Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. Iþróttir • Markvörður bandaríska landsliðsins, Tony Meola, hefur ekki farið leynt með þann draum sinn að gerast atvinnumaður hjá liði í Evrópu. En kappinn er raun- sær og eftir 1-5 tap Bandaríkj- anna gegn Tékkóslóvakíu, sagði Meola: „Þrátt fyrir að allir segi að ég hafi ekki á nokkurn hátt getað komið í veg fyrir mörkin fimm getur leikurinn gegn Tékk- um ekki verið gott veganesti í atvinnumennskuna". Rætist draumur Bastens? • Hollenski landsUðsmaðurinn Marco van Basten á sér engan draum heitari þessa dagana en að Holland mæti ítahu í úrslita- leik heimsmeistarakeppninnar. „ítalirnir hafa spilað mjög vel í þessari keppni og í dag lítur út fyrir að þeir séu með sterkasta liðið," segir Basten sem leikur sem kunnugt er með ítalska lið- inu AC Milan. Dýr gagnrýni • Menn eru víða heitir vegna heimsmeistarakeppninnar og sýnist sitt hverjum. í Mexíkó voru menn á krá að horfa á beina útsendingu frá ítalíu. Ekki væri það í frásögur færandi nema vegna þess að einn gestanna leyfði sér að gagnrýna leik Brasil- íumanna og fékk að launum fjór- ar hnífstungur í kviðinn og horflr ekki á fleiri knattspyrnuleiki. 5000 á æfingu • Bill Shankley, fyrrum fram- kvæmdasrjóri iiverpool, sagði eitt sinn að stuðningsmenn Li- verpool mættu í löngum bunum á æflngar hjá Liverpool á Anfleld og til að sjá grasið gróa. Á ítahu fylgist mikill fjöldi með æfingum liðanna og eru þess dæmi að allt upp í 5000 manns hafi fylgst með sumum æfinganna og mætt með sérstaka miða á æfingarnar. Charlton mætti aðeins meö tvo markverði • Það hefur vakið nokkra at- hygM á HM að þjálfari írska landsliðsins, Jackie Charlton, valdi aðeins tvo markverði i hóp sinn fyrir HM. írar yrðu því í slæmum málum ef þeir báðir tækju upp á því að meiðast en annað eins hefur gerst í keppn- inni og að menn meiðist. Sá sem þá tæki við er Njáll Quinn en hann er 1,94 metrar á hæð. Bell opnaði munninn • Joseph-Antoine Bell, mark- vörður frá Kamerún hefur ekki fengjð að spreyta sig með liði sínu á HM en fyrir keppnina var hann aðalmarkvörður liðsins. Bell leyfði sér að gagnrýna forráða- menn hðsins fyrir keppnina og sýpur nú seyðið af öllu saman. „Sumir menn geta ekki þolað að leikmenn segi meiningu sína. Það gerði ég og allir hafa séð afleið- ingarnar." Þögninítísku • Það er víða í tísku hjá knatt- spyrnumönnum þessa dagana að neita aö ræöa við blaðamenn. Eins og fram hefur komiö er hinn þekkti knattspyrnumaður Liam Brady starfandi á HM sem sjón- varpsþulur. Hann hefur nú neit- að að tala viö ítalska blaðamenn. Brady lék um tíma á ítalíu meö fjórum Uöum og hefur þá vænt- anlega skorist í odda. Eyjamenn aftur í toppslaginn - unnu Skagamenn, 2-1, í Eyjum í gærkvöldi Berglind Ómaisdóttir, DV, Eyjum: í bhðskaparveðri áttust við í Eyjum ÍBV og IA í Hörpudeildinni í gær- kvöldi og sigruðu heimamenn, 2-1, í frekar daufum leik. Með sigrinum eru Eyjamenn á nýjan leik komnir í toppbaráttuna. „Við áttum sigurinn skilið" „Þetta var erfiður leikur og má segja að það að ná að skora í fyrri hálfleik og strax í þeim seinni hafi gert út- slagjð," sagði Bergur Ágústsson sem skoraði fyrra mark ÍBV í leiknum með glæsilegum skalla eftir langt innkast frá Jóni Braga Arnarssyni. Og Bergur hélt áfram: „Leikurinn var ekki sérstaklega vel leikinn en við unnum og áttum sigurinn skil- ið," sagði Bergur. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyr- ir augað og áttu leikmenn í miklum erfiðleikum á þungum vellinum. Baráttan var í fyrirrúmi hjá báðum hðum en lítið var um spil. Seinni hálfleik hófu Eyjamenn af miklum krafti og náðu að skora annað mark- ið á 55. mínútu. Þar var að verki Sig- urlás Þorleifsson. Náði hann að skalla knöttinn í netið eftir glæsileg- an undirbúning og fyrirgjöf frá Hlyni Stefánssyni. Sókn Skagamanna efldisttil muna Aðeins fimm mínútum síðar náðu Skagamenn að minnka muninn og var Alexander Högnason þar að verki eftir slæm varnarmistök Inga Sigurðssonar. Eftir markið efldist Uð Skagamanna og áttu þeir nokkur góð marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta sér og má segja að þar hafi Eyja- menn haft heppnina með sér. Bestir í Uði Eyjamanna voru Frið- rik Sæbjörnsson og Hlynur Stefáns- son. Hjá ÍA bar mest á sóknarmönn- unum ungu, Bjarka Péturssyni og Haraldi Ingólfssyni. KA-liðið komið í gang - öruggur sigur á Stjörnunni, 1-3, í Garðabæ KA vann sinn annan sigur í röð í 1. deild í gærkvöldi. Allt virðist benda til þess að hðið sé loksins kom- ið gang en talsvert vantar enn upp á sama styrk og á síðasta keppnistíma- bih. KA sigraði Stjörnuna, 1-3, í Garðabæ og var sigurinn sanngjarn þegar á heildina er htið. AUt annað er að sjá til KA-Uðsins nú en í fyrstu fjórum leikjum mótsins. í gærkvöldi lék KA án Erhngs Kristjánssonar og Stjarnan án Árna Sveinssonar, sem eru báðir meiddir. Fjarvera Erlings kom ekki að sök en Stjarnan saknaði Árna verulega. Kjartan Einarsson kom KA yfir á 23. mínútu með skallamarki eftfr fyrir- gjöf Þórðar Guðjónssonar. í síðari hálfleik bættu KA-menn við tveimur mörkum áður en Stjarnan komst á blað. Annaö mark KA skor- aði Ormarr Örlygsson, besti maður liðsins í gærkvöldi, úr vítaspyrnu. Arni HermannssOn bætti við þriðja markinu en kom inn á rétt áður sem varamaður. Sóknarleikur Srjörn- unnar þyngdist smám saman og Lár- us Guðmundsson minnkaöi muninn tíu mínútum fyrir leikslok með við- stöðulausu skoti af stuttu færi. Stjörnumenn geta mun betur en þeir sýndu í gærkvöldi en sóknar- leikur liðsins var ekki nógu beittur. Ragnar Gíslason var bestur í hði þeirra. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn ágætlega. -JKS Sigurjón heldur upp- teknum hætli gegn Þór Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sigurjón Krisrjánsson hefur oft reynst Þórsurum erfiður og í gær- kvöldi hélt hann uppteknum hætti gegn þeim, skoraði bæði mörk Vals sem vann Þór, 2:1, á Akureyri og Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, var ánægður eftir leikinn: „Við höf- um spilað hálfleiki í þessu móti þar sem við höfðum yfirburði en skoruð- um ekki, nú tókst það og ég er ánægð- ur með 3 stig." Sigurjón var á ferðinni á 25. mín- útu, fékk langa sendingu utan af kanti inn á markteig og skallaði bolt- ann laglega í bláliornið. Luca Kostic jafnaði fyrir Þór skömmu síðár, skoraði meö þrumu- skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi, varnarveggurinn gaf sig og Bjarni Sigurðsson í markinu hreyfði hvorki legg né hð. Valsmenn höfðu öll völd á velhnum í síðari hálfleik og réttlætinu var fuh- nægt á 81. mínútu. Boltanum var vippað inn að markteig Þórs þar sem Sigurjón Krisrjánsson var aleinn og hann afgreiddi boltann laglega í net- iö. Valsmenn sýndu enga snUldar- takta að þessu sinni en gerðú það sem þurfti gegn slöku Uði Þórs. Valsmenn hafa því náð Fram að stigum en Þórs- arar sitja einir á botninum og eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Sindramenn í 16 liða úrslitin - ásamt UBK, ÍR, ÍBK og Selfossi Sindri frá Hornafirði, sem leikur í 4. deUd, tryggði sér í gærkvöldi sæti í 16 hða úrshtum bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sindri sigraði þá 3. deUdar hð Einherja frá Vopnafirði, 1-0, á Hornafirði og skor- aði Þrándur Sigurðsson sigurmarkið í fyrri hálfleik. • Arnar Grétarsson lék aðalhlut- verkið þegar BreiðabUk vann Gróttu, 0-3, á Selrjarnarnesi. Hann skoraði öU mörk Kópavogsliðsins, það fyrsta á sérlega glæsUegan hátt. • ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þrótti á ÞróttarveUinum, 0-3. Bragi Björnsson skoraði tvö mörk og Snorri Már Skúlason eitt. • Selfyssingar unnu Aftureldingu, 5-1, eftir aö Afturelding hafði leitt, 0-1, í hálfleik með marki Björns Sig- urðssonar. Izudin Dervic skoraði þrennu fyrir Setfoss í seinni hálfleik og þeir SaUh Porca og Björn Axels- son eitt mark hvor. • Keflvíkingar unnu Hauka í Hafharfirði, 0-2, með mörkum frá Marko Tanasic og Óla Þór Magnús- syni. Sigurhðin í þessum leikjum eru komin í 16 Uða úrsUt og þangað fer síðan sigurUðið úr viðureign Tinda- stóls og KS sem fram fer í næstu vUcu. TindastóU vann Letftur, 2-1, á Sauðárkróki í gærkvöldi. Guðbrand- ur Guðbrandsson gerði-bæði mörkin en Örn Torfason jafnaði fyrir Leift- ur. KS vann HSÞ b, 2-5, í Mývatns- sveit. Ari HaUgrímsson og Viðar Sig- urjónssqn skoruðu fyrir Mývetninga en Jón Örn Þorsteinsson 2, Henning Henningsson, Mark Duffield og HlynurEiríkssonfyrirKS. -VS 1 Knatíspyrna 1. deild - Hörpudeild Fram...............6 4,1 l 13-1 13 Valur..............6 4 1 l U-5 13 KR...................6 4 0 2 10-7 12 ÍBV..................6 4 0 2 8-10 12 Víkingur.........6 2 2 2 7-7 8 Stjaraan.........6 2 1 3 7-12 7 FH...................6 2 0 4 9-9 6 KA...................6 2 0 4 6-10 6 ÍA....................6 1 2 3 5-10 5 Þór..................6 1 1 4 3-« 4 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram.......6 SíguriÖnKrisrjánsson, Val............5 Antony Karl Gregory, Val.............3 Árni Sveinsson, Stjörnunni..........3 GoranMicic,VUringi......................3 HlvnurStefansson.ÍBV.................3 HörðurMagnusson.FH.................3 Ragnar Margeírsson, KR...............3 RíkharðurÐaðason,Fram............3 • Ragnar Margeirsson, sem skoraði þriðja n vörnum við. FH-ingar urðu að lúta í lægra h; Stefán og í raðir FH Nú er ljóst að vinstrihandarskytt- urnar Stefán Krisrjánsson og Óskar Helgason munu báðir leika með ís- landsmeisturum FH í handknattleik á næsta keppnistímabUi. Stefán lék sem kunnugt er með KR og Óskar lék á síðasta keppmstíma- bUi með Uði í 2. deUdinni á Spáni. Báðir léku þeir félagar áður með FH. • Aðalfundur handknattleiks- deUdar FH verður haldinn þriðju- daginn 26. júní í Kaplakrika og hefst klukkan háUhíu. Nú er fyrirUði riandkn yfir he: Akurey maður kemur KAnæí Gísli Feli: til Seifysi Sveinn Helgason, DV, Selfossi: Gísh Felix Bjarnason, hinn reyndi markvörður KR-inga, hefur ákveðið að leika með nýUðum Setfyssinga í 1. deUdar keppninni í handknattleik næsta vetur. Gísh er 28 ára gamaU og hefur leUc- ið með KR lengst af en einnig með danska 1. deUdar liðinu Ribe. Hann hefur ennfremur leUíið með íslenska landsUð „Það ( að fá G bjartsýr ur," sag maður foss, í si Þá ha Sigurjói Stjörnui Guðmundur yngsl Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Guðmundur Benediktsson, Þór Akureyri, lék si: kvöldi, kom inn sem varamaður í síöari hálfleik. Guðmundur, sem er geysUegt efhi og hefur skora Uðum íslands, er aðeins 15 ára og 289 daga og mui sem leikið hefur í 1. deUd. Sigurður Jónsson mun var 15 ára og 300 daga þegar hann lék sinn fyrstí Halldór verður skor „Þetta gengur ekki lengur. Ég var sprautaður fyr að láta skera mig upp og það verður gert á fimmi son sem haltraði af veUi snemma í leUtnum gegn Þaö eru meiðsU á hásin sem hrjá Halldór og 1 heUan leik með Val í sumar. Hann sagðist reUcns jafna sig eftir aðgeröma á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.