Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNI' 1990. Fréttir Landsfundur Alþýðubandalagsins 1 janúar? Verð ekki forystumaður í flokknum án fulls umboðs - segir Ólafur Ragnar Grímsson ármálaráðherra „Að sjálfsögðu getur það verið sterkt fyrir flokkinn að halda landsfund. Ég hef aldrei tahð að það sé veikt í sjálfu sér fyrir flokk- inn að halda slíkan fund. Ég tel hins vegar aö það sé ekki rétt að einstakir forystumenn séu að ákveða það eða lýsa skoðun sinni á því hvenær sá landsfundur eigi að vera fyrr en einstök flokksfélög og stofnanir flokksins hafa tæki- færi til að fjalla um málið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, þegar hann var spurður að því hvort hann styddi framkomnar hug- myndir-um að halda landsfund Al- þýðubandalagsins strax í janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir þvi að fram- kvæmdastjóm flokksins taki ákvörðun um landsfundinn á fundi sínum á mánudaginn en þá verður Ólafur Ragnar komin heim en þeg- ar DV ræddi við hann í gærkvöldi var hann staddur á fundi fjármála- ráðherra Norðurlanda í Osló. Varaformaður flokksins, Stein- grímur J. Sigfússon, sagði í DV í gær aö það gæti styrkt stöðu flokksins að halda landsfundinn fyrir kosningar en gert er ráð fyrir að tekist verði á um stöðu for- mannsins þar. - En getur þú sætt þig við lands- fund svo skömmu fyrir kosningar þar sem tekist yrði á mn forystu þína í flokknum? „Ég hef aldrei haft áhuga á því að vera forystumaður í flokki án þess að hafa til þess fullt umboð þannig að það stendur ekki á mér að halda landsfund ef það er ein- dreginn vilji flokksmanna," sagði ÓlafurRagnar. -SMJ Urkoma Langtímaspá yílr veður á N - Atlantshafi í júní Byggt á gögnum NOAA(National Oceanic and Atmospheric Adminstration) Langtímaveðurspá út júmmanuð: Hlýtt en nokkur úrkoma Útlit er fyrir að seinni hluti júní- mánaðar veröi nokkuð hlýr, jafnvel aðeins yfir meðallagi. Úrkoman gæti þó orðið meiri en fyrri hluta mánað- arins. Þetta kemur fram í nýútkominni langtímaveðurspá bandarísku veð- urstofunnar. Spáin nær út júnímán- uð og hefur verið endurskoðuð frá því að spáð var fyrir um allan mán- uðinn. Fljótlega er að vænta fjögurra vikna spár sem sýnir veðrið fram í miðjan júlí. Útlit er fyrir að þaö fari aö hlýna í Mið-Evrópu eins og sést á kortinu. Um leið er spáð frekar lítilli úrkomu þar. Úrkoman á Bretlandseyjum, vesturhluta Frakklands og Pýrenea- skaganum verður hins vegar meiri og gætu til dæmis sólarlandafarar átt von á fráviki frá meðalári. Eins og áöur sagði er útlit fyrir heldur hlýrra hér en í meðalári. Út- htið er hins vegar ekki eins gott með úrkomuna og gæti hún orðið heldur meiri en í meöalári. Eins og sést á kortinu eru dregnar úrkomulínur um suðurodda Grænlands og eftir endilöngum Bretlandsejgum. Svo gæti því farið að við íslendingar slyppum við úrkomu en erfitt er að ráða í hvort þetta þýði að lægðimar fari fyrir sunnan land. í upphafi síðustu langtímaspár var gert ráð fyrir björtu og úrkomuhtlu veöri hér í upphafi júní. Virðist þessi spá hafa gengið eftir - sérstaklega í ugphafi tímabilsins. í spá bandarísku veðurstofunnar er spáö fyrir um megindrætti veðurs næsta mánuð en ekki veðurfari dag fyrir dag. Rétt er aö minna á að áreið- anleiki veðurspár minnkar því lengra sem spátímabihð er en þar eð hér er spáð fyrir tíltölulega stuttan tíma, það er að segja hálfan mánuð, má gera ráð fyrir nokkuð áreiðan- legri spá. -SMJ Sumarvimia hjá ríkisfyrirtækjum: Þurfa kannski smá- viðbótarfjármagn - segir fj ármálaráðherra „Það var ákveðið að leita eftir möguleikum ríkisfyrirtækja tfl þess að ráða tfl sín fólk í sumarvinnu og mörg hver geta gert það án þess að nokkurt viðbótarfjármagn komi þar tfl. Önnur þurfa kannski eitthvert smávegis viöbótarfjármagn til þess. Það verður skoðaö í hveiju tilviki fyrir sig en það er misskflningur ef þú ert að láta hggja að því að ríkis- fyrirtækin fái opinn tékka í mál- inu,“ sagöi Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um það hvort ríkisfyrirtækj- um væri uppálagt að ráða tfl sín sum- arfólk gegn því að þau fengju síðan viðbótarfjármagn á fiáraukalögum í haust. Fjármálaráðherra sagði að hvert tflvik yrði skoðað út af fyrir sig og komið yrði á fót sérstökum starfshóp tilk þess. Forsvarsmenn ríkisfyrir- tækjanna verða aö leggja fyrir þenn- an starfshóp áætlanir um fiárveiting- ar til þessa verkefnis. „Reynslan frá því í fyrra varð sú að það þurfti mun minna fiármagn til þess að greiða úr sumarvinnu unglinga heldur en reiknað var með. í stað þess að það þyrfti 200 milljónir eins og reiknað var með þurfti 60 mflljónir," sagði fiármálaráðherra. Að öðru leyti vfldi hann ekki tjá sig um það hve miklu fiármagni yrði varið tfl þess úr ríkissjóði að greiða fyrir sumarvinnu unglinga. -SMJ Aögeröir BHMR á morgun: Ekki mætt til vinnu „Aðgerðimar standa ahan dag- inn. Það verður þvi varla mikið úr vinnu nema menn geti veriö á tveimur stöðum í einu,“ sagði Ólaf- ur Karvel Pálsson fiskifræðingur sem hefur séö um undirbúning að- gerða háskólamenntaöra ríkis- starfsmanna á morgun. „Við stefnum Uöinu í Templara- hölhna á fimmtudagsmorguninn. Síðan verður farið í kröfugöngu um eða upp úr ehefu. Gengið verður sem leið hggur frá Templarahöll- inni niöur á Lækjatorg þar sem flutt verða ávörp og formenn aðild- arfélaganna afhenda forsætisráö- herra undirskriftalista. Síðan verð- ur fundað aftur í Templarahöllinni. Ég á nú frekar von á áframhald- andi aðgerðum en þaö er ekkert búið að ákveða í því sambandi". -Pj Tyrkneski bankastjórinn fyrir réttinum í máii Jósafats og félaga í London: Hef aldrei séð þessa víxla Aíreö Böðvarssan, DV, Landon; Muharem Georgick, bankasfióri tyrkneska bankaútibúsins, sem átti að hafa tryggt víxlana tvo sem deilt er um í málinu gegn Jósafat Am- grímssyni og félögum í London, hef- ur komið fyrir réttinn og neitað að hafa komið nálægt víxlunum. Hann kvaöst aldrei hafa séð þessa víxla, hvað þá undirritað þá og að undir- skriftimar Uti ahs ekki út eins og hans undirskrift. Bankasfiórinn, sem mætti sem vitni saksóknara, sagði að þar sem útibúiö væri Utið gæti hann aldrei ábekt víxla upp á svo háar fiárhæðir og að útibúiö skipti sér aldrei af þess konar víxlum. Veijandi Jósafats spuröi banka- sfiórann hvort hann kannaðist við blaðsíöumar úr undirskriftabók bankans sem fundust á Trflok Handa. Hann kannaðist ekki við sína eigin undirskrift á þeim blaðsíðum og sagöi aö þessi undirskriftabók væri trúnaöarmál og aðeins starfs- menn bankans hefðu aðgang aö henni. Lögfræðingur Jósafats bað um að fá að sjá vegabréf bankasfiórans og tók eftir því að þaö var ekki undirrit- að. Vegabréfið var tiltölulega nýtt og hafði verið notað í fyrsta sinn þegar bankasfiórinn kom til London. Hann var spuröur hvort hann vildi gefa sýnishom af eiginhandaráritun sinni og játti hann því. Georgick talaði ekki orð í ensku en lá samt sem áður mjög hátt rómur og beið sjaldnast eftir að túlkurinn þýddi spumingar saksóknarans um víxlana. Hann leit varla á víxlana áður en hann þvemeitaöi að hafa séð þá og átti túlkurinn í mestu erfiðleik- um með að fa hann til þess að hlusta á spumingamar áður en hann kom með svörin. Daninn vísar víxlasölunni frá sér Hans Bogelund, forsfióri danska fyrirtækisins, sem ætlaði að nota annan víxflinn til þess að fiármagna innflutning á skreið tfl Nígeríu, sagði fyrir réttinum að fyrirhuguð fiár- mögnun skreiðarkaupanna hefði verið í höndum breska fyrirtækisins og þess nígeríska og hann hefði gefið Trilok Handa umboð til þess að semja um kaup á víxlinum fyrir sína hönd eftir ráðgjöf frá forsfiórum þeirra fyrirtækja. Hann hafði ein- ungis gefið út víxilinn og sent hann til London í þeirri trú að fyrirtækið í Bretlandi fyndi kaupanda að hon- um og banka sem ábekti hann. Hann hefði áður flutt fisk tfl Nígeríu gegn- um nígeríska fyrirtækið Josy Kay og bjóst ekki við neinum erfiðleikum varðandi þennan innflutning. Aðstoðarbanka- stjórinn neitar líka Faruf Oskardes, sem var aðstoðar- bankastjóri tyrkneska útibúsins þar tfl í júh á síöasta ári, neitaði fyrir réttinum í gær að hafa undirritað víxlana. Hann sagöist ekki hafa neina reynslu af alþjóðaviðskiptum og útibúið ekki hafa heimild til að ábekja víxla sem gefnir væm út ger- lendis. Veijandi Bolgers fékk staðfest hjá Oskardes að rannsókn hefði staðið yfir á ýmsum málum í tyrkneska bankanum í fyrra og í ár. Yfirmaður rannsóknanna í bankanum verður yfirheyrður á morgun. Það lítur út fyrir að máhnu gegn Jósafat og félögum hans veröi vísað til næsta réttarstigs þar sem fram- burður tyrknesku vitnanna virðist staðfesta fólsun á undirskriftum á víxlunum. Enn hefur hins vegar ekk- ert komið fram í réttinum sem sann- ar að Jósafat eða aðrir sakboming- anna hafi staðið að þeirri fölsun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.