Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. Útlönd iairy hættir við framboð Marion Barry, borgarstjóri Washington, fyrir utan réttarsai stuttu eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Símamynd Reuter Borgarstjórinn í Washington í Bandaríkjunum, Marion Barry, sem sak- aður hefur verið um eiturlyfianotkun og jjúgyitni, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram íjórða kjörtímabilið í röð. Sagði hann ákvörð- un sína ekki tengda ákærunum heldur því að hann gæti þá betur náö sér af drykkju og eíturlyfjanotkun. Aðstoðarmenn Barrys segja aö með því að tilkynna að hann ætli ekki að bjóða sig fram gæti hann átt von á mildari dómi en ákærandinn segir það ekki munu hafa áhrif á málið. Ekki áfengisbann í Nuuk Bæjarstjórnin i Nuuk á Grænlandi ákvað í gær að fara ekki að tilmæl- um lögregluyfirvalda á Grænlandi um að hætta sölu á bjór, vini og sterk- vun drykkjum í höfuðborg landsins. Það voru aðeíns sex stjómmálamenn sem voru hlynntir banninu en ellefu voru gegn því. Frá því að lögregluyfirvöld lögðu fyrst fram tUlöguna þann 22. mai síð- astliðínn hefur lögreglan í Nuuk verið kölluð út hundrað sínnum vegna heimiliserja tengdum áfengisnotkun. Rútnlega sjötiu tnanns hafa veriö settir inn vegna ölvunar og tveir hafa svipt sig lífi. Einn sijórnmálamannanna segir aö þjóðfélagið reiði sig á tekjumar af áfengissölunni. Ef hún yrði bönnuð þýddi það minni tekjur og jafnvel atvinnuleysi og lokun fyrirtækja. Charles Haughey, forsætisráð- herra írlands, spáði því í gær að leiðtogar aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, sem funda á Írlandí síðar í þessum mánuði, muni sam- þykkja að falla ekki frá efnahags legum refsiaðgeröum EB-ríkjatma gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku sem settar voru vegna kynþáttaað- skilnaðarstefnu suður-afriskra yfirvalda. Haughey kvaðst aftur á móti teþa að á fundinum yrði lýst yfir stuöningi við umbótaaögerðir de Klerks, forseta Suður-Afríku. Haughey viðurkenndi að líklega yrðu harðorð skoðanaskipti um þetta málefni á fundinum en aðild- arríki EB eru ekki á eitt sáttir um gildi refisaðgerða gegn stjóm de Klerks. Thateher, forsætisráðherra Breta, telur að í Ijósi vunbóta de Klerks eigi íbrsetinn ogþjóðin skil- Charles Haughey, herra írlands. iorsætisráö- TeiKnfng Lurie að refisaðgerðunum verði afiétt að einhverju leyti. Thatcher tók þá ákvörðun nýlega, þvert á stefhu hinna ellefu Eb-ríkjanna, aö falla frá banni á nýjum fjárfestingum breskra fyrirtækja í S-Afriku. Vaxaitdi spenna í Búlgaríu Spenna fer vaxandi i Búlgaríu eftir þvi sem lengra liður frá þingkosning- unum siöasta sunnudag án þess að niðurstööur hafi verið birtar. Enn hefur ekki verið skýrt opinbertega frá úrslitum fyrri umferðar kosning- anna og nú er skammt þar til síðari umferðin fer fram eða aðeins þr‘r dagar. Hundruð ungra Búlgara komu saman á götum Sofiu, höfuð- borgar landsins, í gær til að mótmæla stjóm fyrrum kommúnista sem nú er við völd. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrri umferðar kosning- anna eru fyrrum kommúnistar, sem nú kalla sig sósialista, næsta örugg- ir um meirihluta á þingi. Simamynd Reuter Sjálfstæðisdeila Litháen og sovéskra ráðamanna: Moskva slakar á refsiaðgerðum - efnahagstillögur Ryzhkovs hljóta samþykki þingsins Forsætisráðherra Sovétstjórnarinnar, Nikolai Ryzhkov, er þungt hugsi á þessari mynd, enda ekki nema von. Myndin var tekin á þingi í gær en þá greiddi þingheimur atkvæði um drög að efnahagstillögum ráðherrans sem m.a. fela í sér markaðshagkerfi. Símamynd Reuter Moskvustjórnin hefur slakað á efnahagslegum þvingunaraðgerðum sínum gegn Litháen, að því er forsæt- isráðherra lýðveldisins sagði í gær að loknum viðræðum við sovéska forsætisráðherrann. í kjölfar þessa telja fréttaskýrendur að sjá megi fyrstu vonarglætuna um málamiðl- un í sjálfstæðisdeilu Litháa og sové- skra ráðamanna sem staðið hefur frá því í mars síðastliðnum. Að því er haft var eftir litháiska forsætisráðherranum, Kazimera Prunskiene, í fréttum Tass í gær náðist samkomulag um að auka þeg- ar flutning gass og annars hráefnis til Litháen en efnahagsþvinganir Moskvu hafa haft alvarleg áhrif í Litháen. Þá hafði Interfas-fréttastof- an það eftir Prunskiene að litháiskir ráðamenn myndu taka til umíjöllun- ar hvort fresta bæri gildistöku sjálf- stæðisyfirlýsingar lýðveldisins frá því í mars síöastliðnum á meðan á viðræðum við fulltrúa Moskvuvalds- ins stendur. Þetta er þvert á fyrri yfirlýsingar Litháa en þeir hafa boð- ist tft að fresta gildistöku nokkurra laga sem þing lýðveldisins hefur samþykkt frá því í mars, ekki yfirlýs- ingarinnar sjálfrar. Nú henda allar líkur til að báðir deiluaðilar séu reiðuhúnir til að gefa eftir til að ná málamiðlunarsamkomulagi. Markaðshagkerfi samþykkt Sovéska þingið samþykkti í gær drög aö tillögum sem miða að því að stýrðu markaðshagkerfi verði komið á í Sovétríkjunum í stað miðstýrðs efnahagskerfis sem verið hefur horn- steinninn að stjórnarstefnu sovéskra kommúnista í tugi ára. Það sem hér um ræðir eru átta grundvallartillög- ur í efnahagsáætlun Ryzhkovs for- sætisráðherra. Nú hefur stjóm ráð- herrans frest fram til ágústloka til að leggja fyrir þing nákvæma út- færslu þessara grundvallaratriða. Margt það sem felst í þessum drög- um, ekki síst miklar verðhækkanir, hefur ekki fallið í góðan jarðveg meðal almennings. A þingi í gær spunnust heitar umræður um þessar verðhækkanir og réttmæti þeirra. Reuter Hörð viðbrögð við nýjum skilyrðum fsræla Hin nýja hægri stjórn ísraels hefur vakið gremju helsta bandamanns síns, Bandaríkjanna, með því að setja hörð skilyrði fyrir friðarviðræðum við Palestínumenn. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét í ljós reiði sína með því að gefa upp símanúmer Hvíta hússins og segja: „Hringið þegar þið viJjið frið í raun.“ Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði í blaðaviðtali í gær að Palestínumenn yrðu að samþykkja tillögur ísraela um sjálfstjóm fyrir araba á herteknu svæðunum áður en friðarviðræður yrðu hafnar. Bak- er sagði að ef þetta væri aðferð ísra- ela væri augljóst að ekki yrði um neinar viðræður að ræða og engan frið. Þetta eru hörðustu viðbrögð Bandaríkjamanna hingað til vegna afstöðu ísraela til friöarviðræðna við Palestínumenn. Shamir myndaði nýja stjórn öfga- sinnaðra hægri manna á mánudag- inn og höfðu stjórnmálasérfræöingar spáð því að ágreiningur gæti orðið milli hennar og Bandaríkjanna. Reuter Tugir þúsunda mótinæla í Serbíu: Krefjast frjálsra kosninga Lögregla beitti kylfum til að dreifa um eitt þúsund mótmælendum sem komiö höfðu saman fyrir framan sjónvarpshúsið í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, í gær til að krefjast frjálsra kosninga í lýðveldinu Serbíu. Fyrr um daginn höfðu um þrjátíu þúsund stjórnarandstæðingar fylkt liði um götur borgarinnar og lokað aðalstræti hennar. Með þessu var fólkið að leggja áherslu á kröfur sín- ar um kosningar í þessu stærsta lýð- veldi landsins fyrir lok þessa árs. Einn lögreglumaður slasaðist alvar- lega í róstunum í gær og fjórar bif- reiðar skemmdust, að sögn lögreglu. Mótmælin í gær eru áfall fyrir for- seta Serbíu, Slobodan Milosevic, sem liggur undir ásökunum um aö halda Tveir stjórnarandstæðinga sem tóku þátt i mótmælunum í Belgrad i Júgó- slaviu i gær. Simamynd Reuter lífi í harðlínustefnu kommúnismans þrátt fyrir hrun stjórnarstefnu þeirr- ar hugmyndafræði víðs vegar um Austur-Evrópu. Frjálsar kosningar hafa verið haldnar í lýðveldunum Króatiu og Slóveníu. Serbneskir ráðamenn hafa aftur á móti lýst sig andvíga kosningum þar til ný stjórn- arskrá hefur veriö samþykkt. Slík samþykkt gæti tekið allt að ár. Fréttaskýrendur segja að hin góða þátttaka í mótmælunum í gær hafi komið á óvart og sýnt að fólk hafi haft að engu hvatningu ráðamanna í Serbíu um að hunsa mótmælin. Þaö voru fimm helstu stjómarandstöðu- flokkar Serbíu sem stóðu fyrir þess- um mótmælum. Reuter Látt’ann standa Látt’ann sjást Látt’ann seljast ^ífi.a^aí.oH Endalaus bílasala á stærsta sölusvæði borgarinnar við Miklatorg, s. 15014 -17171

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.