Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 15 aöa þjónustu. Samt ætlar ríkiö að reka sjálft nýtt meðferðarheimili fyrir unga alkóhólista og fíkniefna- neytendur. Ofsóknir Ráðherrar kommúnista eru ekki feimnir við að ofsækja andstæð- inga sína. Ríkislögmaður fékk aftökuhótun fyrir að hafa aðra skoðun en íjár- málaráðherra. Skólamenn í Reykjavík hafa mátt þola launráð og kverkatök menntamálaráð: herra. Atlögur hans að jafnréttis- lögunum eru víðfrægar. Landbúnaðarráðherra þykir lítið mál að leggja rannsóknarstöð skóg- ræktar í rúst til að útkljá ágreining við forstöðumann þar. Fjármála- ráðherra lagði til aö Reykvíkingar yrðu skattlagðir sérstaklega í þágu landsbyggðarinnar. Ríkis,,nýsköpun“ Svokölluð nýsköpun í atvinnulíf- inu á vegum ríkisins er undantekn- „Islendingar þéna einna mest allra þjóða heims. Samt er svo kreppt að al- menningi að fólk færir dýrar fórnir, aðeins til að hafa til hnífs og skeiðar og þak yfir höfuðið.“ Kommúnistaríkið ísland Ríkistaprekstur Hér á landi er haldiö úti svo óarð- bærum landbúnaði að hvert mannsbam borgar tugi þúsunda í þann taprekstur á hverju ári. Rík- isforsjá landbúnaðarins heldur bændum og þjónustufyrirtækjum landbúnaðar í heljargreipum fá- tæktar. Á skömmum tíma hafa 10 millj- arðar verið teknir úr vösum lands- manna til að framlengja dauðastríð óarðbærra útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja um allt land. Það leiðir svo af sér áframhaldandi rugl í rekstri hinna sem skár standa. Með ríkistilskipunum er bannaö að selja ferskan fisk fyrir 300 kr. kílóið til útlanda, vegna þess að 200 kr. fást fyrir hann frosinn. Tilgang- urinn er að halda uppi atvinnu í fiskvinnsluhúsunum og skítt með það þótt kostnaðurinn verði 250 kr. á kfióið. Ríkisatvinnurekstur Tvo milljarða sækir ríkið í vasa almennings tfi að halda úti ríkisút- varpi. Með offorsi og yfirgangi er reynt að ganga af keppinautum þess í einkaeign dauðum. Með sama offorsi og yfirgangi er lífi síð- an haldið í steinrunnum flokks- málgögnum kommúnistanna. Lítið dæmi úr heilbrigðisgeiran- „Með rikistilskipunum er bannað að selja ferskan f isk fyrir 300 kr. kílóið til útlanda vegna þess að 200 kr. fást fyrir hann frosinn", segir m.a. í greininni. Hvar nema í kommúnistaríki held- ur ríkið uppi óarðbærum atvinnu- rekstri áratugum saman? Hvar nema í kommúnistaríki stundar ríkið atvinnurekstur í beinni og harðri samkeppni við einkaaðila? Hvar nema í kommúnistaríki of- sækja stjómvöld þá sem leyfa sér að hafa aðrar skoðanir? Hvar nema í kommúnistaríki ákveður ríkið mestalla „nýsköp- un“ í atvinnurekstri, sama hversu vitlaus hún er? Óhugnanlegt þjóðskipulag Kannski er það orðið hálfhallær- islegt að tala um kommúnistaríki. Þau gömlu flýja nú flest kommún- ismann eins og fætur toga. Stefnan er sett beint á markaðsbúskapinn. Friálshyggja er orð dagsins. íslendingar búa hins vegar áfram við þjóðskipulag sem á óhugnan- lega margt sameiginlegt með kommúnistaríkjunum þegar þau voru upp á sitt „besta“. ingarlítið misheppnuð. Rikið hefur stuðlað að loðdýrarækt og fiskeldi með ómældum fjáraustri úr sjóð- um landsmanna. Afleiðingarnar þekkja allir. Ríkisforsjá í atvinnurekstri er dæmd til að misheppnast. Ódýrt lánsfé og engin ábyrgð eru ávísanir á ill örlög. Rjkið sólundar arðinum íslendingar þéna einna mest allra þjóða heims. Samt er svo kreppt að almenningi að fólk færir dýrar fómir, aðeins til að hafa tfi hnifs og skeiðar og þak yfir höfuðið. Hvar eru peningamir? Þeir fara í svo óarðbæran rekstur í þjóðar- búinu að ekkert verður eftir. Island er rekið með forsjárhyggju komm- únismans. Brátt verður Island eina kommúnistaríkið sem eftir er í Evrópu. Ólafur Hauksson KjaHaiiim Ólafur Hauksson blaðamaður um. Kostnaður við meðferð alkóhó- hsta er mun lægri hjá einkaaðila (SÁÁ) en ríkisstofnunum með svip- Húsnæði og gjaldþrot í Morgunblaðinu þann 12. 6. sl. er prentuð grein efdr Ronald Michael Kristjánsson, prentara og við- skiptatækni. Grein þessi er reynd- ar svar við grein eftir Grétar Krist- jónsson, er birt var áður í sama blaði. Grétar er formaður svo- nefndra G-samtaka, en undirskrif- aður er ekki félagi í þeim samtök- um og svarar ekki fyrir þau. Húsnæðisstefnan Ég er um margt sammála Ronaldi og vil taka undir niðurstöður hans og óskir. Þó vil ég gera hér nokkrar athugasemdir við málflutning hans. Ronald sleppir nokkrum mikilvægum atriðum er hann ræð- ir orsakir gjaldþrota og annarra tengdra vandamála síðustu ára hérlendis og varða lausnir á hús- næðisþörfum fólks. Það eru eink- um þrjú atriði sem ég vil gera hér að umræðuefni. Fyrsta atriðið er húsnæðisstefn- an. Ronald segir: „Þeir sem halda að það sé nóg að setjast niður og reikna út hvernig hægt sé að kaupa sér íbúð og borga af henni, ættu að leita sér ráðgjafar hjá lögfróðum mönnum, bönkum eða Húsnæðis- stofnun. Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjenda- samtakanna Ef dæmið er neikvætt, er bara að kyngja því, heldur en gera skamm- lífan draum að óþarflega langri martröð." Þetta er rétt svo langt sem það nær. En ef dæmiö er of neikvætt, hvert á fólkið þá að snúa sér? Hvaða annar kostur hefur ver- ið í boði? Sannleikurinn er sá að fjöldi fólks hefur neyðst tfi von- lausra íbúðarkaupa, því önnur ráð voru ekki til. Hér hefur t.d. aldrei mátt skapa eðlilegan leigumarkað, eins og gerist hjá öðrum þjóðum. / Kjaraskerðingin Hér er líka komið að öðru atrið- inu, kjaraskerðingunni. Árið 1983 tók þáverandi ríkisstjórn til þeirra ráða að afnema verðtryggingu launa sem og samningsfrelsi verkalýðsfélaga, en verðtrygging lána og annarra fiárskuldbindinga hélt áfram. - Þapnig var kaup- máttur launa skertur um a.m.k. 25% á einu ári. Allar götur síðan hefur veriö ráð- ist á launakjör með efnahagsráð- stöfunum, eða knúnir fram með valdi launasamningar helst kennd- ir við tölustafinn O. Þennan tíma allan hefur húsnæðisstefnan staðið óbreytt. Þá er komiö að þriðja atriðinu. Ronald segir, eftir að hafa vitnað í tvær kennslubækur: „Báöar þessar bækur eru ómissandi fyrir þann sem vill kynna sér hve mikil ábyrgð, í raun, hvfiir á þeim sem vill stofna sér í skuldir t.d. með fasteignakaupum. En það ku vera ein algengasta orsökin fyrir því, að fólk sé gert gjaldþrota." Vissulega ber lántakandi ábyrgð. En hver er ábyrgð þess sem lánar? Er hann ábyrgðarlaus? Því verð ég að svara játandi. Bankastjórar hér- lendis hafa að mestu sloppið við alla ábyrgð. Dráttarvextir þeir sem hér tíðkast eru refsivextir, lagðir á lántaka, sem einn er gerður ábyrg- ur. Ég veit engin dæmi um slíkt í sambærilegu þjóðfélagi. Lánveit- andi ber hér á landi enga ábyrgð á því hverjum hann lánar. Hann lán- ar t.d. gjaman gegn uppáskrift óviðkomandi aðila, en reiknar ekki greiðslugetu lántakanda sjálfs. Hver er ábyrgur? ■ Allir bruðla, segir Ronald, og víst er mikið til í því að víða skortir á skynsemina. Én hver er ábyrgur? Stjómvöld, að bankastjórum og sjóðastjórum meðtöldum, hafa kastað stórum hluta þjóðartekna út um gluggann og sent alþýðunni reikninginn. Sama er að segja um fyrirtæki og stofnanir, enda ruglaðar fiárfestingar í húsum eins og minnismerki út um allt. Fólkið, sem hélt að það gæti sloppið líka, er gert upp. Það hefur heldur ekki átt kost á öðmm lausnum. Samkvæmt skýrslum OECD era íslendingar í öðra sæti ofan frá þegar mældar eru þjóðartekjur á mann, en í fimmta sæti neðan frá, er lífskjör alþýöu era mæld í þeim löndum er skýrslan nær til. Hvar er mismunurinn? - Þarf kannski að ráða sérstakan hagfræðing tfi þess að finna hann, eða viðskipta- tækni? Jón frá Pálmholti „Stjórnvöld, að bankastjórum og sjóða- stjórum meðtöldum, hafa kastað stór- um hluta þjóðartekna út um gluggann og sent alþýðunni reikninginn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.