Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990. 17 DV Bridge Bridgekeppni bresku þingdeildanna: Lávarðadeildin sigraði með yfirburðum Hin árlega bridgekeppni bresku þingdeildanna fór fram fyrir stuttu og lauk með yfirburðasigri lávarö- anna. Keppnin fór fram á hinu glæsilega Meredienhóteli sem er í nágrenni þinghússins og gerði það að verkum að ekki minna en 14 þingmenn fylgdust með af og til. Einn af lávöröunum, Lever lá- varður, er orðlagður fyrir „hroða- legar“ eða „framtakssamar“ sagn- ir, allt eftir því hvemig þær heppn- ast. Við skulum skoða eitt spil frá keppninni þannig að lesendur geti sjáífir dæmt. V/A-V * 9876 V - * AKG95 * KD105 ♦ G103 ¥ ÁK98632 ♦ 4 + 93 ♦ K V DG74 ♦ 10872 + 8762 ♦ ÁD542 V 105 ♦ D63 + AG4 Sagnir gengu þannig með Lever lávarð í suðursætinu: Bridge Stefán Guðjohnsen Vestur Norður Austur Suður 21auf 2hjörtu pass 3grönd pass pass dobl pass pass pass Tveggja laufa sögnin var gervisögn sem sýndi 11-15 punkta. Vestur byrjaði með tígulkóng og austur lét sjöið. Vestur spilaði nú htlum tígli, Lever fékk slaginn á drottningu og fór inn á hjartakóng meðan vestur kastaði laufi. Það virðist nú freist- andi að spila spaðagosa en eins og spilið liggur gengur sú leið ekki. Tæknilega spilamennskan er að spila litlu úr blindum. Eins og spil- ið liggur er þetta vinningsleiðin. En hugsum okkur að vestur eigi K98x; hann drepur drottninguna með kóngnum, tekur tíglana og pínir út laufaásinn, sem er einn eftir. Spaðinn er nú blokkeraöur og spilið er þrjá niöur. Líklega er því rétt eftir allt saman að spila gosanum. En Lever er með mikla tilfinningu fyrir spilinu og bætti því um betur. Hann tók hjartaás, þrátt fyrir að það myndi fría tvo hjartaslagi fyrir austur. Vestrn- gæti átt erfitt með að átta sig á að suður væri með fimmlit í spaða og því gæti hann kastað spaða. Sú varð einnig raunin og þegar Lever spilaði spaðagosanum fékk hann fimm spaðaslagi og þar með unnið spil. Á hinu borðinu náðu lávarðarnir einnig lokasamningnum, fimm tíglum í vestur. Sá samningur varð einn niður. Stefán Guðjohnsen ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN! Árlega koma fulltrúar framleiðenda hingað til lands og skoða bílana, eigendum að kostnaðarlausu. ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum. Greiðslukjör eru við allra hœfi. Öll verð eru staðgreiðsluverð. Bílarnir eru ryðvarðir, skráðir, tilbúnir á götuna með útvarpi og segulbandi. SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300 ■ ■ ■ Isuzu Gemini. LT þriggja dyra hlaðbakur kostar aðeins 793 þúsund og LT fjögurra dyra 808 þúsund krónur. Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis sem í honum er. í Gemini sameinast frábœr stjórnsvörun, sparneytni, viðbraðgssnerpa og þœgindi. Vélin er 1300cc. 12 hö„ hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með aflstýri, aflhemlum, PCV-lœsingavara á hemlum og upphitaðri afturrúðu. Komdu með fjölskylduna og reynsluaktu þessum frábœrabíl!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.