Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Um ferðarslysin Á þessu ári hafa orðið fleiri dauðaslys í umferðinni en dæmi eru um áður. í síðasta slysi fórust þrjár mann- eskjur í bílslysi eftir harðan árekstur á þjóðvegi. íslend- ingar eru methafar í bílslysum og dauðaslysin hrannast upp. Er þá ekki minnst á hina sem hljóta alvarleg meiðsl og varanlega örorku í umferðarslysum. Þeir eru ekki færri sem aldrei bíða þess bætur að lenda í shkum slysum án þess að mikið fari fyrir fréttum af þvi fólki. Sjálfsagt vegna þess að hinir slösuðu þakka fyrir að halda lífi. Umferðin er orðin mesta slysagildra í landinu. Samt halda ökumenn áfram að bjóða hættunni birginn, á of miklum hraða, af of miklu gáleysi. Það er alveg dæma- laust hvað fólk er kærulaust í umferðinni, sjálfum sér og öðrum til lífshættu. Bifreiðaeign landsmanna hefur aukist ört á síðustu árum. Með bættum vegum telja menn sér óhætt að aka hraðar. í öllum þeim asa og streitu, sem nú ríkir í þjóð- félaginu, hggur öllum svo hræðilega mikið á. Það má engan tíma missa. Þó hefur það verið mælt að á vega- lengdum frá einum bæjarhluta til annars, frá einni bæjarleið til annarrar spara menn sér aðeins örfáar sekúndur eða mínútur, hvort heldur ekið er á löglegum hraða eða ólöglegum. Skyldu þessar mínútur eða sek- úndur skipta öhu? Eru þær þess virði að stofna lífi og limum sjálfs sín og annarra í bráða hættu? Tryggingarfélög og umferðaryfirvöld hafa unnið gott starf tU varúðar í umferðinni. Enginn vafi er á því að umferðarmenning hefur yfirhöfuð batnað að því er varðar tiUitssemi, varfærni og þekkingu fólks á um- ferðarreglum. En betur má ef duga skal. Það er óhugnan- legt til þess að vita að vikulega að jafnaði skuh sak- laust fólk bíða bana á vegum úti, fyrir það eitt að kæru- leysið situr undir stýri. Sumum slysum verður ekki afstýrt, en þau eru fá og verða tahn á fingnim annarrar handar. Langflest slysin eiga sér orsök í ófyrirgefanlegu gáleysi ökumanna. Margir eru þeirrar skoðunar að lækka bera hámarks- hraðann. Sú skoðun er þó ekki rökheld, af þeirri ein- fóldu ástæðu að umferðarhraði er ágætlega lágur og nægjanlegur ef hann er virtur. Staðreyndin er hins veg- ar sú að ökumenn virða ekki settan hámarkshraða, og meðan það er ekki gert er til einskis að færa hann enn- þá neðar. Það sem leggja ber áherslu á er að ökumenn virði hámarkshraðareglur og löggæsla taki hart á þeim sem þær bijóta. Sektir þarf að hækka og jafnvel að grípa til lífstíðarsviptingar ökuleyfa og fangelsis ef brot eru gróf. Það þarf að láta ahan almenning finna fyrir viður- lögunum og gera honum grein fyrir að óleyfilegur akst- ur er ekkert gamanmál. Þar eru líf að veði. Hver einasti ökufær einstaklingur er ábyrgur í um- ferðinni. Hann er ekki aðeins ábyrgur fyrir sér og sínum farþegum heldur og öhum þeim öðrum sem í sakleysi sínu halda að ökuferðin í umferðinni sé örugg. Það er ekki nóg að aka varlega sjálfur ef aðrir virða reglurnar að vettugi. Aukin bifreiðaeign kahar og á bættar samgöngur. Þjóðvegina þarf að breikka. Framúrakstur, bhndhæðir og slæm skilyrði í umferðinni eru algengustu orsakim- ar auk hraðans. Það er til lítils að leggja varanlegt sht- lag á þjóðvegina ef það verður til þess eins að hraðinn og hættan eykst. Dauðaslysin em nú þegar orðin ahtof mörg. EUert B. Schram Frá rannsóknastöö Skógræktar ríkisins að Mógilsá. „Við höfum ekki áhuga á að starfa í þessu breytta um hverfi sem ráðherra hefur boðað,“ segir greinarhöfundur m.a. WMU " ■ . 7 m r X Samstaðan á Mógilsá Af hveiju eru starfsmenn rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógjlsá tilbúnir að fóma starfs- ferli sínum fyrir grundvallarsjón- armið? Af hverju standa heiðarlegt verkafólk og langskólagengnir há- skólaborgarar hhð við hhð gegn embættismönnum og valdboði? Hvers vegna er fámenn rannsókna- stöð undir landbúnaðarráðuneyt- inu talin ógn við kerflð? Svarið er einfalt: Starfsmenn á Mógilsá hafa um árabh búið við frelsi til oröa og áhrifa; við höfum búið við starfsmannalýöræði sem er sjaldgæft vinnuumhverfi á opin- berum stofnunum. Þetta frelsi er verið að taka af okkur. Sagan Enda þótt rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins hafi orðið til á sjö- unda áratugnum byrjaöi hún ekki að rísa undir nafni fyrr en á þeim níunda. Með tilkomu dr. Jóns Gunnars Ottóssonar á rannsókna- stöðina árið 1982, fyrst í hlutverki skordýrafræðings og síðan í stöðu forstööumanns, tók stöðin smám saman að vakna til lífsins. Jón Gunnar innleiddi nútíma- starfshætti í stjómun með gerð áætlana og verkefnalýsinga. Hann jók vísindalegar kröfur til verkefna og verkskila og beindi rannsóknum aö mikilvægum spurningum í skógrækt og landnýtingu. Áhugi á rannsóknum á þessu sviði reyndist mikih þegar eför íjármagni var leitað. En vegna þess skipulags, sem rannsóknastöðin var bundin í innan Skógræktar rík- isins, reyndist miklum vandkvæð- um bundið að tryggja rannsóknum þá fjármuni sem til þeirra vom ætlaðir. Jón Gunnar nýtti þá sér- stöðu sem rannsóknastöðinni var gefin í reglugerð um stöðina frá Kjallarinn v r \ Ulfur Oskarsson sérfræðingur á rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá 1968 til að standa gegn ásælni fram- kvæmdamanna innan Skógræktar ríkisins. Ásælni framkvæmdamanna í rannsóknafé stöðvarinnar varð þó ekki hrundið með þeirri túlkun reglugeröarinnar og með hjálp landbúnaðarráðherra hefur skóg- ræktarstjóri ríkisins nú unnið fullnaðarsigur á rannsóknastöð- inni. Verk og uppbygging á Mógilsá em að engu orðin. Starfsumhverfið á Mógilsá Það var sérstök lífsfylhng að starfa hér að góðum málefnum með hæfum starfsfélögum. Jón Gunnar lagði linumar og vann brautryðj- endastarfið og deildi með okkur ávöxtum vinnunnar. Hér var fá- mennt og góðmennt. Hver hafði sitt hlutverk á rannsóknastöðinni: verkafólk, rannsóknamenn, sér- fræðingar og forstöðumaður; alhr unnu saman, ræddu saman, leystu vandamál saman og höfðu áhrif á verk hver annars. Vegna smæðar vinnustaðarins er starfsfólk bundið persónulegum tengslum. Við skiljum tilfinninga- leg viðbrögð hvert annars þegar landbúnaðarráðherra boðar breyt- ingar á stjórnun á staðnum, sem við sjáum að munu draga úr áhrif- um okkar á verkefnaval, taka fyrir áhrif á rekstur og setja skorður viö tjáningarfrelsi. Við höfum ekki áhuga á að starfa í þessu breytta umhverfi sem ráð- herra hefur boðað. Við vantreyst- um skógræktarstjóra til að fara með þaö vald sem honum er nú veitt á rannsóknastöðinni. Af þess- um ástæðum sýnum við þá sam- stöðu að segja upp störfum frekar en aö hhta valdboði landbúnaðar- ráðherra. Ulfur Óskarsson „. meö hjálp landbúnaðarráöherra hefur skógræktarstjóri ríkisins nú unnið fullnaðarsigur á rannsóknastöð- inni. Verk og uppbygging á Mógilsá eru að engu orðin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.