Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 3 I>v ViÖtaJið Nýtt ævistarf á 10 ára fresti Nafn: Ómar Sævar Harðarson Aldur:35ára Staða: Framkvæmdasljóri landsmóts UMFI „Undirbúningur landsmóts Ungmennafélags íslands er á tveimnr vígstöðvum, verkleg framkvæmd er hjáMosfellsbæog er henni svo að segja lokið en við sjáum um skipulagninguna og erum að ieggja síöustu hönd á hana," sagöi Omar S. Haröarson sem er annar framkvæmdastjóra mótsins. Það hefur ekki fariö framhj á mörgum að UMFÍ heldur landsmót sitt nú 1 sumar með Gogga galvaska sem vemdargrip í broddi fylkingar. „Skipulagning hefur gengið vel en mótið stendur yfir 12.-15. júlí og byrjar með heimsókn forseta íslands," sagði Ómar. Bókaormur Ómar ólst upp í Hafharfirði til fimm ára aldurs en flutti þá til Selfoss. Á menntaskólaárunum lá leiðin svo til Reykjavíkur í Menntaskólann við Hamrahlíð. Eför stúdentspróf nam Ómar off- setprentun við Iðnskólann í Reykjavík. „Ég er hlynntur því að maður eigi að breyta um ævistarf á 10 ára fresti og byrjaöi því i stjórn- málafræði í HÍ 1987. Þangað til vann ég við prentiðnina. Ég fékk leyfi frá starfi mínu hér til að Uúka náminu sl. haust. Skipulagning landsmótsins hefur staðið yfír frá april á síðasta ári en þá var ég ráðinn. Formlega lýkurstarfmu 15. ágústísumar. Aðaláhugamál mitt er lestur bóka en ég er mikill bókaormur og les helst vísindaskáldsögur. Auk þess er ég á kafi í íþróttum, aðallega sem áhorfandi og einnig iítfilega í stjórnum. Ég hef um árabil veriö í handknattleiksdeild Ármanns sem segja má aö sé mittfélag," sagði Omar. Ættír tll ungmenna- Óraar kveðst ekki eiga langt að sækja áhuga á málefiium UMFÍ. Faðir hans, Hörður Óskarsson, er nú skrifstofustjóri UMFÍ og bróðir Óskars er sundkappinn Hugi Harðarson. „Við höfum ekki skipulagt sumarfrí í sumar en höldum til Bandaríkjanna 1 haust þar sem ég fer í framhaldsnám í skipu- lagsfræöum. Ég byrja á masters- námi og fer svo í doktorsnám svo líklega verðum viö 5-0 ár erlend- is. Nú erum við að ganga frá öllu hér, selja íbúöina og fleira. Ég vinn til 15. ágúst og geri ráö fyrir aö fjölskyldan fari út strax eftir það. Ég hef aö leiöarljósi hjá mér í lífinu er aö gera aldrei í dag það sem þú gerðir í gær,“ sagði Omar að lokum. Kona Ómars er Heiður Bald- ursdóttir. Þau eiga tvær dætur, Brynhildi ll ára og Þóreyju Mjallhvítisemer9ára. -hmó Fréttir Þrjátíu Víetnamar á leið frá Hong Kong Þijátíu Víetnamar koma tfi lands- ins í lok næstu viku. Þeir koma allir úr flóttamannabúðum í Hong Kong. „Viö byggjum á reynslu okkar frá 1979 þegar hingað komu flóttamenn og hvað vel tókst til þá. Við erum bjartsýn að eins vel gangi núna,“ sagði Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands. Reynt var að finna fjölskyldur og aðstoðuðu þeir Víetnamar sem hér eru við valið. Yngsti flóttamaðurinn er nýfæddur en elsta bamið er 11 ára. „Þetta er allt fólk sem hefur flú- ið og er litið á það sem slíkt. Fólkið hefur ekki sérstaka menntun en hef- ur mikinn áhuga á að koma til lands- ins þótt það geri sér að vísu ekki mikla grein fyrir því hvemig aðstæð- ur eru,“ sagði Hannes. Þegar fólkið kemur leitar Rauði krossinn eftir atvinnu fyrir það. Að öllum líkindum fer það fyrst út á landsbyggðina. „Atvinnuástandið er ekki gott þannig að við verðum að sjá til hvað setur,“ sagði Hannes. Húsnæði vantar enn fyrir fjórar fiölskyldur og einnig allan húsbún- að. Haldin verður söfnun af því tfi- efni og er allt vel þegið. Söfnunin mun standa yfir tfi 26. júní og verður tekið á móti munum og fatnaði að Suðurlandsbraut 32 milh kl. 17 og 20. „Þeir Víetnamar sem hér em hafa aðlagast mjög vel og staðið sig með prýði,“sagðiHannesaðlokum. -tlt Nýr, ' stærrí °8 kraftmeirí mm wmmm.. _, jvgvfeM&Hw Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega J stóra farangursgeymslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 16ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparneytni og hagkvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. Ótrúlega hagstætt verð Daihatsu Charade Sedan SG 5 gíra kr. 767.000 stgr. á götuna. Sjálfskiptur kr. 829.000 stgr. á götuna. Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.