilega varið sig, því það mátti sjá blóðslóð frá staðnum. Þegar þau komu að skógarþykninu, urðu þau að skilja hestana eftir. Papehara var settur til þess að gæta þeirra, en Jóhanna, Sheldon og Tahitimennirnir héldu áfram fótgangandi. Vegurinn lá niður í votlenda lægð, sem Berandafljótið flæddi yfir öðru hvoru. Þar runnu spor morðingjanna, saman við krókódílsslóð; það var bersýnilegt að þeir höfðu hitt dýrið þar, þegar það var að baða sig í sól- skininu, og að þeir höfðu gefið sér tíma til þess að drepa það. Á þessum stað hafði hinn særði setið og beðið þar til þeir voru aftur tilbúnir að halda áfram. Klukkustundu seinna stansaði Sheldon skyndilega. Blóðslóðin sást ekki lengur; Tahitimennirnir stukku inn í þyknið í allar áttir og Utami gaf til kynna með undrunarópi, að hann hefði fundið eitthvað. „Það er Manko,“ sagði Sheldon, þegar hann kom aftur til Jó- hönnu. „Kwaque hefir veitt honum það sem hann þurfti, og svo hefir hann skriðið hér inn til þess að deyja. Þá vitum við um afdrif tveggja flóttamannanna. Tíu eru eftir ennþá. En heldurðu ekki að þeir hafi fengið nóg af þessu?“ Hún kinkaði kolli. „Það er ekki glæsilegt," sagði hún „Eg ætla að snua við og bíða eftir þér hjá hestunum.“ „Þú getur ekki farið ein. Taktu tvo af mönnunum með þér.“ „Nei þá held eg áfram með ykkur,“ sagði hún. „Það væri heimskulegt að veikja liðið. og eg er ekkert þreytt.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.