Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 9 aði á þýfið Nær allt það fé, um hálf milljón danskra króna, sem rænt var úr Sjóvinnubankanum í Nordskali á Austurey í Færeyjum fyrir viku er nú komiö í leitimar. Þrír ungir menn, tveir Danir og einn Júgóslavi, era nú í gæslu- varðhaldi vegna innbrotsins i bankann. Einn þeirra hefur sýnt lögreglunni hvar þýfið var falið. Að sögn lögreglunnar í Færeyj- um heldur rannsókn málsins áfram. Aðild þremenninganna að fleiri málum verður einnig rann- SÖkuð. Kitzau Noregur: Verkfall Sameining þýsku ríkjanna er nú komin á fulla ferð. Ráðamenn í Vestur-Þýskalandl: Teikning Lurie Sjö hundruð og þrjátíu frétta- menn og ljósmyndarar norska ríkisútvarpsins hafa verið í verk* falli síöan á þriðjudag. Er þetta víðtækasta verkfall meöal starfs- manna norska ríkisútvarpsins frá þvi á sjötta áratugnum. Fréttamennirnir og Ijósmynd- ararnir krefjast ailt að 9,9 pró- senta kauphækkunar að meðal- tah á ári. Atvinnurekendur hafa boðið þeim 4,75 prósent. Blaðamenn, sem voru í verk- falli í síðustu viku, samþykktu boð atvinnurekenda um 4,3 pró- senta kauphækkun að meðaltali. Reuter Fimm látast í fanga- róstum Sovéskir hermenn beittu í gær valdi til að bera á brott um fjögur hundruö fanga sem gert höfðu uppreisn í fangelsi i Úkrainu í kjölfar fimm daga átaka milli fanga og yfirvalda. Fimm fangar létust í róstunum, að því er fram kom í dagblaðinu Izvestia. Hundruð fanga höfðu haft stór- an hluta fangelsisins í Dneprop- etrovsk í lýðveldinu Úkraínu á sínu valdi frá því sxðasta fimmtu- dag. En hermennirnir tóku til sinna ráða í gær og tæmdu fang- elsiö og er uppreisninni nú lokið. Alls vora um tvö þústmd fangar I fangelsinu sem voru með upp- reisninni að mótmæla slæmum aðbúnaði. Beuter eiga von á uppbót Austur-þýskir þingmenn eiga alldeilis von á launauppbót ef þeir ná kjöri á sameinað þing þýsku ríkjanna þegar gengið hef- ur verið frá saraeiningu Þýska- lands. Austur-þýskir þingmenn þéna nú um þijú þúsund og fimm hundruð dollara. En sumir fuU- trúa á vestur-þýska þinginu fá allt að rúmlega tíu þúsund doll- ara á mánuði. Aöeins um eitt hundraö og sex- tíu fulitrúar frá því sem nú er Austur-Þýskaland munu sitja á sameinuðu þingi i framtíðinni. Kcuter Vilja sameiningu fyrir árslok Fái Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, sínu framgengt munu 78 millj- ónir Þjóðveija fagna komandi jólum og nýári sem sameinuð þjóð. Vestur- þýski kanslarinn og samsteypustjórn hans vill að sameiginlegar kosningar Þjóðverjar fari fram í byrjun des- ember en þá er áætlað að kosið verði tíl vðstur-þýska þingsins. Að sögn heimildarmanna munu þessar sam- eiginlegu kosningar koma í stað vest- ur-þýsku kosninganna, ýmist 2. eða 9. desember. Þetta þýðir einfaldlega að vestxxr-þýskir ráðamenn telja að stefna beri að kosningum beggja þýsku ríkjanna innan sex mánaöa og sameiningu Þýsklands strax að þeim loknum eðafyrir lok þessa árs. Þetta kom fram í máh ónefndra vest- ur-þýskra embættismanna í gær. Samkvæmt þessari áætlun myndu Þjóðverjar beggja vegna landamær- anna neyta kosningaréttar síns sem ríkisborgarar tveggja fullvalda ríkja í desember í síðasta siim fyrir sam- eirnngu. Strax og kjörstaðir lokuöu á kosningadag, áður en úrshtin lægju fyrir, myndi austur-þýska þingið taka af skarið, einfaldiega lýsa yfir vilja þjóðarinnar til að sameinast Vestur-Þýskalandi en samkvæmt stjórnarskrá Vestur-Þýskalands er slíkt heimilt. Þannig gengi samein- ingin fyrir sig og á meginlandinu sæi dagsins ljós sameinaö Þýskaland, aðeins rúmu ári eftir fall Berlínar- múrsins iflræmda. Eftir aðeins hálfan mánuð, eða þann 1. júlí, tekur myntbandalag þýsku ríkjanna - sameining efna- hags og gjaldmiðla þeirra - gildi. Áætlaö er að þing beggja ríkja sam- þykki bandalagið á morgun, fimmtu- dag. Efnahagsráðherra Vestur- Þýskalands telur að allt að tvær milljónir Austur-Þjóðverja kunni að missa atvinnuna í kjölfar sameining- ar. Hann spáði því aftur á móti að efnahagurinn tæki við sér aftur og að fljótlega fengju þeir atvinnu á nýjan leik. Reuter Lög EBæðri landslögum Evrópudómstóllinn kvaö upp þann úrskurð í gær að þar sem landslög og lög Evrópubandalagsins, EB, greinir á skulu lög EB ráða. Úrskurðurinn var kveðinn upp eft- ir að breska lávarðadeildin hafði beð- ið um leiðsögn dómstólsins í þessu efni vegna deilu um útgerð sem er í eigu Spánverja en skráð í Bretlandi. Veiða bátar útgerðarinnar úr kvóta Breta en landa aflanum á Spáni. Breskir sjómenn segja þetta atferli valda þeim milljóna punda tekjutapi. Breska lávarðadeildm spurði Evr- ópudómstólinn hvort lög EB heimil- uðu útgerðinni að halda áfram veið- um á meðan málið væri fyrir bresk- um dómstólum þó svo að það væri ekki heimilt samkvæmt enskum lög- Um. Reuter Landamæraeft- irlit afnumið Fimm Evrópubandaiagsríki und- irrituðu í gær samkomulag um að leggja niður vegabréfsskoðun og þykir það forsmekkur að því sem koma skal eftir 1992 þegar landa- mæri milii Evrópubandalagsríkja hafa veriö lögð niöur. Það vora ráðherrar frá Frakklandi, Vestur- Þýskalandi, Beigíu, Hollandi og Luxemburg sera undirrituðu sam- komulagiö í Schengen í Luxemburg í gær. Þó svo að samkomulagið sé aöal- lega miðað við feröamenn er því einnig ætlaö að minnka skoðun á vöram sem streyma á milli Evr- ópubandalagsríkjanna. Reuter . «vinner med mens (PMSi melhrosjn irmeholder bl. a 1,,.. ^Soff«'"PSyrer- sporMoffer os enzymer. anbefaltdosering- „rapS,e!3 S«n3er d.iylijj forste ondre uken. Derefter 1 kimse? ' hver dag. Tas for frokost/m^ tid. PRODUSEJVT: nielbrosin intematlotul, MELBROSIA P.I.D. er hrein náttúruafurð sem inniheldur beepollen, perga pollen og Royal Yelly og færir þér Iifsorku i rikum mæli. MELBROSIA P.I.D. er fyrir konur á öllum aldrí. Mætið nýjum degi hressar og fullar af Iifskrafti - i andlegu og líkamlegu jafnvægi - alla daga mánaðaríns. Breytingaaldurinn er timabil sem mörgum konum er erfitt. Ef til vill getur MELBROSIA P.I.D. gert þér þetta timabil auðveldara. MELBROSIA er ekki ný framleiðsla. Að baki er áratuga reynsla. MELBROSIA er seit i flestum heilsuvöruverslunum um alla Evrópu. Aðeins það besta er nógu gott fyrir þig. UMBOÐOG DREIFING NATTURULÆKNINGABUÐIN LAUGAVEGI25. SÍM110263. FAX 621901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.