Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. Atvinnuleysi fer minnkandi í maímánuði sl. voru skráðir at- vinnuleysisdagar jafngildir því að -W200 manns hefðu verið atvinnulaus- ir allan maímánuð. Af áætluðum mannafla er þetta um 1,7%, hjá kon- um 2,2% en hjá körlum 1,3%. Á landinu í heild fækkaði skráöum atvúinuleysisdögum um 3400 eða um 6,6%. Fækkunin, sem átti sér öll stað utan höfuðborgarsvæðisins, nam reyndar 5300 dögum. Hins vegar fjölgaði skráðum atvinnuleysisdög- um milli mánaða á höfuðborgar- svæðinu um 1850 daga. Aukninguna á höfuðborgarsvæðinu má að mestu rekja til skólafólks sem bæst hefur á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Atskák á Spáni: Góður árangur hjá Jóhanni Jóhanni Hjartarsyni gekk ágætlega á atskákmótinu mikla á Spáni sem lauk í gær. Jóhann fékk 9 vinninga af 13 mögulegum og hafnaði í 5. til 6. sæti ásamt Sovétmanninum Kras- enkov. Það var Sovétmaðurinn Tukmakov ■sem vann mótið en hann fékk 10'Á vinning. Annar varð Kozul frá Júgó- slavíu með 10 vinninga. í 3. til 4. sæti varð Chemin og Goldin með 9 'á vinning. Helgi Ólafsson og Margeir Péturs- son, sem meðal annars vann Viktor Kortsnoj, urðu í 14. til 30. sæti með 8 vinninga en Jón L. Árnason varð í 31. til 37. sæti með 7 Á vinning. 120 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af voru yfir 100 stórmeistarar. -SMJ Bankarnir ekki á beinni línu í morgun Tölvukerfi bankanna er í ólagi. Vegna vinnsluóhapps voru bankarn- ir ekki beinlínutengdir við Reikni- stofu bankanna í morgun. „Það kom upp óhapp þannig aö viö erum ekki búnir að keyra skrárnar frá því í gær,“ segir Þórður Sigurðs- son, forstjóri Reiknistofu bankanna. „Bankamir verða örugglega ekki beinlínutengdir fyrr en þá seinni partinn í dag. ) -JGH LOKI Kemur ekki bara einhver með vatn og slekkur eldinn? Skorað á Albert Guðmundsson að koma heim Ekki á leið heim í augnablikinu - en Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki að undanfórnu um að Albert Guðmundsson, sendiherra Islands í Paris, sé að láta af störfum þar og sé á leiðinni heim í pólitíkina hér á nýjan leik. Albert tók við sendiherrastöðunni fyrir nokkrum mánuðum. En hvað segir sendiherrann sjálf- ur um þessar staðhæfingar? Er hann á leiðinni frá París i pólitíkina hér heima? „Ég get ekki neitað því að fjöldi fólks hefur skorað á mig að koma aftur heim í pólitikina," sagði Ai- ' bert Guðmundsson, sendiherra í París, i samtali við DV í morgun. „En ég hef í augnablikinu ekki neinar áætlanir um að koma heim. Ég er nýbyrjaður í þessu starfi og kann vel við mig í París. Mig lang- ar til að starfa hér áfram á meðan ég get gert landi og þjóö eitthvert gagn.“ - Það er þá ekkert til í því að þú sért á leiðinni heim? ,segir Albert „Eins og ég segi þá hef ég fengið íjölda áskorana um að koma aftur í pólitíkina. En sem stendur iangar mig ekki til að skipta um starf Annars get ég bara sagt um þennan oröróm að það er alltaf reykur þar sem eldur er.“ Aðspurður hverjir það væru sem hefðu haft samband við hann og skorað á hann að láta aftur aö sér kveða í stjórnmálunum sagði hann það vera fjölda fólks víös vegar að. -RóG Allir boltar á lofti. Knattspyrna er það eina sem kemst að í huga margra þessa dagana, bæði ungra og aldinna. Við Framheimilið sýndu þessir piltar ekki síðri knattmeðferð en sést hefur á Ítalíu síð- ustu daga. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Hvasst og rigning Á morgun verður allhvöss suð- austanátt um mest allt landið. Þurrt á'Norður- og Vesturlandi en rigning annars staðar. Hitinn veröur 10-14 stig. Gjaldþrot Svarts á hvítu: Kröfurnar eru 350 milljónir Heildarkröfur í þrotabú bókafor- lagsins Svart á hvítu eru 351 milljón króna. Búið er að samþykkja kröfur fyrir upp á 119 milljónir. Bjöm Jón- asson, sem var framkvæmdastjóri og einn aðaleiganda, er með hæstu kröf- una í búið, rúmar 50 milljónir. Ríkis- sjóður er með yfir 35 milljóna króna kröfu. Hún er tilkomin vegna skulda- bréfs sem var ætlað að mæta sölu- skatts og launaskattsskuldum fyrir- tækisins. Faðir Bjöms er með um- talsveröa kröfu vegna ábyrgða sem hann tók á sig fyrir fyrirtækið. Öllum þessum kröfum hefur verið hafnað að svo stöddu. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra heimilaði fyrirtækinu að ganga frá söluskattsskuld með út- gáfu skuldabréfs sem var tryggt með veði í hugbúnaöi fyrirtækisins ís- lenski gagnagrunnurinn. Rikisend- urskoðun gerói athugasemdir við veðið, taldi það ekki nægilega tryggt. Svart á hvítu var tekið til gjaldþrota- meðferðar í mars. Fyrsti skiptafund- ur verður haldinn á þriðjudag í næstu viku. Eignir bókaforlagsins em aðallega bókalager, tölvubúnaður, útgáfurétt- ur og fleira. -sme Sleipnismenn sömdu í nótt Það tókst að afstýra verkfalli Sleipnismanna í nótt en samninga- viðræður stóðu til klukkan sex í morgun. Samið var í anda ASÍ og VSÍ samninganna. „Ég er hundóánægður en við feng- um þó einhveijar breytingar," sagði Magnús Guðmundsson, formaöur Sleipnis. DV spurði af hveiju þeir hefðu sleg- ið af kröfum sínum en þeir fóm upp- haflega fram á 10 þúsund króna hækkun á grunnlaunum. „Við þurftum að gera okkur grein fyrir raunveruleikanum," sagði Magnús eftir að hafa samið á svipuð- um nótum og annaö launafólk í landinu. Allar ferðir verða því farnar sam- kvæmt áætlun í dag en veralegir erf- iðleikar hefðu skapast ef af verkfall- inu hefði orðið. Eru þeir aðilar, sem að ferðaþjónusu starfa, ánægðir meö niðurstöðu mála og að áætlanir rask- ist ekki nú þegar ferðamannatíminn er í fullum gangi. -tlt SKUWJBÍIAR 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf opið um kvöldog helgar Kentucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirði Kjúklingar sem bragð er aó Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.