Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. DV íslenskar getraunir: Stærsti pottur frá upphafi Margir snjallir knattspyrnumenn hafa vakið athygli á heimsmeistarakeppn- inni á Ítalíu, þeirra á meðal kolumbíski miðvallarspilarinn Carlos Valderr- ama. Samnorræni getraunaseðillinn hefur vakið mikla athygli á íslandi enda seldust 1.090.827 raðir fyrir 21.816.540 krónur sem gerir 4,4 raðir á íbúa á íslandi. PC raðir eru 103.108, um það bil 10% seldra raða. Röðin kostar tuttugu krónur en venjulega tíu krónur. I Danmörku seldust 5.856.882 raðir í Svíþjóð 3.920.393 raðir og íslandi 1.090.827 raðir. Fyrsti vinningur er 43.477.900 krónur sem skiptast milli þeirra sem eru með 13 rétta í Dan- mörku, Svíþjóð og íslandi. Annar vinmngur á íslandi, 12 rétt- ir, er 2.727.067 krónur og þriðji vinn- ingur, 11 réttir, sá sami. Það er mögu- legt að vinningar verði nokkuð háir að þessu sinni. Síðasti leikur seðils- ins, viðureign Austurríkis og Tékkó- slövakíu, hefst klukkan 15.00 á fóstu- daginn og þá verða margir orðnir spenntir. Skömmu síðar mun liggja ljóst fyrir hve vinningar eru háir. ÚrsUt hafa verið töluvert óvænt og fáir tipparar eiga möguleika á að ná öllum þrettán leikjunum réttum á Spá 10 spekinga á íslandi 5 Danmörku og Svíþjóð i X 2 England - Holland . 28% 34% 38% Svíþjóð-Skotland 43% 33% 24% irland- Egyptaland 68% 19% 13% Belgía-Uraguay 31 % 35% 34% Argentlna-Rúmenía 57% 24% 19% Kamerún- Sovétríkin 20% 20% 60% V.Þýskaland - Kólombla 75% 13% 12% Italía -Tékkóslóvakía 72% 16% 12% Brasilía-Skotland 64% 23% 13% Svíþjóð-Kosta Ríka 73% 15% 12% Belgía-Spánn 27% 34% 39% S.Kórea-Uraguay 16% 19% 65% Irland-Holland 19% 25% 56% Sovétríkin-Rúmenía 54% 30% 16% Italía — Austurríki 72% 17% 11% U SA - T ékkóslóvakía 13% 18% 69% Brasilía — Svíþjóð 50% 33% 17% Vestur- Þýskaland - Júgóslavía 55% 27% 18% Costa Rica-Skotland 11% 16% 73% England-írland , 60% 25% 15% Belgía-Suður-Kórea 68% 18% 14% Uruguay-Spánn 30% 36% 34% Argentina - Sovétrlkin 38% 37% 25% Júgóslavía - Kólombía 61 % 24% 15% Cameroun-Rúmenía 18% 22% 60% Austurríki -Tékkóslóvakía 30% 35% 35% eina röð. Urslit fyrsta leiksins á seðl- inum, sigur Rúmeníu á Sovétríkjun- um, þurrkaði út um það bil 65% allra raða með þrettán réttum. Sigur Costa Rica á Skotlandi bætti um betur og jafntefli Englands og írlands setti punktinn yfir iið. Sem dæmi má geta þess að þegar átta leikjum var lokiö voru einungis 37 raðir með 8 rétta og áttu möguleika á 13 réttum í PC tölvu íslenskra getrauna. Sala á PC röðum er um það bil 10% seldra raða svo það er raunhæft að áætla að um það bil 370 raðir eigi möguleika á þrettán réttum en þeim mun fækka því margar raðir eru í eigu sömu aðilanna. Gildrur á næsta seðli Síðari getraunaseðiUinn virðist auðveldari en sá fyrri en sem fyrr eru gildrur sem tipparar eiga eftir að falla í. Liðin í heimsmeistara- keppninni virðast jafnari en oft áður og má benda á sigur Kamerún á heimsmeisturunum Argentínu, sig- ur Costa Rica á Skotlandi og jafntefli Hollands og Egyptalands því til stuðnings. Það verður gaman að sjá hvemig salan í Danmörku og Svíþjóð þróast að þessu sinni. Danir seldu vel, um það bil 1,2 raðir á mann, en Svíar hafa ekki hrifist eins af þessum seðli og aðrir þátttakendur í þessum sam- norræna getraunaseðli enda seldust einungis 0,4 raöir á mann í Svíþjóð. Tippað á tólf 1 England - Holland 2 Mikilvægasti leikuxinn í F-riðli er viðureign Englands og Hoilands. Hvert stig er dýrmætt og þessi lið eru talin þau sterkustu í riðlinum. Liðin mættust í Evrópukeppninni sum- arið 1988 og þá vann HoUand. Hollendingar urðu reyndar Evrópumeistarar það árið. Englendingum gekk afar illa í þeirri keppni og er ólíklegt að liðið standi sig jafrdila. 2 Sviþjóð - Skotland X Svíum er spáð góðu gengi í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. Skotar eru taldir frekar veikir enda tapaði liðið 0-1 gegn Costa Rica í fyrsta leik sínnm á Ítalíu. Skotar hafa oft gert liðum skráveifu á HM. Leikmenn vita að þeir verða að ná stigi úr þessum leik til að eiga möguleika, seigla liðs- ins og barátta mun feera Skotum eitt stig. 3 írland - Egyptaland 1 Enn koma íramir á óvart því liðið náði 1-1 jafntefli gegn Englandi. Allir aðstandendur liðsins töldu það sigur í stöð- unni. Með sigri á Egyptum eru möguleikar íranna orðnir miklir á að komast í 16 liða úrslit. Egyptar hafa vakið athygli í sumar x undirbúnmgsleikjum síntun og eru því sýnd veiði en ekki gefin. Jafntefli gegn Hollendingum vitnar um það. 4 Beigia - Uruguay 2 Belgar eru alltaf seigir og hafa gert góða hluti á undanföm- um heimsmeistaramótum. Uruguay getur þó státað af fleiri sigrurn þvi liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari árin 1930 og 1950. Liðiö hefur átt í erfiðleikum vegna grófs leiks leik- manna og ávallt spuming hve margir leikmerm em á vellin- um í lok leiks. 5 Argentína - Rúmenía 1 Rúmenía kom skeramtilega á óvart í fyrsta leik sínum með sigri sínum á Sovétríkjunum. Argentina tapaði neyðarlegra fyrir Kamenin í sínum fyrsta leik og þarfixast stiganna meir en Rxímenía. Þessi leikur veröur því leikinn af miklum krafd. 6 Kamerún - Sovétrikin 2 Kamerún sló í gegn í fyrsta leik heimsmeistarakeppninnar er liðið sigraði heimsmeistarana, Argentínu, þrátt fyrir aö vera einum manni færri í töluverðan tíma og tveimur færri í skamman tíma. Sovétríkin þarfnast stigaima mjög, annars er hætta á því að liðið komist ekki í 16 liða úrslitin. Það verður spennandi að sjá hina þunglamalegu Sovétmenn gegn léttleikandi Aíríkubúimum. 7 V-Þýskalan.d - Kólumbía 1 Þjóðvexjar hafa sjaldan byxjað eins vel á heimsmeistara- keppni og nú. 4-1 sigur á Júgóslövum er engin tilviljun enda valinn maður í hveiju rúmi. Kolombía er eiixnig með tvö stig eftir sigur á Sameinuðu furstadæmunum. Þessi leik- ur hefur því nokkuð að segja um lokaröð liðanna í riðlinum. 8 ítalia - Tékkóslóvalda 1 ítalir eru alltaf sigurstranglegir á heimavelli en aldrei eins og nú. Liðinu er spáð heimsmeistaratitli og því er nauðsyn- legt að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik. Tékkar unnu Bandaríkjamenn, 5-1, og gætu ofinetnast á því. ítalir spila ekki xmdir eins iniklu álagi og í fyrsta leiknum þvi liðið er með tvö stig nú þegar eftir sigur á Austurríki og þaif einxmg- is að sigra Bandaríkin til að komast áfram í 16 liða xírslit. 9 Brasilía - Skotland X Skotar voru slappir gegn Costa Rica. Brasilía er álitið eitt sterkasta liðið á Italíu nú og því verður róðurinn þxmgxxr hjá Skotum. Maiuxskapur Skotanna virðist ekki eins sterkur og á HM í Þýskalandi 1974 og í Argentínu 1978. Það er þvi næsta víst að „Brassamir" verða í banastuði og skora grimmt. 10 Svíþjóð - Costa Rica 1 Svíar áttu ágætan leik gegn Brasilíumönnum sem voru ein- faldlega of góðir og sigruðu, 3-1. Svium er nauðsynlegur sigur í þessxxm leik því Costa Rica er þegar með tvö stig. Costa Rica hefur þegar sarmað sig og átti góðan leik og var heppið gegn Skotum en það verður erfitt að fylgja þeim sigri eftir. Svíamir eru alltaf seigir og spila af skynsemi. 11 Belgía - Spánn 2 Spánverjum er spáð töluverðum fiama í þessari keppni. Margir snjallir leikmenn eru t herbúðum liðsins sem hefxxr brugðist á örlagaríkum augnablikum undaixfarin ár bæði á HM á Spáni 1982 og í Evrópukeppninni í Frakklandi 1984. Belgar sóttu ákaft gegn Suður-Kóreu og uppskáru tvö mörk. Vamarleikmennimir eru gamlir og því spuming hvort þeir fari ekki að þreytast og gera mistök. 12 S-Kórea - Uruguay 2 Lið Suður-Kóreu var óþekkt stærð áðxir en riðlakeppnin hófst en virðist ekki sterkt. Liðið var í vöm mestallan leikinn gegn Belgíu og skapaði sér einungis eitt gott markatæki- feeri. Leikmenn Umguay vita að þeir verða að ná tveimxir stigxim úr þessum leik og munu því spila af ákveðni. 13 írland - Holland 2 írar berjast ávallt til síðasta blóðdropa í sínum leikjum. Ár- angur liðsins undir stjóm Jackie Charlton er mjög góður enda kappinn í dýrlingatölu á írlandi. Hollendingar em tald- ir vera með eitt af fjórum bestu landsliðum heirasins en þeir þurfa að sanna það nú því stigin fást ekki á pappímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.