Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. íþróttir • Kamerúnmenn þykja mjög vinsælir á Ítalíu þessa dagana. Árangur liðsins hefur komið á óvart og þeir hafa fengið marga aðdáendur á sitt band. Kamerún- menn hafa selt íjölmarga boh sem eru sérstaklega merktir stuðn- ingsslagorðinu Allez, les Lions, sem á íslensku þýðir „áfram Ljónin". Alhr hafa nú fengið að sjá að „Ljónin" geta svo sannar- lega bitið frá sér. Þjálfarinn enginn reiknishaus • Þjálfari Costa Rica er mjög bjartsýnn á að hð hans komist áfram í 16 hða úrshtin. Þjálfar- inn, Velibor Milotinovic, sem er af júgóslavnesku bergi brotinn, segist ekki hafa verið mikih reiknishaus í skóla en hann sé búinn að spá því að hö sitt fái 3 stig í riðhnum og fari áfram. Costa Rica er þegar komið með tvö stig og þarf aðeins jafntefh til aö komast áfram. Tveir gátu ekki horft á vítið • Tveir stuðningsmenn Egypta í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu voru svo spenntir þegar hð þeirra fékk vítaspyrnu gegn Hollending- um á dögunum að þeir gátu ekki horft á vítið. Félagarnir vóru nefnilega báðir mjög veikir fyrir hjartanu og máttu ekki við mik- ihi spennu eða geðshræringu. Sem betur fer fyrir félagana tókst Egyptum að skora úr vítinu og ná óvæntu jafntefli. Vialli spáir um markakónga • ítalski framherjinn Gianluca Vialh hefur spáð því að þeir Gary Lineker og Brasihumaðurinn Careca verði markakóngar HM keppninnar. Viahi stefnir auðvit- að að því að skora en segist ekki hafa of miklar áhyggjur meðan ítalska hðið standi sig. Omar Sharif hefur leikið með Egyptum • Það eru fleiri leikarar en Skot- inn Sean Connery sem fylgist með HM-keppninni. Egyptinn Omar Sharif, sem er þekktur leikari og bridgespilari, fylgist náið með sínum mönnum í keppninni. Sharif hefur reyndar leikið landsleiki í knattspymu fyrir land sitt. Hann lék 4 leiki fyrir Egypta á 6. áratugnum og þá undir sínu rétta nafni, Michael Shaloub. Pabbinn vill fá fleiri mörk •Brasihumaðurinn Careca var í sviðsljósinu í leiknum gegn Svíum á dögunum. Careca skoraði þá tvö mörk fyrir land sitt og tryggði sig- urinn gegn Svíum. Faðir Careca, sem er bóndi heima í Brasihu, var hins vegar ekkert aht of ánægður með strákinn. Honum fannst að hann hefði átt að skora aha vega þrennu í leiknum. írarnir líkjast dönsku áhangendunum •Það er mál manna að írsku aðdáendumir, sem fylgt hafa hði sínu til Ítalíu, hafi hegðað sér nyög vel. Þeir drekka bjórinn sinn og skemmta sér án þess aö vera með nein vandræði. íramir era sagðir svipaðir í hegðun og Danimir vora á HM-keppninni fyrir flórum árum en þá var þeim líkt við saklausa skátadrengi. Heimsmeistarakeppnin: • Freddy Rincon, bjargvættur Kólumbíumanna, er faómaður innilega í leikslok, en kollur hans er í miðri þvögunni. Númer 7 er Carlos Estrada sem fór illa með góð færi í leiknum. Símamynd/Reuter -eftir jafhteflið við Vestur-Þjóðverja Þjóðhátíðarstemning braust út í Kólumbíu í gær þegar ljóst var að landshð þjóðarinnar hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrshtum heimsmeist- arakeppninnar á ítahu með óvæntu en verðskulduðu jafntefh, 1-1, gegn Vestur-Þjóðveijum í Mílanó. Fólk þusti út á götur borga og bæja til að fagna þessum árangri og lögreglan í höfuðborginni, Bogota, var lengi að greiða úr umferðarflækjum sem mynduðust í fagnaðarlátunum. Lokamínútumar í Mílanó vora heldur betur söguíegar. Eftir 89 mín- útna baráttu, þar sem Kólumbíu- menn gáfu hinum öflugu andstæð- ingum sínum ekkert eftir, skoraði Pierre Iittbarski skyndilega fyrir þýska hðið. En rétt áður en flautað var til leiksloka náði Freddy Rincon aö jafna fyrir Kólumbíu eftir glæsi- lega sendingu frá hinum snjalla Car- los Valderrama. „Við ætluðum að vinna riðihnn, og tókst það,“ sagði Franz Beckenbauer, landshðseinvaldur Vestur-Þjóðverja, eftir leikinn. „Við vissum að Kól- umbíumenn yrðu erfiöir því þeir eru með frábært hð. Jafntefh vora sann- gjöm úrsht, en kannski lagði mitt hð sig ekki nógu mikið fram þar sem þaö var þegar komið áfram í keppn- inni.“ Ólýsanlegt þegar Rincon jafnaði Francisco Maturana, þjálfari Kól- umbíu, sagði að mark Þjóðveija hefði verið mikið áfall fyrir sig. „Það var ekki sanngjarnt, okkur höfðu fram að því ekki orðið á nein mistök í leiknum. En það var ólýsanleg til- finning þegar Rincon jafnaði strax á eftir. Hann skráði stóran kafla í knattspymusögu Kólumbíu með þessu marki," sagði Maturana. Úrshtin þýða að Þjóðveijar leika áfram í Mílanó og mæta þar ein- hveiju hðanna sem verður í þriðja sæti í riðh á sunnudaginn. Kólumb- íumenn mæta hins vegar annaðhvort Kamerún eða Ítalíu í 16 liða úrshtun- um. Tvö mörk eftir átta mínútur Júgóslavar þurftu sigur gegn Sam- einuðu arabísku furstadæmunum til að tryggja áframhald sitt í keppn- inni, og gátu slakað á eftir 8 mínút- ur. Þá höfðu Safet Susic og Darko Pancev fært þeim tveggja marka for- ystu. Ah Thani Juma lagaði stöðuna fyrir furstadæmin, en Pancev og Robert Prosinecki skoraðu í í síðari hálfleiknum og lokatölur urðu 4-1. Juma og annar leikmaður fursta- dæmanna þurftu að fara meiddir af velli í fyrri hálfleik og síðan var Khalh Ghanim rekinn af velli seint í leiknum. Júgóslavar mæta Belgum eða Spánveijum í 16-hða úrslitum, eftir því hvort hðið vinnur E-riðil. „Við vildum vera lausir við þau bæði en sennilega komumst við ekki hjá því að spila,“ sagði Ivica Osim, léttur í lund, eftir leikinn í Bologna í gær. „Við gerðum það sem við gátum í keppninni, það var ekki hægt að ætl- ast til betri árangurs hjá áhuga- mönnum,“ sagði Carlos Alberto Par- reira, þjálfari furstadæmanna. -VS • Roberto Baggio fagnar eftir að hafa skorað síðara mark ítala gegn Tékk- um í gærkvöldi. Sagt er frá þeim leik á bls. 17. Símamynd/Reuter Lokaleikir C-riðils Keppni í C-riðli heimsmeistara- keppninnar á Ítalíu lýkur í kvöld. Brasiha og Skotland leika í Tórínó og Svíþjóð mætir Costa Rica í Genúa. Brasihumenn era einir öraggir áfram úr þessum riðh en hinar þijár þjóðirnar geta hafnað í hvaða sæti sem er. Leikur Skotlands og Brasihu verður sýndur beint í Ríkissjón- varpinu en báðir leikimir hefjast klukkan 19 að íslenskum tíma. -VS Kamerún Tékkóslóvakía C1 Brasilía-Skotl.-C. Rica V-Þýskaland F2 Egyptal.-Engl. -Holl.-frl. ítalía Belgía-Spánn F1 Egyptal. -Engl.-Holl. -frl. 23.6. 23.6. 24.6. 25.6. 25.6. 25.6. 26.6. 26.6. • Stuðningsmenn enska lands- hðsins lentu í átökum við unghnga í borginni Cagliari á Sardiníu í gær en ítölsk vitni sögðu að heimamenn hefðu átt upptökin - lögreglan hefði hins vegar aðeins ráðist gegn þeim ensku. Þá vora 14 Englendingar sendir til síns heima í gær og þá hafa ahs 22 hlotið þau örlög síðan keppnin hófst. Hins vegar var fjóram enskum sleppt úr varðhaldi í gær vegna skorts á sönnunargögnum en þeir vora handteknir fyrir leik Englands og Hollands á laugardag. • í gærkvöldi höfðu samtals 113 rúmenskir knattspyrnuáhugamenn beðist hæhs á ítahu sem pólitískir flóttamenn. Þeir era í hópi um 2000 Rúmena sem komu til Ítalíu til aö fylgjast með heimsmeistarakeppn- inni. • Diego Maradona, fyrirhði arg- entínsku heimsmeistaranna, meidd- ist á ökkla í leiknum við Rúmena í fyrrakvöld og er ekki búinn að jafna sig. Hann ætti þó að geta leikið með hði sínu í 16-liða úrshtunum, en Arg- entínumenn mæta að öhum líkind- um Brasilíumönnum á sunnudaginn. Þar mun vanta Jose Serrizuela í hð Argentínu en hann þarf að taka út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. • Fari svo að öh hðin í F-riöh verði jöfn að stigum og markatölu, eins og vissulega getur orðið, verða örlög þeirra ráðin með hlutkesti. Það mun þá fara fram í Róm strax að leikjun- um loknum annað kvöld. ACD3 Austurríki-Kólumbía C2 Bra.-Skotl.-C. Rica-Svíþj\ ABF3 Austurríki-Argentína-F3 BEF3 Argentína-E3-F3 B2 Rúmenía CBE3 Kólumbía-C3-E3 D2 Júgóslavía s ’ I Belg.-Spánn-Uruguay I HM - D-riðilI: Þjóðhátíð í Kólumbíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.