Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 21
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. 21 Vísnaþáttur Enn hljómar Húnvetninga- harpan - Hvað sagði Ólafur Friðriksson um að kalla suma alþýðuskáld? Þessi þáttur er saman settur á nokkuð óvenjulegum tíma. Sökum veikinda var ég kominn í tímahrak. Hann er skrifaður aðfaranótt kosn- ingauppgjörs og daginn eftir. En auðvitað kemur það lesendum lítið við, þó kannski. Ég átti því láni að fagna aö kynn- ast fljótlega eftir að ég kom fyrir alvöru til Reykjavíkur, til þess að vera þar eins mikinn tíma hvers árs og í heimahögunum, þjóðkunn- um stjórnmálamanni og rithöf- undi, Oiafi Friðrikssyni, fyrrver- andi ritstjóra. Ég var vinnufélagi og vinur eina sonar hans, Atla, sem var verslunarmaður að atvinnu, enda var móðir hans, fyrrverandi kona Ólafs, kaupmaður. En við Ólafur töluðum fyrst og fremst um bókmenntaleg efni og íslensk menningarmál. Ég ætlaþví aö byrja á því að segja frá áliti Ólafs á flokkun skrifandi manna í rithöfunda og alþýðu- skáld. Hann sagði: Annað hvort er maöur þeim hæfúeikum búinn að vera rithöfundur og sýnir það þá í verki aö hann er skáld eða hann er það ekki. Orðið alþýðurithöf- undur er notað í lítillækkandi merkingu sem ekki er okkur sæm- andi. Það á ekki að stimpla neinn fyrir það að vera ekki skólageng- inn. Og enginn á að bera sérstimp- il vegna þess að hann velur sér efni úr lífsbaráttu alþýöu eða styöur málstað fátækra. Ólafur skipaði ekki bókarhöfund- um í skáld og hagyrðinga eftir menntunargráðum þeirra. Hann dæmdi menn eingöngu eftir kost- um og göllum bókanna. Undirritað- ur hefur lengi ætlað að segja frá þessu. En ég ætla einmitt að setja 1 þennan þátt vísur eftir tvö hún- vetnsk skáld sem bæöi eru látin en aldursmunur þeirra var mikill. Aðalstarf þess yngra var lengst af ritstörf en sá eldri var bóndi og erfiðisvinna hlutskipti hans. Báðir létu eftir sig allmargar bækur. Hér verða aöeins birt eftir þá sýnishom af ferskeytlum þeirra Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum Gísli er kenndur við fæðingarbæ sinn, Eiríksstaði í Svartárdal, Húnavatnssýslu, 1885-1967, síðustu ár, frá 1927, búsettur á Sauöár- króki. Alla ævi nafnkunnur ljóða- maður. Síðasta bók hans, í land- vari, kom út 1960. Þaðan em eftir- farandi vísur, oft teknar úr sam- hengi: Breytt er nú ýmsu, sem áöur var í þessum Mðhelga stað. Fyrstu Ijóðin við lækinn þar sem lítill drengur ég kvað. Vísnaþáttur Brunnin er vonaborgin mín, sem bemskan í fyrstu hlóð, en minningin aftur skært mér skín, ef skara ég í þá glóð. Á fornar slóðir í Mði og ró flýg ég um draumageim. Af eyðimölinni út við sjó að endingu kemst ég heim. Úr Sokkavísum Þínu eðli þú varst trúr, þöglan vinskap bundum. Góður hestur gjörist úr göldum fola stundum. Þín var lundin köld og klók, kosti ei vildir sýna. Að yfirstíga tíma tók tortryggnina þína. Á endanum fór á annan veg, ýmsir hlutu að kenna, að engir máttu utan ég á þig hnakkinn spenna. Mér um síðir hlýða hlaust, hófa sýndir snilli. Skapaðist innra ást og traust okkar beggja milli. Ævisamleið endar fljótt, ertu vinur fallinn. Raunalega reyndist hljótt rúmið þitt við stallinn. Rósberg G. Snædal Ef Rósberg heitinn G. Snædal á að fá eitthvert rúm að þessu sinni nemum við staðar í landvarinu núna. Gagnvegir hét síöasta bók yngra skáldsins, fæddur 1919. Síð- ustu starfsár sín var hann kennari við Hólaskóla í Hjaltadal, dó um jólaleytið 1983, þreyttur og farinn að kröftum en átti þó margt ógert, vaxandi skáld enn, bæði í bundnu og óbundnu máli. Við ætlum hon- um hér pláss síðar. Nokkur sýnis- horn og ekki alltaf samfellt efni: Sunnan sólar og mána, bak við firrðir og fjöll, bak við dauða þess dána rís in hátyrnda höll. Bak við árdegiselda, bak við bænir og trú, bak við kveld allra kvelda, bak við þögnina þú. Bak við haf allra hafa, bak við vonlausan veg, bak við villur og vafa, bak við játningar ég. Vorvísur Góða tíðin glæðir þrá. Gestir fríðir vappa, grænkar hlíð og glitrar á gullna víðihnappa. Vængjaþytur yfir er, yndi flytur hjarta. Ilm að vitum blærinn ber, bjartir litir skarta. Ekkert fróar okkar sál eins og lóukvakið. Hennar fijóa helgimál hefur móinn vakið. Lokavísa Einu sinni á ári aö minnsta kosti flykkist þorpa- og bæjafólkið til fundar við sveitamennina sína og átthagana, það er oft um réttirnar. Hér kemur ein vísa sem er helguð Húnvetningum. Ekki vill höfundur láta sín getið: Koma og fara knáir menn, kæti flytja í dalinn. Húnvetningaharpan enn hljómar um fjallasalinn. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. KQmsac MÝKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F. SUMARTIL 20" kr. 42.287 stgr. 14" kr. 29.880 stgr. ★ Úvals sjónvarpstæki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. mma &SAMBANDSINS OG KAUPFÉLÖGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ Núgeturþú komið oftar áMímisbar! Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir breytingarnarog þess vegna höfum við ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður -eðafjögurkvöld íviku: Fimmtudags-, föstudags- laugardags-ogsunnudagskvöld. Fáðu þér léttan snúning á dansgólfinu undir tónlist Stefáns og Hildar á föstudags- og laugardagskvöldum. Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki bregða! \W&eV -lofargóðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.