Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Engin sjálfsvirðing Ömurlegt var aö sjá þrjá ráðherra lýsa því yfir svip- brigðalaust, að þeir ætluðu að svíkja kjarasamninga, sem þeir höfðu sjálfir gert. Ömurlegt var að horfa á skort sjálfsvirðingar hjá helztu valdamönnum þjóðar- innar, þar á meðal vinsælasta stjórnmálamanni hennar. Samfélag manna byggist á samningum, sem staðið er við. Menn semja um kaup og sölu og geta treyst, að undirskriftir standi. í viðskiptalífinu gildir meira að segja, að orð skuli standa, þótt þau séu ekki fest á papp- ír. Þannig hefur viðskiptaþjóðfélag nútímans orðið til. Stundum lenda menn í vandræðum og geta ekki stað- ið við skuldbindingar sínar. Fórnardýr þeirra leita þá á náðir dómstóla og fá leiðréttingu sinna mála eða þá, að vanefndamenn eru gerðir gjaldþrota. Sem betur fer er þetta sjaldgæft. 99 af hverjum 100 samningum standa. Ef fólk sér fram á, að það lendi í vandræðum með að standa við skuldbindingar sínar, reynir það venju- lega að semja um máhð. Það fer í bankann og fær fram- lengingu á einhverjum hluta þess, sem er að falla í gjald- daga. Það leitar samkomulags og sátta við mótaðilann. Einsdæmi er, að viðskiptabófar lýsi því yfir, að þeir ætli ekki að standa við gerðan og undirritaðan samn- ing, svo sem ráðherrarnir þrír hafa nú gert. Til þess þarf einstæðan skort á heiðarleika og sjálfsvirðingu, sem hlýtur að skaða samskiptareglur í þjóðfélaginu. í einstaka tilviki getur risið ágreiningur um, hvernig beri að túlka samning. Menn setjast þá niður og reyna að semja um slíkt, áður en þeir tilkynna, að grundvallar- atriði samningsins gildi ekki. Allt er þetta liður í að virða leikreglur, svo að unnt sé að halda áfram leik. Fólk hlýtur að spyrja, hvernig ráðherrar hyggist semja næst um kjör við starfsmenn sína. Eftir yfirlýs- ingu ráðherranna hefur ríkisstjórnin glatað trausti sem samningsaðih. Munu viðsemjendur næst heimta, að rík- ið leggi fram fasteignaveð fyrir fjögurra ára launum? Viðsemjendur úti í heimi, svo sem í Evrópubandalag- inu og Fríverzlunarsamtökunum og Alþjóðlega tolla- klúbbnum, hljóta að efast um, að það hafi nokkurt gildi að undirrita samninga við íslenzka ráðherra, sem hafa rúið sig sjálfsvirðingu og almennu viðskiptasiðferði. Sagnfræðileg vissa er fyrir, að valdið sphlir. íslenzkir ráðherrar eru valdamiklir, valdameiri en stéttarbræður þeirra í lýðræðisríkjunum. Okkar menn hafa látið vald- ið spiha sér. Þess vegna geta þeir svipbrigðalaust lýst því óbeint yfir, að þeir séu réttir og sléttir bófar. Sem bófar halda þeir áfram að gefa vinum, flokks- bræðrum og skólafélögum áfengi á kostnað ríkisins. Sem bófar halda þeir áfram að fara flokkslegar áróðurs- ferðir um landið á kostnað ríkisins. Sem bófar láta þeir önnur skattalög ghda um sig en um annað fólk í landinu. Skortur ráðherra á sjálfsvirðingu birtist meðal ann- ars í, að þeir halda áfram að haga sér á spilltan hátt, þótt upp hafi komizt. Þeir halda áfram að láta borga sér tvisvar fyrir kostnað á ferðalögum, þótt uppvísir séu að svindh. Þeir kunna einfaldlega ekki að skammast sín. Því miður styður þjóðin siðleysi ráðherra. Einn þeirra, sem lengst gekk í hundalógík í vörn fyrir þau samningssvik, sem hér hafa verið til umræðu, hefur um nokkurra mánaða skeið verið sá ráðherra, sem fær í skoðanakönnunum hæsta einkunn fólks fyrir traust. Því meira sem fækkar leikreglum, sem unnt er að treysta, þeim mun meira verður tjónið af siðleysi þjóðar og ráðherra hennar. Brottfall sjálfsvirðingar hefnir sín. Jónas Kristjánsson Forneskja eða framfarir? Sterkar líkur benda til þess að inn- an fárra ára verði verulegar breyt- ingar orðnar á efnahags- og- at- vinnulífi okkar íslendinga. Þá verður ísland annað hvort orðið eitt ríkja Evrópubandalagsins eða hefur lagað þjóðarbúskapinn að því frjálsræði sem þar er að komast á. Eins og marsinnis hefur komið fram í opinberri umíjöllun ein- kennast þær breytingar sem fram- undan eru í Evrópu af því að af- numdar verða hömlur og takmark- anir á flutningi vöru, fiármagns, þjónustu og vinnuafls milli land- anna í Evrópu. Þegar þessi um- skipti hafa gengið í garð hér á landi geta einstaklingar og fyrirtæki í Evrópu eignast íslensk atvinnufyr- irtæld eða stofnað önnur, Evr- ópubúar munu njóta hér sömu at- vinnuréttinda og íslendingar og sama rétt til viðskipta og atvinnu munum við eiga í Evrópuríkjum. Hagsæld en mikil röskun Það er að sjálfsögðu enginn hægðarleikur að meta fyrirfram hvaða áhrif þessar miklu breyting- ar munu hafa á lífskjör fólks í lönd- um Evrópu. Flestir hagfræðingar og aðrir sérfróðir menn, sem íhuga þessi mál af fordómaleysi, eru þó sammála um aö umskiptin muni leiða af sér aukinn hagvöxt og aukna hagsæld almennings. Það er þó jafnframt deginum ljós- ara að mikil röskun verður víða á högum fólks, einkum þess sem starfar og býr þar sem ríkið hefur með einum eða öðrum hætti tekið lögmál frjálsra viðskipta úr sam- bandi. í nýlegri könnun Félagsvísinda- stofnunar á viðhorfum Islendinga til hinna nýju sjónarmiða í Evrópu kemur fram að um það bil 70% landsmanna álíta að við eigum að taka mikinn þátt í þeim breyting- um sem framur.dan eru og aö þess- ar breytingar rumi hafa áhrif til góös á íslenskt efnahagslíf. Athyglisvert er að skoðanir manna í þessu efni fara talsvert eftir því hvaða stjórnmálaflokkum þeir fylgja. Kjósendur Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks eru ein- dregið hlynntir hinm nýju Evrópu en andúðar og tortryggni gætir hjá kjósendum Alþýðubandalags, Framsóknar og Kvennalista. Það kemur svo ekki á óvart að menn skiptast einnig í afstööu í þessu efni eftir því við hvaða at- vinnugrein þeir starfa. Þeir sem starfa við verslun og samgöngur, þar sem frjáls samkeppni ríkir, aðhyllast breytingamar en mikfll- ar andstöðu gætir hjá þeim sem starfa við landbúnað og fisk- vinnslu, þar sem höft og opinber forsjá ríkir. Þetta kemur heim og saman við ætlaðan hag manna og óhag af breytingunum. Deilur milli þeirra sem aðhyllast hinar ólíku skoðanir á framtíöar- skipan efnahags- og atvinnumála okkar eiga vafalaust eftir að ein- kenna stjómmál hér á landi á næstu misserum og árum. Ekki er ólíklegt að þær verði efst á baugi í næstu þingkosningum. Tvö meginsjónarmið Þaö er ekki nýlunda að ágreining- ur sé um það hér á landi hver eigi að vera tengsl okkar við aðrar þjóð- ir og á hvað beri að leggja áherslu í þjóðlífi okkar og þjóðmenningu. Með nokkurri einíoldun má segja aö öldum saman hafi verið uppi tvær meginskoðanir í þessu efni. Annars vegar hefur verið haldið fram sjónarmiðum íhaldssemi og einangranar; að best sé fyrir ís- lendinga að búa við heföbundna atvinnuhætti og menningu og vera sjálfum sér nógir á flestum sviðum. Hitt viöhorfið, sem kenna má við framsækni og alþjóðalyndi, er að KjaUaiinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur þá famist okkur best þegar við til- einkum okkur nýjungar í atvinnu- lífi, strauma og stefnur alþjóðlegr- ar menningar og eigum mikil sam- skipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Á átjándu öld var Eggert skáld Ólafsson að ýmsu leyti fufltrúi fyrrnefnda viðhorfsins en Hannes Finnsson biskup hins síðarnefnda. Á nítjándu öld vora Fjölnismenn málsvarar þjóðlegrar forneskju en Jón Sigurðsson forseti fulltrúi þeirra sem sækja vildu fram og laga íslenskt þjóðfélag að þróun- inni í Noröurálfu. Á þessari öld hafa skáld og rithöfundar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn verið í fararbroddi einangrunarstefnunn- ar. Athafnamenn og fijálslyndir menntamenn hafa á hinn bóginn borið merki framfarastefnunnar. Er þjóðmenningin í hættu? Þeir sem nú á dögum halda fram viðhorfum íhaldssemi og einangr- unar gera það að jafnaði ekki í nafni þröngra sérhagsmuna þótt þeir búi oft að baki. Algengara er aö það sér gert með því að ýkja þær hættur sem þjóömenningu okkar og tungu stafar af nánum alþjóðleg- um samskiptum. Ég get ekki stillt mig um að nefna eitt nýlegt dæmi þessu til sönnun- ar. Fyrir nokkram vikum skrifaði Svavar Gestsson menntamálaráð- herra greinaflokk í Þjóðviljann þar sem hann fiallaði um hugmynda- grandvöll sósíalista eftir hrun ríkj- anna í Austur-Evrópu. Ráðherrann taldi að á næstu áram fælist sér- staða íslenskra sósíalista meðal annars í andstöðu þeirra við þá Evrópustefnu sem hér hefur verið lýst, flokkur þeirra yrði „þjóðlegur íhaldsflokkur". „Segjum svo að við yrðum aðilar að EB [Evrópubandalaginu]," skrifar ráðherrann. „Fjöldi ís- lenskra embættismanna myndi starfa þar. Þeir hefðu aftur sam- skipti viö stjómarráöið hér. Fljót- lega yrði það talið óttalegt vesen að þessi samskipti færu fram á ís- lensku - og þannig koll af kolli. Þannig yrði íslensk menning aö- eins fyrir sérvitringa og útlending- ar og aðrir menn með íslenskt rík- isfang fengju að skoða okkur eins og dýr í þjóðgörðum vestur í Dölum eða austur í Tungum." Og mennta- málaráðherra íslands bætir við: „Hér er ekki verið að mála skratt- ann á vegginn. Hér er verið að benda á veraleikann... “ Skrif Svavars Gestssonar fela hvort tveggja í sér, átakanlega upp- gjöf gagnvart alþjóðlegri efnahags- framvindu og algera vanmáttar- kennd fyrir hönd íslenskrar menn- ingar. Eg er sannfærður um að þá fyrst rætist spádómur ráðherrans um íslendinga sem sýningargripi í þjóðgarði ef við höfum ekki þrek og metnað til að rækta og efla þjóð- menningu okkar í frjálsu samfélagi þjóðanna. Engin ástæða er til að horfa fram- hjá því að aðild íslands að Evrópu- bandalaginu eða evrópsku efna- hagssvæði skapar þjóðmenningu okkar ýmsan vanda þegar fram líða stundir. Við þurfum aö huga að því efni í tíma og af mikiflvalvöru. En það horfir ekki til heilla fyrir land okkar og þjóð að gera það með forn- eskjuna að leiðarljósi. Guðmundur Magnússon Hugur íslendinga til EB og EFTA Afstaða Þátttaka í | Október 1989 Evrópumarkaði |—. 90,3% |_l Maí 1990 Af þeim sem tóku afstöðu Þeir sem gátu nefnt eitthvert land „íslendingar sýndu hug sinn á viðhorfum til EB og EFTA í nýlegri skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar. „Þá fyrst rætist spádómur ráðherrans um íslendinga sem sýningargripi í þjóðgarði ef við höfum ekki þrek og metnað til að rækta og efla þjóðmenn- ingu okkar 1 frjálsu samfélagi þjóð- anna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.