Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. Spumingin Lesendur Ferðu til útlanda I sumar? Umsviíin við Dounreay: Gunnar Gunnarsson sendill: Nei, alls ekki. Ég verö bara að vinna. Gunnlaugur Viðarsson, atvinnulaus: Ég er ekki búinn að ákveða það en býst ekki við því. Valdimar Þorvaldsson veitingamað- ur: Nei, ég held ég haldi mig bara á jörðinni í sumar. Ég ætla að skoða landið í fyrsta skipti. Ólafur Sigurðsson, atvinnulaus: Nei, því miður. Ég er atvinnulaus og á ekki peninga. Auður Sveinsdóttir ritari: Kannski, en ég er ekki búin að ákveða hvert, Ég fer bara eitthvað ef tækifæri býðst. Margrét Gestsdóttir þulur: Nei, ég verð í Flatey í fríinu. Hverju mótmælum við? Kristján hringdi: Maður hefur verið að fylgjast með fréttum af framtaki Breta og áfrom- um þeirra viö að endurvinna kjam- orkuúrgang í sérstakri vinnslustöð í Dounreay í Skotlandi. Þetta er virð- ingarvert framtak sem þama fer fram og ættu allir umhverfisvemd- arsinnar að fagna þessu verkefni og því hvemig að þessu mun verða stað- ,iö- Fyrirhugað er aö bora storar holur eða göng í jörðina undir hafinu og síöan áformað að múra þar inni ; kjamorkuúrgang frá Bretlandi og öðmm þeim löndum sem vilja not- færa sér þá tækni sem þama er til staðar. - Ekki væri ég hissa þótt viö íslendingar ættum eftir að notfæra okkur þessa stöð fyrir ýmsan úrgang sem við í framtíðinni eigum í erf- iðleikum með að losna við með góðu móti. Tæknin breytist ört og við get- um ekki að eilífu treyst því að hér verði fiskvinnslan ein að byggja á. Þungt vatn, jafnvel kjamorkuver er ekkert óhugsandi á íslandi fremur en annars staðar. Með inngöngu okk- ar í EB mun ýmislegt breytast og þá er ekki ólíklegt að okkur verði gert skylt að annast ýmsa fmm- eða úr- vinnslu ásamt öðrum þjóðum sem við verðum orðin samskipa. Þess vegna er ég undrandi á um- mælum hins nýja umhverfismála- ráðherra okkar 'þegar hann segir opinberlega að hann muni nota hvert tækifæri sem gefist til að mótmæla auknum umsvifum við Dounreay. Hvemig getur tæknimenntaöur maður látið frá sér fara annað eins bull? í fyrsta lagi höfum við enga lögsögu við Dounreay fremur en Bretar hér á landi og í öðm lagi er það aðeins af hinu góða að búiö er að finna heppilega leið til aö , jarða‘‘ hættuleg úrgangsefni. Að sú framkvæmd skuli vera í næsta landi við ísland fyrir hreina tilviljun er ekki tilefni til mótmæla. Það er eins og við íslendingar viljum aldrei vita af neinu óþægilegu, nær eða fjær og tökum til við að mót- mæla öllu sem við höldum að kunni að koma við okkur á einhvem hátt (nema auðvitað þegar um er að ræða styrki og úthlutanir á alþjóðavett- vangi). - Við íslendingar eigum að fagna bresku framtaki við úrvinnslu kjarnorkuúrgangs og láta kyrr Uggja mótmælin, þar til viö vitum hveiju við erum að mótmæla. Nútíð og framtið mætast á kjarnorkuöld - við efnahvarfsverið í Dounreay í norðausturhluta Skotlands. Verðlag í stórmörkuðum Þórður Halldórsson skrifar: Vegna endurtekinna áskorana til fólks um aö bera saman vömverð í verslunum datt mér í hug að athuga verð í einum nýjasta stórmarkaði KRON, Miklagarði í Garðabæ. - Af verði varanna, sem teknar em af handahófi, kemur út samanburður við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Af þessu má sjá að 1550 króna út- tekt í Fjarðarkaupum samsvarar 1717 krónum í Miklagarði. Mismun- urinn er 169 krónur, eða næstum 12%. - Sérstaklega er mismunurinn áberandi á litlum búðingspakka, 38 kr., þolbóni 26 kr., og bökimardrop- um, 16 kr. - Allar ofangreindar vörur em frá nákvæmlega sömu framleið- endum, innlendum og erlendum. Hér getur tæplega verið um neinar tilvilj- anir að ræða. Segjum að verslað sé fyrir u.þ.b. 10 þúsund krónur í ferð í dýrari markaðinum, þá sparast í kringum 1200 krónur í þeim ódýrari, miðað við þessa könnun. Þaö skal tekið fram að þessi verðkönnun var gerð 12. júní sl. og á sama klukkutímanum í báðum verslununum. Ekki undraöi mig þótt Garðbæingar t.d. teldu sér hag í því að skreppa nokkur hundmð metra suður yfir holtið. Tegund Mikligarður kr. Fjarðarkaup kr. Mismunur kr. Strásykur, 2 kg 178 168 10 1 Hveiti, Kornax 89 86 3 Kaffi, Gevalia 115 104 11 Rúsínur í plastp. 131 119 12 Sveskjur 169 158 11 Oetkersítr.búðing 163 125 38 Royal lyftiduft, box 251 233 18 Þolbón, 570 ml 241 219 26 Sjampó, Stives, 500 ml 316 292 24 i Sítrónudropar, ÁTVR 64 48 16 Samtals 1717 1552 169 „Landlæg niðurlæging og plága," segir hér. - Skemmdarverk á trjágróðri í einu hverfa Reykjavikur fyrir fáum árum. Andsvar húsmóður við HM ’90 Rúna skrifar: „Heyrðu elskan, eigum við ekki að hafa kvöldmatinn fyrir klukkan sjö, leikurinn byijar nefnilega þá?“ var sagt við mig einn daginn, skömmu eftir að fótboltahátíð HM hófst. - Mín fyrstu viðbrögö vom hneykslan og reiði vegna endalausrar tilætlunar- semi míns „heittelskaða". Hann skyldi aldeilis fá orð í eyra - allt átti aö snúast um fótboltaáhuga hans. í sömu andrá og ég ætlaði að hella mér yfir hann datt mér svolítið í hug. Bíddu nú hæg; því ekki að boröa snemma, þ.e. fyrir kl. sjö, samkvæmt hans tillögu? Síðan gæti ég nýtt tím- ann frá kl. sjö til niu fyrir mig. Farið í sund, í heimsókn, út að hlaupa, í göngutúr, á bókasafnið, á myndhst- arsýningu, eöa hvað sem mér dytti í svo sem í hug. Hann er hvort sem er heima við skjáinn svo það ætti ekki að reynast honum ofraun að hugsa um bamið, jafnframt glápinu. Og svo gæti hann vaskaö upp í hálf- leiknum. - Ég kem síðan heim um kl. níu eða síðar, og þá er hann orð- inn mettur af fótboltaglápi og ég end- urrærð. Sumum finnst þetta kannski vera flótti og uppgjöf en ég sá enga lausn betri. Eg vissi aö hann myndi horfa á HM hvað sem ég segði og allt í lagi með það. - En hugmyndin hefur gef- ist mér vel, HM ’90 snerist óvænt upp í „frí“ fyrir mig, húsmóðurina. Mér datt í hug að benda kon- um/húsmæðrum á þessa leið mína. Ég segi „konum“ vegna þess að það er staðreynd að karlar eru í yfirgnæf- andi meirihluta fótboltaáhuga- manna. Ef konurnar tilheyra þessum áhugamannahópi finnst þeim sýning leikja frá HM ’90 væntanlega ekki vera sama vandamálið og mér fannst og finnnst raunar enn þótt ég hafi fundið mér ákveðna leið. Ég held að konur geri alltof lítið að því að taka sér tíma fyrir sjálfar sig og þarna er ágætt tækifæri til að byrja. Hvaðan kemur skemmdarfýsnin? Björn Pálsson hríngdi: Það er alltaf eitthvað sem kemur manni í illt skap að loknum þjóð- hátíðardegi. Ef það er ekki óaflátan- legt fylhrí eða bara rigning og rok (en við það losnuðum viö núna) þá eru það fréttir af skemmdarstarfsemi einhvers staðar. Ég var einmitt að lesa það í DV í dag, daginn eftir þjóðhátíð, að ungl- ingar í Grindavík hefðu gert aðsúg aö lögreglustöðinni í bænum, hefðu dreift sorpi um nágrennið og rifið upp gróður á lóð stöðvarinnar, og skemmt útihurðir. - „Að öðru leyti fóru hátíðarhöldin í Grindavík vel fram,“ sagði svo í lok þessarar frétt- ar! Jæja, segi ég nú bara, var þetta ekki nóg til að eyðileggja kannski annars góða hátíð, þegár endalokin verða svona? - Þetta með skemmdar- starfsemina er annars landlæg niö- urlæging og plága og ég veit ekki um nokkurn stað í veröldinni þar sem ráðist er á dauða hluti, eða skreyting- ar, eins og t.d. blóm og gróður, hann rifinn upp og eyðilagður - í fylliríi. Er þetta eitthvað sérstakt í eðli okkar íslendinga aö vilja eyðileggja það sem búið er að hafa fyrir að gera vel úr garði? Verðum við svona illa innrættir með víni? - Eða hvaðan kemur skemmdarfýsnin? Erum við kannski geðveik þjóð að meira eða minna leyti eins og stundum er hald- ið fram?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.