Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir Þeir leyndust nokkuð vel, ungarnir við nýja útvarpshúsið, en þó ekki meira en svo að glöggt auga gat uppgötvað þá. Systkinin tvö leyndust á bak við stóra bróður sem greinilega var kjarkaðri en hinir og þorði að líta upp til Ijósmyndarans. DV-mynd GVA Uppsagnir hjá Örva í Kópavogi: Var broslegur misskilningur - segir forstöðumaðurinn „Þetta var broslegur misskilning- ur vegna nýrra laga um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Félags- málaráðuneytið gekk í þetta mál og það er leyst. Við höfum öll dregið uppsagnir okkar tíi baka,“ sagði Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Örva, sem er vemdaður vinnustaður í Kópavogi. Allir menntaðir starfsmenn Örva höfðu sagt upp störfum vegna deilna við Svæðisstjórn fatíaðra. Bergur segir að ágreiningur hafi verið stjómunarlegur og hugmynda- fræðilegur um markmið staðarins út frá þjálfun fatlaðra. Fyrir tilstuðl- an félagsmálaráðuneytis hefur lausn fundist og uppsagnir hafa verið dregnar til baka. „Það tókst að ræða þetta á góðum grunni. Máhð er enn á viðkvæmu stigi. Staðfesting um málalyktir kom frá ráðuneytinu síðastiiðinn fóstu- dag. Það má segja, ef við bemm þetta saman við Mógilsá, að ráðuneytið hafi bmgðist aht öðmvísi við hjá okkur en hjá þeim. Það styður okkur alveg fullkomlega,“ sagði Bergur Þorgeirsson. -sme Vestmannaeyjar: Flak Sjöstjörnunnar farið af rafstrengnum Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjuin; Danskt kapalskip var fengið til við- gerðar í síðustu viku á gamla raf- strengnum milh lands og Eyja. Við- gerðin tók ekki nema rúma fjóra daga enda var veður gott og er kostn- aður áætlaður milh 40 og 50 mihjónir króna. Skipt var um streng í kaplin- um, nokkur hundmð metra, og gekk þaö vel. Sjöstjaman VE, sem sökk rétt norðvestur af Elhðaey í vetur, lenti á strengnum og skemmdi hann. Það sást við myndatökur neðansjávar nokkru eftir slysið en þegar undir- búningur viðgerðar hófst í síðustu viku kom í ljós að báturinn var horf- inn. Fannst hann um 150 metra norð- vestur af fyrri stað og er farinn að hðast í sundur. Báturinn hefur fjar- lægst vatnslögnina, sem er 200 metr- um austan við gamla strenginn. Nýi strengurinn hggur hins vegar einum khómetra vestar. Ef bátinn rekur lengra lendir hann fljótlega á hrauni og því ekki tahn hætta á að hann valdi meiri skemmdum. Þverá: Rútu ekið á tvo bfla Rútu var ekið á tvo bha austan við brúna yfir Þverá í Rangárvallasýslu síðdegis á sunnudag. Brúin er mjó og geta bhar ekki mæst á henni. Tveir bhar vora samtímis á brúnni og bakkaði ökumaður annars th að hinn gæti farið yfir. Þegar bhamir vom komnir af brúnni austanmegin kom að rúta. Ökumanninum tókst ekki að stöðva rútuna og skipti eng- um togum að hún skah á báðum bh- unum. Engin slys urðu á fólki en bílamir skemmdust talsvert. -sme Hella: Tvennt flutt til læknis Tvennt var flutt th læknis eftir harðan árekstur milh tveggja bha á Hehu í gær. Öðmm bhnum var ekið eftir þjóðveginum en hinum var ekið inn á þjóðveginn og í veg fyrir bílinn sem þar var. Fólkið slasaðist ekki alvarlega. Báðir bílamir eru mikið skemmdir. Opnunarræða á alþjóðahvalveiðiráðstefnunni: Stöðvum dráp á „rósum hafsins" Kiistjáii Bemburg, DV, Hollandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Hohands opnaði alþjóða- hvalveiðiráðstefnuna í gærmorgun en hún er haldin þar í landi. í opn- unarræðu hans kom greinhega fram að ríkisstjóm Hollands er al- farið á móti því að hvalveiðar verði leyfðar aftur í hagnaðarskyni. í raeðu sinni líkti ráðherrann hvöl- um við „rósir hafsins“. Að lokinni ræðu sinni gekk hann út th Greenpeace manna sem afhentu honum bol með áletmninni „Stöðvum hvaladráp". Á ráðstefnunni mun væntanlega ráðast hvort hvalveiöar verða leyfðar aftur í hagnaðarskyni. 33 ríiti em talin taka afstöðu á móti „Rós hafsins" skorin í Hvalfirði. hvalveiöum. Fulltrúar Greenpeace samtak- anna voru mættir fyrir utan hótelið þar sem ráðstefnan er haldin strax í gærmorgun með mótniælaspjöld. Á fundi Greenpeace manna kom fram að samtökin telja of snemmt að hefja hvalveiðar aftur núna. Þau telja tölur, sem komiö hafa fram um hvalastofna, til að mynda frá Noregi, alrangar. Tölur þær sem íslendingar og Norðmenn setja fram á ráðstefn- unni eru gerðar tortryggilegar af umhverfisverndarsinnum. Tölu- verður mótbyr mætir því Halldóri Ásgrímssyni og fylgdarmönnum hans á ráöstefnunni. KB/ÓTT Æí - nú hefur hann sofið ílla eína nóttína enn, blessaður karlinn hann Arngrímur. Hvaða vandræðí að hann skulí gera sér þetta, - karlálftín, að reyna að sofa á sömu dýnunní þríðja eða fjórða áratugínn í röð og ganga svo með þessa , ,skúffu‘ ‘ í gegnum lífið. BROSMEÐAL Sérðu nokkuð af sjálfum þér í svípnum á honum Arngrímí - svona stundum - eftír órólega nótt á vondrí dýnu? Já - þá máttu gjarnan hafa í huga að besta brosmeðalíð er alvöru rúmdýna - ekki bara eínhver dýna - heldur ekta fjaðradýna með bestu bólsturefnum sem hægt er að fá. Og þessar dýnar færðu hjá okkur - svo eínfalt er það Eigum víð ekkí að híttast í dag og tala um dýnur M0BLER FAX 91-673511 SIMI 91-681199 HúsgagnaAöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI BILDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK ■sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.