Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. JtJLÍ 1990. 5 Fréttir HaUdór Ásgrímsson á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Hollandi: Almenningsálitið getur eyðilagt allt starf hér Kristján Bemburg, DV, Belgiu; „Ég hafði vonast tíl þess að hol- lenski sjávarútvegsráðherrann yrði eitthvað hlutlausari. Ég hef átt viðræður við hann áður og fundist hann þá sýna nokkurn skilning á okkar málum. Ég mun hitta hann síðar á ráðstefnunni og ræði þá þessi mál við hann. Að öðru leytí vil ég ekki tjá mig um opnunar- ræðu hans,“ sagöi Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra við DV eftír setningu fundar Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Noordwijk í Hollandi í gær. Hann var spurður að því hvort hollenski sjávarút- vegsráðherrann hefði komið hon- um á óvart í opnunarræðu sinni þar sem hann lét hugmyndir um algera friðun hvala berlega í ljós. - Þar sem almenningsálitið í Mið-Evrópu er algerlega á mótí hvalveiðum kemur það sér ekki illa vegna okkar séstöðu? „Það er alveg ljóst að almenn- ingsálitið hefur mikil áhrif á það sem er að gerast hér. Ég hef orðið var við að jafnvel þótt við komum með nyög góðar vísindalegar upp- lýsingar, sem aðrir vísindamenn fallast á, er það ekki nægilegt til að taka ákvarðanir. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að hin ýmsu ríki vinna ekki í samræmi við stofnskrá þessara samtaka. Þar kemur skýrt fram að Alþjóðahval- veiðiráðið eigi að stjóma hvalveiö- um á gmndvelii bestu vísindalegu upplýsinga sem fyrir hendi em á hveijum tíma. Nú höfum við til dæmis lokið endurtalningu hrefnu- stofnsins við ísland og það er alveg ljóst að mörgum ríkjum þykir það ekki nægilegt til að taka nýja ákvörðun varðandi þann stofn. Það er alveg ljóst að almenningsálitið hefur truflandi áhrif á allt þetta mál. Þaö er spurning hvort þetta almenningsálit, sem byggt er á röngum upplýsingum, muni ekki á endanum eyðileggja allt starf sem hér fer fram. Afleiðingámar verða þær að ekki verður fyrir hendi stofnun til að takast á við þau vandamál sem upp koma.“ - Verður þessi vika í Hollandi erfiðari en þú bjóst við? „Þetta er mjög svipað og við bjuggumst við en hins vegar er al- veg ljóst að það verður mjög erfitt að ná samkomulagi og útíitíð er mjög dökkt hvað það varðar.“ í fréttatíma í hollenska sjónvarp- inu í gærkvöld var fjallað ítarlega um ráðstefnuna með viðtali við hollenska sjávarútvegsráðherrann og fleiri. í lok fréttatímans var full- yrt að htíar líkur væm á að hval- veiðibanninu yrði aflétt. Þá vom grænfriðungar með hefðbundin mótmæh, með uppblásnum hvöl- um og shku, fyrir utan hótelið þar sem fundurinn fer fram. - sjá einnig bls. 3 NM í bridge í Færeyjum: Sigur á Svíum fsak Öm SiguiðBsoin, DV, Færeyjum: íslensku Norðurlandameistararnir í bridge sigmðu Svía í 2. umferð í opna flokknum í Færeyjum í gær, 17-13, en gerðu jafntefli, 15-15, við Noreg í 1. umferð. íslenska kvennasveitin tapaði fyrir Noregi í 1. umferð en vann stórsigur á Svíum í 2. umferð. Úrslit í annarri umferð: Opinn flokkur: Finnland-Danmörk 14-16 Svíþjóð-Ísland 13-17 Noregur-Færeyjar 18-12 Kvennaflokkur: Finnland-Danmörk 5-25 Svíþjóð-Ísland 4-25 Noregur-Færeyjar 16-14 Staðan eftir 2. umferðir: Opinn flokkur: Danmörk 41, Svíþjóð 37, Noregur 34, ísland 32, Finnland 20 og Færeyjar 12.' Kvennaflokkur: Danmörk 50, ísland 37, Noregur 34, Svíþjóð 27, Færeyjar 17 og Finnland 12. ísland sphar gegn Finnlandi í fyrri leiknum í dag og gegn Danmörku í síðari leiknum. íslenskir þátttakendur á Norðurlandamót i bridge sem nú stendur yfir í Færeyjum. Talið frá vinstri; Sævar Þor- björnsson, Sigmundur Stefánsson fyrirliði kvennalandsliðs, Karl Sigurhjartarson, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Hjalti Elíasson landsliðsþjálfari og fyrirliði í Opnum flokki, Helgi Jóhannsson forseti BSÍ, Guðmund- ur Páll Arnarson, örn Arnþórsson, Esther Jakobsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. [ M M AL VORUBILL ' i Láa I FIUi Lágmúla 7, síml 91-84477. Flugstðð Lelfs Eiríkssonar, síml 92-50300. 1 EVROPU KOSTAR OTRULEGA LITIÐ \ Þegar ekið er um hraðbrautir Evrópu er geysilegur munur að vera á stórum, kraftmiklum og þægilegum bíl. Þetta vita allir. Það sem kannski ekki allir vita er að hjá Arnarflugi er ótrúlega lítill verðmunur á Citroen AX og Ford Scorpio. lí Flug og Ford Scorpio í fimm daga kostar frá kr. 26.600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.