Alþýðublaðið - 13.07.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1921, Blaðsíða 1
6 Alþýðublaöið €!-efið út aí Alþýðuflokknum, 1921 Miðvikudagina 13. |úlí. 158 tölubl. Leirvörur og búsáhöld. eru seld í útsölu á Laugaveg 43. Verðið er lægsta heildsöluverð. Vörurnar keyptar inn með lægstá markaðsverði og komu í þessum mánuði. •— Mikið úrval. — K o m i Ö f 1 j ó't t« ÚtMalan Langaveg 4 3. Sankomlagspólitik. Á hvern hátt getur jafnaðar- stefnan sigrað? Nýlega hefir í Þýzkalandi verið komið á atvinnuráðum, sem eru ætluð til þess að veita verkamönn- um tækifæri tii þess að hafa hönd í bagga með rekstri atvinnufyrir- tækjanna. En um Ieið og þessum mýju stofnunum hefir verið komið á íót, hefir verið ráðgert að stofna nýja skóla fyrir verkamecn til þess að veita þeim frekari þekk ingu á atvinnumálum en þeir hafa átt kost á hingað tii. Er nú bú- ist við að ríkið taki þetta mál í sinar hendur og leggi fram fé til þessara nýju mentastofnana. Fyrir þingið í Tscheckó Slova- kíu hefir einnig verið lagt frum- varp uní atvinnuráð og á áð ræða það út í sumar. Þar er gert ráð fyrir þeim skilyrðum til þess að ráðin verði stofnuð, að fyrirtækin 3éu eign einstakra manna og rek- in í gróðaskyai, að þau hafi að minsta kosti 30 menn í þjónustu sinni að staðaldri, og að verka- mennirnir sjálfir vilji mynda ráðið. 1 frumvarpinu er gert ráð lyrir mjög víðtækri heimild fyrir ráðin til eftirlits með bókhaldi fyrir- tækjanna. Bersýmiegt er af þessu, að auð- menn og atvinnurekendur í þessum löndum fiona mikið til framsókn- ar verkalýðsins og að von þeírra er, að með þessari afsiáttarpólitfk við verkamenn muni þeim takast enn að bjarga því, sem í þeirra augum er mest um vert — eign- arréttinum á framleiðslugögnunum. Það er heldur ekki ólíklegt að slfk póiitík atvinnurekendanna geti dregið það nokkuð á langinn að atvinnureksturinn, jörðin og fram- leiðslugögnin verði lögð undirrík- ið, en íyr eða síðar sannfærast verkamenn um það, að allar til- slakanir séu tiltölulega Iftils virði ‘ meðan framleiðslugögnin eru eign einstakra tr.anna. Það er t. d. vafasamt að hagur almennings batnaði verulega við það, þótt nokkrir verkamannafulltrúar yrðu sendir til Olfufélagsins sem með- ráð&menn, eða þótt þeir fengju að glugga í bókhaídið hjá Kveld- úlfi, og gæti það þó verið girni- legt til fróðleiks. Auðvaldsflokkurinn grípur altaf til nýrra og nýrra ráða til þess að ræna arðinum af vinnu fjöld ans. Það getur oft tekist að knýja atvinnurekendur til að hækka verkalaun, en afleiðingin verður hækkun á verði þess sem fram- leitt hefir verið, og lýðurinn er rúinra eftir sem áður, aðeins með lítið eitt öðrum hætti. Launabarátta verkalýðsins getur ekki borið varanlegan árangur meðan atvinnurekstur og verzlun er í h'óndum einstaklinga, ýess vegna verða verkamenn, hvar sem er, að kosta kapps um að koma sínum mónnum til valdanna — mynda einlita jafnaðarmannastjórn sem vill berjast fyrir breytingum á fyrirkomulagi eignarréttarins og atvinnurekstursíns á þann hátt sem nauðsynlegt er, til þess að hægt sé að kotna í veg fyrir að ein- stakir menn geti ræat arðinum af vinrau almenrairags. Þessar nauðsyn- legu breytingar verða aldrei fram- kvæmdar af öðrum en verkalýðn- um og íulltrúum hans. Þessi flokk- ur einn er fær um að umskapa skipulagið, ekki af því að verka- merarairnir séu betri en aðrir menn, heldur vegna þess, að þeir hafa engara hag af því að hið gamla og úrelta skipulag haldist óbreytt. Þe3s vegna geta þeir einir breytt löggjöfiuni í anda jafnaðarstefn- unnar, komið á þjóðnýtingu auð- lindanca og réttlátri úthlutun af- urðanna. Wdfflor 08 otegreiDin. Svo Iangt er þá Kveldúifur kominn í viðieytninni til þess að hreinsa sig af því að hafa okrað á semeatinu, að hann býðst til þess að sýna skjöl sfn öll, se- mentinu viðvíkjandi. Þetta er £ mínum augum gleði- Iegt tímarana tákn. Við skulum vona að það sé fyrirboði þess að Kveídúlfur komist, eins og hann er, undir eftirlit verkamanna, ekki eingöngu í einstökum tilfell- um, heldur að ataðaldri. En hveruig skyldi standa á þeim reikningi hans, að pokinn hafi kostað fob. 14,70 kr., en hann getur þó selt hann hér á bryggju á 13 krf Hann hlýtur þó að hafa vitað, hvað sementið kostaði í innkaupi. Hver heidur Kveldúlfur, að trúi því, að hann h&fi selt sér í óhag? Að menn £ vandræðum sækist eftir dýru se- menti, er engin sönnun þess, að ekki sé okrað á þvf; og sýna stóryrði Kveldúlfs og digurmæli bezt, að málstaður þeirra er eitt- hvað sorakendur. \ En hvað um það. Hver veit nema að bráðlega reki að því að Kveldúlfur bjóði atmenningi slfk- an eftirlitsrétt fyrir fult og alt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.