Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Veiðivon spaug DV Megi þokan vera sem lengst Einhverju sinni var hringt á af- greiöslu Plugleiða. Var þaö karl- maður sem spurðist fyrir um komutima vélarinnar frá Húsa- vík. Stúlkan í upplýsingunum kvað komutimann óákveðinn vegna þoku nyrðra en bað hann að hringja aftur eftir hálftíma, sem hann og geröi. Komutíminn var þá enn óljós. Pór þá maðurinn fram á þaö viö stúlkuna í upplýs- ingum að hún hringdi í sig þegar vélin kæmi frá Húsavík. Tók stúlkan því þurrlega og spurði af hverju hann gæti ekki bara hringt aftur seinna. Þá.svaraði maðurinn: „Það var nú eiginlega meining mín aö nióta síöustu stundanna meö hjákonunni áður en eigin- konan kemur úr fríinu frá Húsa- vík.“ tjll JLCÍflUL Margir hafa verið aö leíka sér að því að bua til svokölluð ný- yrði. Telja sumir að stígvél sé meira réttnefhi á farartæki á tveimur þjólum heldur en reið- þjói. Og svo eru þeir einnig til sem viija líma meinloku á sár og fella þar með orðið plástur úr gildi. Tíminn í Japan Maöur nokkur var rekinn úr starfi. Hann var frekar ósáttur viö brottreksturinn og ákvað því að hefna sin grimmilega á for- stjóranum. Og eftir að forstjórinn var farinn heim af skrifstofunni hringdi vinurinn í klukkuna í Japan og lét hana þylja upp jap- anska tímann allt til morguns er forstjórinn mastti aftur til vinnu. Hann fékk víst ansi góöan sím- reikning fljótlega á eftir. „Málet" Dani og íslendingur hittust eitt sinn yfir glasi á Ölveri. Er þeir höfðu rabbað saman um stund heyrösit íslendingurinn segja: „Nu skal jeg at písse. Mig er mál.“ - sagði Davíð Oddsson borgarstjóri sem opnar Elliðaámar í fyrramálið „Mér hst vel á að opna Elhðaámar í fyrramáhð, hef fengið mér göngu- ferð með ánni og sá í sporöinn á þremur löxum í fossinum. En þeir geta verið famir þegar ég renni,“ sagði Davið Oddsson borgarstjóri í vikunni. „Það verður maðkurinn sem verður reyndur fyrst í fossinum og ég vona að einhver okkar sem opnum fái fisk,“ sagði Davíð og var orðinn spenntur að renna fyrir þann silfraða. Laxveiðin hefst í Laxá í Kjós á sunnudaginn og margir veiðimenn hafa litið i ána eins og þessi sem var við Laxfoss fyrir fáum dögum. DV-myndir G.Bender Þau eru vígaleg við Norðurá í Borgarfirði, Ólöf Stefánsdóttir, Karl Ómar Jónsson og Friðrik D. Stefánsson. í bak- sýn Stokkhylurinn og Stokkhylsbrotið sem gefur oft góða veiði. „Það verður gaman að sjá byijun- ina í EUiðaánum, töluvert af laxi er komið í ána,“ sagði Garðar Þórhahs- son, nefndarformaður EUiðaáa, í samtah í vikúnni. „Við hleyptum 24 löxum úr kistunni í vikunni og þetta lofar mjög góöu. Á hveijum degi em opnaðar nýjar veiðiár fyrir veiðimönnum með stangir sínar og tól. Núna á sunnu- daginn byijar Laxá í Kjós, Elhðaám- ar og Laxá í Aðaldal. Veröur gaman að sjá hvemig veiðin verður í þess- um ám en töluvert hefur sést af laxi. Davíð Oddsson borgarstjóri, Hauk- ur Pálmason og Aðalsteinn Guðjohn- sen opna EUiöámar meðal annarra. Davíð Oddsson mun renna manna fyrstur í fossinn. í Laxá í Kjós renna Arni Baldursson, BolU Kristinsson, Skúh G. Jóhannesson og Þórarinn Sigþórsson svo fáir séu taldir. í Laxá í Aðaldal verða bændur fremstir í flokki og veiða víða í strengum í Laxá. Spenningurinn fer vaxandi með hverri mínútu. Fær borgarstjóri lax í fyrsta kasti á maðkinn? Veiðist sá stóri í Laxfossinum í Laxá í Kjós? Veiða bændur vel við Laxá í Aðal- dal? Svör við þessum spurningum fást um helgina. -G.Bender „Sá í sporðinn á þremur löxum í fossinum" Finnur þú fimm breytingai? 58 Ókei, þú tapar kannski. En þú ert að minnsta kosti alltaf í nærmynd f sjónvarpinu... Nafn: Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningamir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 58 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimm- tugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Jakobína E. Björnsdóttir, Álfaskeiði 10,220 Hafnarfirði. 2. Guðný Jósteinsdóttir, Ásgarðsvegi 4, 640 Húsavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.