Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Fréttir 20. Landsmót skáta aö Úlfljótsvatni: Sextán hundruð skátar hittast í Undralandi „Hér á landsmótínu hefur risiö 17. stærsti staður landsins og viö bú- umst viö enn fleiri þegar líða tekur á vikuna. Hér er mlikið fjör og enn sem komið er hefur allt gengiö mjög vel og allir yfir sig ánægðir með að vera héma,“ sagði Ingibjörg Jóns- dóttir, kynningarstjóri Landsmóts skáta, þegar DV-menn heilsuðu upp á skátana í sólskininu í gærdag. Um 1600 skátar eru staddir á Landsmótí skáta sem haldið er að Úlfljótsvatni þessa dagana. Mótið hófst á sunnudag og lýkur á sunndaginn kemur. Auk íslenskra skáta eru þar skátar frá 11 þjóðlönd- um, Austurríki, Hollandi, Frakk- landi, Danmörku, Bretlandi, Banda- ríkjunum (og Vamarliðinu), Kanada, Svíþjóð, Færeyjum og Noregi. Alls em hinir erlendu gestir mótsins um 350 talsins. Yngstu þátttakendumir hafast viö í fjölskyldubúðum en þeir em átta ára gamlir. Flestir em skát- amir á aldrinum 11-15 ára en elsti þátttakandinn á mótinu er Jónas B. Jónsson, 83 ára gamall. Lísa í Undralandi Eins og á undanfömum landsmót- um er ákveðið þema í gangi á móts- tímanum. í ár ber landsmótið yfir- skriftina Undraland, með tilvísun til hinnar frægu sögu Lewis Caroll um Lísu í Undralandi. Tjaldbúðunum er skipt í fimm þorp sem öll bera nöfn sögupersóna úr Lísu í Undralandi. Þar em þorp hattarins, frosksins, kanínunnar, drottningarinnar og kattarins. Dagskrá landsmótsins er afar fjöl- breytt, með um 90 dagskrárliðum, og svo búið um hnútana að engum þarf að leiðast. Skátunum er skipt niður á mismunandi svæði sem bera mis- munandi nöfn. Hafast þeir þar við í ýmiss konar leikjum og þrautum. Þar er Undraland með risafótbolta, risagolfi, þriggja enda reipitogi, bíla- rallíi þar sem gömlum Trabant er ýtt fram og aftur yfir læk, BMX-keppni Þessir skátar höfðu skipt sér í liö og spiluðu risafótbolta með miklum tilþrifum. Tilþrifin eiga kannski ekki mikið DV-myndir Brynjar Gauti skylt við „meistarataktana" á HM á Ítalíu en einbeitingin og innlifunin er engu minni. og mörgu öðru skondnu og skemmti- legu. Þá er Þrauta- og metaland þar sem skátamir fara í gegnum alls kyns þrautir og verkefni, sum ansi erfið. Vatnaland er eitt vinsælasta svæöið. Þar er vatnsrennibraut þar sem skátarnir renna á ógnarhraða niður í ískaldan hyl. Þar skríða þeir líka og vaða í leðju og drullu, fara í koddaslag og ýmislegt fleira. Loks er ísland, þar sem fengist er við tré, gróður og fugla, og Tækniland þar sem skátarnir læra ýmislegt er teng- ist tölvum, ljósmyndum og fleiru. Eftir að skátaflokkarnir hafa farið í gegnum löndin fá þeir einkunn fyrir frammistöðuna. í lok landsmótsins verður síðan ljóst hvaða skátaflokk- ur hefur staðið sig best á öllum svæð- unum. Kvöldvaka og sveitaball Hvern dag mótsins eru skátarnir ræstir klukkan átta. Eftir þvott, morgunmat, tjaldkönnun og fána- hyllingu hefst dagskráin klukkan tíu. Matur er frá 12-14 og síðan hald- ið áfram á svæðunum. Klukkan fimm er ýmiss konar keppni í gangi, í fótbolta, hefðbundnum skátaíþrótt- um og fleiru. Kvöldvökur eru auðvit- að á hverju kvöldi. Á föstudaginn verður haldið sveitaball og á laugar- dag verður heimsóknardagur þar sem mótssvæðið verður opið öllum gestum. Er búist við miklu fjölmenni um helgina ekki síst í fjölskyldubúð- unum. Þá um kvöldið verður stærsta kvöldvakan með heljarinnar varð- eldi. Á laugardaginn kemur Vigdís for- seti á landsmótið og þá mun biskup- inn yfir íslandi einnig vígja krossinn sem páfinn blessaði í fyrra og gerður var sérstaklega vegna komu hans þá. Landsmót skáta hefur hingað til verið haldið á fjögurra ára fresti en héðan í frá munu aðeins þrjú ár líða milli móta. 1993 verður landsmótið haldið á Akureyri. -hlh Skátar frá Eilífsbúum á Sauðárkróki voru ekkert j Undralandi var ródeó í fullum gangi og til að enginn færi sér að hræddir við að láta vaða niður þessa heimatilbúnu voða var skylda að hafa hjálm á höfði og svampa undir. Þetta eru rennibraut á skátavisu og á bólakaf í ískalt vatniö krakkar frá Kópum í Kópavogi. fyrir neðan. Eftir að hafa farið eina ferð vildu þeir ólmir fara fleiri. Mikil hörkutól þar á ferðinni I Undralandi var allt frekar skrýtið og furðulegt. Meðal atriða þar var þetta risagolf. Til að ná almennilegu höggi þurftu krakkarnir að telja: „Einn, tveir og...“ Að sögn umsjónarmanns var eins og sum- ir skátaflokkarnir hefðu aldrei gert annað, svo fljótir voru krakkarnir að fara hringinn með „kúluna". Alveg meiri háttar gaman - segja erlendu gestimir sem þó er kalt á nóttunni „Okkur finnst frekar kalt hérna, sérstaklega á nóttunni, og svo er allt- af hávaðarok en þetta er alveg æðis- lega gaman. Mótssvæðið er skemmti- legt og hér er æðislegt fjör,“ sögðu danskar skátastelpur frá Jótlandi þar sem þær slöppuðu af í hádeginu. Þær voru reyndar eitthvað að vand- ræðast yfir að hafa ekki getað þvegið á sér háriö en voru aö skipuleggja sundferð að Ljósafossi um kvöldið. DV ræddi einnig viö enskan skáta- flokk frá Malton á Englandi og þeir tóku í sama streng og dönsku stelp- umar. Þá sagði kynningarstjóri mótsins að áströlsku skátarnir væru afar undrandi á björtum kvöldum og nóttum. Þeir hefðu vanist því að vera alltaf búnir með ákveðin verk fyrir myrkur heima í Ástralíu en nú skipt- iþað ekki máh. DV-menn héldu til Undralands og hittu þar fyrir hressa skáta frá Kóp- um í Kópavogi. Þeir hömuðust á tómri olíutunnu sem hékk í köðlum, vora í „ródeó“. „Þetta er alveg æöislega gaman. Þetta er í fyrsta skipti sem við kom- um á landsmót og vonandi ekki það síðasta,“ sögðu þær María og Signý. Þær höfðu þá þegar gengið á hækjum eftir markaðri braut í brekku og voru satt að segja lafhræddar við að fót- brjóta sig. Omar í Vífli frá Garðabæ hamaðist ásamt félögum sínum í risafótbolta og ekki beint hægt að segja aö til- þrifin ættu neitt skylt við kúnstir fótboltahetjanna á ítahu. En það var fjör og mikið hamast. Vífill gerði markalaust jafntefh við eitt hð en aðrir skátar úr Vífli unnu sex-núll fyrr um daginn þannig að ekki er ómögulegt að skora með þessari risatuðru. Krakkar úr skátaflokknum Elífs- búum á Sauðárkróki sýndu blaða- manni og Ijósmyndara hvernig mað- ur ber sig aö í Vatnalandi og voru ahs óhræddir við aö láta sig renna á bólakaf í ísjökulkalt vatnið. „Þetta er alveg ofboðslega kalt, ég náði varla andanum þegar ég kom upp úr,“ sagði hálfber strákur og krakkamir tóku undir æstir og ákaf- ir. Þeir voru ekkert að hlaupa heim þó holdvotir væru og fóru aðra sah- bunu í vatnsrennibrautinni. Síðan skriðu þeir í vatni og leðju í þokka- bót. Það er greinilegt að fátt jafnast áviðLandsmótskáta. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.